Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Page 20
20
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991.
„Hvað höfðingjarnir hafast að“
„Guðsblessun fylgi núverandi ríkisstjórn."
„Kjósendur bera ekkert traust til ykkar
vegna óhófslifnaðar bæði innanlands
og utan. Þið eigið að ganga á undan
með góðu fordæmi en ekki heimta af
okkur, litla fólkinu, að fara að herða
sultarólina.“
Þegar kjósendur ganga til alþingis-
kosninga h.vílir mikil ábyrgð á
þeim. Þjóðin sér það best núna síð-
an núverandi pótintátar komust til
valda. Það þarf alltaf heimtumikil
próf og kunnáttu við ýmis störf í
okkar þjóðfélagi. Alltaf finnst mér
það einkennilegt þegar alþingis-
mann eru kosnir og geta vaðið
beint í ríkisstjóm og oftast með lít-
inn sjóndeildarhring eins og átti
sér stað sl. vor. - Geta farið til Al-
þingis án þess að hafa menntun til
að stjórna íslandi af ábyrgð og
framsýni.
Nú fær þjóðin að kenna á því eft-
ir síðustu alþingiskosningar, nú
stjóma menn íslandi sem aldrei
hafa unnið við atvinnuvegi þjóðar-
innar. Ég tel það skyldu og hef allt-
af talið að setja þau lög með hraði
að enginn megi bjóða sig fram til
alþingis án þess að hafa unnið í
minnst 4-5 ár við landbúnaðar-
störf, fiskvinnslu og alla algenga
vinnu, bæði byggingarvinnu og
annað sem þroskar manninn best,
því vinnan göfgar alla. - Manni líð-
ur alltaf svo vel þegar maður vinn-
ur og hefur heilsu til að vinna.
Þorsteinn ber af
Það er átakanlegt að heyra í þess-
um blessuðum pótintátum, stutt-
buxnadrengjum sjálfstæðismanna
sem stjórna landinu, allt lögfræð-
ingar. Þorsteinn Pálsson, sem er
nú loksins kominn í síöbuxur eftir
rúm tvö kjörtímabil, ber af sínum
samherjum í ríkisstjórn með rögg-
semi og ábyrgð og vona ég að hann
verði íslensku þjóðinni til heilla.
Davíð Oddsson, þú ert svo fljót-
fær og hugsar um ekkert annað en
að vera forsætisráðherra. Já, svona
getur lýöræðið verið hættulegt þeg-
ar frekir og ábyrgðarlausir menn
hafa þetta sem áhugamál sitt en
hafa enga hæfileika til þess að
starfa yfirleitt. Þaö veit alþjóð að
Davíð flúði úr borgarstjórn vegna
mikilla skulda og bókstaflega
hreinnar óánægju með hann. Eg
átti alltaf bágt með trúa þessu. En
það sagði mér flokksbundinn sjálf-
stæðismaður að þetta væri fyrir-
hyggja hjá Davíð en hann væri
ekki nokkur maður í pólitíkinni og
síst af öllu til að verða forsætisráð-
herra. Þarna kemur mikil-
Kjállaiinn
Regína Thorarensen
mennskubrjálæði fram. í öllum
hans störfum, eins og hefur sýnt
sig þessa sex mánuði sem hann
hefur verið forsætisráðherra, ræð-
ur hann ekki við hlutina og heimt-
ar svo bara hvíldir og viil loka Al-
þingi.
Davíð á námskeið
til Þorsteins
Við hjónin fórum austur á Eski-
fiörð seint í mars í fyrra, til að vera
við fermingu dótturdóttur okkar.
Við stoppuðum í þrjár vikur og var
okkur víða boðið í mat og heim-
sóknir. En ein matarveislan var sú
skemmtilegasta veisla sem ég hef
verið í. Konan er mikil og frábær
matmóðir og húsbóndinn er hygg-
inn maður, segir ekki mikið, en það
sem hann segir meinar hann og
hann hefur alltaf verið blindur
sjálfstæðismaður.
Auðvitað var talað um kosningar
formanns sjálfstæðisflokksins,
hvort Davið mundi komast að, og
það voru misjafnar skoðanir á því
máli eins og gengur og gerist. Þá
tók húsbóndinn til máls cg sagði
orðrétt með reiði „Ef Davíð borgar-
stjóri verður kosinn formaður
Sjálfstæðisflokksins þá verður
Sjálfstæðisflokkurinn útdauður
eftir nokkur ár.“
Já, eskfirskur sjálfstæðismaður
vissi hvað hann var að segja því
hann bað til guðs að það kæmi aldr-
ei fyrir að Davíð yrði formaður
flokksins. Ef Davíö hefði verið bú-
inn að vera eitt kjörtímabil á Al-
þingi hefði verið lítil von til aö hann
yrði forsætisráðherra með sóma
því að ég álykta að menn þurfi að
kynna sér störf Aiþingis í eitt til tvö
kjörtímabil og Davíð aldrei þurft
minna en þrjú tímabil tii að
minnka mikilmennskubrjálæðið.
