Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991.
Sandkom
Fréttir
ísafjörður:
ísver segir
öllum upp
Rækjuverksmiðjan ísver á ísaflrði
hefur hætt starfsemi sinni vegna
rekstrarerfiðleika. Öllum starfs-
mönnum, 20 manns, var sagt upp
störfum.
„Við lokuðum nú þar sem bátarnir
hættu hörpudisksveiðum. Þeir hafa
einfaldlega viljað komast á rækju.
Eins og ástandið er í rækjuvinnsl-
unni hér, þar sem íjórir aðilar eru
starfandi, get ég ekki séð að það sé
grundvöllur fyrir að byrja aftur
rækjuvinnslu í ísvershúsinu. Grund-
völlur þess að vinnsla fari fram hjá
okkur er sameining fyrirtækja og að
skelin veiðist. Við erum með einu
skelvinnsluna á Vestfjörðum. Við
héldum verksmiðjunni opinni rúmt
ár í von um sameiningu en nú er hún
úr sögunni og ekki annað að gera en
loka,“ sagði Gunnar Þórðarson,
framkvæmdastjóri og einn aðaleig-
enda ísvers, í samtali við DV.
Undanfarna mánuði hafa farið
fram viðræður milh Rækjustöðvar-
innar og ísvers á ísafirði um samein-
ingu fyrirtækjanna. Upphaflega var
reyndar talað um að sameina Bakka
í Hnífsdal, ísver, Rækjustööina og
Niðursuðuverksmiðjuna. Að sögn
Gunnars var ríkið tilbúið til að
hjálpa við endurreisn rækjuiðnaðar-
ins á ísafirði ef af sameiningu fyrir-
tækjanna yrði. Ætlaði ríkið að kaupa
ísvershúsið undir verkmenntaskóla
sem áhugi er fyrir þar vestra.
„Það liðu ekki nema þrír til fjórir
dagar frá því að viðræður við ríkið
komust á hreint og þar til Rækju-
stöðvarmenn kipptu að sér höndun-
um,“ sagði Gunnar.
Eitt rekst á annars horn
í þjóðhagsspánum
Brúttó landsframleiðsla
1970-1992
20%
15%
10%
-5%
-10%
1970 1975
Spá VSÍ þ^
1980
1985
1990
1995
Grafið sýnir framleiðsluna að undanförnu og hve miklu munar á spám
Þjóðhagsstofnunar og vinnuveitenda fyrir næsta ár.
Gífurlegur munur er á þeim þjóð-
hagsspám, sem hafa birzt að und-
anfórnu. Þessi munur er svo mik-
ill, að ekki er hægt að sætta sig við
hann. Þjóðhagsspár eða eitthvað
því líkt hafa borizt frá Þjóðhags-
stofnun, Vinnuveitendasambandi
íslands og Félagi íslenzkra iðnrek-
enda.
Hér verður reynt að skýra, í
hveiju munurinn liggur.
í spá Vinnuveitendasambandsins
segir, að minni aflaheimildir á
næsta ári hafi í för með sér sam-
drátt tekna okkar af útflutningi um
10 milljarða króna, eða sem svarar
150 þúsund krónum á hverja fjög-
urra manna fjölskyldu. Samkvæmt
þessu muni framleiðslan í landinu
að líkindum dragast saman um 4,5
prósent. EnÞjóðhagsstofnun spáir
samtímis „aðeins" l,5prósent
minnkun framleiðslunnar.
Þjóðhagsstofnun spáir svo á sín-
um grundvelli 3 prósent minnkun
þjóðartekna, en vinnuveitendur
spá 6 prósent minnkun þjóðartekn-
anna.
Tekjur þjóðarinnar, þjóðartekj-
urnar, minnka meira en fram-
leiðslan í landinu vegna þess, að
gert er ráð fyrir, að viðskiptakjörin
við útlönd versni.
I hverju liggur munurinn?
Sérfræðingar beggja segja auðvit-
að, að óvissuatriðin séu stór. Það
eina, sem menn eru sammála um,
er, að landsframleiðsla og þjóðar-
tekjur minnki á næsta ári. í vísi
að spá iðnrekenda er ekki farið út
í nákvæmar tölur, heldur bara
sagt, að framleiðslan muni dragast
saman. En hvers vegna er þessi
mikli munur hjá Þjóðhagsstofnun
ogVSÍ?
Vinnuveitendur gera í sinni spá
ráð fyrir óhagstæðri veröþróun í
útflutningi okkar á áli og kísil-
járni. Þjóðhagsstofnun er hins veg-
ar bjartsýn á þessi atriði. Þarna
munar 1-2 prósentustigum í lands-
framleiðslu hjá Þjóðhagsstofnun og
VSÍ. Það virðist í fljótu bragði
sennilegt hjá Þjóðhagsstofnun, að
verö á þessum afurðum hafi verið
i lágmarki og líklegt sé, að það
hækkiánæstaári.
Vinnuveitendur gera í spá sinni
ekki ráð fyrir neinum framkvæmd-
um á næsta ári vegna álversins á
Keilisnesi. Þeir segja, eins og satt
Sjónarhom
Haukur
Helgason
er, að allt það mál sé vafa undirorp-
ið. Þarna munar heilu prósentu-
stigi í landsframleiðslu á útkomu
vinnuveitenda og Þjóðhagsstofn-
unar.
Með framansögðu má skýra hinn
mikla mun, sem er á spánum. Iðn-
rekendur fara of lítið út í að nefna
tölur fyrir næsta ár, til þess að taka
megi þá til samanburðar við hina
um framangreind atriði. Þá má
spyrja: Hvor hefur á réttara að
standa?
