Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991.
Lífsstfll____________________________________iv
Hagur neytenda batnar með
tilkomu EES-samninga
- segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna
íslensk fjölskylda og EES
Neytendavornd
Neytendavernd mun
stóraukast. Aukinn
réttur gagnvart fram-
leiöendum.
Mun strangari reglur
varöandi holræsa- og
skolpmól. Öskuhaugar
einnig meö strangari
reglur.
Ekki innflutningur á
landbúnaöarvörum
eins og kjöti og mjólk.
ísland eina ríkið meö
þessareglu
Bankar Dómstólar
Algjört frelsi. Hægt að skipta beint við hvaöa erlenda banka sem er innan EES. Áfram íslensk lög á íslandi. Hæsti- réttur íslands æðsta dómsvald.
Blóm
n D íslenskir garð- J yrkjubændur verndaöir. Innflutt blóm njög takmörkuö.
i ■ i
Mengun
Ekkert til fyrirstööu aö
trygoja bílinn eöa húsiö
hjá erlendu trygginga-
félagi vilji það á annaö
borö tryggja.
Ekki samræmd evrópsk
ökuskírteini. Náöist ekki
inn í samninginn vegna
tímaleysis. Tekin upp
síðar.
Flugfélög
Erlend flugfélög ekki í
innanlandsflugi, aö
minnsta kosti fyrst um
sinn. Aukiö frelsi í
milliríkjaflugi.
Hægt aö sækja um hús-
næðislán erlendis svo
framarlega sem erlenda
lánastofnunin viöurkennir
veðhæfni.
DVJRJ
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið á að koma neytandanum til góða i fjölmörgum málum.
„Ávinningur neytenda sýnist vera
einkum tvíþættur. Það er ljóst aö
samkeppni mun á íjölmörgum svið-
um aukast verulega í kjölfar þessa
samnings. Það er erfitt í raun að gera
sér grein fyrir nákvæmlega hvar
neytandinn muni græða. Það er þó
ljóst á ákveðnum sviðum," sagði Jó-
hannes Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, í samtali við DV.
„Þar er einkum um að ræða til
dæmis svið þar sem innlendir aðilar
hafa ekki búið við neina samkeppni
erlendis frá til þessa en munu gera
það meö þessum samningi um evr-
ópska efnahagssvæðið. Þar vil ég
nefna sérstaklega tryggingarfélög og
banka.
í könnun, sem Neytendasamtökin
gerðu á síðasta vori, kom í ljós að
bifreiðatryggingar, ábyrgðartrygg-
ing að viðbættri kaskótryggingu, eru
allt að því 70 prósentum dýrari hér
en til dæmis í Danmörku. Þessi
trygging er seld á mjög svipuðu verði
hjá öllum íslensku tryggingarfélög-
unum. Eins og þessi 70% sýna, þá er
töluverður verðmunur á þessari
þjónustu hér og í nágrannalöndun-
um.
Hægt að kaupa ódýrari
tryggingar erlendis
Við þessa breytingu geta erlend
tryggingarfélög opnað útibú á ís-
landi. Mér hefur skilist að við getum
hreinlega ákveðið það hvort okkur
sé nóg boðið og að tryggingartaki
geti snúið sér til erlends tryggingar-
aðila. Þá getum við lyft upp símanum
og tekiö tryggingu úti í Danmörku.
Við erum núna aö tala um einn
markað. Þetta mun að sjálfsögöu
leiða til þess að tryggingarfélög verða
að endurskoða tryggingar hjá sér.
Ég sé sömuleiðis fyrir mér að bank-
ar verði að endurskoða hjá sér. Ég
er sannfærður um að þegar fram líða
stundir mun samningurinn um evr-
ópska efnahagssvæðið gera það að
verkum að gjaldtaka og vaxtamunur
fer minnkandi í bönkum, það er að
segja, þaö sem bankamir taka til sín.
Þarna er augljós ávinningur,“ sagði
Jóhannes.
Gæti boðað lækkun á
ýmsum iðnaðarvörum
„Það er kannski erfiðara aö segja
til um ávinninginn ef við tökum vör-
ur af ýmsu tagi. Þá er erfitt að vera
aö nefna einhver ákveðin dæmi. Við
höfum verið, í gegnum EFTA og í
samningum við EB, með ákveðna
fríverslun, til dæmis með iönaðar-
vörur. Ég sé ekki alveg fyrir mér
stórfellda byltingu á því sviði.
Ég vil einnig nefna aðrar vörur sem
reyndar var haldið utan við þetta
samkomulag en gert er ráð fyrir að
menn ræði nánar síðar. Það eru
ýmsar iðnaðarvörur sem unnar eru
úr landbúnaðarvörum.
Tökum til dæmis margfrægt dæmi,
Létt og laggott frá því í sumar. Við
búum hér við enga samkeppni í sölu
á þessum vörum. Ég tel að samning-
amir séu neytendum mjög hag-
kvæmir. Ég geng út frá því að slík
samkeppni, sem af þeim hljótist,
verði á sanngirnisgrundvelli, þannig
að eitthvert undirboð erlendis frá,
vegna ríkisstyrkja, yrðu vegin upp
hér með gjaldtöku. Framleiðendur
sætu í raun viö sama borð, sem er í
raun grundvöllur fyrir fríverslun.
Samkeppni til handa til dæmis af-
urðasölum, millihðunum í landbún-
aði, er mjög nauðsynleg að mati
Neytendasamtakanna.
