Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 21
33
MÍÐVlkUDÁGUR 3Ó.
3 U-.'ltí
Merming
Þegar hljómsveitin f ór
að spila heima í stof u
- um endurútgáfu á Mercury-upptökunum
Fyrir nákvæmlega fjörutíu árum urðu
straumhvörf í tækninni sem notuð var til
upptöku á sígildri tónlist. Þá sendi Mercury
útgáfufyrirtækið frá sér hljómplötu með tón-
verki Moussorgskís, „Myndir á sýningu“ í
meðfórum Chicago-sinfóníunnar og Rafaels
Kubeliks sem hljómaði „eins og hljómsveitin
væri að spila heima í stofu hjá áheyrandan-
um“, svo vitnað sé í einn himinlifandi tónlist-
argagnrýnanda.
Þetta var ávöxtur tækni sem upptökustjóri
Mercury fyrirtækisins, Bob Fine, hafði þróað
og nefndi „Living Presence", sem á íslensku
mætti kalla „í návígi". Fyrirtækið notaði
þessa tækni um sautján ára skeið og beitti
henni við gerð rúmlega 350 hljómplatna sem
tónlistarunnendur víða um heim voru sólgn-
ir í. Úr æsku minni minnist ég eins „ádíóf-
íls“ sem gerði allt til að fá okkur unglingana
til að hlusta á sígilda tónlist, lánaði okkur
jafnvel plötumar sínar - allar nema plöturn-
ar frá Mercury. Þær voru heilagar.
Einn hljóðnemi
Út af fyrir sig var umrædd tækni sáraein-
fóld. Þegar sígild tónlist var tekin upp var
til siðs að dreifa hljóðnemum víðs vegar
meðal hljómsveitarinnar, einum við fiðlurn-
ar, öðrum fyrir framan hornablásara, þriðja
við ílygihnn og svo framvegis. Upptökustjóri
sá síðan um að „blanda" tónlistina í réttum
Janos Starker - sígild túlkun á sellókonsert
Dvoráks.
hlutfóllum. Bob Fine hélt því fram að svo
fremi sem upptökusalurinn heföi til að bera
bestu heyrð, væri nóg að taka tónlistina upp
með einum ofurnæmum hljóðnema. Menn
höfðu auðvitað notað staka hljóðnema áður,
en ekki til að taka upp stærri hljómsveitar-
verk eftir tónskáld á borð við Tsjækovskí,
Mahler og Stravinskí.
Uppsetning á hljóðnema - fyrst einum fyr-
ir mónó, síðar þremur fyrir stereo - fór eftir
upptökusalnum, stærð hljómsveitar og eðli
tónverksins en þegar búið var að ganga frá
því og ákvarða tónstyrk, sáu hljómsveitar-
stjórinn og hljómsveitin um afganginn, án
íhlutunar upptökustjóra. Þetta þótti tónlist-
armönnum aldeilis frábært.
Ekkert suð
Upptakan var „lifandi", hvergi klippt, skor-
in eða mögnuð, rétt eins og í hljómleikasöl-
um. Árið 1961 fór Mercury einnig aö nota 35
mm segulbandsspólur fyrir þessar upptökur,
en þær voru sterkari og næmari en önnur
hljóðbönd sem þá voru í notkun. Juku þessi
hljóðbönd enn á „nálægð" tónlistarinnar.
Nýverið hóf Mercury að gefa úrval þessara
„Living Presence" hljóðritana út á geisla-
diskum, undir stjórn Wilmu Cozart Fine,
ekkju Bobs Fine, og hefur Japis nú hafið
innflutning á þeim.
Ég er nú búinn að hafa tvo þessara diska
undir höndum í nokkurn tima, upptöku á
sellókonsert Dvoráks (plús Kol Nidrei eftir
Bruch og Rókókótilbrigði Tsjækovskís) með
Janos Starker (432 001-2) og svokallaðar Vín-
arupptökur, tónhst Schönbergs, Webems og
Bergs í flutningi Lundúnasinfóníunnar und-
ir stjóm Antals Dorati (432 006-2).
Rými kringum tónlistina
Þetta eru tvímælalaust með allra bestu
„endurútgáfum" sem ég hef heyrt. Hægt er
að hækka tónlistina upp úr öhu valdi án
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
þess að fá yfir sig ótakmarkað suð og önnur
aukahljóð. Sjálfar upptökurnar voru góðar
fyrir, en eru enn betri á geisladiski. Túlkun
Starkers á sellókonsert Dvoráks er hafin yfir
alla gagnrýni, hún er „klassísk". Hljómplat-
an hafði hins vegar tilhneigingu til að draga
úr andstæðum sehós og hljómsveitargeisla-
diskurinn skerpir þessar andstæður, skapar
auk þess „rými“ kringum tónlistina.
