Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91J27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Gróði útvegs af EES
íslenzkur sjávarútvegur hlýtur góða búbót af samn-
ingnum um evrópskt efnahagssvæði, þegar hann kemst
í gagnið árið 1993. Ekki veitir okkur af. Tekjurnar, sem
samningurinn leiðir af sér, munu bæta útveginum að
nokkru það, sem tapast vegna hins mikla samdráttar
afla, sem verður 1992 og nokkur næstu ár. Ávinningur-
inn af EES er því einkar kærkominn. Sérfræðingar
meta það svo, að útflutningsverð á sjávarafurðum okkar
muni hækka um fimm prósent vegna samningsins. Lít-
um nánar á þetta dæmi.
Staðan er nú sú, áður en EES-samningurinn tekur
gildi, að um 60 prósent af útflutningi íslendinga á sjávar-
afurðum til Evrópubandalagslanda hafa notið tollfrels-
is. Þetta er samkvæmt svonefndri bókun sex í samningn-
um við Evrópubandalagið. Við höfum þannig greitt tolla
af um 40 prósentum, greiðslur sem námu í fyrra 2.100
milljónum króna. Samkvæmt EES-samningnum munu
75 prósent af þessum tollgreiðslum falla niður árið 1993.
Þannig munu sparast 1600 milljónir, reiknað á fóstu
verði. Meiri hagnaður fæst árið 1997. Þá verðum við
laus við 90 prósent af þessum tollgreiðslum. Við munum
þá hafa sparað okkur 1900 milljónir á ári, ef það er reikn-
að á fóstu verði.
Þarna er um mikla hagsmuni að ræða. En of einfalt
væri að segja, eins og stundum er gert, að gróðinn renni
allur í vasa íslenzku framleiðendanna. Svo er ekki. Þeg-
ar þessir tollar falla brott, munu framleiðendur sjávaraf-
urðanna og neytendur þeirra geta skipt gróðanum á
milli sín. Sumt fær framleiðandinn og sumt neytandinn,
þar sem verðið hækkar ekki til fulls sem svarar til þess,
sem tollurinn hafði verið. En augljóst er, að íslenzkir
framleiðendur munu hljóta töluverðan hluta gróðans,
sem skapast við minnkun tollgreiðslnanna. Þjóðhags-
stofnun metur það svo, að tollaminnkunin muni þýða
fimm prósent hækkun á því verði, sem hinir íslenzku
útflytjendur sjávarafurða fá í sinn hlut. Þetta mun skipta
sjávarútveginn geysimiklu máh, ekki sízt í ljósi þess,
sem útvegurinn mun tapa' vegna aflasamdráttar.
Með niðurfellingu tolla á mikilvægum sjávarafurðum
munu opnast margar nýjar leiðir fyrir íslenzkan sjávar-
útveg á markaði Evrópubandalagsins. íslendingar eiga
því að geta nýtt sér frelsið til að hljóta enn meiri ávinn-
ing en þau fimm prósent, sem hér hafa verið nefnd. Þó
er sjávarútvegur að miklu leyti undanþeginn því frelsi
í viðskiptum, sem verið er að innleiða í Evrópubandalag-
inu á sviði iðnaðar og þjónustu - því miður. EB-þjóðirn-
ar geta til dæmis enn styrkt sína fiskvinnslu, svo að hún
undirbjóði á köflum íslenzka fiskvinnslu. En EES-
samningurinn veitir íslendingum engu að síður gnótt
tækifæra.
Andstæðingar samningsins reyna að draga úr því,
að íslenzkur sjávarútvegur hagnist í þeim mæli, sem
hér hefur verið lýst, en rökin hljóta að tala sínu máli.
íslendingar hagnast til viðbótar þessu, vegna þess að
eftirspurn ætti að aukast í EB-ríkjunum, ef þjóðartekjur
þeirra vaxa í þeim mæh, sem helztu sérfræðingar spá.
Sérfræðingar EB telja, að auka megi þjóðartekjur þess-
ara landa um 4-5 prósent með því að banna alls kyns
aðferðir til að draga úr samkeppni innan EB og með
því að stærri markaður gefi færi á að nýta betur þá
stærðarhagkvæmni, sem víða er að fmna.