Því miður var ekkert tekið á þessu
aö sinni í samningunum nú. en gert
er ráð fyrir að það verði rætt frekar.
Eflaust munu í kjölfar þessa samn-
ings fleiri vörutegundir og fleiri
þjónustugreinar verða hagkvæmari
í verði heldur en verið hefur vegna
harðnandi samkeppni. Hinn ávinn-
ingurinn, sem ég sé fyrir mér varö-
andi evrópska efnahagssvæðið, sem
í sjálfu sér þyrfti ekki evrópskt efna-
hagssvæði tíl, varðar neytendalög-
gjöf.
Auðvitað eiga íslensk stjórnvöld að
geta sett ýmis mikilvæg lög varðandi
neytendavernd án þess að Evrópa sé
einhver svipa á okkur til þess að
koma því í kring. Reynslan er því
miður sú að stjórnmálamenn hafa
sýnt afskaplega lítinn áhuga á neyt-
endavemd. Við höfum séð jákvæðar
breytingar eftir að núverandi við-
skiptaráðherra tók við. Nú mun hins
vegar aðild okkar að EES gera það
að verkum að viö verðum að setja
ýmis lög og ýmsar reglur.
Löggjöfum
afborgunarviðskipti
Við verðum aö samræma okkar
löggjöf að löggjöf EES. Að auki verð-
um við að setja löggjöf þar sem við
höfum engin lög fyrir. Þar vil ég
nefna sem dæmi lög um afborgunar-
viðskipti. Einnig reglur um farand-
sölu þar sem neytandanum er gefinn
kostur á skilarétti til ákveðins tíma.
Hann getur hætt við kaup, vegna
þess að þessi aðferð sölu er talin
meira uppáþrengjandi en önnur. ís-
land er eina landið sem hefur ekki
slík lög.
Neytendasamtökin hafa talað um
þessar breytingar óhemjulengi. Við
sjáum fyrir okkur löggjöf um öryggi
neysluvara. Um leikföng gilda sér-
stakar reglur úti í Evrópu til þess að
tryggja öryggi vara. Við sjáum einnig
fyrir okkur að það verði lagt fram
frumvarp um stöðlun, þar sem gert
verði ráð fyrir auknum áhrifum
neytenda í staðlavinnu hér á landi.
Svona væri áfram hægt að telja.“
- Sérðueinhverjarneikvæöarhliðar
á samningi um evrópska efnahags-
svæðið?
„Ég hef talsvert velt vöngum yfir
því hvort það séu beinlínis einhverj-
ar neikvæðar hliðar fyrir nqytendur.
Að sjálfsögðu væri það afskaplega
neikvæð hlið fyrir íslenska þjóðar-
búið allt ef islendingar stæðu það illa
að vígi að atvinnulífið myndi allt
hrynja meira og minna með aðild að
EES. Það er eiginlega eina neikvæða
hhðin sem ég gæti ímyndað mér -
en þó ekki. Vegna þess aö ég er sann-
færður um aö samningarnir eru
ákveðin vítamínsprauta fyrir ís-
lenskt atvinnulíf.
Ég hef ekki trú á að samningarnir
muni hafa skaðleg áhrif á efnahags-
lífiö hér á landi. Það voru uppi ýms-
ir spádómar þegar ísland gekk í
EFTA, að iðnaður myndi hrynja. Sú
varð ekki raunin og ég hef því mikla
trú á þessum samningum og finnst
þeir vera hið besta mál,“ sagði Jó-
hannes að lokum.
-ÍS
Margnota umhverfis-
vænar taubleiur
- í lögun eins og einnota bréfbleiur
í nútíma þjóðfélagi nota flestir
foreldrar ungbama einnota bréf-
bleiur. Dagleg notkun nemur allt
að sex bleium á dag og þaö gefur
augaleið aö rusl af þeim sökum er
mikið. Mengun af bréfbleium er
töluvert vandamál enda tekur það
bréfbleiur nokkur hundruð ár að
eyðast í náttúmnni.
Nýlega hóf umboðsverslunin
Margnota bleiur sölu á samnefnd-
um vörum hér á landi. Bleiumar
era nýjung því að þær em í lögun
eins og einnota bréfbleiur en til
þess er ætlast að þær séu þvegnar
í stað þess að þeim sé fleygt. Blei-
urnar eru framleiddar í Kanada af
fyrirtæki sem hefur fengið verð-
laun fyrir umhverfisvænar vörur.
Notkun á margnota taubleium
hefur minni kostnað í fór með sér
heldur en ef notaðar eru bréfblei-
ur. Kaupa þarf á bilinu 12-20 bleiur
af þessari tégund sem síðan má þvo
reglulega. Meðalkostnaður fyrir
bréfbleiur á mánuði er á bilinu
3-5000 krónur en sambærilegur
kostnaður fyrir taubleiumar er um
1.500 krónur. Fyrirhöfnin er þó
meiri við að nota taubleiumar en
eflaust eru margir sem vilja leggja
hana á sig fyrir þennan verðmun,
svo ekki sé minnst á hve umhverf-
ismengun er minni af þeim sökum.
Margnota bleiumar eru úr bóm-
ull og em engin gerviefni notuð í
þær. Þær fást í þremur stærðum.
Það er Elín B. Unnarsdóttir á Dal-
vík sem rekur umboðsverslunina
Margnota bleiur.
-ÍS
Margnota taubleiur eru í laginu eins og bréfbleiur en eru úr bómullarefn-
um sem þvo má aftur og aftur.