Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1991, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1991. Útlönd Sendiherra neit- aðum áritun Sendiherra Noregs í Singapore, Jens Kjell Otterheeh, hefur veriö neitaö uxn vegabréfsáritun til Burma. Hann fékk munnleg skilaboö þess efnis i gœr. Otterbech er einnig sendiherra Noregs í Burma og sem slikur á hann rétt á því, samkvæmt Vín- arsáttmálanum, aö heimsækja landið. Norska utanrikisráöuneytið haföi gefið sendiherranum fyrir- mæli um aö sækja um vega- bréfsáritun til Burma eftir að leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, Aung San Suu Kyi, voru veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 1991. Fjöldagrafir munkaí Mongólíu Fjöldagröf með líkum þúsund- um búddamunka, sem drepnir voru að skipun Jósefs Stalíns, fannst nýlega í vesturhluta Mongólíu. Breska sjónvarpið, BBC, sagði frá því í gær að munkarnir heffiu verið drepnir þegar koramúnista- stjórnin í Mongóliu gekk hart fram í aö uppræta lamabúddisma í landinu. Opinberar tölur sýna að um 700 klaustur hafi verið eyðilögð og um 17 þúsund munkar drepnir á stjórnartíma kommúnista. Maður á níræðisaldri, sem talað var við í frétt BBC, sagöi aö hann heffii farið fyrir sveit manna sem tók munkana af lífi í umboöi mongólskra kommúnista og Stal- íns. Hann sagði munkana hafa veriö skotna í höfuðið. Núverandi stjórnvöld Mongólíu eru aö rannsaka málið. Lamdiríklessu viðrannsóknir Ástralskir vísindamenn, sem voru að rannsaka ofheldi á bjórkrám, uröu tvisvar fyrir barðinu á slagsmálahundum áö- ur en þeir komust að þeirri niöur- stöðu aö fómarlömb slagsmála ættu sjaldnast upptökin. Hópurinn, sem naut leiðsagnar atferlisfræðings, eyddi meira en 300 klukkustundum á sex mán- aða tímabili í nokkrum illræmd- ustu bjórkrám Sydney. Vísindamennirnir uröu vitni aö 30 líkamsárásum og kenndu m.a. um leiðinlegu andrúmslofti, til- boðsverði á drykkjarvörum og ósanngjömum útkösturum. Árásimar á visindamennina voru ekki alvarlegs eðlis og stað- festu aðeins niðurstöður þeirra. Niðurstööurnar eru þær að þeir sem eru fullir, ungir, pervisnir og aleinir veröa oftar en aðrir fyrir áreitni. Norðmennæstir ídönskfðt Danskir fataframleiöendur hafa aftur náð fótfestu sem stærsti útflytjandinn á norskan markað. Portúgölum haffii tekist að skjótast upp í fyrsta sætið í eitt ár. Nú liggur fyrir að á fyrri helm- ingi þessa árs vom 14,2 prósent fatnaðar í norskum verslunum með dönsk vörumerki. Hlutur portúgalskra framleiðenda var 13 prósent. Danskir fataframleiðendur em ákaflegá ánægðir með aö hafa aftur unniö hylli norskra neyt- enda. Ekki einasta tókst þeím aö selja fleiri flíkur, heldur jókst markaðshlutdeild þeirra einnig. Norömenn fluttu inn 0,9 pró- sent minna af fatnaöi á fyrri helmingi ársins en á sama tima i fyrra. NTB, Reuter og Ritzau Kominn tími til úrslitaaðgerða - segir vamarmálaráðherra Júgóslavíu Júgóslavneski herinn hefur veitt friöaráætlunum Evrópubandalags- ins haröar ákúmr og sagt aö hún muni aðeins leiða til blóðbaðs. Veljko Kadijevic varnarmálaráðherra sagði að hann ætlaði að kveðja út fleiri hersveitir til aö herða sóknina gegn Króötum. „Það er kominn tími til úrslitaaðgeröa," sagði hann. Sambandsherinn og sveitir Serba vörpuðu meira en eitt þúsund sprengjum á borgina Vukovar þar sem umsátursástand hefur ríkt und- anfamar vikur. Herinn beitti einnig stórskotaliði og skriðdrekum gegn feröamannabænum Dubrovnik viö strönd Adríahafsins og eru hersveit- ir nú komnar í um fimm kílómetra fiarlægð frá gamla miðaldabænum. Meira en sextíu þúsund menn, kon- ur og börn komast hvorki lönd né strönd frá Dubrovnik. Vatnsbirgðir eru af skornum skammti, svo og raf- magn. Þá eru nær engin fiarskipti viö borgina. Útvarpið í Króatíu skýrði frá því í gær að rúmlega eitt þúsund konum, börnum og gámalmennum hefði tek- ist að flýja borgina með ferju. Vestrænir stjórnarerindrekar lýstu áhyggjum sínum yfir hörkuleg- um ummælum varnarmálaráðherr- ans og töldu þau benda til þess að í uppsiglingu væru stórárásir á Dubrovnik, Vukovar og aðra króa- tíska bæi áður en harður vetur geng- ur í garð og gert verður hlé á bardög- um til vors. Ummælin munu sannarlega varpa skugga á friðarráðstefnu EB sem verður í Haag á föstudag þar sem ræða á tillögu um að Júgóslavía verði laustengt lýðveldabandalag. Kadijevic sagði að slíkar hugmyndir