Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Page 40
52 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Menning Afturgöngur Enn einu sinni efnir Frú Emilía til höföinglegrar haustveislu og býður að þessu sinni leiklistarunnend- um að kynnast verkum Henriks Ibsen í formi leiklestr- ar. Undir yfirskriftinni „Haust með Ibsen“ eru flutt þrjú leikrit eftir hann og sem fyrr er einkar vel að undir- búningi og ílutningi staðið. Leiklestur hefur á undanfórnum árum unnið sér fastan sess í leikhúslífi borgarinnar, ekki hvað síst fyrir dugnað aðstandenda Frúarinnar sem hafa með þessum hætti kynnt nokkur höfuðskáld leikbókmennt- anna. Slíkur flutningur leikrits getur í meðfórum góðra listamanna verið alveg kjörin leið til þess að kynna hvort heldur er klassísk eöa ný verk sem ella kæmust ekki fyrir augu eða öllu heldur eyru áhorfenda. Aðsóknin að leiklestrinum í Listasafni íslands í gær sýndi líka að margir kunna vel að meta framtakið. Þau verk Ibsens, sem kynnt eru að þessu sinni eru: Hedda Gabler, Afturgöngur og Brúðuheimilið, og er hvert þeirra flutt tvisvar sinnum, sína helgina hvert. Öll þessi verk teljast til stórvirkja í leikbókmenntum og eru flutt í afbragðsþýðingum þeirra Árna Guðna- sonar, Bjarna Benediktssonar og Sveins Einarssonar. Og frú Emilía lætur ekki þar við sitja, heldur hefur gefið leikritin út í bókaformi, eins og fyrri verkefni leikhússins. Þetta er orðinn dágóður bunki af leikrit- um, sem þannig hafa komið út. Ég átti þess ekki kost að fylgjast með leiklestrinum á Heddu Gabler, sem var á dagskrá fyrir viku, en sá hins vegar seinni flutning Afturgangna í gær. Pétur Einarsson leikstýrði og þeir leikarar sem þátt tóku í lestrinum voru: Margrét Helga Jóhannsdóttir (frú Al- ving), Þorsteinn Gunnarsson (séra Manders), Eyvind- ur Erlendsson (Engstrand smiður), Ingvar Sigurðsson (Osvald) og Bára Lyngdal Magnúsdóttir (Regína). Afturgöngur er „fjölskyldudrama" og fjallar um staðnað, og fordómafullt samfélag í lok síðustu aldar. Frú Alving reynir að losna við drauga fortíðar og um leið að fegra minninguna um spilltan og brokkgengan eiginmann sinn, með því að verja myndarlegri fjárhæð til byggingar munaðarleysingjahælis. En hún kemst að raun um að það er hægara ort en gjört að slá striki yfir hið liðna. Þeir dauðu lifa áfram qg „syndir feðranna koma niður á börnunum". Leiklist Auður Eydal Þátttakendur í leiklestrinum fluttu textann af þjálli fagmennsku og hrifu áheyrendur léttilega með sér á vit þeirra persóna sem Ibsen lætur mæta örlögum sín- um í verkinu. Þorsteinn Gunnarsson náði ótrúlega vel að gegnum- lýsa séra Manders með vel unnum blæbrigðum í fram- sögninni og Eyvindur Erlendsson var makalaus sem smiðurinn Engstrand. Margrét Helga Jóhannsdóttir lagði upp úr innri þunga í hlutverki frú Alving og það var gaman að bera túlkun hennar saman við túlkun norsku leikkonunnar, Juni Dahr, sem lék m.a. brot úr Afturgöngum í dagskrá um konur Ibsens í Norraena húsinu fyrr í haust. Já, „Haust með Ibsen“ ber nafn með rentu og um næstu helgi verður Brúðuheimilið tlutt með sama hætti í húsi Listasafnsins svo að leiklistarunnendur geta strax farið að hlakka til. Frú Emilía: Leiklestur í Listasafni íslands. AFTURGÖNGUR Höfundur: Henrik Ibsen Þýðing: Bjarni Benediktsson Leikstjórn: Pétur Einarsson Andlát Gísli Kristjánsson, skólastjóri á Hvolsvelli, er látinn. Sigurður Haraldsson framreiðslu- maður er látinn. Bergþór Albertsson bifreiðarstjóri, Norðurvangi 31, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði laugar- daginn 23. nóvember. Hans Bjarnason, Tryggvagötu 9, Sel- fossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 