Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER,1991, 3 dv Fréttir TiIIaga á fiskiþingi: Hagræðingar- sjóður aðstoði illa stödd sjávarpláss Reynir Traustason, formaöur Bylgjunnar á Vestfjörðum, hefur ásamt fleiri flutt tillögu á flskiþingi þess efnis aö Hagræðingarsjóður verði notaður til að aðstoða illa stödd sjávarpláss. Þá er átt við staði þar sem helmingur íbúanna eða meira hefur framfæri sit af sjávarútvegi. Sjávarútvegsráöherra hefur boðað að Hagræðingarsjóður, sem á mikinn aflakvóta, selji kvótann á uppboði og að þeir peningar, sem þannig aflast, verði notaðir til rannsókna á vegum Hafrannsóknastofnunar. Reynir sagði í gær að þaö hlytu ailir að sjá nauðsyn þess að koma í veg fyrir fólksflótta af landsbyggð- inni til Reykjavíkur. Landsbyggðin þyldi ekki þann fólksflótta sem fyrir- sjáanlegur er, verði ekkert að gert, og Reykjavík ekki heldur. „Er höfuðborgin í stakk búin til að taka viö þeim mannfjölda sem flæm- ist burtu úr ýmsum sjávarplássum verði ekkert að gert?“ spurði Reynir í samtah við DV. -S.dór Akureyri: Ljósastaur kubbaður í sundur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Rannsóknarlögreglan á Akureyri leitar nú að bifreið sem ekið var á ljósastaur við Krossanesbraut í fyrrakvöld en ökumaður stakk af og tilkynnti ekki um atburðinn. Um er að ræða sveran tréstaur sem kubbaðist í sundur þannig að það hlýtur að sjást talsvert á bifreiðinni sem þarna var á ferðinni. Rannsókn- arlögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um þennan atburð að hafa samband við sig. Fiskmarkaðurá Austfjörðum Vigfús Ólafeson, DV, Reyöaifirði: Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi hélt 25. október und- irbúningsfund að stofnun fiskmark- aðar á Austfjörðum. Fundinn sóttu 60 manns og voru þar fulltrúar allra hagsmunaaðila. Einnig mætti fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suður- nesja en sá markaður verður hafður sem fyrirmynd hér. Fram kom á fundinum að 25 þús- und tonn af botnflski þeim sem veið- ist á Austfjarðamiöum eru flutt til vinnslu annars staöar. Hugmyndin um stofnun fiskmark- aðar fékk góðar undirtektir og til frekari undirbúnings var kjörin sex manna nefnd til að vinna að fram- gangi málsins. Fáskrúðsfjörður: Hótelið úrþrota- búi Laufdalsselt Ægir Kristinsson, DV, Fáskiúðsfiiði: Nýstofnað hlutafélag heimamanna á Fáskrúðsfirði hefur keypt Hótel Austurland af þrotabúi Ólafs Lauf- dal. Að sögn Jóhanns Árnasonar, eins nýju eigendanna, hefur hlutafé- laginu ekki verið gefið nafn ennþá en það er stofnað af fjöldskyldu Jó- hanns. Kaupverð hótelsins er 22,5 milljón- ir króna en Ólafur Laufdal hefur rek- ið hótelið í tæpt ár. Skipt verður um nafn á hótelinu og fær það aftur nafn- ið Hótel Snekkjan. Sandkúlnfell KrokshnU \ Kro ppiab ukur rulingahœí jjófáfeU ' * Yfirburðirnir eru c <• v w "'v *" » * > e v ** víræðir. Það er engin I, tilviljun að Nissan KjaJffill í jj 6.. ' \ \ - Terrano hefur veríð Kosinn besti rg ár t VcsirU- I Scar\jórboinj jeppi arsin & _ €09 rv erbrckknon uU i IMISSAINI VESTFIRÐINGAR! Jeppasýning HJÁ BÍLALEIGUNNI ERNI VIÐ ÍSAFJARÐARFLUGVÖLL FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG Sjálfskipting með átaks- og sparnaðarstillingu. Byggour a grind Stillanfeg fjöðrun " 0 Hveravellir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.