mundu ekki leysa deiluna heldur Króatískir bændur verða að sinna bústörfum sínum þrátt fyrir bardagana þvert á móti leiða til áframhaldandi og til þess njóta þeir verndar króatiskra hermanna. Símamynd Reuter bardagaogblóðbaðs. Reuter Líklegir eftirmenn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna: Norðmenn eiga tvo í úrslitakeppninni -fimm kunnir stjómmálamenn keppa um embættið „Valið stendur milli fimm aðila sem öryggisráöið hefur valið sem líklegra eftirmanna de Cuellars," hefur norska fréttastofan NTB eftir heim- ildarmönnum úr röðum embættis- manna hjá Sameinuðu þjóðunum. Aðrir sem nefndir eru til sögunnar eru Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, Hans van der Broek, utanríkisráðherra Hollands, og Sad- ruddin Aga Khan prins og sérlegur fulltrúi de Cuellars í málefnum Mið- Austurlanda. Talið er að skammur tími líði áður en úrslitin verða kynnt. Nýr fram- kvæmdasjóri tekur þó ekki við emb- ætti fyrr en með nýju ári. Norðmenn eru að vonum spenntir að bíða eftir niðurstöðunni. Norðmaðurinn Tryggve Lie var fyrsti framkvæmda- stjóri SÞ og nú þykir frændum vor- um sem röðin sé komin að þeim aft- ur. í reynd ráða stórveldin fimm, sem skipa fastafulltrúa öryggisráðsins, hver fær embættið. Þar hefur jafnan náðst samkomulag um málið án verulegra átaka og líklegt þyki að svo fari enn. NTB Norömenn eru stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í undanúrslitum fyrir val á arftaka Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra. Bæði Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra og Thorvald Stolten- berg utanríkisráðherra þykja manna líkegust í embættið. Thorvald Stoltenberg utanríkisráð- herra. DV Reaganvissi um Íran-Kontra Oliver North, einn helsti höf- uðpaurinn í Íran-Kontrahneyksl- inu í tíð Ronalds Reagans í Hvíta húsinu, segist vera sannfærður um að forsetinn hafi vitað allt um máliö, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða. Þetta kemur fram í bók sem North hefur skrifað um íran- Kontra og er nú komin í bókabúð- irvestra. í sjónvarpsviðtali á mánudags- kvöld þar sem North ræddi bók sina hélt harin þvi fram að Reag- an og hans menn hefðu gert sig að blóraböggli til að vemda for- setann. Hann sagði að það heffiu verið samantekin ráð manna for- setans að eyðileggja „að eyði- leggja mig í orðsins fyUstu merk- ingu“. Pakistanmeð kjarnavopn Helsti kjarnorkuvisindamaður Pakistans sagði á mánudagskvöld að landið væri orðið kjarnorku- veldi og að hann og starfsbræður hans væru að smíða háþróuð kjarnavopn. Stjómvöld í Pakistan hafa híng- að til vísað á bug grunsemdum Vesturlanda um að þau væra að koma sér upp kjarnavopnabúri og að kjarnorkuáætlun landsins miðaði aðeins að orkuframleiðslu fyrir framtíðina. Kjamorkuvísindamaðurinn skýröi frá þessu á fundi með 200 kaupsýslumönnum og iðnrek- endum og var gerður góður róm- ur að máli hans. Jólasveinninn færforstjóra Skipaður hefur verið fram- kvæmdastjóri jólasveinasjóðs Grænlendinga og á hann m.a. að sjá um að selja jólasveininn á al- þjóðlegum mörkuðum. Að sögn útvarpsins á Græn- landi hefur Santa Claus of Green- land Foundation ráðið hinn 48 ára gamla Preben Larsen til verksins. Larsen starfaði áður að ferða- og markaðsmálum á Jót- landi. Kaj Kleist, formaður sjóðs- stjórnar, segir að nú eigi fyrir alvöru að reyna að vinna græn- lenska jólasveininum alþjóðlegan sess fyrir árið 1992. Hann ábyrg- ist einnig að þau börn sem skrifi jólasveinínum i ár fái svar og jólasveinakveðju. Tígrisdýrdrepur veiðiþjófa Sjaldgæft tígrisdýr á Sumatra í Indónesíu tók lögin i sínar hend- ur fyrir stuttu með því aö drepa tvo veiðiþjófa á indónesísku frið- landi. Tígrisdýrið sló til annars mannsins þegar hann var að renna fyrir fisk á laugardag og tveimur dögum síðar drap það hinn þar sem hann var að höggva niður tré. Fiskveiðar og skógarhögg eru með öllu bönnuð í þjóðgarðinum þar sem tígrisdýrið sýnir sig sjaldan. Talið er að ættingi tíg- ursins á Java sé með öllu útdauð- ur. Þríburarí fjórðasinn Kona nokkur í Afríkuríkinu Kamerún hefur fætt þribura í fiórða sinn, að sögn opinbers dag- blaðs þar í landi. Hin 30 ára gamla Falmata Abba hefur eignast 14 börn, þar af eina tvíbura, írá því hún giftist tíu ára gömul. Eitt bamanna lést en hin- um líöur öllum vel. Reuter og Kitzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.