Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 8
ÚtLönd Lúxusbílarnir loga glatt Helsta stöðutákn hins áhyggju- Iausa 9. áratugar í Finnlandi, alls- kyns lúxus- og sportbílar, fuðra nú upp hver af öðrum, í orösins fyllstu merkingu. Á þessu hausti hafa lögreglunni borist margir tugir tilkynninga um stuld á slikum biium sem svo seinna hafa fundist brunnir til kaldra kola á einhverjum afvikn- um staö. Tryggingafélög í Finnlandi hafa fengið bótakröfur upp á margar milljónir finnskra marka og nú er svo komið að menn grunar að ekki sé allt meö felldu. Blaðið Helsingin Sanomat sagði i frétt í gær aö talið væri að eig- endurnir létu stela bílunum og brenna svo aö þeir gætu fengiö bætur úr tryggingunum til aö bjarga sér úr fjárhagskröggum. Bílarnir, sem oftast fá að kenna á þjófum og brennuvörgum, eru þýskir og bandarískir glæsivagn- ar. FNB Bækur Gorba úrumferð Bækur, sem Míkhaíl Gorbatsj- ov skrifaöi þegar hann var leið- togi sovéska kommúnístaflokks- ins, hafa veriö teknar úr umferð í Mið-Asíulýðveldinu Úzbekistan. Embættismenn frá lýðveldinu sögðu i viðtali við Prövdu í gær að bækurnar væru úreltar og ekki væri lengur neinar tekjur af þeim að hafa. Pravda skýröi frá því að stjórnvöld í Úzbekistan hefðu fyrirskipaö aö 133 bækur samtals yrðu gerðar upptækar. Flestar bókanna voru eftir Gorhatsjov en einhverjar voru eftir Jigor Lígatsjev, fyrrum leið- toga harðlínumanna í Kreml, og Vladímír Krjúskov, fyrrum yfir- mann leyniþjónustu KGB. Það var eitt sinn siöur að taka bækur eftir látna leiðtoga eða þá sem féllu í ónáö úr umferð. Körturfágöng undirhraðbraut Körtur í Frakklandi þurfa ekki að kvarta undan skeytingarleysi mannskepnunnar. Ný hraðbraut vegna væntanlegra vetrarólymp- íuleika var tekin í notkun í gær og undir henni eru tveggja reina göng fyrir körtur. Umhverfissinnar höfðu kvart- aö undan því að nýja hraðbraut- in, sem er 34 kílómetra löng, lægi á milli byggöar fágætrar körtu- tegundar og vatnsbóls hennar. Embættismenn sögðu að þeir hefðu neyöst til að hafa körtupíp- una, eins og göngin eru kölluð, tveggja reina þar sem dýrin neita aö mætast á sömu rein. Svíaræningjar ábakvið lásogslá Þrjátiu og fjögurra ára gamall Dani og tuttugu og þriggja ára Filippseyingur, búsettur í Dan- mörku, voru úrskurðaöir í þrett- án daga gæsluvarðhald fyrir luktum dyrum í dómi í Kaup- mannahöfn í gær. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt sænskan mann þrjátíu þú9und danskra króna ávísun sem hann vann í spilavíti á sunnudagskvöld, auk átta hundr- uð króna i reiðufé, á hótelher- bergi í Kaupmannahöfn. Um klukkan fimm á mánudags- morgun komu mennimir tveir inn á hótelherbergi Svíans, tóku hann kverkataki og kröfðust þess að fá peningana afhenta. Að því búnu hurfu mennimir á braut. Fiiippseyingurinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Reuter og Ritzau MÍÐVÍK UDÁGUR 30. OKTÓBER 1991. Sem fyrr vekur Raisa Gorbatsjova ekki minni athygli en Sovétforsetinn, maður hennar, þegar þau eru á ferðalögum utanlands. Raisa er í Madrid með bónda sínum og nýtur gestrisni Soffíu Spánardrottningar. Þær hafa ferðast um borgina meðan karlarnir sinna heimsmálunum. Símamynd Reuter Langþráð friðarráðstefna um Mið-Austurlönd hefst í Madríd í dag: Við getum ekki látið Gólanhæðir af hendi - segir Ytzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, um samningsvilja sinna manna „Þetta er okkar land. Hvernig er hægt að ætlast til þess að við látum það