Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1991, Side 23
22 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991. Róttaekar breyt- ingar ekki í mín- u m verkahiing - sr. Heimir Steinsson, nýráðinn útvarpsstjóri, segir hug sinn „Ég sótti um þetta starf vegna þess að mér hefur lengi þótt Ríkisútvarpið í heild vera eins konar hjarta ís- lenskrar nútímamenningar og þar streymir í gegn allt það sem við með einum eöa öðrum hætti köllum menningu í þessu landi. Jafnframt er Ríkisútvarpið-Sjónvarp, hljóð- varp, rásirnar báðar og svæðisút- vörpin kynningarmiðstöð erlendra menningaráhrifa, smiðja þar sem því er rennt í íslenska deiglu og íslenskt mót. Vil koma við sögu ' menningarþróunar Ég hef variö ævinni hingað til í ýmiss konar menningarstarfsemi, fyrst sem rektor Skálholtsskóla og síðan hér á Þingvöllum, auk annars, þannig að mér leikur hugur á að koma frekar við sögu menningarþró- unar í þessu landi og hafa áhrif á hana,“ sagði séra Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, í samtali við DV. Sr. Heimir var valinn úr hópi 14 umsækjenda til þess að gegna starfi útvarpsstjóra. „Ég hef rennt huganum í þessa átt einu sinni fyrr en sótti þá ekki um embættið. Síðan þegar staðan losnaði í sumar fór ég að hugsa málið í al- vöru og ákvað að sækja og láta á það reyna hvort mér yrði treyst." Taldi mig eiga nokkra von um starfið - Varstu bjartsýnn á að fá starfið? „Ég hefði sjálfsagt ekki sótt um þetta ef ég hefði ekki talið mig eiga einhverja von. Ég var ekki bjartsýnn eða svartsýnn í sjálfu sér en þegar ég frétti niðurstöðuna varð ég fyrst og fremst undrandi og jafnframt ákaflega glaður," sagði Heimir og kveikti sér í vindli dagsins sem fram til þessa hafði gefist afar lítill tími til þess að reykja. Síminn þagnaði varla þá stund sem blaðamenn DV stóðu við á Þingvallabænum og margir vildu verða til þess að óska Heimi til hamingju með nýjan áfanga í starfi. Pólitísk stöðuveiting - Nú er þetta óumdeilanlega pólitísk stöðuveiting. Hefur þú verið flokks- bundinn í einhveijum stjómmála- flokki? „Ég á mér enga stjómmálalega sögu og hef ekki verið virkur í nein- um stjómmálasamtökum öll mín fullorðinsár. Því get ég ekki séð að um sé að ræða pólitíska stöðuveit- ingu í neikvæðri merkingu þess orðs. Fyrst minnst er á þetta er rétt að rifja upp að Ríkisútvarpiö á að gæta hlut- leysis í stjómmálum og ég vona að afskiptaleysi mitt af þeim efnum geti frekar orðið til góðs í því tilliti.“ Varheimagestur á Skúlagötunni - Fjórtán sóttu um starfið alls og margir með umtalsverða reynslu af Sr. Heimir var heimagestur á Skúlagötunni meðan útvarpið var þar til húsa og hefur forn og ný kynni af stofnuninni. DV-myndir Hanna störfum í útvarpi. Hver hefur þín reynsla verið á þessu sviði? „Það vill svo skemmtilega til aö ég á bæði gömul og ný tengsl við Ríkis- útvarpið. Árið 1959 setti ég saman minn fyrsta útvarpsþátt um menn- ingarefni austan af landi. Á námsár- unum annaðist ég iðulega þætti með blönduðu efni og flutti erindi. Á ár- unum sem ég var rektor Lýðháskól- ans í Skálholti hélt ég skólanum mjög á lofti og notaði til þess útvarpið í ríkum mæli. Héðan frá Þingvöllum hafa komið frá mér margir. útvarps- þættir um ýmis efni. Þannig er ég býsna kunnugur á þessum bæ, það er aö segja á hljóð- varpinu. í gamla daga var sagt um þá sem voru vel kunnugir í Skálholti að þeir væru heimagestir. Ég leit á mig sem heimagest á Skúlagötunni í gamla daga. Þar fyrir utan hef ég haft umtals- verð afskipti af annars konar fjöl- miðlun, skrifað í blöð áratugum sam- an,“ segir sr. Heimir og kveikir enn í vindlinum. Kunnugur fjölmiðlum „Þannig má segja að ég sé nokkuð kunnugur fjölmiðlum. Sjónvarpið þekki ég hins vegar tæpast nema sem áhorfandi en hef mikinn áhuga á því og geri mér vel grein fyrir styrkleika þess öfluga