Þessi framhleypni og mikil-
mennskubijálæði í þér, Davíð, að
vera nú forsætisráðherra, það
veröur íslensku þjóðinni dýrt og
við erum ekki búin að sjá fyrir
endan á því. Davíð, þú þarft að fara
á námskeið til Þorsteins Pálssonar
og læra að tala og halda ræður. Þú
ert of þvoglumæltur og óáheyrileg-
ur til að fólk skilji þig alltaf eða
heyri hvaö þú ert að flytja.
Ég er sammála sumu sem þessi
unga ríkisstjórn hefur á stefnuskrá
sinni og kemur vonandi í fram-
kvæmd ef hún verður ekki alltaf í
fríi bæði utanlands og innan. Láta
t.d. alla sjúkhnga borga efnið í
matinn þegar þeir liggja á spítölum
og einnig að láta skólafólkið borga
15-20 % í skólagjöld á ári. það er
alltaf verið að vorkenna eldri borg-
urum. Ég sem eldri borgari er reið
vegna þessa. Eldri borgarar sem
eiga skuldlausa íbúð geta vel borg-
að 15 þúsund á mánuði á spítala.
Þessu hafa margir athafnasamir
heilbrigðisfulltrúar viljað koma í
gégn en hafa ekki getað. Núverandi
heilbrigðisráðherra má alls ekki
koma svona oft í sjónvarpið. Áhorf-
endur eru dauðhræddir við hann,
og börnin fara að gráta. Sonarson-
ur minn 5 ára, sagði t.d. um dag-
inn, að hann Sighvatur ætlaði ör-
ugglega að lemja sig með spýtu sem
hann hefði fundið á rekanum hann
vaeri svo reiður á svipinn.
Ég álykta að það auki meðala-
notkun mikið hjá fiölda fólks að
láta núverandi heilbrigðisráðherra
koma í sjónvarpið. Fólk gæti álykt-
að sem svo að Sighvatur ráðherra
ætti eyðslusama konu fram úr hófi
og 10 (þörn að sjá fyrir. Hann teldi
sjálfur að hann væri í akkorði við
að landa úr vestfirskum togurum.
Smádrengir í sandkassaleik
Davíð, mér finnst oft að ríkis-
stjórnin þín sýni rétta mynd af
smádrengjum í sandkassaleik. Þið
byrjuðu á því að kaupa ykkur rán-
dýra ráðherrabíla, sem þið höfðu
ekkert leyfi til og engir peningar
voru til fyrir. Þið vilduð ekki taka
við ráðherrabílunum af fráfarandi
ríkisstjórn. Ég er hissa á Davíð að
kaupa ekki tvo strætisvagna af
Reykjavíkurborg og láta gera þá
upp og ráða sex bílstjóra til að fara
með ykkur á þing og í boð og dýrar
veislur sem þið haldið allt of oft og
eru alltaf of fiölmennar. - Ef þú
hefðir gert þetta, Davíð, þá hefði
litla fólkið haft meira álit á þér,
heldur en fyrir að kaupa bíl fyrir
hátt á fiórðu milljón.
Kjósendur bera ekkert traust til
ykkar vegna óhófslifnaðar bæði
innalands og utan. Þið eigið að
ganga á undan með góðu fordæmi,
en ekki heimta af okkur, litla fólk-
inu, að fara að herða sultarólina. -
Guðsblessun fylgi núverandi ríkis-
stjórn.
Óskandi að ykkar sjóndeildar-
hringur stækki fljótt og þið komist
niður á jörðina til að stjórna af fyr-
irhyggju en séuð ekki alltaf uppi í
skýjunum að sýna veldi ykkar.
Regína Thorarensen
Viðeyjar „viðreisnar" skjalið
Viðeyjar „viðreisnar" skjalið,
virðast hér fáir skilja.
Áður var ekki talið,
eitthvað þyrfti að dylja.
heiður ber heiðursmönnum
halli þeir ekki máli.
Viðeyjarklúðrið könnum
þó kratar fyrir því skáli.
Davíð 1 dýrðarljóma
deilir völdum með Jóni.
Hver verður hverjum til sóma?
Hvor ætli hinum þjóni?
Frelsið er fiöregg okkar,
fer það til EB landa?
Eru hér frómir flokkar
frjálsir í lappir standa?