frá okkur. Sýrlendingar eru vísir til að krefjast þess að fá aftur Gólan- hæðimar en ég sé ekki hvernig af því getur orðið. Hæðirnar skipta öllu fyrir landvamir okkar,“ sagði Ytz- hak Shamir, forsætisráðherra ísra- els, í samtali við bandarísku sjón- varpsstöðina CBS eftir aö hann kom á friðarráðstefnuna í Madríd. Yfirlýsingar forsætisráðherrans þykja ekki auka vonir um árangur af friðarráðstefnunni. Shamir hafði áður sagt að hann væri reiðubúinn að ræða öll deilumál Araba og ísra- elsmanna en hefur þó fyrirvara á. Þar skiptir mestu að ísraelsmenn vilja ekki sleppa hendinni af her- teknu svæðunum. „Hvar eigum við að búa ef við lát- um landiö okkar? Á tunglinu, kannski?" svaraði Shamir spurning- um um möguleikann á að stjórn hans víki frá fyrri stefnu í hernámsmálun- um. Bæði George Bush Bandaríkjafor- seti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti hafa hvatt deiluaðila til að láta sér ekki þetta sögulega tækifæri til að koma á friði sér úr greipum ganga. Þeir leggja þó báðir áherslu á að Arabar og ísraelsmenn verði aö finna lausn á deilum sínum án þving- ana frá stórveldunum. Bæði Shamir og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hafa lýst yfir aö árásir öfgamanna á ísraelsmenn á her- teknu svæðunum og í Suður-Líbana- on síðustu daga megi ekki spilla fyr- ir viðræðunum. Þetta þykir bera vitni um friðarvilja þeirra. í raun hefði verið leikur einn fyrir ísraels- menn að neita aö taka þátt í viðræð- unum eftir fyrstu árásirnar. Reuter Formaður þingflokks danskra jafnaðarmanna: Sagði af sér vegna of stórrar íbúðar - víkur 1 annað sinn úr embætti vegna eyðslusemi Ritt Bjerregárd, formaður þing- flokks danskra jafnaðarmanna, tók þann kostinn að segja af sér vegna harðrar gagnrýni síðustu daga. Bjerragárd var gefið aö sök að hafa vikið frá reglum um bústaði lands- byggðarþingmanna meöan þeir dveljast í Kaupmannahöfn um þing- tímann. Lög um þetta efni eru ströng í Dan- mörku. Landsbyggöarþingmenn fá styrk til að leigja sér tveggja her- bergja íbúð aö dvelja í. Vilji þeir stærri vistarverur verða þeir að flytja lögheimili sitt. Bjerregárd vildi ekki una þessu og leigði sér 210 fer- metra íbúð. Gjaldheimtan í Kaupmannahöfn komst aö svindlinu og vildi að Bjer- regárd flytti til Kaupmannahafnar og borgaði þar útsvar. Hún vildi hins vegar halda áfram að eiga heima á Fjóni og greiða útsvarið þar. Bjerregard hefur alltaf verið um- deild í flokki sínum og stóð það höll- um færi að þetta deilumál varð henni að falli. Lissa Mathiasen tekur við starfi hennar. Svend Auken, formað- ur ílokkins, segir að Bjerregárd verði áfram í forystusveitinni þrátt fyrir þetta áfall. Bjerregárd, sem nú er 51 árs, varð árið 1978 að víkja úr embætti menntamálaráðherra þegar hún framvísaði of háum hótelreikningum eftirdvölíParís. Ritzau Sprengjuá- rás á banda- ríska sendi- ráðið í Beirút Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið skýrði frá því að vopnið sem var notað til að ráöast á banda- ríska sendiráðið í Beirút í gær, daginn fyrir setningu friðarráö- stefnunnar um Miöausturlönd, hefði verið sovéskt flugskeyti en ekki væri vitað hverjir voru að verki. Árásin í gær var enn eitt ofbeld- isverkið sem framið hefur verið í Líbanon að undanförnu til að mótmæla sögulegum friðarvið- ræðum ísraelsmanna og araba. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði að enginn hefði særst í árásinni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.