Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1991, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 1991. Fréttir_____________________________________________________pv Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður eftir ferð til Eystrasaltsríkjanna: Við erum hamingjusöm en búðirnar eru tómar „Loftíð var mjög rafmagnað í Rígu, höfuðborg Lettlands, er þeir lýstu yfir sjálfstæði þjóöarinnar. Menn vissu ekki hver staðan væri þrátt fyrir að tilraun valdaræningjanna til að hrifsa til sín völdin hefði mistek- ist,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirs- son alþingismaður í samtali við DV en hann er nýkominn heim af þing- mannaráðstefnu í Eystrasaltslönd- unum. Jóhannes sagði lið sovéska hersins hafa dregið sig tíl baka og símasam- band heföi komist á aö nýju, atburð- ir heföu gerst mjög hratt og fréttír borist stöðugt meðan á þinginu stóð. - sagði bílstjóri þingmanna í Vilníus „Við vorum ekki viðstödd sjálf- stæðisyfirlýsinguna en nutum þeirra forréttinda að vera fyrstir manna að óska þeim tíl hamingju.“ Ráðstefnugestír fóru síðar tíl Viln- íus, höfuðborgar Litháens, en þar söfnuðust um 100 þúsund manns saman í miðborginni um kvöldið til að minnast þess dags er landið var innlimað í sovéska ríkjasambandið árið 1939. „Það er erfitt að lýsa stemning- unni. Fólk var mjög alvarlegt í bragði en allir jafnframt mjög hrærðir. Það var greinilegt að Gorbatsjov hefur ekki átt upp á pallborðið hjá því,“ sagði Jóhannes Geir. Hann kvað almenning vera sam- stiga stjómvöldum um sjálfstæði þjóðarinnar en í Lettlandi hefði það horft öðruvísi við því þar væru um 40 prósent landsmanna af rússnesku bergi brotin. „Fók er í mikilh óvissu um fram- tíðina," sagði Jóhannes. Bílstjóri þingmannanna í Vilníus hafði svarað aöspurður um ástandið: „Við erum hamingjusöm en búðirnar eru tóm- ar.“ Jóhannes fór að ráðstefnu lokinni til Moskvu og var viðstaddur útfór fómarlamba valdaránstilraunarinn- Jóhannes Geir Sigurgeirsson. ar. Hann kvað gífurlegan manníjölda hafa verið samankominn við útfór- ina, ef til vill um hálfa milljón manna. Allar götur vom fullar af fólki og var þaö mjög alvörugefið. Sovéski fáninn sást hvergi, einungis þjóðfáni Rússlands. Engir herbílar vom á götunum og hermenn blönd- uðust almenningi og gengu með hk- fylgdinni. „Mín tilfinning er sú að almenning- ur hafi tekið völdin og ekki verði aftur snúið af þeirri braut sem mörk- uð hafi verið,“ sagði Jóhannes að lokum. tlt Borgarstjórinn i Reykjavik, Markús örn Antonsson, tók fyrstu skóflustung- una að fjölskyldugarði i austurenda Laugardals á laugardag. Garðurinn mun verða 4,8 hektarar að flatarmáli og áætlað er að hann verði opnaður i sumarbyrjun árið 1993. DV-mynd Anna Sjálfstæöisyfirlýslng Úkraínu: Einna afdrifaríkust fyrir ríkjasambandið - segir Ólafur Egfisson, sendfiierra íslands í Sovétríkjunum „Það er allt með kyrrari kjömm nú heldur en verið hefur en það safn- aðist mikill mannfjöldi saman vegna minningarathafnarinnar og útfarar fómarlamba valdaránsins. Búið er að fjarlægja að mestu allt lauslegt við stjómarsetur Rússlands en þó er mikið af ahs kyns drasli tíl hliðar við bygginguna," sagði Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Sovétríkjunum. Eitt málefni er umfram önnur ofar- lega á baugi en það er sjálfstæðisyfir- lýsing Úkraínu. „Úkraína er eitt af stærstu og öflug- ustu ríkja Sovétsambandsins svo ákvörðun þeirra er ein sú afdrifarík- asta fyrir ríkjasambandið," sagði Ól- afur. Kemur yfirlýsingin nokkuð á óvart þar sem gert hafði veriö ráð fyrir að Úkraína gerðist aðih að nýjum sam- bandslagasamningi en þingið hafði ákveðið aö fresta endanlegri um- ræðu um málið þar til í september. Nú hefur hins vegar verið lýst yfir sjálfstæöi ríkisins en samkvæmt skilyrðum sovéskrar löggjafar þarf samþykki þjóöar um úrsögn úr ríkja- sambandinu. Er þjóðaratkvæða- greiðsla áætluð 1. desember næst- komandi og kemur þá í ljós hvort almenningur er samstíga stjórnvöld- um. Úkraína er sjöunda Sovétlýð- veldið sem lýsir yfir þeim ásetningi að vera ekki aðhi að nýju ríkjasam- bandi og því aðeins átta eftir. Er mikil spenna á stjómmálasvið- inu? „Hver stóratburðurinn rekur ann- an og á morgun kemur sovéska þing- iö í fyrsta sinn saman eftir valda- ránsthraunina. Svo miklar eru svipt- ingarnar að menn segja að ekkert þessu líkt hafi gerst síðan á tímum byltingarinnar árið 1917. Ástand þjóðmála heldur áfram að taka á sig nýja mynd.