Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER 1991.
15
„Grímulaus
mútuþa&gni“
-upplýsingafulltrúa Verslunarráðs íslands
í DV, sem kom út 22. október sl.,
birtist grein er ber nafnið „Grímu-
laus mútuþægni". Höfundur grein-
arinnar er fræðslufulltrúi Verslun-
arráðs íslands og umræðuefni hans
er starfsemi ÁTVR. Það er ekki
nýtt að starfsmenn Verslunarráðs
fjalli um ÁTVR. Sú umfjöllun er
jafnan á einn veg að efni til en
stundum hafa skrifin tekist svo vel
að þau hafa verið talin nothæf sem
skemmtiatriði á árshátíðum starfs-
manna ÁTVR.; Ber þar hæst þá
kenningu að ÁTVR beri ekki að
kaupa vöru á lægsta fáanlegu verði
heldur tryggja umboðsmönnum
þóknun sé þess nokkur kostur.
Mútur
Grein upplýsingafulltrúans að
þessu sinni er því miður lítt falhn
til skemnitunar. í grein sinni víkur
upplýsingafulltrúinn að rekstrar-
kostnaði ÁTVR og hefur hækkað
hann um 300-400 milljónir króna
af því hann telur landsútsvar fyrir-
tækisins til rekstrargjalda. Slík
upplýsingastarfsemi er litin vork-
unnaraugum. í annan stað telur
hann að um grímulausa mútu-
þægni sé að ræða innan ÁTVR og
hafi Fríhöfnin, fjármálaráðuneytið
og umhverfisráðuneytið verið vél-
að þar til samstarfs. Múturnar tel-
ur upplýsingafulltrúinn vera 4
milljónir króna er bjórframleið-
andi afhenti nýlega í húsakynnum
Kjallariim
Höskuldur Jónsson
forstjóri ÁTVR
ATVR. Þótt ógaman sé að svara
skrifum upplýsingafulltrúans
verður þó, vegna lesenda DV, að
skýra hvernig áðumefndar 4 millj-
ónir eru tilkomnar.
Afsláttur
Það er sameiginlegt markmið
ÁTVR og Fríhafnarinnar aö ná
hámarksarði af rekstri þessara fyr-
irtækja til afnota fyrir ríkissjóð.
Fyrirtækin ákváðu því að standa
saman að gerð samninga við Heine-
ken bjórfyrirtækið. Krafa var gerð
um það að litið skyldi á kaup beggja
aðila sem um kaup eins aðila væri
að ræöa og sameiginlegt magn
skyldi vera grundvöllur afsláttar.
Eftir ítarlegar viðræöur samþykkti
Heineken-fyrirtækið fast verð í til-
tekinn tíma og að í lok tímabilsins
yrði veittur „afsláttur" sem yrði
varið til verkefna til almennings-
heilla. Frá þessum samningi var
gengið fyrri hluta árs 1990. Til þess
að tryggja aö fé þessu yrði ekki
variö að geðþótta forstjóra ÁTVR
„Eftir ítarlegar viðræður samþykkti
Heineken-fyrirtækið fast verð í tiltek-
inn tíma og að í lok tímabilsins yrði
veittur „afsláttur“ sem yrði varið til
verkefna til almenningsheilla.“
....milljonum króna varið til Náttúruverndarráðs og Ferðamálaráðs
til umbóta við Guilfoss."
eða forstjóra Fríhafnarinnar voru
fulltrúar fjármálaráðuneytisins og
umhverfisráðuneytisins fengnir til
samstarfs úm ráðstöfun fjárins. í
afslátt fengust 4 milljónir króna.
Var 1,3 milljónum króna varið til
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins til útgáfu á gróðurkortum af
Snæfellsnesi en 2,7 milljónum
króna varið til Náttúruverndar-
ráðs og Ferðamálaráðs til umbóta
við Gullfoss.
Þjóðþrifamál
Nú spyrja lesendur DV ef til vill:
Hvers vegna var afslátturinn ekki
látinn renna til ríkissjóðs? Því
verður Heineken-fyrirtækið að
svara. Þeim sem viöskipti stunda
ætti svarið þó að vera augljóst.