VSÍ of svartsýnt
Sennilegast virðist, að VSÍ sé of
svartsýnt, enda hefur það hag af
því aö mála ástandið dökkum litum
fyrir launþega, sem nú standa í
kjarasamningum. Ennfremur er
Þjóðhagsstofnun ekki í öllum þátt-
um með óþarfa „bjartsýni", ef svo
mætti segja. Það gildir til dæmis
um loðnuaflann, sem stofnunin
spáir, að verði 500.000 tonn, en
gæti kannski orðið milljón. Þjóð-
hagsstofnun gerir einnig ráð fyrir
sex prósent raunlækkun á útflutn-
ingsverði sjávarafurða okkar, sem
líklega er of hátt áætlað.
En munurinn er mikill eins og
hann er settur fram nú. Til dæmis
leiðir spá Þjóðhagsstofnunar til
þess, að atvinnuleysið gæti orðið
2500-3000 manns, meðan spá VSÍ
mundi þýða atvinnuleysi 5000
manna.
Viö getum, til að sjá hinn mikla
mun spánna, litið á útkomur
spánna um viðskiptahallann við
útlöndnúíár.
VSÍ áætlar, að viðskiptahallinn í
ár verði 16 milljarðar króna. Þjóð-
hagsstofnun segir 13,5 milljarðar.
Iðnrekendur segja, að á þessu ári
séu horfur á, að viðskiptahallinn
verði um eða yfir 20 milljarðar
króna!
Kreista eggin
Inýjutolublaði
Vikurblaðsins
áHúsavíkmá
lesaklausuutn
stofnuti laxa-
verndarfélags.
Stofnunþess
ki’inur í kjölfar
stofnunarfé-
lags til verndar
rjúpunni. Segir að þess konar félög
séu sosutn engin nýlunda þar sem
fyrir sé refavinafélag, kriuvinafélag
og hvalavinir. í klausunni má lesa
um tilgangfélagsins en skrifari þar
ny rðra fer fyrst á kostum þegar hann
fer að úalla um hrognakreistingar.
Látum laxavin, sem vitnað er tii í
klausunni, hafa orðið. Eftir að hafa
krafist banns við laxveiði í Laxá í
Aöaldal segir hann: Við viljum líka
láta banna hinar ómannúðlegu
hrognakreistingar 1 laxeldisstöðvun-
um, því með öllu eru ókönnuð sálræn
áhrif kreistinganna á viðkvæmar
hrygnur á mótunarskeiöi. Þetta eru
villimannslegar aðferðir og jafnvel
hinir verstumeðal rjúpnaveiði-
manna hafa aldrei gengið s vona langt
í skepnuskapnum, það er að kreista
eggin úr rjúpunum.
Kjöftugir
Þingeyingar
Hann Jóhannes
á Víkurblaöinu
lærurekki þar
viðsiþabeldur
segir h:mn
einnigfráæf-
ingum Leikfé-
lagsHúsavíkur
áleikritinu
Gaukshreíðr-
inu. Ein persóna verksins er índíáni
sem ekki hefur mælt orð af munni í
áratugí. (Ef Sandkornsritari man rétt
umlar sá rauði reyndar eitthvað í
lokin, en látum það liggja milh hluta.)
Segir frá emum glöggskyggnum
manni þar nyrðra semlétþauorð
falla að leita y röi út fyrir sýsluna 1
leit að leikara í hlut verk indíánans.
Útilokað væri að finna Þingeying sem
gæti haldið kjafti út heila leiksýn-
ingu, hvað þá í þrj átíu ár.
fslendingur
í eyðimörkinni
Hérsegirfrá
íslendingisem
varaðfram-
kominníSa-
hnra-eyði-
mórkinm.
Hannhafði
staulastþarum
vatnslausog
sveitturí
marga daga þegar hann kom loks að
flösku sem lá hálfgrafin í sandinn.
Landi vor þrífur flöskuna og opnar
hana. Upp stígur andi sem gefur vin-
inum möguleika á að óska sér. íslend-
ingurinn ætlar að frelsa heiminn í
einu vetfangi, tekur upp landakort
og biður andann um að tryggja frið
á ýmsum s væðum sem hann bendir
á. Andinn rýnir í kortið en segir síðan
að það sé ekki mögulegt, þarna hafi
alltaf verið, sé og muni verða ófriður.
Þá biður íslendingurinn, sem reynd-
ar var vesturbæingur, andann um að
gera KR-inga að íslandsmeisturum í
fótboita á næsta ári. Andinn hikar
aðeins, uppgjafarsvipurkemuráand-
lit hans oghann segin Æi, heldurðu
að þú sýnh- mér ekki kortið aftm’.
Spilandi hrass
ÍVestfirskamá
lesaumófriö
vr-gn.a lausa-
gönguhrossa í
Austur-Barða-
strandarsýslu
eðaölluheidur
upprífjunávið-
líkadeilumáli
fyrirnokknim
árum. Þar er vitnað tU lýsinga séra
Baldurs Vilhelmssonar prófasts á
lausagöngu hrossa þá. Að sögn Bald-
urs var hrossastóðiö smátt og smátt
að éta upp félagsheimílíð á Naute>Ti
og gat hann á h verj um tíma greint
frá þvíhvarhrossm voru stödd i
þeirri neyslu. Siðan segir: Eina vik-
una voru þau að éta gluggana, næstu
vikuna lögðu þau sér til munns bekk-
ina t húsinu og þriðju vikuna átu þau
hijómflutningstækin og hlupu siðan
spilandi umalla Langadalsströnd...
Umsjón: Haukur L Hauksson
-hlh