Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1991, Blaðsíða 7
7
l <5CJ i il l " V ' \ I i • ?.J r 1 ■ \■- 5 U I V V t 1 *■
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1991.
x>v Sandkom
Styttur bæjarins
Einhverjir létu
[)á hugmynd i
ljósánýaf-
stöðnuþingi
Vorkamanna-
sambandsins
aðreisaætti
styttuafGuð-
mundiJ.niðri
viðReykjavík-
urhöfn. hessi
hugmyndvirt-
istfallaigóðan
jarðvegþóað
þingið hefði ekki afgreitt hana á einn
eða neinn hátt. Jakinn á að hafa kom-
ið þar að sem menn voru að skegg-
ræðaþetta minnismerki um hann.
Hann mun hafa spurt að því hvað
slíkt minnismerki mundi kosta.
Menn veltu eitthvaö vöngum en slógu
síöan á að það kostaði eitthvað i
kringum hálfa aðra milljón. Nú, á
Jakinn aö hafa sagt, þá er ég alveg
tilbúinn að standa þama sjálfur.
Mðkið
minnismerki
fsambandivið
n)innismerkið
afJakanumvar
bóntá áðekki
mættigléyma
ferlíki nokkru
inni í Sunda-
liöfn.l'arerum
að raiða gáma-
kranamikinn
sem menn
komastvarthjá
aðtakaeftir
séuþeiráann-
að borð á ferð í nágrenninu. Krani
þessi heitir einmitt Jaki og var gefið
nafn með viðhöfn á sínum tíma. Er
mál manna að varla sé til táknrænna
og myndariegra minnismerki um
Guðmund J. Hefðbundin stytta getur
á margan hátt verið huggulegri en
slærvarlakranannút.
Sandkornsrit-
arabarstí
hendurvísa
scmhöfitndur
segirað séal- :
menn hugleiö-
ingumorðtak-
ið „aðdrepa ;
tímann“.Hann
segirhinsveg-
anmnaömát
aðnúgangi
maðurundir
mannshöndað
drepa Tímann. Þarna er auð vitað um
dagblaðið Tímann að ræða eða Tíma-
tuskuna eins og hún Regina okkar á
Selfossi kallar það. Vísanersvona:
Orkar litlu iöja manns,
eðastælistgliman,
þegar eina óskin hans
eraðdrepatímann.
Höfundur er Ingvar Gíslason, annar
ritstjóra dagblaðsins Timans.
Hvarerkonan?
Þaðersjaldn-
astlögnmollai:
kringúihómár
Ragnarsson.
Þegarhannfer
í fréttaöflunar-
ferðirútáland
fylgirhonuro
mikiðafalls
kynsfarangri,
stórartöskur
öglitlarogbak-
pokarþarsom
íerelektrón-
ískt krimskrams, fatnaður og guð
má vita hvað. Ómar var á ferðinni
fyrir austan á dögunum. Sem fyrr var
töi vuert af farangri með í ferð. Þegar
fara áttiheimmættiómarútá flug-
völl. Aldrei þessu vant var hann ektó
á eigin vél. Menn tóku til við að tína
hafurtask Ómars úr jeppa, sem hann
var á, og yfir í fiugvélina. Eftir að
stund var liöin án þess að lát yrði á
burðinum varð einum sveittum koll-
ega Ómars að orði: Heyrðu, Ömar, í
hvað tösku geymirðu konuna þína?
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Að drepa
tímann
Fréttir
„Ég er ekki fyllilega sáttur ennþá við það að stofnun eins og Ríkisútvarpið
skuli láta undan þvi sem ég kalla samstöðu frekjunnar," segir Bjarni Sig-
tryggsson. DV-mynd gk
Bjarni Sigtryggsson:
Ríkisútvarpið lét
undan samstöðu
frekjunnar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég fer héðan mjög sáttur við sjálf-
an mig og sáttur við Akureyri og
Norðurland. Ég er mjög sáttur við
suma samstarfsmenn mína en ekki
við þær aðferðir sem hópur fólks
beitti til þess að knýja fram þá niður-
stöðu sem varð. Og ég er ekki fylli-
lega sáttur ennþá við það að stofnun
eins og Ríkisútvarpið skuli láta und-
an því sem ég kalla samstööu frekj-
unnar,“ segir Bjarni Sigtryggsson en
hann hefur nú látið af starfi deildar-
stjóra Ríkisútvarpsins á Akureyri, í
kjölfar haröra deilna við starfsmenn
þar, og tekur við öðru starfi innan
stofnunarinnar syðra.