miðils sem það er. Ég á mér, eins og nærri má geta, drauma um framtíð sjónvarpsins." - Viltu segja okkur frá draumum þínum um þetta? „Ég vil það í rauninni ekki að svo stöddu. Ég býst við að hefja þetta starf með því aö kynnast sem best starfsmönnum Ríkisútvarpsins, hög- um þeirra og viöhorfum og starfsað- stöðu. Ég vænti og einkar góðs af samstarfi við útvarpsráð. Þegar stimdir líða fram þá hreyfi ég ein- hveijum þeim hugmyndum sem með mér bærast við þessa aðila alia. Að höfðu slíku samráði mun ég kynna sjálfur niðurstöðumar í útvarpi og sjónvarpi. Maður færir ekki fjall Gætum að því að íslenska ríkisút- varpiö er 60 ára gömul stofnun og það á sér volduga og djúpa arfleifð í vitund þjóðarinnar. Þar kemur ekki neinn nýr maður stökkvandi og sníð- ur af fjall eða fyllir upp dal. Hann býr sig e.t.v. undir að hagræða ein- hveijum steinum þegar hann hefur ráðfært sig við þá sem kunna á járn- karlana og geta haggað hnullungum með honum. Það væri oflæti af mér að ijúka til daginn sem mér er veitt umrætt embætti og vera með stórar fullyrðingar um það sem ég ætla að breyta," segir Heimir og brosir í kampinn eins og manni í hans stöðu sæmir. „Ég vil nefna að ég hef oft verið ánægður með umfjöllun fjöl- miðla, sérstaklega dagblaða, um dag- skrá útvarps og sjónvarps og vænti mér góðs af auknu samstarfi við vini mína á dagblöðunum á því sviði.“ Ekki mitt að selja rás 2 - Sjálfstæðismenn hafa hreyft hug- myndum um að losa um einokunar- aðstöðu Ríkisútvarpsins með ýmsum hætti og hefur verið nefnt að selja rás 2, svo dæmi sé tekið. Hver er þín afstaða til breytinga af þessu tagi? „Breytingar eins og þessar eru í verkahring stjómmálamanna og Al- þingis. Ég ræðst til Ríkisútvarpsins eins og það er í dag, sem starfsmaður stofnunar, að sönnu sem stjórnandi en engu að síður sem embættismað- ur sem lýtur ákvöröunum þeirra sem með löggjafar- og framkvæmdavald fara. Menn ættu jafnan að gera sér ljósan þann mun sem er á embættis- manni og þjóðkjömum stjómvöld- um. Það er ekki í mínum verkahring að varpa fram skoðunum um þetta efni nákvæmlega. Mér finnst afar vænt um rás 2 og mun alls ekki leggja til að hún verði seld. Útyarpið sameiningarafl Ríkisútvarpið hefur ómetanlegu hlutverki að gegna sem sameiningar- afl er nær til ystu nesja og innstu dala þessa lands, sameiningarafl þjóðar og þjóðlegrar sjálfsvitundar. Því sýnist mér allt sem eflir Ríkisút- varpið verða þjóðinní til gagns frem- ur en hitt sem kynni að draga úr þeim miðsóknarmætti þess sem ég tel að þjóðin þarfnist. Ríkisútvarpið er „þjóðvarp" í þess orðs bestu merk- ingu. Svo hefur lengi verið og ætti að verða á komandi tíð.“ - Ertu ánægður með það hvemig Ríkisútvarpið hefur brugðist við aukinni samkeppni á undanfórnum árum? „Ég er mjög ánægður með það. Mér þykir vænt um það hvernig kvíarnar hafa verið færðar út bæði með svæð- isútvarpi og ýmiss konar spjallþátt- um þar sem hinn almenni hlustandi á þess kost að leggja orð í belg. Ég nefni ekki einstaka þætti en tilgang- ur þeirra er góður þótt á ýmsu velti með framkvæmdina eins og gengur meðal mennskra rnanna." Lengi má gott bæta - Hefur þér þótt sem hlustanda, í ljósi þess sem þú segir um menning- arhlutverk Ríkisútvarpsins, hlutur menningarefnis vera nægur í dag- skránni? „Hann verður aldrei um of. Ég sé ekki neina ástæðu til þess að kvarta, nema síður sé, en þar má lengi gott bæta og það tel ég vera meginhlut- verk stofnunarinnar." - Hvert er þitt eigið eftirlætisút- varpsefni, hverju missir þú aldrei af? Útvarpssögur og lestur íslendingasagna „Þar er margt sem nefna mætti. Ég hef afar gaman af töluðu máli og þykir vænt um útvarpssögurnar. Ég nefni lestur íslendingasagna fyrr og síðar og mér er mjög hugleikið marg- víslegt tónlistarefni sem útvarpið flytur. Þetta á við um bæði útvarp og sjónvarp, að breyttu