Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 9
MIÐVffiUDAGUR 3Q. OKTÖBER 1991,
9
Leiguhílsfjórum
hoðiðtilvið-
ræðnaíKreml
Leigubílstjórum í Moskvu var
boðiö til kjaraviöræðna i Kreml
eftir aö þeir höfðu lokað öllu leið-
um að miðborg Moskvu. Kreml-
verjar sáu þann kost vænstan að
kalla á forsprakka bílstjóranna i
hús og biðja þá að gera grein fyr-
ir kröfum sínum.
Leigubilstjórarnir, sem eru rík-
isstarfsmenn, vilja fá líftrygg-
ingu, rétt til eftirlauna um fimm-
tugt og að þeir verði betur varðir
í bílunum en nú er. Mótmælin
voru viðbrögð við morðum á
tveimur leigubílstjórum um síð-
ustu helgi.
Skutuájárn-
brautarlest
eftir fyrirsát
Byssumenn skutu á járnbraut-
arlest í suöurhluta Pakistans eftir
að þéim hafði mistekist að stöðva
hana með því aö leggja tré yfir
brautarteinana. Margar kúlur
hæfðu lestina en farþegamir
sluppu allir ósárir.
Lestarrán eru algeng í þessum
hluta Pakistans. Fyrir skömmu
voru tíu farþegar teknir í gíshngu
af stigamönnum sem ráða lögtun
og lofum á svæðinu.
Léthöndsinaí
gintígursins
Miki Uno, rúmlega þrítugur
tígrisdýrahirðir í dýragarðinum
í Tokyo, lét hönd sína þegar hann
hugöist færa skjólstæðingi sínum
mat. Miki var drukkinn þegar
atvikið varð og gat hann því sjálf-
um sér um kennt. Hann missti
framan af handleggnum við úlf-
lið.
Byssa Rubys
metin á 15
milljónir króna
Uppboöshaldarar í Dallas í Tex-
as reikna með að skammbyssan,
sem Jack Ruby notaði til að drepa
Lee Harvey Oswald, seljist á um
250 þúsund Bandaríkjadali þegar
hún fer á uppboð nú í desember.
Þetta jafngildir um 15 milljónum
íslenskra króna.
Oswald, sem skotið haföi John
F. Kennedy Bandaríkjaforseta til
bana, var í höndum lögreglunnar
þegar Ruby skaut hann. Bróðir
Rubys vill selja byssuna.
Leynileg
nunnuregla
lokkartilsín
skólastúlkur
Foreldrar tuttugu ungra skóla-
stúlkna á Kanaríeyjum hafa leit-
að ásjár hjó dómstól á Spáni í von
um að endurheimta dætur sínar
í höndum leynilegrar nunnu-
reglu.
Stúlkurnar hurfu allar spor-
laust eftir að hafa fyllst óstjórn-
legum trúaráhuga. Síðar fengust
þær upplýsingar hjá kennara
þeirra að þær hefðu gengið til liðs
við nunnuregluna og ekki væri
von á þeim aftur.
Bóndi borgar
Kona í Múnchen í Þýskalandi
vann dómsmál á hendur eigin-
manni sinum vegna þess að hann
vildi ekki leyfa henni aö fara í fri
til ítaliu með vinkonum sínum
meðan bóndi sæti heima. Mann-
inum var gert að greiða ferðina
og má nú sjá á eftir húsfreyju og
vinkonunum í fríið. .
Lech Walesa, forseti Póllands, og Jacek Kuron, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins sem er Samstöðuflokkur, ræddu
stjórnarmyndun í forsetahöllinni i gærkvöldi. Meira en tuttugu flokkar fengu menn kjörna á þing á sunnudag og
fjóst er að stjórnarmyndunarviðræður verða erfiðar. Simamynd Reuter
Walesa vill bjarga
umbótastefnunni
- býðst til að taka að sér embætti forsætisráðherra
Lech Walesa, forseti Póllands,
bauöst í gær til að taka að sér emb-
ætti forsætisráðherra landsins til að
reyna að bjarga umbótastefnu sinni
þegar ljóst var að fyrrum kommún-
istaflokkur Póllands hlaut flest at-
kvæði í kosningunum sem fram fóru
á sunnudag.
Þegar aðeins átti eftir að teija at-
kvæði í einu kjördæmi höfðu komm-
únistar, sem nú kalla sig Vinstrisinn-
aða lýðræðisbandalagiö, þriggja þús-
unda atkvæöa forskot á Samstööu-
flokkinn Lýðræðisbandalagið.
Rúmlega tuttugu flokkar fengu
menn kjörna á þing en enginn þeirra
fékk meira en 13 prósent atkvæða.
Því verður að mynda samsteypu-
stjóm.
Þrátt fyrir tiltölulega mikið fylgi
Eyðnisjúklingur
dæmdur í f imm
ára kynlíf sbann
Alberto Gonzalez, 27 ára gamall
maður í Oregon í Bandaríkjunum,
hefur verið dæmdur í sex mánaða
stofufangelsi og í fimm ára kynlífs-
bann fyrir að sofa hjá vinkomí sinni
þótt hann vissi að hann væri smitað-
ur af eyðni.
Gonzales tók dómnum vel og bar
ekki á móti þeirri niðurstöðu dómar-
ans í málinu að hann hefði komið
fram af vítaverðu kæruleysi.