„Það varð samkomulag um það
milli mín og útvarpsstjóra aö viö
færum ekki aö tjá okkur mikið um
þetta mál í fjölmiðlum, með það í
huga að friður héldist um þá starf-
semi sem ríkir á Akureyri," segir
Bjarni. „Það urðu mér vonbrigði að
ekki varð meiri þátttaka hjá útvarp-
inu á Akureyri í þeim miklu breyt-
ingum sem ég tel að þurfi aö fara í
hönd þar en ég tel að þær séu mikl-
ar. Það er hluti af byggðastefnu að
svæðisútvarpsstöðvarnar gerist
virkari þátttakendur í beinum út-
varpssendingum Ríkisútvarpsins og
dragi úr því smátt og smátt að vera
héraðsstöðvar og verði sæknari út á
við. Þetta kostar mikið átak, það þarf
að breyta vinnubrögðum, stíl og
áferð útvarpsins með því og mér
finnst þaö tímabært.
Fyrsta skreflð í þá átt var þegar
reglubundin starfsemi Ríkisútvarps-
ins á Akureyri hófst undir stjórn
Jónasar Jónassonar sem vann mikið
brautryöjandastarf sem honum var
e.t.v. ekki fullþakkað. Síðan tók við
rekstrarskeið og nú finnst mér vera
komið að næsta skeiði sem er aö
þessar stöðvar rísi upp og gerist enn
virkari. Ég veit að hugur fyrrverandi
og ekki síður núverandi útvarps-
stjóra stendur til þess að efla svæðis-
stöðvarnar til þessara hluta. Ég tel
að e.t.v. þurfi að vinna þann undir-
búning betur og það sé eitt af þeim
verkefnum sem liggja fyrir að móta
stefnu svæðisútvarpsstöðvanna."
- Hvaða störf ferð þú að vinna fyrir
Ríkisútvarpið?
„Það verður að bíöa með að til-
kynna það. Þetta bar að með skjótum
hætti og Heimir Steinsson útvarps-
stjóri á eftir aö tala um það við aðra
yfirmenn útvarpsins. Fyrst þarf að
kynna þeim það og síðan að ræða
„praktísku" hliðina. Það kann að
vera að einhverjir þessara manna
séu í fríi en ég get sagt að um er að
ræða nýjan vettvang innan útvarps-
ins,“ sagði Bjarni.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnimar fyrir BSRB:
Meirihluti telur
þjóðarbúið þola
kaupmáttarhækkun
í skoðanakönnun, sem Félagsvís-
indastofnun vann fyrir Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, kemur
fram að meirihluti þjóðarinnar, eða
56.9 prósent, telur að þjóðarbúið þoli
nú einhverjar hækkanir á kaup-
mætti. Hlutfall þeirra sem töldu svo
ekki vera voru 32,1 prósent en 11
prósent tóku ekki afstöðu. Ef aðeins
eru teknir þeir sem tóku afstöðu telja
63.9 prósent að þjóðarbúið þoli auk-
inn kaupmátt en 36,1 prósent telja
svp ekki vera.
Úrtakið í könnuninni var 1500
manns á aldrinum 18 til 75 ára um
allt land.
Spurningarnar voru þrjár: Telur
þú æskilegt eða óæskilegt að í kom-
andi kjarasamningum veröi samið
um aukinn kaupmátt launataxta?
Þar varð niðurstaðan sú að 84,1
prósent þeirra sem tóku afstöðu
töldu þaö vera æskilegt en 6,6 pró-
sent töldu það ýmsu háð og 9,3 pró-
sent voru því andvíg.
Önnur spurning var: Telur ,þú
æskilegt eða óæskilegt aö samið
verði sérstaklega um aukinn kaup-
mátt lágra launa?
Af þeim sem tóku afstöðu töldu
94,8 prósent það vera æskilegt, 1,9
prósent töldu það ýmsu háð og 3,3
prósent töldu það óæskilegt.