breytanda. Fréttir eru náttúrlega það sem ég sleppi aldrei. Fastir punktar í minni tilveru eru sjónvarpsfréttir klukkan átta og útvarpsfréttir klukkan sjö að morgni og hvaðeina þar á milli. Ánn- ars er það svo mikið sem Ríkisút- varpið hefur gefið mér í áranna rás að það er erfitt að gera upp á milli efnisþátta. Ég býst við að ég hlusti álíka mikið á rásir útvarpsins. Á mínu bernskuheimili var mikið hlustað á útvarpið. Ég er alinn upp úti á landi og ég veit að um land alllt er mikið fylgst með þessum miðli. Mér verður hugsað til alls þess fólks sem bíður t.d. á föstudags- og laugar- dagskvöldum eftir góðu sjónvarps- og útvarpsefni. Mér finnst nokkuð brýnt að reyna að muna eftir þessu fólki öllu, ekki einungis mínum hugðarefnum, hversu kær sem þau kunna að vera,“ segir sr. Heimir. „En þó útvarpið hafi á sínum tíma tekið við af gömlu kvöldvökunum þá breytast tímamir og mennirnir með og við getum ekki vænst þess að fjöl- skyldan sameinist um að hlusta á útvarpið eins og hún gerði á þeim tíma sem Helgi Hjörvar las um Bör Börsson eða Einar Ólafur Sveinsson íslendingasögur." Á seyðfirsku menningarheimili Heimir Steinsson er fæddur 1. júlí 1937 á Seyöisfirði, sonur hjónanna Steins Stefánssonar, skólastjóra þar, og konu hans, Arnþrúðar Ingólfs- LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST,1991f Sr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri og eiginkona hans, Dóra Erla Þórhallsdóttir, kveðja Þingvelli i haust eftir 10 ára dvöl. dóttur. Heimir er elstur fimm systk- ina. Meðal þeirra eru rithöfundarnir Iðunn og Kristín, tónlistarmaðurinn Ingólfur og yngsti bróðirinn, Stefán, hefur gefið út tvær ljóðabækur. Sjálf- ur hefur Heimir fengist við ritstörf af ýmsu tagi og meðal annars gefið út eina ljóðabók, Haustregn, sem Almenna bókafélagið gaf út. Var æskuheimili hans mikið menningar- heimili? „Faðir minn var skólastjóri, kór- stjóri og organisti á Seyðisfirði. Á mínu æskuheimili var því mikið fengist við bækur og tónmennt. Við börnin ólumst upp í kirkjukórnum og móðir mín var mikil bókamann- eskja, lá yfir bókum seint og snemma og hélt slíku mjög að okkur. Ég gekk móðurafa mínum, Ingólfi Hrólfssyni, mjög til handa fyrstu ár- in. Hann átti ofurlítið bú á Seyðis- firði og við rákum það saman, hann og ég. Hann var mikill kvæðasjóður og fornsagna og af þeim brunni jós hann yfir okkur systkini. Þannig er hér nokkuð langan slóða að draga.“ Forðaö frá orgelinu Faðir séra Heimis hafði áhuga á að setja soninn til mennta í tónlist og gera hann að kirkjuorganista. Ekki varð þó af þvi vegna þess að á unga aldri féll Heimir og handleggsbrotn- aði og hefur vinstri hönd hans aldrei orðið jafngóð. Sjálfur segir hann að óhappið hafi forðaö sér frá því að þurfa að brjóta heilann um hvort hann ætti að verða organisti. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að hann spilar engu að síður á píanó og orgel, þó ekki sé það á opinberum vettvangi, og hefur lagt til ljóðið við Syng þú Suðurland, nokkurs konar átthagasöng Sunnlendinga sem víöa hefur verið fiuttur í tilefni af M-hátíð á Suðurlandi 1991, en lagið er eftir Einar Sigurðsson, organista við Þingvallakirkju. Sr. Heimir tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1957 og varð í efstu sætum yfir skólann á stúdentsprófi, enda þótti hann skarpur námsmaður. Síð- ar nam hann fornleifafræði í Kaup- mannahöfn og síðar íslensk fræði í tvo vetur við Háskóla íslands áður en hann settist þar í guðfræðideild, en þaðan lauk hann námi með hæstu einkunn sem til þess tíma hafði verið gefin við HÍ. Skólafélagi Heimis frá árunum í MA lýsti honum svo við blaðamann að hann hefði verið þver, einbeittur og ráðríkur. Mega starfsmenn Ríkis- útvarpsins búast við strangri stjórn? Samvinna frekar en ráðríki „Ég hef fengist við stjórn tveggja ríkisstofnana í nær tvo áratugi. Mér er því afar ljóst að samvinna er lyk-, ilorð á slíkum starfsvettvangi, hvort sem hann er stór eða smár, en ekki strangleiki. Ég hygg nú að sá strák- ur, sem fyrir 34 árum var þver, hafi lært eitt og annað á síðustu 20 árum og gangi því betur en áður að sitja á þeim eiginleika. Vonandi hef ég lært þann sveigjanleika sem samfara festu hlýtur að einkenna stjórnanda. Hann verður að hafa skoðun en jafn- framt að vera reiðubúinn að láta af henni ef rök eru fyrir því.