22. nóvember. Björg Benediktsdóttir frá Lækjardal andaðist á héraðshælinu Blönduósi miðvikudaginn 20. nóvember. Kjartan Guðnason fulltrúi lést á Reykjalundi 22. nóvember. Þórey Hannesdóttir, Suðurgötu 90, Akranesi, andaðist að morgni 23. nóvember. Lárus G. Jónsson,fyrrverandi skó- kaupmaður, hjúkrunarheimilinu Skjóli, lést laugardaginn 23. nóvemb- er. Hálfdán Örnólfsson, frá Hóli í Bol- ungarvík, lést í Hrafnistu í Hafnar- firöi 23. nóvember. Þórdis Pálsdóttir andaðist í Borgar- spítalanum 22. nóvember. Hulda Þ. Björnær, Dalbraut 27, lést á Vífilsstaðaspítala 22. nóvember. Ásmundur Guðmundsson frá Helga- vatni lést á Hrafnistu föstudaginn 22. nóvember. 3 Jarðarfarir Eggert I. Isdal andaðist 1. nóvember sl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey. í MYRKRI 0G REGNI eykst áhættan verulega! Um það bil þriðja hvert slys í umferðinni verður í myrkri. Mörg þeirra í rigningu og á blautum vegum. ÞURFA AÐ VERA HREINAR. |JUMFERÐAR Fjölnir Hallgrímsson, Seilugranda 8, andaðist á vöggudeild Landspítalans 16. nóvember. Útförin hefur farið fram. Sigurlaug Sigurðardóttir frá Hjalla, Ölfusi, Háteigsvegi 40, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju þriðjudag- inn 26. nóvember kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir kennari, sem lést 15. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 25. nóvemb- er, kl. 13.30. Þorvarður Júlíusson bóndi, Söndum í Miðfirði, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju þriðjudaginn 26. nóvember kl. 14.30. Kveðjuathöfn í Melstaðarkirkju, Miðfirði, kl. 10 sama dag. Haukur Guðmundsson, frá Gerðum í Garði, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 26. nóvember kl. 15. Haraldur Ólafsson sjómaður, Sjafn- argötu 10, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju mið- vikudagirih 27. nóvember kl. 13.30. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fyrirlestrar Fyrirlestur Arkitektafélagsins um byggingarlist Nú í vetur stendur Arkitektafélag íslands að röð fyrirlestra fyrir fagfólk og áhuga- menn á sviði hönnunar og byggingarlist- ar. Með þessu framtaki hyggst félagið efla faglega umræðu um þessi efni hér á landi, en sem kunnugt er ekki boðið upp á nám í byggingarlist og tengdum hönn- unargreinum hér á landi. Haldnir verða átta fyrirlestrar, einn í hverjum mánuði á tímabilinu sept.-maí. Helmingur fyrir- lesaranna verður úr hópi innlendra fag- manna en hinn hlutinn gestir frá öðrum löndum. Þegar hafa verið haldnir tveir fyrirlestrar og var aðsókn framar björt- ustu vonum. í kvöld, 25. nóvember, kynna írsku arkitektarnir Sheila O’Donnel (f. 1953) ög John Tuomey (f.1954) verk sín. Þau stunduðu bæði nám í byggingarlist við University College í Dublin. Fyrirlesturinn verður haldinn í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Fundir Hið íslenska náttúrufræðifé- jag í kvöld, 25. nóvember, kl. 20.30 veröur haldinn næsti fræðslufundur HÍN á þess- um vetri. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvisinda- húsi Háskólans. Á fundinum heldur Árni Björn Stefánsson, augnlæknir og hella- rannsóknamaður, erindi sem hann nefn- ir: Þríhnúkagígur - stærsti hraunhellir í heimi? í erindinu segir Árni frá rann- sóknum sinum og félaga sinna í vor og sumar á gíghelhnum, þessari stórkost* legu náttúrusmíð, sem liggur rétt við bæjardyr Reykvikinga i Þríhnúkum í Bláíjallafólkvangi. Þessir fræðslufundir félagsins eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. ITC-deildin Kvistur Fundur í kvöld kl. 20.00 á Holiday Inn. Vigdís Grímsdóttir les upp. Fundurinn er opinn öllum. Upplýsingar gefur Gróa í síma 