Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991. DV Fréttir Einar Guðfinnsson hf. 1 Bolungarvík: Rekstrarerf iðleikar en ekki greiðslustöðvun - segir Einar K. Guðfinnsson „Þaö er ekkert til í þessu. Þaö hef- ur aldrei komið til tals. Sú hugsun hefur aldrei verið hugsuö innan fyr- irtækisins,“ sagði Einar K. Guðfmns- son þingmaður þegar það var borið undir hann hvort útgerðarfyrirtækiö Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík hygðist fara fram á greiðslustöövun. Að sögn Jónasar Guðmundssonar fógeta í Bolungarvík hefur engin slík beiðni borist embættinu. „Það eru rekstrarerfiðleikar hjá okkur eins og víðast í fiskvinnslu á Vestfjörðum. Því miður hafa þeir ekki fariö hjá okkar garði,“ segir Einar. Útgerðarfyrirtæki Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík skuldar Atvinnutryggingasjóði útflutnings- greina vel á fjórða hundrað milljónir króna. Um síðustu áramót voru sameinuð undir einn hatt ijögur fyrirtæki: Höldur hfi, Einar Guðfinnsson hf., íshúsfélag Bolungarvíkur hf. og Völusteinn hf. og nam samanlögð skuld þeirra við Atvinnutrygginga- sjóö 285 milljónum króna um síðustu áramót. Síðan hafa safnast á þessa skuld vextir. Auk þess skuldar fyrir- tækið um 60 milljónir vegna útgerðar loönuskipsins Júpíters. Lánin hjá Atvinnutryggingasjóði eru að mestu leyti tryggð með veðum í togurum fyrirtækisins og í loðnu- bátnum. Útgerðarfyrirtæki Einars Guð- finnssonar á tvo togara, Heiðrúnu ÍS 4, sem er 294 brúttólestir að stærð, og Dagrúnu ÍS 9 sem er 499 brúttó- lestir. Samanlagður kvóti þessara skipa er samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytis um 3.800 þorskígildi. Loðnubáturinn Júpíter mun vera með um 1000 tonna þorskí- gilda kvóta. Auk útgerðar skipanna rekur fyrirtækið umfangsmikla fisk- vinnslu. Fyrirtækið skuldar Byggðastofnun nokkra tugi milljóna króna en ekki fæst uppgefið hversu há sú upphæð er, sömuleiðis mun fyrirtækið skulda Landsbankanum töluverðar upp- hæðir. Að sögn Bjarka Bragasonar hjá Atvinnutryggingasjóði er líklegt að veð fyrirtækisins séu að verða upp- urin. „Það er eins og víða í sjávarútvegi að eftir að Atvinnutryggingasjóður kom inn er eftir lítið af veðum þar fyrir aftan.“ Bjarki sagði forráöamenn fyrir- tækisins að öllum líkindum hitta stjórnarmenn Atvinnutrygginga- sjóðs á næstunni til að ræða stöðuna. Stjórn Byggðastofnunar hefur hins vegar ekki borist beiðni um að taka fyrir mál fyrirtækisins. Á síðasta ári felldi Byggðastofnun niður skuld útgerðarfyrirtækis Ein- ars Guðfinnssonar upp á um 30 millj- ónir króna og vélbáturinn Sólrún IS var seldur til Súðavíkur síðastliðinn vetur til að létta á skuldum. Ný stjórn var skipuð í fyrirtækinu fyrir nokkrum mánuðum og nú er unnið að endurskipulagningu þess. „Menn eru að leita leiða til endur- skipulagningar eins og aðrir. Það gefur augaleið að slíkt verður að gera þegar menn standa frammi fyrir afla- samdrætti upp á 20 prósent. Það verður að bregðast viö því með öllum tiltækum ráðum,“ segir Einar K. Guðfinnsson. -J.Mar Vegfarendum, sem rákust á þennan vöruflutningabíl í Síðumulanum, geðjaóist ekki sem best að farminum og kölluðu til lögreglu til að fá úr því skorið hvort kjötið ætti að fara til manneldis. Lögreglan var fljót að komast að raun um að svo var ekki, þetta væri afgangur af Mexíkókjötinu margfræga og ætti að fara suður með sjó og hafna i refafóðri. Varla er hægt að segja að þar hafi farið góður biti í hundskjaft. DV-mynd GVA Uppboöiö á alifuglabúinu í Sveinbjarnargerði: Er að skoða málið - segir uppboöshaldarinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki rétt, sem hefur komið fram í fjölmiðlum, að eignin hafi ver- ið slegin hæstbjóðanda er uppboðið fór fram. Það er orðin regla að upp- boðshaldari taki sér 14 daga frest til þess að íhuga boðið,“ segir Berglind Svavarsdóttir, fulltrúi sýslumanns- ins í S-Þingeyjarsýslu, en Berglind var uppboðshaldari þegar uppboð fór fram á alifuglabúinu í Sveinbjarnar- gerði sl. fóstudag. Það hefur vakið nokkra athygli að Anný Larsdóttir átti hæsta tilboð í jörðina og eignir þar nema slátur- húsið, sem Mjólkurfélag Reykjavík- ur keypti, en Anný er eiginkona Jón- asar Halldórssonar, eiganda alifugla- búsins er það var lýst gjaldþrota snemma sumars. Anný átti hæsta boð sem var 65,1 milljón króna en lögmaður íslandsbanka bauð hæst 65 milljónir króna. „Það ber að athuga að það var eig- inmaður Annýjar sem var gerður gjaldþrota og hjón bera ábyrgð á sín- um skuldum með sínum séreignum og sínum hjúskapareignum. Eg er ekki búin að fá neitt frá Anný um það hvernig hún ætlar sér að greiða þetta og það er á þessari stundu ekk- ert hægt að segja til um það hvort þetta eru hennar peningar, hlutafjár- loforð annars staðar frá eða eitthvað þess háttar. Ég sé á þessu stigi ekk- ert óeðlilegt við þetta mál, en á þess- ari stundu er ékkert hægt að segja til um framhaldið, ég er að skoða málið,“ sagði Berglind. Guðjón Guðmundsson Eyjólfur Konráð Jónsson Ólafur G. Einarsson Elínbjörg Magnúsdóttir Þorsteinn Pálsson Björn Bjarnason VELFERÐ Á VARANLEGUM GRUNNI Sjálfstœðisflokkurinn efnir á ncestunni til almennra stjórn- málafunda í öllum kjördæmum landsins. Á morgun, fimmtu- daginn 31. október, verðafundir sem hérsegir: Árni M. Mathiesen Stykkishólmur: kl. 20:30 á Hótel Stykkishólmi. Ræðumenn: Guðjón Guðmundsson, Elínbjörg Magnúsdóttir. Selfoss: kl. 20:30 f Sjálfstæðishúsinu, Austurvegi 38. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, Björn Bjarnason. Hella: kl. 20:30 að Laufafelli. Ræðumenn: Eggert Haukdal, Eyjólfur Konráð Jónsson. Grindavík: kl. 20:30 í Festi (uppi). Ræðumenn: Ólafur G. Einarsson, Árni M. Mathiesen. Allir velkomnir. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURI NN Eggert Haukdal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.