“ Vildi vera biskup - Þegar staöa biskups var laus síðast bauðst þú þig fram til starfans og varðst annar þeirra fjögurra sem buðu sig fram. Ertu metnaðargjarn? „Ég væri hræsnari ef ég færi að segja nei við svona spurningu." Heimir er kvæntur Dóru Erlu Þór- hallsdóttur og eiga þau tvö börn. Þórhallur er eldri og hefur fetað í fótspor föður síns og er settur sókn- árprestur á Norðfirði og fram- kvæmdastjóri kirkjumiðstöðvar Austurlands. Eiginkona hans er séra Ingileif Malmberg, skipaður sóknar- prestur á Norðfirði. Þau eiga tvær dætur, Dóru Erlu .og Rakel. Dóttir Heimis og Dóru, Arnþrúður, lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík í vor. Eftir að námi lauk þjónaði sr. Heimir sem prestur á Seyðisfirði en síðar var hann einn vetur við nám í kirkjusögu við Edinborgarháskóla. Síðan fékkst hann við kennslu í lýð- háskólum í Danmörku og Noregi um þriggja ára skeiö en kom heim 1972 og tók við starfi rektors við Lýðhá- skólann í Skálholti og byggði þann skóla frá grunni. Þar starfaði hann til 1981 þegar hann tók við starfinu á Þingvöllum. Auk þessa hefur hann, eins og fram hefur komið, lagt hönd á fjölda verkefna annarra. En hvað gerir þjóðgarðsvörðurinn þegar hann er ekki að vinna? Hver eru áhugamálin? Fjölþætt áhugamál „Æth ég lesi ekki mest. Þó hef ég í seinni tíð stundað útivist í vaxandi mæli með skipulögðum hætti til þess að bæta mína góðu heilsu. Þá ferðast ég á fjallahjóli sem ég eignaðist frá dóttur minni. Hestamennska er fjöl- skyldusport og dóttir mín og eigin- kona eiga fimm hross í haga. Við ríð- um saman út hér í nágrenninu þegar tóm gefst til. Náttúrubarn með bíódellu Ég er mikið náttúrubarn og elska íslenska náttúru. Vænst þykir mér um hana í mikilli kyrrð. Margar mínar stærstu stundir hef ég átt úti í náttúrunnar ríki og hef frá unga aldri stundað gönguferðir. Jafnframt er ég, mér liggur við að segja óhæfilega, elskur að sjónvarp- inu og það líður varla svo kvöld aö ég ekki sitji lengur eða skemur yfir því. Ég hef mikinn áhuga á kvikmynd- um, heillaðist snemma af þeim. Með- al minna eftirlætismeistara þar má nefna Ingmar Bergman og Bunuel. Ég hef fylgst með íslenskri kvik- myndagerð og fagna þeirri grósku, sem þar er að finna, og tel brýnt að styrkja hana með tiltækum ráðum. Leiklist hefur ennfremur heillað mig og Þjóðleikhúsið verið meðal minna eftirlætisskemmtistaða um áratugi. Nefna má að ég hef mikið yndi af tónlist, hlusta mikið á tónlist og söng í kórum meðan ég kom því við. Hver veit nema ég læðist bakdyramegin inn í einhvern kór í Reykjavík til þess að að standa þar í öftustu röð svo lítið beri á. Ég á ógleymanlegar minningar frá fyrri árum um þátt- töku í kórsöng," segir sr. Heimir. - Kemur þú til með að sakna prests- starfsins og staðarins hér á Þingvöll- um? „Hér situr enginn í tíu ár án þess að hugsa til staðarins með angur- værð. Ég vona að ég geti tekið eitt- hvað af anda Þingvalla með mér í Efstaleitið. Auk alls annars fylgir konan mín mér frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Henni á ég allt það að þakka sem orðið er í lífi mínu. Hvað varðar prestsstarfiö verður það að fara sem má. Mín lífsreynsla er sú að það er hægt að þjóna Kristi við hljóðnema, skrifborð og á sjón- varpsskjá ekki síður en við altarið." -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.