Þriðja spurningin var svo um það
hvort þjóðarbúið þyldi aukinn kaup-
mátt og greint var frá hér að framan.
Þeir sem svöruðu voru flokkaðir
niöur í aðild að stéttarfélögum, aldur
og kyn, stétt, atvinnugeira, starfs-
stööu, búsetu og stuöning við stjórn-
málaflokka. Það vekur nokkra at-
hygli að helmingur atvinnurekenda
telur að semja eigi um aukinn kaup-
mátt.
-S.dór
KERTAÞRÆÐIR
í passandi settum.
Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir
að leggjast í kröppum beygjum. Við-
nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða.
Margföld neistagæði.
Kópa sem deyfir truflandi rafbylgjur.
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-81 47 88
Ólafsvík
Óskum eftir að ráða umboðsmann sem fyrst.
Uppl. gefa Linda eða Már á afgr. DV.
Grænn sími 996270
Nauðungamppboð
á eftirtöldum eignum fer fram í
skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Einigrund 4, 03.01., þingl. eigandi
Sævar Þór Magnússon, fóstudaginn
1. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðs-
beiðendur eru Tryggingastofnun rík-
isins, Veðdeild Landsbanka Islands
og Hróbjartur Jónatansson hrl.
Höfðabraut 1, rishæð, þingl. eigandi
Elís R. Víglundsson, föstudaginn 1.
nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeið-
endur eru Veðdeild Landsbanka ís-
lands, Lögmannsstofan Kirkjubraut
11 og Lagastoð hf.
Jörundarholt 34, þingl. eigandi Sig-
urður Halldórsson, föstudaginn 1.
nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðbeið-
andi er Veðdeild Landsbanka Islands.
Kirkjubraut 11, þingl. eigandi Tækni-
veröld hf., föstudaginn 1. nóvember
1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru
íslandsbanki hf. og Sigríður Thorla-
cius hdl.
Presthúsabraut 35, þingl. eig. Hjalti
Bjömsson og Sigrún Jónsdóttir, föstu-
daginn 1. nóvember 1991 kl. 11.00.
Uppboðbeiðandi er Reynir Karlsson
hdl.
Yesturgata 35, 1. hæð, þingl. eigandi
Ámi Gunnarsson, föstudaginn 1. nóv-
ember 1991 kl. 11.00. Uppboðbeiðend-
ur em Tryggingastofhun ríkisins og
Ólafur Gústafsson hrl.
Þjóðbraut 1, norðausturhluti, 44,24%,
þingl. eigandi Sveinn Vilberg Garð-
arsson, föstudaginn 1. nóvember 1991
kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Ólaf-
ur B. Ámason hrl., Sveinn H. Valdi-
marsson hrl., Guðjón Armann Jóns-
son hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl,
Garðar Briem hdl. og Ingólfur Frið-
jónsson hdl.
BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI
LJÓSMYNDASAMKEPPNI
Og Canon
skemmtilegasta sumarmyndin
Síðasta sumar var eitt það veð-
ursælasta og fallegasta í
manna minnum. Er ekki að
efa að tjöldi lesenda DV hefur
haft myndavélina á lofti og
náð skemmtilegum sumar-
myndum. Með þvi að taka
þátt í keppninni gela lesendur
ornað sér við sælar sumar-
minningar langt fram á vetur
og átt von á veglegum vinning-
um.
Þrjár myndavélar í verðlaun
1. vinningur:
Canon EOS 1000 myndavél að verðmæti 35 þúsund krón-
ur. Þessa fullkomnu myndavél prýðir allt það sem til-
heyra á úrvalsmyndavélum, þar á meðal innbyggt flass.
2. verðlaun:
Prima zoom 105 mm myndavél með tösku að verðmæti
23 þúsund krónur.
3. verðlaun:
Prima 5 myndavél að verðmæti 9.980 krónur.
Vinningarnir eru allir frá Hans Petersen hf.
4. -6. verðlaun:
Aukavinningar frá Hans Pctersen hf.
Utanáskríftin er:
DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík
Merkió umslagið „Skcmmtilegasta sumarmyndin".