Hinn dæmdi veröur næstu sex
mánuði á heimili ættingja sinna.
Hann gengur eftirleiðis með sérstakt
rafeindaarmband um hönd. Það á að
sýna eftirlitsmönnum lögreglunnar
allar hreyfingar hans í stofufangels-
inu.
Gonzalez má ekki hafa kynmök
næstu fimm árin og verður þá alltaf
að vera kominn í hús fyrir klukkan
tíu á kvöldin. Dómarinn sagði að með
þessu móti væri hægt að hafa hemil
á manninum.
Heföi hann hins vegar verið dæmd-
ur í fangelsi lyki fangavistinni eftir
eitt eða tvö ár og þá væri eyðnisjúkl-
ingurinn frjáls ferða sinna og gæti
haldiö áfram að lifa hinu ljúfa lífi.
Reuter
fyrrum kommúnista hafa flokkar
tengdir Samstööu samt meirihluta í
neðri deild þingsins. Mikill ágrein-
ingur ríkir þó á milli þeirra.
„Ástandið er ákaflega erfitt. Það er
ekki hægt að koma á stöðugleika án
þess'að forsetinn taki líka að sér for-
sætisráðherraembættið," sagði Wal-
esa í samtali við Reuters-fréttastof-
una á þriðjudag. Samkvæmt stjórn-
arskrá Póllands má forsetinn gegna
báðum embættunum.
Forsetinn hefur sagt að hann ætli
að halda áfram þeim endurbótum á
efnahagskerfinu sem Samstaða hóf
eftir að samtökin tóku við völdum
af kommúnistum fyrir tveimur
árum, jafnvel þótt niðurstöður kosn-
inganna sýni óvinsældir þeirra.
Walesa stakk upp á þremur stjórn-
armynstrum þar sem hann mundi
verða forsætisráðherra. í fyrsta lagi
stjórn Samstöðuflokkanna, í öðru
lagi samstjórn sjö stærstu flokkanna,
þar á meðal fyrrum kommúnista og
Bændaflokksins, fyrrum banda-
manna kommúnista, og í þriðja lagi
óflokksbundna stjórn.
Jacek Kuron, leiðtogi Lýðræðis-
bandalagsins, var kallaður til við-
ræðna við Walesa í forsetahöllinni í
gærkvöldi og eftir þann fund gaf
hann í skyn að það væri þrautalend-
ing að forsetinn gegndi einnig emb-
ætti forsætisráðherra. Þá leiða menn
aö því getum að yfirlýsing Walesa sé
bragö til að fá Samstöðuflokkana til
að vinna saman í samsteypustjórn
sem er hlynnt endurbótum.
Reuter
Útlönd
Djöfladýrkendur
iðkuðumannát
og nauðganir
Lögreglan í Ástralíu rannsakar
nú ferli hóps djöfladýrkenda sem
grunaður er um að hafa iökað
mannfórnir, mannát og nauðgan-
ir á börnum. Lýsingar á framferöi
safnaðarins hafa birst í ástralska
sjónvarpinu.
í sjónvarpsþættinum sögðu
böm frá þorpinu Nar Nar Goon,
um 70 kílómetra fyrir suðvestan
Melbourne, að þau hefðu verið
lokkuð á fund djöfladýrkendanna
til að taka þátt í hryllilegum at-
höfnum. Móðir ungrar stúlku
sagði að dóttir sin heföi séð barn
drepið, það soðiö og stúlkan síðan
verið neydd til að leggja það sér
til munns.
Athugun læknis í leiddi í ljós
að einu barni hafði verið nauög-
að. Þá hafa börnin borið að þeim
hafi veríð þröngvað til samræðis
við fullorðna. Sérstök 10 manna
sveit lögreglumanna og lækna
vinnur að málinu.
Ruglaðistá
astmaúðaraog
skammbyssu
Kona nokkur í Key West í
Flórída varð fyrir því óláni að
ruglast á astmaúðara og skamm-
byssu þegar hún þurfti á úðanum
að halda. Hún liggur nú á sjúkra-
húsi með skotsár í andlitinu.
Vicki Childress, en svo Jieitir
konan, segist hafa það fyrir reglu
að sofa meö astmaúðarann og 38
kalíbera skammbyssu undir
koddanum. Nótt eina vaknaði
hún í astmakasti og þreifaði í
skyndi undir koddann. Þar greip
hún skammbyssuna í ógáti og
hleypti af henni áður en hún átt-
aði sig á að hún var ekki með
rétta verkfærið í höndunum.
Áttaárafangelsi
fyriraðsápustuld
Tveir vörubílsfjórar á Kúbu
eiga yfir höfði sér allt að átta ár
fangelsi fyrir að hafa stolið 24
þúsund stykkjum af sápu.
Verknaður þeirra flokkast und-
ir efnahagslega glæpi, sem meira
er nú gert til að uppræta en
nokkru sinni áður.
Sápan var seld á svörtum mark-
aði og með góðum hagnaði því
skortur er á sápu á Kúbu.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1988-3.fl.D 3 ár 01.11.91-01.05.92 12.11.91-12.05.92 10.11.91 kr. 54.093,65 kr. 58.558,70 kr. 17.563,87
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS