Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991. Fréttir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins: Ég er sammála Einari Oddi í vaxtamálunum - raunvaxtalækkun er lykillinn að nýjum kjarasamningum „Það sern Einar Oddur segir um vaxtamálin, aö lækkun raunvaxta hafi áhrif á kaupmátt launafólks, er hárrétt. Ég er honum hjartan- lega sammála um þetta atriði enda höfum við í verkalýðshreyfingunni haldið þessu fram lengi. Ég tel að þetta hafi verið lykillinn í þjóðar- sáttarsamningunum. Ég tel það líka einn aðallykilinn að næstu kja- rasamningum að ná vöxtunum nið- ur. Það sjá allir menn að þar sem hagvöxtur er 2 til 3 prósent en verð á peningum 12 til 14 próserit getur dæmið ekki gengið upp. Það er ekk- ert fyrirtæki og ekkert heimili sem ber slíkt. Þótt okkur Einar Odd greini eitthvað á um hina einu réttu leiö þá fagna ég þeirri áherslu sem hann leggur á að ná niður raun- vöxtum í landinu og ég trúi ekki öðru en að við náum saman um það,“ sagði Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkamannasam- bandsins, í samtali við DV um það sem Einar Oddur, formaður VSÍ, sagöi í DV í gær. Og Björn hélt áfram. „Ég held því fram að í vor hafi vextir verið hækkaðir með hand- afli, eins og það er kallað. Þegar ríkisstjórnin hækkaði vexti á ríkis- víxlum ruku bankarnir til og hækkuðu vexti hjá sér. Sú hækkun átti ekkert skylt við markað að mínu mati. Hér var aðeins verið að afla bönkunum meiri tekna. Það var vitað að bankarnir höfðu tapað miklu fé á fyrri hluta ársins. Það kom raunar fram hjá einum banka- stjóra sem sagði að bankarnir heföu tapað fyrri hluta ársins en myndu rétta sig af síöari hjuta árs- ins. Þetta átti því ekkert skylt við markað,“ sagði Björn Grétar. Hann sagðist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að á samdráttar- tímum eins og nú meö minnkandi kvóta eigi ríkið að koma til og halda uppi ákveðinni atvinnu. „Samkvæmt minni kenningu fer það illa saman að samhliða efna- hagssamdrætti dragi ríki og sveit- arfélög líka saman. Slíkt skapar mikið vandamál í þjóðfélaginu. Aft- ur á móti tel ég eðlilegt að ríkið dragi saman sín umsvif á þenslu- tímum." Einar Oddur talar um aö draga úr húsbyggingum. Björn segist vera ósammála því hvað viðkemur húsbyggingum á félagslega svið- inu. „Við þurfum verulega á því að halda. Það sýna okkur biðraðirnar eftir slíku húsnæði hjá fólki innan okkar vébanda sem ekki á mögu- leika á að koma þaki yfir höfuð sér með öðrum hætti en þeim félags- lega. Þessum frumþörfum fólks verður að sinna,“ sagöi Björn Grét- ar Sveinsson. -S.dór Opinberir starfsmenn: Búist við að f élögin semji hvert fyrir sig - samningafundir þegar hafnir „Samningafundir eru þegar hafnir og sum félögin eru búin að halda tvo fundi með viðsemjendum sínum-og ég veit að Starfsmannafélag ríkis- stofnana heldur sinn þriðja fund í þessari viku,“ sagði Ögmundur Jón- asson, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, í samtali við DV. Ögmundur sagði aö kröfur hinna einstöku félaga innan BSRB væru ekki samræmdar. Hann sagði að það væru ýmsar sérkröfur félaganna sem hefðu verið til umræðu á fyrstu fundunum enda margt sem hin ein- stöku félög telja að þurfi að laga í sínum samningum. „Ég tel allt eins liklegt að hvert félag fyrir sig ljúki sinni samninga- gerð alfarið. Ég tel það líka hyggilegt því inni í launakerfinu er svo margt sem þarf að laga. Ef samningagérð er miöstýrt mjög lengi veröur kerfið afar brothætt. Og þannig er staðan nú að hvert félag semji fyrir sig. Auðvitað munum við fylgjast með