Minna má á að þæði Beck’s fyrir-
tækið og framleiðendur hafa látið
fé til landgræðslu og skógræktar.
Ætla má aö íslendingar almennt
þakki þá gjörð. Það var mat þeirra,
sem sömdu fyrir ÁTVR og Fríhöfn-
ina, að afsláttur upp á 4 milljónir
króna hefði ekki náðst ef ráðstöfun
hans hefði ekki verið tengd verk-
efnum sem kalla mætti þjóðþrifa-
mál.
Upplýsingafulltrúa Verslunar-
ráðs íslands skal að lokum bent á
tvennt:
1. Að kynna sér hvað orðið mútur
þýðir.
2. Að nota það orð ekki af því
gáleysi sem hann gerir í þeirri
DV-grein sem hér hefur verið til
umræðu.
Höskuldur Jónsson
Iðnaðurinn og EES
íslenskur iðnaður hefur nú starf-
að í tollfrjálsri samkeppni við inn-
flutning frá Evrópu í tíu ár, en þá
lauk aölögunartíma EFTA-aöildar
og fríverslunarsamnings við Evr-
ópubandalagið. íslenskur iðnaður
þekkir því hvað það þýöir að starfa
í fríverslun, hvort sem er á inn-
lendum eða erlendum markaði. En
samkeppnin fer stöðugt harðnandi.
Lægri vextir
Þaö hlýtur að vera iðnaðinum í
hag að sem flestar greinar íslensks
atvinnulífs starfi í fríverslun en um
það snýst einmitt þátttakan í hinu
evrópska efnahagssvæði, EES. Eft-
ir nokkur ár mun fríverslun einnig
ná til ýmissa þjónustugreina. Þar
má t.d. nefna bankaþjónustu,
tryggingar og flutninga. Verð á
þjónustu mun því fara lækkandi
og það kemur iðnaðinum og fleiri
atvinnugreinum til góða. EES-
samningurinn mun einnig stuöla
aö lækkun vaxta. Allt þetta mun
styrkja stöðu iðnaðarins í sam-
keppni en einnig verða til hagsbóta
fyrir allan almenning. Aukin sam-
keppni þýðir lægra verð á vöru og
þjónustu.
Kröftugur iðnaður
er nauðsyn
Samkeppnisstaða íslensks iðnað-
ar er mjög mikilvæg. Árið 1989
voru ársverk í iðnaði 16.200 en á
sama tíma 14.900 við fiskveiöar og
fiskvinnslu.
Á milliríkjaverslun eru tvær
hhðar, innílutningur og útflutning-
ur. Þegar íslenskur iðnaður stenst
samkeppni við erlendan iönaö
minnkar innflutningur að sama
skapi og gjaldeyrir sparast. Mæh-
stika gjaldeyrisöflunar eða útflutn-
ingstekna vanmetur því gildi iðn-
aðar í milliríkjaviðskiptum þjóðar-
Kjallarinn
Ólafur Davíðsson
framkvæmdastjóri Félags
islenskra iðnrekenda
innar. Þessar forsendur er nauð-
synlegt að hafa í huga þegar fjallað
er um samkeppnisstöðu íslensks
iðnaðar og breytingarnar í Evrópu.
Það bendir flest til þess að hagvöxt-
ur á íslandi í framtíðinni byggi
frekar á uppbyggingu iðnaöar,
þjónustu og orkusölu én á vexti
sjávarútvegsins. Af þessum sökum
skiptir samkeppnisstaða íslensks
iðnaðar miklu máli.
Mismunun úr sögunni
EES-samningurinn tryggir að ís-
lenskum vörum verður ekki mis-
munað á Evrópumarkaði. Það er
hægt að mismuna í viðskiptum á
annan hátt en með toUum. Það er
mikið öryggi í því fyrir íslenska
framleiðendur að vita að þeim
verður ekki meinaður aðgangur að
Evrópumarkaði með viðskipta-
hindrunum. Þetta skiptir ekki síst
máli þegar verið er að koma nýjum
vörum á markað. Samningurinn
setur einnig þá meginreglu að vara
sem uppfyllir allar opinberar kröf-
ur á markaði í einu landi svæðisins
er jafnframt og sjálfkrafa gjaldgeng
á markaði í öllum löndum á svæð-
inu.