74789. TiXkyimingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Bridge og frjáls spilamennska. Safnaðarkvöld í Laugarneskirkju Mánudaginn 25. nóvember verður safn- aðarkvöld í safnaðarheimili Laugames- kirkju kl, 20.30. Gestur kvöldsins verður Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og mun hún fjalla m.a. um handleiðslu Guðs. Einnig verður boðið upp á tórúist. Kafíi- veitingar verða bomar fram og kvöldinu lýkur með helgistund í kirkjunni. Þetta er annað safnaðarkvöldiö í vetur en þau verða að jafnaði einu sinni í mánuði. Safnaðarkvöldið er opiö öhum sem vilja eiga notalegt kvöld í kirkjunni. Símanáma framhaldsskóla- nema Nú hefur Símanáma framhaldsskóla- nema htið dagsins ljós í þriðja sinn. Síma- náman er sameiginleg símaskrá fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og er henni dreift i 9000 eintökum. Alls em að fmna 8500 nöfn framhaldsskólanema í skránni ásamt fjöldanum öllum áf upp- lýsingum sem varða félagslíf í framhalds- skólum. Það er íslenska útgáfufélagið í samvinnu við Félag framhaldsskólanema sem standa að útgáfunni. Einnig máfmna í i skránni mikhvæg símanúmer -fyrir Myndgáta dv framhaldsskólanema sem nýst geta nem- endum á neyðarstundu. Kvenréttindafélag íslands tífnir th fræðslu- og umræöufundar um áhrif EES-samninganna á stöðu og hag íslenskra kvenna. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig lagareglur ESS-dóm- stólsins falh að íslenskri löggjöf og hvern- ig verði skorið úr málum. Einnig hafa heyrst raddir um að atvinnuöryggi sumra láglaunahópa á vinnumarkaðn- um, ekki hvað síst kvenna, sé í hættu. Hver verður staðan varðandi almanna- tryggingar og ýmis önnur félagsleg rétt- indi? Um þessi mál verður úallað á fundi sem haldinn verður 26. nóv. 1991 á Hótel Sögu í Átthagasalnum kl. 20. Fundurinn er öhum opinn. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdehd RKÍ gengst fyrir nám- skeiði í skyndihjálp fyrir almenning sem hefst fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20 og stendur yfir í 3 daga. Kennsludagar verða 28. og 29. nóv, kennt frá kl. 20-23 og 29. nóv. kennt frá kl. 14.30-18.30. Nám- skeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. ÖUum 15 ára og eldri er heimU þátt- taka. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig í síma 688188. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, hjartahnoð, fyrsta hjálp við bruna, blæð- ingum, beinbrotum og mörgu öðru. Einn- ig verður úallað um hvernig má fyrir- byggja slys. Að loknu námskeiðinu fá nemendur skírteini sem m.a. er hægt að fá metiö 1 ýmsum skólum. Tekið skal fram að ReykjavíkurdeUd RKÍ útvegar leiðbeinendur tU að halda námskeiö fyrir þá aðUa sem þess óska i Reykjavik. Frumsýning á Kirsuberjaþjófnum Leiksmiöja Reykjavíkur frumsýnir þriöjudaginn 26. nóvember Kirsuberja- þjófmn í leikstjórn og leikgerð Árna Pét- urs Guöjónssonar og Sylviu von Kospoth. Verkið er saga brostinna vona, drauma sem aldrei rætast. Textar eru fengnir að láni úr Kirsuberjagarðinum eftir Tsjek- hov og Vinnukonunum eftir Jean Genet. Leiksmiðja Reykjavíkur hefur starfað í tvö ár og á að baki tvær sýningar, Sumar- gesti eftir Maxim Gorki og Þjófmn eftir Jean Genet. Þá síðarnefndu sýndi leik- hópurinn á leikhstarhátíð í Danmörku sl. sumar. Sýningar verða á Galdraloft- inu, Hafnarstræti 9. Leikhús FRÚ EMILÍA „Haust með Ibsen“ Leiklestur þekktra leikverka eftir Henrlk Ibsen í Listasafni íslands við Frikirkjuveg. BRÚÐUHEIMILI Laugard. 30. nóv. og sunnud. 1-des. kl. 14. Aðgöngusala hefst kl. 13 i Listasafni íslands báða sýningardaga. FRÚ EMILlA-LEIKHÚS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.