“ -tlt í dag mælir Dagfari_______________ Markús og Perlan Eftir að Markús Öm Antonsson tók við borgarstjórastöðunni í Reykjavík hefur hann látíð tvö mál tíl sín taka. Annars vegar vhdi hann afstýra neyðarástandi í borg- inni sem varð til þess að lögreglu- stjóri lofaði að fjarlægja ribbaldana úr miðbænum og taldi þaö best gert með því að loka pylsuvögnun- um í miðbænum. Hitt málið, sem Markús hefur haft afskipti af, er kostnaðurinn við Perluna. Hann hefur þó enn ekki kallað á lögreglu- stjóra vegna þess máls, né heldur eru uppi tihögur um að loka veit- ingastaönum í Perlunni þótt þar séu seldar pylsur. Hvort heldur hótun lögregíu- stjóra um að taka ribbaldana úr umferð hefur verið hrint í fram- kvæmd eöa pylsuvagnárnir lokað- ir, þá hefur ekki frést af ólátum í miðbænum svo heitíð geti síöan Markús tók í taumana. Það vanda- mál er aö mestu úr sögunni, sem sannar að það getur borgað sig að skipta um borgarstjóra. Ribbaldar léku lausum hala meðan Davíð var borgarstjóri en gera það ekki leng- ur, nema þegar ráðherrarnir eru á ferðinni. Lögreglan fylgist með þeim. Hitt vandamálið í Reykjavíkur- borg er öhu vandmeðfamara. Það er að segja kostnaðurinn við Perl- una. Enginn mun nefnilega vita með vissu hvað þetta mannvirki hefur kostað og enga ribbalda hægt að handtaka og lögreglustjóri hefur að minnsta kostí ekki ennþá fengið fyrirmæh um að fjarlægja söku- dólgana. Verða menn þá líka að hafa það í huga að vígðir menn hafa blessað Perluna og lýst stað- inn friðhehagan. Markús veröur þess vegna að finna sökudólgana í fjöru annars staðar en innanbúðar í Perlunni, ef hann á annað borð ætlar aö sanna einhveija sök. Og svo er það stóra spumingin. Er það sök að byggja svona fahegt veitingahús? Er það sök aö það kosti peninga? Nýi borgarstjórinn verður líka að muna að það er Hita- veitan sem byggði Perluna og þaö vom og em hennar eigin peningar sem hafa farið í útgjöldin. Það kost- ar Reykvíkinga ekki neitt. Það sagöi Davíð alltaf og kjósendur trúöu honum. Hitaveitan hefur ekki þurft að taka lán og Hitaveitan hefur ekki þurft að hækka hita- veitugjöldin, sem þó hefði út af fyr- ir sig veriö sanngjamt, vegna þess að Reykvíkingar eiga það skhið að Hitaveitan byggi veitingahús. Reykvíkingar eru ekki of góðir að borga sín veitingahús. Einmitt af því Perlan er okkur aö kostnaðarlausu er hálffurðulegt að borgarstjórinn sé að skipta sér af þeim reikningum sem berast vegna byggingarinnar. Reykjavík- urborg á að vísu Hitaveituna og borgarstjórnin er kosin af Reykvík- ingum, en að ööm leyti er þetta mál öðrum óviðkomandi en þeim sem stjórna Hitaveitunni og svo auðvitað guði, sem heldur verndar- hendi sinni yfir Perlunni eftír að Davíð hættí sem borgarstjóri. En ekki hefur guð beðið Markús Öm að heimta rannsókn á útgjöld- unum. Ekki hefur minnihlutinn í borgarstjóm beðið um þessa rann- sókn enda er minnihlutinn útí að aka og hefur ekki haft afskipti af borgarmálum síðan hann var í meirihluta. Hvað er það þá sem vakir fyrir Markúsi? Hann ætlar þó ekki að fara að þvo hendur sínar af þessu máh og varpa einhverri skuld á fyrrverandi borgarstjóra? Varla er hann sá fantur, eftir að Davíð valdi hann prívat og persónulega til að taka við af sér? Davíð Oddsson á að skrifa Mark- úsi bréf og heimta skýringar, alveg eins og hann skrifaði forstjóra Byggðastofnunar bréf og heimtaöi afsökun. Markús á að biðja Davíð afsökunar á þessari framhleypni sinni að vhja upplýsa hvað Perlan kostar. Það kemur engum við og skiptir engan máli. Hitaveitan byggir Perluna frítt eins og allir vita. Markús borgarstjóri getur kallað á lögreglustjóra til aö fjarlægja ribbalda úr miðbænum. En hann á að láta aðra ribbalda í friði, vegna þess að það gerir ekkert tíl þótt Perlan fari einum mhljarði króna fram úr áætlun, meöan við höfum tryggingu fyrir því að pylsuvögn- unum í miðbænum er lokað. Söku- dólgar í áflogum eru miklu hættu- legri en þeir sökudólgar sem nýta þá peninga sem eru afgangs tíl þarfra verka og merkra bygginga í guðs ncifni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.