Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 11
MTÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991. 11 Svidsljós Björg Óskarsdóttir i Permu leggur hér síóustu hönd á verkið áður en loka- atriði sýningarinnar hefst. DV-myndir GVA Söngkonan Crystal Waters heilsar hér upp á tvær yngismeyjar, þær Guðfinnu Björnsdóttur og Móniku Árnadóttur. Framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar horfir á. DV-mynd GVA CrystalWaters á L.A. Café Segja má að bandarí^ka söng- konan Crystal Waters hafi komið, séð og sigrað er hún heimsótti ís- land um síðustu helgi. Hún kom með flugi á föstudegin- um og byijaði á því að snæða kvöldverð á L.A. Café á Laugaveg- inum. Þar voru margir aðdáendur hennar samankomnir og biðu komu hennar með eftirvæntingu. Þeir voru ófáir sem vildu endilega taka í höndina á stjömunni og tók hún þeim öllum að vonum vel. Eftir að hafa snætt Stolt hússins, sem er nautalund, hafði söngkonan sérstaklega orð á þvi hvað íslensk- ur matur væri góður, en ekki vitum við við hverju hún bjóst á gamla Fróni. Áður en hún yfirgaf staðinn, til að halda tónleika í Eplinu, sem fékk hana hingað, var eitt laga hennar spilað og fólk stóö upp og klappaði. Vægast sagt góðar móttökur það! Legó- samkeppni í Liverpool Undanfarinn hálfan mánuð hefur verslunin Liverpool verið með get- raunasamkeppni í gangi þar sem fólk er beðið að giska á hversu margir legókubbar eru í hesti sem er til sýn- is úti í glugga. Hátt í þrjú hundruð manns tóku þátt í getrauninni og úrslitin lágu fyrir á fimmtudaginn. Þá kom í ljós að tvö börn höföu getið svo nærri að einungis skeikaði um 25 kubba en réttur fjöldi þeirra var 2.275. Þau fengu bæði veglegan legó- kubbakassa í verðlaun. Þau Óskar Sindri Gíslason, sjö ára, og Ásta Björnsdóttir, 8 ára, gátu næstum því upp á réttum fjölda, skeikaði einungis um 25 kubba. DV-mynd BG Brugðið á leik með lífsstíl og fatnað Alþjóðlegu hárgreiðslusamtökin Int- ercoiffure á íslandi stóðu fyrir sýn- ingu í Borgarleikhúsinu á mánu- dagskvöldið þar sem tekinn var fyrir lífstíll fólks og fatnaður fyrir árið 1992. Sýningin var unnin með aðstoð Módelsamtakanna sem settu á svið hressa sýningu á margvíslegum klæðnaði og greiðslum fyrir hin ýmsu tækifæri. Þar var eitthvað aö finna fyrir alla aldurshópa. þjóðlegum samtökum. Meistararnir Intercoiffure er hópur 13 hár- eru nýkomnir frá París þar sem lagð- greiðslumeistara sem tilheyra al- ar voru nýjustu línurnar. Það er endalaust hægt að bæta og betrumbæta. Brósi dyttar hér að módel- inu sínu fyrir sýninguna. Þessar stúlkur voru kynntar sem tvítugu fatafrikin og sýndu greiðslu og fatnað fyrir þann aldurshóp. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisróðherra boðar til almennra borgarafunda um EES- samni-nginn sem hér segir: ísafjörður, mónudaginn 28. okt. kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu. Vestmannaeyjar, fimmtudaginn 31. okt. kl. 20:30 ó Höfðanum. Siglufjörður, föstudaginn 1 . nóv. kl. 21:00 ó Hótel Höfn. Húsavík, laugardaginn 2. nóv. kl. 1 1:00 í félagsheimilinu. Daivík, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00 í félagsheimilinu Víkurröst. Að loknu inngangserindi svarar ráðherrann spurningum fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Ólafsson UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.