Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDfGUR 30. OKTÓBER 1991. DV ______n Fréttir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í ræðu á fiskiþingi: Boðar ný lög um vinnslu af la um borð í skipum Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hélt ræðu á fiskiþingi sem hófst í fyrradag. Tvennt af því sem Þorsteinn boðaði í ræðu sinni á án vafa eftir að valda miklum deOum hér á landi. í fyrsta lagi boðaði hann algerar breytingar á Fiskifélagi ís- lands og í annan staö lög sem hefta munu ásókn útgerðarmanna til út- gerðar á fyrstiskipum. Þorsteinn Pálsson sagði að nú, þeg- ar menn stæðu frammi fyrir minnk- andi aflaheimildum, bærust upplýs- ingar um að í athugun væri að breyta allmörgum tiltölulega litlum flski- skipum í frystiskip eða vinnsluskip eins og hann kallaöi það. Þetta sagði hann að hefði orðið til þess að hann hefði ákveðið að leggja til að flutt yrði sérstakt frumvarp til laga um vinnslu afla um borð í veiðiskipum. Tilgangurinn væri að tryggja það að í hóp þeirra skipa sem fullvinna afla um borð bættust ekki önnur skip en þau sem hvað stærð og búnað snerti væru fær um að fullnægja kröfum til nýtingar, vörugæða og vinnuað- stöðu um borð. Samkvæmt frumvarpinu mun þurfa sérstakt leyfi til að stunda full- sækja þarf um leyfi til aö stunda fullvlnnslu aíla um borð 1 veiðiskipi Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri í ræðustóli á fiskiþingi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra situr við borðs- endann. DV-mynd GVA vinnslu um borð í veiðiskipi. Ætlun- skömmtunarkerfi af hálfu hins opin- að gerðar séu almennar og sann- in væri ekki að taka upp neins konar bera heldur aö skapa grundvöll til gjarnar kröfur til þeirra sem ætla að hefja slíka vinnslu. Allir sem þessum almennu kröfum geta fullnægt munu fá tilskihn vinnsluleyfi. Þorsteinn sagði að kröfurnar lytu að því að um borð væri aðstaða til að vinna og geyma allan þann fisk sem um borð kemur. Einnig alla þá fiskhluta og fiskúrgang sem unnt er að vinna á arðbæran hátt miðað viö vinnslutækni og markaðsaðstæður á hverjum tíma. Strax í upphafi yrði gerð krafa til þess að ný vinnsluskip hefðu vélbúnað er tryggði hámarks flakanýtingu. Að afskurður allur yrði nýttur og hin svonefndu fés. Þá verða gerðar ýmsar kröfur til að tryggja að gæði framleiðslunn ar verði eins mikil og frekast er unnt. Þá er uppi hugmynd um að eftirlits- maður, á kostnaö útgerðar, verði um borð í frystiskipunum fyrstu mánuð- ina eftir að leyfi er veitt. Það er til að tryggja að farið sé að reglum með- an menn eru að komast yfir byrjun- arörðugleikana. Frumvarpið verður kynnt í ríkis- stjórn í þessari viku. -S.dór TálknaQörður: Sparisjóðurinn í nýju húsnæði Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði: Eyrasparisjóður var stofnaöur á Patreksfirði 28. mars 1929. Spari- sjóðsstjóri nú er Hilmar Jónsson og hefur hann gegnt því starfi síðan 1973. Þann 12. desember 1986 opnaöi sparisjóðurinn útibú í Tálknafirði og hefur það verið í 40 m- leiguhúsnæöi fram að þessu. Á fimmtudag, 24. október, var tekið í notkun nýtt 120 m- húsnæði, sem sparisjóðurinn á, fyrir starfsemi úti- búsins. Frágangur allur og skipulag innandyra ber með sér augljósan vott um hagkvæmni og smekkvísi. Húslóðin er fullfrágengin, skreytt með trjám, grasgeirum