Á Vínardiskinum er einnig meira jafnvægi
en á hljómplötunni, til dæmis eru lágu nót-
umar ekki eins ágengar. En skerpa, kraftur
og ljóðræn innlifun upphaflegu upptökunnar
em óskert. Ég hlakka til að hlusta á aðrar
Mercury-upptökur á geisladiskum, til dæmis
Rómeó & Júlíu-svítu Prokofievs og Eldfugl
Stravinskís, sem sættu tíðindum á hljómplöt-
um hér forðum daga.
Fiskigróði á f áira höndum
Lengi var vitneskja okkar um síðmiðaldir,
fjórtándu og fimmtándu öldina, mjög svo
gloppótt. Þar olli mestu að upp úr 1400 hættu
menn að skrifa annála og aðra samtíðarsagn-
fræði þótt gnótt hafi geymst af fornbréfum
sem benda til víðtækra umsvifa í fjármálum.
Einkum var mikill uppgangur í fiskveiðum.
Björn Þorsteinsson, sá ágæti sagnfræðing-
ur, vann feiknalegt brautryðjandastarf þegar
hann las sögu tímabilsins á grundvelli forn-
bréfanna. Hann lét sér ekki nægja að kanna
innlend skjalasöfn heldur fann hann fiölda
bréfa sem Island vörðuðu í Þýskalandi og á
Englandi, enda sóttu menn grimmt þaðan á
hin fiskisælu íslandsmiö og seildust jafn-
framt tíl áhrifa á stjórn landsins. Doktorsrit-
gerð Björns, Enska öldin (það er sú fimmt-
ánda), var byggð á þessum heimildum, síðan
lýsti hann þeim fyrir almenningi í þók sinni,
íslensk miðaldasaga (1978), og þegar hann
féll frá, árið 1986, var hann langt kominn
með að útlista þær í tveimur yfirgripsmikl-
um sagnfræðiritum, annars vegar Islands-
sögu sem út kom síðastliðið vor og hins veg-
ar Sögu íslands, IV. og V. bindi sem birtust
skömmu áður.
Efni eftir ýmsa höfunda
íslandssagan hefur náð miklum vinsæld-
um. Á 500 veglega myndskreyttum síöum
fæst þar yfirht yfir gang mála frá upphafi
byggðar til vorra daga. Um hana var fiallaö
hér í blaðinu í vor svo að við skulum snúa
okkur að Sögu íslands. Hún er gefin út á
vegum Þjóðhátíðarnefndar og komu fyrstu
þrjú bindi hennar út á árunum 1974-78. Nú
hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju
með tveimur bindum um fiórtándu og fimmt-
ándu öldina. Eins og fyrr er efnið eftir ýmsa
höfunda sem hver ritar um sitt sérsviö,
stjómarfar, kirkjumál, bókmenntir og hstir
og skiptist þannig í þætti sem jafnvel verða
eins og framhaldssögur milli binda.
í íslandssögu varð Björn að draga saman
þaö helsta sem snerti stjórnmál, siglingar,
verslun og fiskveiðar á 14. og 15. öld á 50
blaðsíðum. í Sögu íslands átti að helga þess-
um tveim öldum eitt bindi en svo fór að þau
þöndust út í tvö, IV. og V., og aht að tíu sinn-
um lengri texti um almennu söguna eina.
Guðrún Ása Grímsdóttir og Sigurður Líndal,
sem frá upphafi hefur verið ritstjóri verks-
ins, hafa unniö hana á grundvelli heimilda
Björns og bætt miklu við. Hér verður einkum
fiallað um síðara bindið, ensku öldina, þá
fimmtándu.
Togast á um biskupa
Nafnið kann að þykja skrýtið því að um
1400 slitnuðu íslendingar frá norsku krún-
unni undir þá dönsku í fylgd Margrétar
drottningar I. En Englendingar tóku þá,
meðal annars vegna framfara í sighnga-
tækni, að sækja stíft á íslandsmið, jafnvel á
hundruðum skipa. Þeir keyptu hér fisk háu
verði fyrir vörur sem þeir fluttu með sér, svo
að landsmenn bjuggu við meiri fríverslun
en fyrr og síðar. Öllum útlendum mönnum
var bönnuö hér veturseta en óspart var tog-
ast á um biskupa í hinum póhtísku flokka-
dráttum. Oftar en einu sinni reyndu Eng-
lendingar að koma „sínum mönnum" á bisk-
upsstólana með því sem í dag væri kallað
„lobbýismi" í páfagarði og dularfull, enn
ekki að fullu upplýst, hagsmunaátök urðu
th þess að einum biskupi var drekkt í Brúará.
