Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1991, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991. 10 Utlönd James Baker, utanríkisráóherra Bandaríkjanna, tókst í gær að sannfæra Shamir, forsætisráðherra ísraels, um ágæti friðarráðstefnu um Mið-Austur- lönd. Símamynd Reuter PLO: Engin mála- miðlun um ff ull- trúa Palestínu - ísrael féllst á friðarráðstefnuna í gær Háttsettur embættismaður Frels- issamtaka Palestínu, PLO, sagði í morgun að ekki væri hægt að gera neina málamiðlun um fulltrúa Pal- estínumanna á friðarráðstefnu um Mið-Austurlönd sem risaveldin standa að en hann gekk þó ekki svo langt að krefjast beinnar þátttöku PLO. „Það sem PLO hefur komið áleiðis til Bandaríkjanna fyrir milligöngu Breta er að við mundum með ánægju taka þátt í friðarráðstefnu og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á friði í Mið-Austurlöndum,“ sagði Bassam Abu Sharif, póhtískur ráðgjafi Yassers Arafats, í viðtali við breska útvarpið, BBC. Abu Sharif sagði að það yrði „vand- ræðalegt" ef stjómvöld í Washington leyfðu Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, að velja palestínska fulltrúa á ráðstefnuna. Þegar hann var spurður nánar um hverjir ættu að tala fyrir munn Pal- estínumanna þegar ísraelsmenn neituðu að ræða við PLO og araba frá Austur-Jerúsalem sagði Abu Sha- rif að Palestínumenn yrðu að ákveða það sjálfir. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tókst að fá ísraels- menn til að fallast á friðarráðstefn- una í gær. ísraelsmenn höfðu áður hafnað hugmyndum Bandaríkja- manna um ráðstefnuna. Baker hittir leiðtoga Palestínu- manna í dag og búist er við því að hann leggi hart að þeim að mæta til friðarráðstefnunnar sem fyrirhugað er að halda í október. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði í gær að Baker mundi reyna að fá Palestínumenn til að gera að engu þau orð ísraelska stjórnmálamanns- ins Abba Ebans að Palestinumenn misstu aldrei af tækifæri til að missa af tækifæri. Þótt Shamir hafi fallist á friðartil- lögur Bandaríkjamanna í gær setti hann þó það skilyrði að fyrst yrði að leysa deiluna um fulltrúa Palestínu- manna. Það skilyrði gæti hugsanlega eyðilagt besta tækifæri um langa hríö til að leysa deilumál ísraels og arabaríkjanna. Reuter Lögreglan færði morð- ingjanum eitft af fórnarlömbunum Skriðdrekaárás á króatískt þorp Nú hefur komið á daginn að lög- reglan í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum skhdi 14 ára gamlan dreng eftir hjá fjöldamorðingjanum sem hefur viðurkennt að hafa drepið 17 manns á hroðalegan hátt. Hér áttu þrír lögreglumenn í hlut og hafa þeir allir verið leystir frá störfum. Dreng- urinn var eitt af fómarlömbum morðingjans. Mál þetta hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum eftir að morðing- inn, Jeffrey Dahmer, viðurkenndi ódæði sín. Lögreglan hafði á sínum tíma afskipti af drengnum þegar hann flúði skelfingu lostinn úr íbúð Dahmers. Leitað var skýringa á mál- inu hjá Dahmer og sagði hann lög- reglunni að drengurinn væri 18 ara gamall og þeir væru elskhugar. Lög- reglan tók það gott og gilt og skildi drenginn eftir hjá Dahmer sem myrti hann skömmu síöar. Þegar lögreglan kom í íbúðina hafði morðinginn lík eins fórnarlambsins í tunnu í svefn- herbergi sínu. Dahmer var handtekinn þann 24. júlí. Þá fundust rotnandi lík í íbúð hans og höfuðkúpur ekki færri en ellefu manna. Dahmer hefur viður- kennt að hafa stundað iðju sína í meira en áratug. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir fjögur morð en beðið er með að leggja fram enn fleiri kærur á hendur honum. Reuter Bandaríkjamenn ósáttirviðlok Persaflóastríðsins Stöðugt fleiri Bandaríkjamenn lita svo á að bandamennirnir í Persaflóastríðinu hefðu ekki átt að láta staðar numið fyrr en Saddam Hussein, forseti íraks, væri fallinn af valdastóli. Skoðanakannanir vestra sýna að yfir 70% aðspurðra telja það mistök að hætta hemaði við Persaflóa meðan Saddam hélt völdum og 57% segjast vera ósátt- ir við George Bush vegna þess að hann ákvaö að láta hætta hem- aði. Nú er ár liðið frá innrás iraka í Kúveit. Af þvi tilefni hefur Margrét Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Breta, látið hafa eftir sér að bandamenn hefðu átt að neyða íraka til að framselja Saddam. Reuter Óttast er að tuttugu og einn maður að minnsta kosti hafi látið lífið þegar skriðdrekar úr júgóslavneska hem- um æddu inn í Króatíu frá Serbíu og skutu á þorp á landamærum lýð- veldanna í gær, að sögn lögreglu. Talsmaður króatísku lögreglunnar sagði að líklega hefðu fimmtán lög- regluþjónar látið lífið þegar lögreglu- stöð þeirra var jöfnuð við jörðu í árásinni á þorpið Dalj. Júgóslav- neskur ljósmyndari sagðist hafa séð sex önnur lík sem þorpsbúar sögðu aö væru Serbar. Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, sagði í gær að hernað- arlegrar íhlutunar Evrópubanda- lagsins væri ef til vill þörf til að stöðva sundurlimun Júgóslavíu. Poos er einn þriggja ráðherra banda- lagsins sem fara til Júgóslavíu í dag til að reyna eina ferðina enn að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu. Um tvö hundruð manns hafa fallið 1 bardögum frá því Króatía og Slóv- enía lýstu yfir sjálfstæði sínu í júní. Talsmaður lögreglunnar í Króatíu sagði að tuttugu skriðdrekar að minnsta kosti hefðu tekið þátt í árás- inni á Dalj og aðra bæi í austurhluta Króatíu. Hann sagði að ástandið í Dalj væri enn of hættulegt til að hægt væri að senda þangað króatísk- ar sveitir. Þátttaka hersins olli mikilli bræði leiðtoga Króatíu og Franjo Tudjman forseti viðurkenndi fyrir þinginu að lögregla og varðliðar lýðveldisins hefðu ekki vopn til að heyja stríð. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.