og sjávar- grjóti. Bílastæðum er haganlega fyr- irkomið. í örstuttu viðtali sagði Jörgina Jónsdóttir, sem verið hefur útibús- stjóri frá byrjun, að stöðugildi í úti- búinu væru að jafnaði þrjú, en miðað viö þá aukningu og þróun, sem hafi átt sér stað um alllangt skeið í spari- sjóðnum, þætti sér líklegt aö innan skamms yrðu stöðugildin fleiri. „Markmið okkar hér í útibúinu verö- ur framvegis sem hingað til það að hafa þarfir og óskir viðskiptavin- anna að leiðarljósi," sagði Jörgína. Við opnun útibúsins var boðið upp á veitingar af ýmsu tagi til að fagna nýju sfepefi í sögu Eyrasparisjóðs. Starfsfólk útibúsins. Frá vinstri Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Margrét Sigurð- ardóttir, Jörgina Jónsdóttir útibússtjóri, Gestrún Sveinsdóttir og Hilmar Jónsson, sparisjóðsstjóri Eyrasparisjóðs. DV-mynd Lúðvíg Vilhjálmur Benediktsson tekur fyrstu skóflustunguna að félags- og kennsluhúsi við Egilsstaðaskóla. DV-mynd Sigrún Egilsstaðaskóli: Framkvæmdir haf nar við stækkun Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: Fyrsti áfangi í fyrirhugaðri stækk- un Egilsstaðaskóla verður húsnæði sem nýtt verður bæði sem sér- kennsluhúsnæði og til félagsstarf- semi fyrir nemendúr. Fyrsta skóflu- stungan að þessari byggingu var tek- in þann 21. október. Það var formað- ur nemendaráðs, Vilhjálmur Bene- diktsson, sem þaö gerði. Hér er um að ræða 200 m- hús. Þar verður 75 m2 stofa, tvö minni her- bergi, aðstaða fyrir kennara og snyrtingar. Loft verður yfir hluta byggingarinnar þar sem veröur setu- stofa. Arkitekt hússins er Björn Kristleifsson á Egilsstöðum en Eyþór Ólafsson er verktaki að fyrsta hluta, sökkh og plötp. Ráðgert er að ljúka þessari byggingu á einu ári eða þann- ig að hún verði tilbúin næsta haust. Að sögn Helga Halldórssonar skóla- stjóra hefur lítil sem engin aöstaða verið fyrir nemendur til félagsstarf- semi og leysir þessi bygging því úr brýnni þörf. Síðar er áætlað að tengja þessa byggingu skólanum með 2ja hæða húsi. Þar verður samkomusalur á neðri hæð en á efri hæð verður Tón- skóh Fljótsdalshéraðs til húsa. Þá er fyrirhugað að byggja eina hæð ofan á gamla skólann þar sem verður kennsluhúsnæði. Bæjarstjóri, Krist- inn Kristjánsson, sagði að fyrst yrði þó lögð áhersla á að ljúka sundlaug- arbyggingu áður en hægt yrði að ráðast í frekari framkvæmdir við grunnskólann. Tálknaíjörður: Sjóræningjaskipið á Höf n 30 bátar á handfærum Júlia Imsland, DV, Höfn: Leikfélag Hornafjarðar sýnir núna barnaleikritið Sjóræningaskipið Esmeralda eftir Henning Nielsen í leikstjóm Emhs Guðmundssonar. Lögin í leikritinu eru eftir Jóhann Morávek og textana samdi Hreinn Eiríksson. Leikendur eru tíu og hljóðfæraleikarar þrír. Aðsókn hefur verið góð, einkum meðal yngri kyn- slóðarinnar. Lúdvíg Thorberg, DV, Tálknafiröi: Tæplega 30 bátar vora gerðir út héðan á handfæri í sumar. Afli þeirra var yfirleitt sæmilegur og hjá sum- um ágætur. Þetta er svipaður íjöldi og undanfarin sumur en heildarafl- inn ívið minni. Tvær trillur hafa verið á línu síðan um miðjan september og em þær báðar komnar með um eða yfir 10 tonn. Trihukarlar hafa ýmist selt afla sinn Þórsbergi, Hraðfrystihúsi Tálknaflarðar eða á fiskmarkaði sunnanlands. Mjög sjaldan hefur gef- ið á sjó að undanfórnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.