því sem er að gerast á vinnumark- aönum almennt og ef það eru ein- hver mál sem menn vilja semja um sameiginlega verður það auðvitað skoðað,“ sagði Ögmundur Jónasson. -S.dór Kópavogsbær afskrifar HM-hölIina: HSÍ afskrif ar ekki höll í Reykjavík - Jón Hjaltalín vill skoða málið upp á nýtt „Við sóttum um þessa keppni meö stuöningi ríkisstjórnar íslands og ég hef ekki trú á því að núverandi ríkis- stjórn vilji afsala sér henni. Það verö- ur bara að skoða málið upp á nýtt. Það hlýtur að vera hægt að gera það mjög hratt. Davíð Oddsson var mjög áhugasamur um þetta mál þegar viö ræddum það 1988 og ég skil ekki al- veg hvaða forsendur hafa breyst. Þegar bygging íþróttahallar var rædd gengu menn út frá því aö höll- in yrði byggð í Reykjavík. Eins og staðan er í dag skulum við ekki gefa þann möguleika upp á bátinn,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssambands' íslands, í - samtali við DV.“ Mikil óvissa ríkir um byggingu íþróttahallar undir HM í handknatt- leik hér á landi 1995. Kópavogsbær hefur nánast afskrifað byggingu hennar. Búist er við að bygging hall- arinnar kosti um einn milljarö króna og eru samgöngumannvirki við hana þá meðtalin. „Ef ekki er hægt að ganga frá út- boðum í byggingu íþróttahallarinnar um næstu áramót er bygging hennar úr sögunni. Hættan liggur í því þessi samningur okkar við ríkiö er afskap- lega óljós, er nánast ekkert nema viljayflrlýsing beggja aöila. Menn hafa hins vegar túlkað þetta þannig að Kópavogsmenn væru með ein- hverjar 300 milljónir sem þeir gætu einfaldlega sótt. Ég er með fulla skúffu af svona samningum og enn sem komið er er ekki að sjá nein merki um væntanlegar íjárveitingar ríkisins. Það er í raun búið að flauta þessa byggingu út af,“ sagði Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, við DV. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráöherra hefur lýst því yfir að ríkiö standi viö sinn hluta fyrrnefnds samnings. Davíð Oddsson hefur bætt við að ríkið láti ekki krónu meira í höllina og lét þá skoðun í ljós að HM '95 gæti allt eins farið fram erlendis. Efasemdir eru um að Handknatt- leikssamband íslands sé fjárhagslega fært um að halda HM ’95. Skuldir HSÍ eru miklar. Hefur sambandið sótt um 25 milljóna króna lán til rík- isstjórnarinnar til að laga skulda- stöðuna. Sú lánveiting er hins vegar háð þvi að HSÍ sýni fram á að það geti haldi keppnina og höllin verði byggð. Jón Hjaltalín sagöi að takast mundi að byggja höllina á hagkvæman hátt með alútboði, fyrir 600 milljónir, og halda HM ’95 hérlendis. í endurskoð- uðum áætlunum HSÍ kæmi fram aö beinn hagnaður af keppninni yrði 55 milljónir. -hlh Loönubátarnir eru nú hver af öðrum að fara af stað til veiða. Verið er að taka næturnar um borð öðru leyti. Áhöfnin á Svani RE var aö taka nótina um borð í gær en hún er greinilega ekkert smáræði Kasparov í erf iðleikum Heimsmeistarinn Kasparov lenti í eríiðleikum í 9. umferö stórmótsins í Tilburg þegar Kortsnoj kom með nýjung gegn honum í 12. leik á hvítt „og ég varð mjög að vanda mig til að ná jafntefli,“ sagði Kasparov eftir skákina sem varð 27 leikir. Hann lenti svo aftur í erfiðri stöðu gegn Kamsky í gær á hvítt en hélt jafntefli. Short missti niður vinningsstöðu í jafntefli gegn Karpov í 9. umferð og gerði jafntefli við Bareev í gær. Þá vann Karpov Timman en jafntefli varð hjá Anand og Kortsnoj. Staðan eftir 10 umferðir. Kasparov 7 'A v. Anand 6 VI v. Short 6 v. Karpov 5'A v. Kamsky 5 v. Timman 4 v. Kortsnoj 3 'A og Bareev 2. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.