Viðskiptafrelsi
Danakonungar vildu auövitað fá tolla af
innfluttum vörum og útfluttri skreiö en
fengu ekki að gert fyrr en langt var liðið á
öldina og þeir komnir í slagtog við Hamborg-
arkaupmenn sem þá efldust hér á kostnað
Englendinga. Við siðaskiptin varð konungur
einráður, tók sjálfur að stunda útgerð hér-
lendis og setti verslunarhömlur sem áöur en
langt um leið leiddu th einokunar.
Enska öldin einkenndist þannig af við-
skiptafrelsi.
Misskipting kjara
Það færði þó ekki ahri þjóðinni gull í mund.
Kirkjan og fáeinir höfðingjar, einkum á Vest-
urlandi, urðu afspyrnuríkir og eignuðust um
90% allra jarða í landinu. Alþýða hokraði á
leigujörðum við rýran kost og lítið réttlæti.
Guðrún Ása bregður ljósi á róstusamt aldarf-
ar, lýsir misskiptingu kjara af innlifun og
kemst vel að orði þegar hún beinir kastljós-
inu að stritandi alþýðu: „eitt stutt líf hvers
erfiðismanns lagði fé í sjóð þeirra ríku, vold-
ugu manna sem sagnaritarar hafa fram til
þessa gert mest skil..."
Sigurður Líndal ritar kirkjusögu og fellir
hana nú inn í almennu söguna. Hann fer út
Innsigli Björns rika með tveimur hvitabjörn-
um.
fyrir hina hefðbundnu stofnanasögu og fiall-
ar um menntun og siðferði klerka sem og
nokkuð um trúarlíf þjóðarinnar. Gaman er
að lesa um himnadrottninguna Maríu sem
Bókmenntir
Inga Huld Hákonardóttir
var ákaft tignuð, sem skærasta vonin um
sáluhjálp, og fiölmörg kvæði ort henni til
dýrðar. „Athyghsvert er að allur Maríukveð-
skapur af norrænu málsvæði er íslenzkur,"
segir Sigurður.
Hlutur menningarsögu vænn
Auk ofangreinds meginefnis eru sértækir
þættir, sem nú skulu taldir. í IV. þindi hafði
Ingi Sigurðsson ritað yfirht um gang mála í
Evrópu á síðmiðöldum en Hörður Ágústsson
lýst húsakosti fram yfir siðaskipti í glæsilega
uppbyggðri en orðknappri ritsmíð þar sem
skoðaðir eru jafnt veisluskálar sem náðhús
á fyrri öldum en hvor tveggja munu hafa
lagst niður þegar eymd landsmanna ágerð-
ist. Jónas Kristjánson hefur frá upphafi rak-
ið bókmenntasöguna með fiölda dæma en
Björn Th. þróun myndlistar. Hlutur menn-
ingarsögu er því vænn. Það hefur verið gagn-
rýnt hvað útgáfa verksins sækist seint. Sagn-
fræðirit vilja úreldast því hver kynslóð skoð-
ar fortíðina í gegnum sín eigin gleraugu. En
í heild hafa þættirnir í þessari ritröð reynst
traustir, svo langt sem þeir ná. Þannig er æ
oftar vitnað í greinar náttúrufræðinga í
fyrsta bindinu um áhrif loftslagsbreytinga
og eldgosa á lífríki landsins gegnum tíðina,
þar með tahð mannfólkið.
Aö lestri loknum gerist sú spurning áleitin
hvers vegna fræðimennska og önnur bókleg
menning lagðist að mestu niður á 15. öld,
þrátt fyrir feiknalegan fiskigróða einstakra
auðmanna. Ef við skoðum hana gegnum okk-
ar gleraugu má kannski sjá vissa hliðstæðu.
Skýtur það ekki skökku við aö einmitt nú,
þegar þjóðin á að verða svo feiknalega rík
með þátttöku í efnahagssvæði Evrópu, skera
yfirvöld sem óðast niður framlög til menn-
ingar- og heilbrigðismála? Gæti ekki farið
eins og fyrr, að gróðinn mikli lenti í fáum
vösum og aftur sannist orð Skáld-Sveins sem
orti í lok fimmtándu aldar: „sturlan heims
er eigi létt í leiki" og „peningurinn veitir
völd, en minnkar náðir“?
Það mundi áreiðanlega gleðja sagnfræð-
inga ársins 2500 að geta borið lof á ríkismenn
fyrir að hafa hlúð að menningu, velferð og
réttlátu þjóöfélagi í lok tuttugustu aldar.
Saga íslands, IV. og V. bindi.
Hið islenska bókmenntafélag.
Reykjavik 1989 og 1990.
Samtals tæpar 700 siður.