Slíkur uppgangur í þessum ríkjum verður einnig
hagur okkar, eftir að EES-samningurinn kemst í gagnið.
Haukur Helgason
Að skjóta sig
í f ótinn
Það er ekki barnameðfæri þegar
brandinum skal brugðið. Það er
ábyrgðarhluti að meðhöndla vald.
Það þarf aðgát og varfærni á svo
mörgum sviðum. Veiðimaðurinn,
sem hyggur á góöan feng í upphafi
ferðar en lendir í því óhappi að
skjóta sig í fótinn áður en veiði-
skapur hefst, hefur ekki mikið upp
úr krafsinu.
Það kann ekki góðri lukku að
stýra þegar menn hefjast handa um
endurmat, endurskoðun og niður-
skurð í opinberri stjórnsýslu, að
hefja leikinn þar sem sist skyldi;
skera niður þar sem myndarlega
hefur verið aö verki staöið. Þá er
hætt við að eins fari og fyrir veiði-
manninum sem skaut sig í fótinn;
menn komast ekki fetið.
Einmitt í slíkum svipuðum erfið-
leikum eru menn að lenda varð-
andi ýmsar hugmyndir, áform og
jafnvel beinar tillögur um breyt-
ingar og niöurskurð í íslenska heil-
brigðiskerfmu. Verkefnið er þann-
ig skilgreint á upphafsreit að lækka
skuli tilkostnað í heilbrigðisþjón-
ustunni og ákveðin markmiðssetn-
ing í krónum og aurum er sam-
þykkt. Og svo eru brettar upp erm-
ar og hnífnum brugðiö hér og þar.
Varkárir menn benda á að var-
lega þurfi að fara og ígrunda eigi
áður en skorið skal. í sumum til-
vikum verði skaðinn tæpast bættur
ef afskorið er.
Markviss uppbygging
Hafnfirðingar hafa markvisst og
með skipulegum hætti byggt upp
þéttriðið net þjónustu á sviði heil-
brigðismála. Þar hafa fjölmargir
lagt hönd á plóg. Metnaður starfs-
fólks til að bæta enn betur prýöi-
lega þjónustu er sífellt til staðar.
Það er gott samstarf milli þeirra
fjölmörgu aðila og stofnana sem að
þjónustunni standa. í Hafnarfirði
er ’Sólvangur, hjúkrunarheimili
fyrir eldri borgara. Þar er líka
Hrafnista. í Firðinum er ný og öflug
heilsugæslustöð sem byggir ekki
síst á þeirri pólitísku stefnumörk-
un að fyrirbyggjandi starf á sviði
heilbrigðismála er lykill að betri
heilsu. Heimahjúkrun fyrir aldr-
aða og sjúka er í góðu lagi. Heimil-
ishjálp af hálfu Félagsmálastofn-
unar er til staðar. Félagsstarf aldr-
aðra er mikið og gott og koma þar
ýmsir að, bæði félagasamtök og
bæjaryfirvöld. Þjónustuíbúðir fyrir
aldraða hafa verið reistar og bygg-
ing á fleiri slíkum í undirbúningi.
Stuðlað er aö heilbrigðum lífshátt-
um með skipulagðri og öflugri upp-
byggingu á sviöi íþrótta og heil-
brigðs tómstundastarfs.
Og síðast en ekki síst er St. Jó-
sefsspítali í Hafnarfirði. Deildar-
skipt sjúkrahús sem hefur verið
rekið um áratugaskeið. „
KjaUariim
Stefánsson
bæjarstjóri i Hafnarfirði
Þessir þættir allir og fleiri mynda
svo eina samfellda heild - öfluga
þjónustu á sviði heilbrigðismála í
Hafnarfirði og nágrenni.
Auðvitað er engum endapunkti
náö í þessum efnum í Hafnarfirði
fremur en annars staðar. Ýmis
verkefni þurfa enn úrlausnar við.