Það munu gilda sömu leikreglur
í viðskiptum með vörur og þjón-
ustu á öllu svæðinu. Reglur um
samkeppni verða þær sömu. ís-
lensk fyrirtæki, sem yfirleitt eru
mun minni en helstu erlendu
keppinautar, verða ekki beitt
þvingunum eða öðrum óeðlilegum
aðgerðum af hálfu erlendra keppi-
nauta.
Allt þetta mun treysta samkeppn-
isstöðu iðnaðarins en það veitir svo
sannarlega ekki af því í stöðugt
vaxandi erlendri samkeppni.
Ný vídd
Nú þurfa stjómendur íslenskra
fyrirtækja að huga að nýjum þátt-
um við reksturinn. Það bætist við
ný vídd sem taka þarf tilllt til. Fyr-
irtækin verða rekin á nýju mark-
aðssvæði, evrópska efnahagssvæð-
inu, þar sem gilda sameiginlegar
reglur. íslenskir stjórnendur verða
að fara eftir þessum reglum eins
og þeir hafa hingað til þurft að fara
eftir séríslenskum reglum og
breytilegum reglum á erlendum
markaði. Sjóndeildarhringur
þeirra stækkar.
Áherslan á þátttöku í EES og að-
lögun að mörkuðum Evrópu úti-
lokar alls ekki viðskipti við ríki
sem utan standa. Þvert á móti má
ætla að þær breytingar sem leiða
af EES-samningnum beint og
óbeint á rekstrarumhverfið muni
styrkja fyrirtæki til að geta sótt
jafnframt inn á aðra markaði en í
Vestur-Evrópu.
Lækkun skatta
EES-samningurin gerir einnig
miklar kröfur til íslenskra stjórn-
valda. Þótt ekki sé kveðiö á um það
í samningnum að það eigi að sam-
ræma skatta á atvinnulífið, þá hlýt-
ur það að fylgja í kjölfarið að það
verði gert. Það gengur ekki lengur
að íþyngja íslenskum fyrirtækjum
með meiri skattlagningu en erlend-
ir keppinautar þurfa að búa við.
Þess vegna verður að afnema að-
stöðugjald sem allra fyrst, án þess
að aðrir sambærilegir skattar komi
1 staðinn. Það verður að draga úr
opinberum útgjöldum á móti.
Raungengi íslensku krónunnar
verður að lækka, ekki með gengis-
fellingu, heldur með því að halda
hækkun innlends kostnaðar í
skefjum, hækkun hans verður að
vera minni en í samkeppnislönd-
unum. í þessu sambandi er mikil-
vægast að draga úr þenslu og skapa
innlendri framleiðslu færi á að
auka umsvif á innlendum og er-
lendum markaði.
Ný tækifæri
Samningurinn felur í sér að við-
skiptahættir og efnahagskerfi á ís-
landi verða þau sömu og í ná-
grannalöndum sem skilar þeim
vaxandi ávinningi. Þetta eykur
traust erlendra aðila á íslenska
hagkerfinu og styrkir samstarf
okkar við erlend fyrirtæki um at-
vinnuuppbyggingu á íslandi.
Evrópska efnahagssvæðið opnar
íslensku atyinnulífi ný sóknarfæri
og tryggir íslendingum þátttöku í
nýju tímabiU velferðar og hagsæld-
ar í Evrópu. Þetta mun styrkja
stöðu iðnaðar, efla hagvöxt og
treýsta lífskjör íslensku þjóðarinn-
ar.
Ólafur Davíðsson
„Islensk fyrirtæki, sem yfirleitt eru
mun minni en helstu erlendu keppi-
nautar, verða ekki beitt þvingunum
eða öðrum óeðlilegum aðgerðum af
hálfu erlendra keppinauta.“