Hvað sagði Oddur Einar
öllum sem landinu stjórna?
Úrbætur ekki neinar
alþýðan skal nú fórna.
Loforðin verða að liggja
læst í geymslu inni,
á þeim má ekkert byggja
ykkur það hér með kynni.
Bjargvættur Oddur Einar
íhaldsstefnuna kynnir.
Vil fara brautimar beinar
á boöorð fiármagnsins minnir.
Kaupmáttinn vill hann „veija“
vextina til þess hækka,
gegn öðrum hækkunum herja
helst þurfi kaupið að lækka.
Hörmungar húsnæðismála
KjáUaiínn
Stefán Valgeirsson
fyrrv. alþingismaður
hrunadansi er líkur.
Á nú öllum að kála
öðrum en þeim sem er ríkur?
Húsbréf og háir vextir
heimilum valdsmenn fórna.
Era að manngildi mestir
menn sem að okrinu stjóma?
Kratamir úti að aka,
ójöfnuð sýna í verki.
Áf fátækum fiármuni taka
frjálshyggju bera þeir merki.
Leggja á skuldir skatta
skiiyrði frá þeim ríku.
Seint ætlar fiöldinn að fatta
fantaskap ráðandi klíku.
Okrið er alls ráðandi
óskilamaðurinn sekur.
Fjöldi flytur úr landi
fésýslan eigur þess tekur.
Ríkir ríkari verða,
reyta fiöldann að skinni,
tillitslaust tökin herða
traðka á hinum minni.
Fjármagnið deilir og drottnar
Davíð og Jónar stjórna.
Velferð ríkisins rotnar
réttlætinu þeir fórna.
Veislu- og valdaþyrstir
vinna því fyrir þá ríku.
Álbræðslum fagna fyrstir
fyrirmynd ráðandi klíku.
Viöeyjar „viðreisnar" skjalið
varð til um miðja góu.
Annað var áður talið,
íhald að kommunum hlógu.
Fjármagnið frelsinu heldur,
fiöldinn í skuldadíki.
Gjaldþrotum valdhafinn veldur,
velferðin maðksmogið ríki.
Dofnar nú dýrðarljómi
Davíðs með viku hverri.
Þorsteinn er þeirra sómi
þess vegna talinn verri.
Eimreiðar klíkan kunni
klæki og formann valdi.'
Einræði í margra munni
meinhornið skástan taldi.
Ráðherra virðist ríkur
á ráðstefnum og á fundum.
Fjármagn ríkisins fýkur
farangur týnist stundum.
Konur kunna að plokka
karl sem reynist hálfur.
Trúðar í forustu flokka
fljúga um lönd og álfur.
Framsókn er með og á móti
málum sem deilum valda.
Það er nú leikurinn ljóti
loforðin sjaldan halda.
Hugsjónir eru horfnar
Hermannsson þótt gapi.
Sveitirnar era orðnar
Alþýðuflokknum að skapi.
Ráðlausir rugludallar
ráðhús og perlu byggðu.
Augljósir innri gallar
ágóða mikinn tryggðu.
Ábyrgðarmaður enginn
íhaldið þekkir sína.
Davíð frá garði er genginn
og gengur í pyngjuna þína.
* * *
Misréttið er að margfaldast,
margir í sárastu neyð.
Okrarar ganga að fólki fast
fiámáms- og gjaldþrotaleiö.
Kratar lögðu á skuldimar skatt,
á skólanám, hjúkrunarvist.
Á Viðeyjarskjalinu fara þeir flatt,
frelsi tÚ jöfnunar misst.
Sighvatur karlinn segir margt
að sjálfsögðu meira en nóg.
Umhverfi hans var aldrei bjart,
öreigum legstað bjó.
Þeir sem að sjálfir geta greitt
gjald fyrir sjúkrahús'úst
meðul og læknishjálp verður veitt
og vistaðir manna fyrst.
* * *
Þjóðin valdi sér vanhæfa stjórn
en vildu þó flestir annað.
Strjálbýlið látið færa enn fóm
og fátækir, það hef ég sannað.
Borgaraflokkinn brást að vista
þeir báðu um styrk, ekki ráð.
Hvað er að frétta af kvennalista?
Kommarnir, hafa þeir áttum náð?
Þeir sem misnota veraldlegt vald,
vonandi dregnir til saka.
Verða látnir greiða það gjald
glæstri stöðu og vaidi tapa.
Stjórnmálaflokkanna bresta þá
bönd,
bjóðum fram undir jafnréttis
merki.
Tökum af einurð hönd í hönd
hugsjónir okkar sýnum í verki.
Stefán Valgeirsson