En það breytir ekki þeirri staö-
reynd að fyrirkomulag þessara
mála í Hafnarfirði er af mörgum
talið til mikillar fyrirmyndar. Góö
kostnaðargát er til staðar og not-
endur þjónustu ljúka lofsorði á
starfsemina. Með öðrum orðum:
Hvort heldur litið er til hins faglega
ellegar hins fjárhagslega þáttar eru
þessi mál á góðum vegi í Hafnar-
firði.
En þessi keðja er órofa; hana er
ekki unnt að slíta án þess aö áhrif-
anna gæti í allri heilbrigðisþjón-
ustunni.
Þess vegna eru hugmyndir og
núna beinar tillögur um að leggja
niöur núverandi rekstur St. Jó-
sefsspítala í Hafnarfirði alvarlegar
og vægast sagt óskynsamlegar. Það
yrði slys í íslenskri heilbrigöisþjón-
ustu ef lítt ígrundaóar hugmyndir
um stórfelldan niðurskurð á starf-
semi St. Jósefsspítala í Hafnarfiröi
næðu fram að ganga. Hugmyndir
sem miða að því að hætta að mestu
eöa öllu leyti núverandi rekstri
sjúkrahússins en opna stofnunina
á nýjan leik undir nýjum merkjum;
undir hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða Reykvíkinga. Ekki vegna þess
að eldri borgarar í Reykjavík, sem
í hundraðavís bíða í biðröð eftir
þjónustu í sinni heimabyggö, eigi
ekki allt gott skilið heldur vegna
þess að sá vandi skal leysast heima
í héraði; í henni Reykjavík.
St. Jósefsspítali er vel rekinn.
Kostnaöur þar í lágmarki miðað
við veitta þjónustu. Stofnunin
heimilisleg, starfsandi góður og
sjúklingar láta vel að þeirri að-
hlynningu sem þeir njóta.
Hafnfirðingum
erfull alvara
Þaö er ekki að ástæðulausu sem
8 af hverjum 10 Hafnfirðingum sjá
ástæðu til að senda skriflega sjón-
armið sín til yfirvalda þar sem þeir
leggja áherslu á að rekstur og nú-
verandi þjónusta St. Jósefsspítala
verði tryggð áfram. Þeim hundruð-
um Hafnfiröinga úr 50 til 60 félaga-
samtökum í bænum, sem leggja á
sig vinnu við söfnun 10 þúsund
undirskrifta, svo og þúsundunum
sem leggja málinu lið meö undir-
skriftum sínum er full alvara og
vilja að á sjónarmið þeirra sé hlýtt.
Enda er þjónustan fyrir fólkið en
ekki öfugt. Ríkið er þjónustutæki
fólks í þessu landi en fólkið ekki til
fyrir kerfið.
Forsvarsmenn St. Jósefsspítala
hafa ætíð haft á því skilning þegar
beint hefur verið til þeirra tilmæl-
um til aukinnar hagræðingar í
rekstri. Það gera þeir nú sem fyrr.
Það liggja fyrir hugmyndir til
breytinga á innra starfi sjúkra-
hússins sem gætu sparað útgjöld
sem svara um 16 milljónum króna
á ári hverju. Það er í raun eina
raunhæfa tillagan sem fram hefur
komiö um sparnað í sjúkrahúsum
hér á landi fyrir næsta fjárlagaár.
Þá eru undanskildar lauslegar hug-
myndir um þann vonarpening sem
íjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir
meö sapieiningu Landakots og
Borgarspftala.
Hafnfirðingar vilja taka þátt í
nauðsynlegu aðhaldi og spamaði
viö rekstur hinnar sameiginlegu
þjónustu. Það hafa þeir gert með
tillögum um enn frekari hagræð-
ingu í rekstri St. Jósefsspítala. Þeir
eru hins vegar ekki til viðræðu um
lokun sjúkrahússins. Svo einfalt er
það.
Guðmundur Árni Stefánsson
„Það liggja fyrir hugmyndir til breyt-
inga á innra starfi sjúkrahússins sem
gætu sparað útgjöld sem svarar um 16
milljónum króna á ári hverju.“