Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Side 19
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 19 Eru okurvextir sanngjarnir? Eins og oft áður kemur fátt eins mikið við fólk og fjármál. Peningar og auðhyggja virðist vera sett ofar öllu um þessar mundir. Innheimtu- aðgerðir hafa sjaldan verið eins harkalegar og nú tíðkast. Gjaldþrot eru daglegir viðburðir og ekki virð- ist skipta nokkru máli í hvemig aðstöðu fólk er sett, fjármagnið hefur verið sett í öndvegi. Þjóðin undraðist fyrir fimm árum þá ósvífni sem „okurlánarinn við Hlemm“ viðhafði í lánsviðskiptum og voru þau viðskipti réttilega nefnd okurlán. í dag verður „okur- lánarinn við Hlemm“ eins og sak- laust barn ef miðað er við það við- skiptasiðferði sem nú viðgengst á hinum opinbera íjármagnsmark- aði. Eins og það var svartast Fyrir nokkrum ánun voru há- KjaHaiinn Magnús Sigurðsson múrarameistari Djúpavogi „Ef bankar tapa á glæfralegum útlán- um þykir sjálfsagt að hækka vexti og láta þá borga tapið sem vilja standa í skilum.“ markslán frá Húsnæðisstofnun Ríkisins 4,2 millj. Þá þótti svívirði- legt ef þeir sem höfðu lánsloforð upp á 4,2 millj. en ætluðu ekki að nýta það til húsbyggingar seldu lánsloforðið fyrir 500 þús. Á þess- um árum var biðröðin eftir hús- næðisláni komin upp í tvö ár. Þá voru vextir af lánum Húsnæðis- stpfnunar 3,5%. í núverandi húsnæðisláncikerfi eru vextirnir 6% og þeir sem fá 4 milljónir að láni í húsbréfum verða að gera sér að góðu að fá fyrir þau 3 milljónir í peningum, 24% affóll eru orðin staðreynd. En það verður samt sem áður að borga til baka 4 milljónir með 6% vöxtiun og verð- bótum í beinhörðum peningum. Og nú er spurt: Getur það gengið að það opinbera gangist fyrir slíku og þvílíku viðskiptasiðleysi? Það er eins og það sem var svart- ast á gráa markaðnum sé það sjálf- sagðasta hjá bönkum og opinber- um stofnunum í dag og yfirleitt er gengið skrefi lengra en það sem áður þekktist ósvífnast. Nú vantar ekkert nema að viðurkenndar lánastofnanir taki afbrota- og of- beldismenn í sína þjónustu til-að beija skuldir út úr peningalausu fólki, þá er aUt komið sem áður þekktist á gráa markaðnum sem varla er til lengur nema ef vera skyldi hjá bönkum og öðrum opin- berum aðilum. Ekki vantar útskýringamar hjá félagsmálaráðherra og öðrum fyr- irsvarsmönnum húsbréfakerfisins. Afioll allt að 24% eru fullkomlega eðlileg, það voru nefnilega gefm út greiðsluerfiðleikahúsbréf og þetta hlýtur að jafna sig eftir áramót þegar greiðsluerfiðleikunum er væntanlega lokiö, fyrst það gerði þaö ekki núna í haust eins og til stóð. Einnig er það hin háa, og „sjálfsagða“ ávöxtunarkrafa sem gerir þessi afíoll auðskýranleg í augum ráðamanna. Raunvextir eru sanngirnis- mál... En hverjir eru það sem fara fram á þessa háu ávöxtun á fjármagni? Tæplega eru það þeir sem fá pen- ingana að láni. Getur verið að fólk af þeirri kynslóð, sem var að koma undir sig fótunum á verðbólguár- unum þegar sparifé þeirra eldri var brennt á verðbólgubálinu, fari fram á háa raunávöxtun á sínum fjármunum? Það fólk er líklega í áhrifastöðum í dag. Raunvextir eru sanngirnismál en vaxtaokur, sem kemur fjölskyldum og fyrirtækjum á vonarvöl, er aftur á móti allt annað en sanngjamt. Raunvexti, sem eru 6% og allt þar yfir, er tæplega hægt að kalla ann- að en okur. Ef bankar tapa á glæfralegum útlánum þykir sjálfsagt að hækka vexti og láta þá borga tapið sem vilja standa í skilum. Það skiptir ekki máli á hvaða forsendum og á hvaða vöxtum lánin eru tekin, vextirnir eru hækkaðir ef þurfa þykir. Það kemur ekki lánastofn- unum við þó að þær kippi grund- vellinum undan þeim sem skulda með vaxtahækkuninni. Veiðileyfagjald „sanngirnismál“? Er það furða að þeir sem búnir eru að sópa til sín fjármunum með vaxtaokri síðasta áratuginn tali hæst um veiðileyfagjald? Þeir eru líklega að verða einir um að geta borgað slíkt gjald. Veiðileyfagjald hlýtur að vera auðséð „sanngimis- mál“, eða hvað? Ekki þarf að koma á óvart þótt hugmyndir um ECU- tengingu sem allsherjarlausn komi úr sömu átt. Með ECU-tengingu verður erfið- ara að færa þá fjármuni sem merg- sognir hafa verið frá atvinnuveg- unum og öðmm skuldurum með ósanngjörnu vaxtaokri til þeirra aftur sem þó öfluðu fjármunanna. Nú, þegar kjarasamningar fara í hönd, mætti ætla að beinast lægi við að atvinnurekendur og laun- þegar settust saman við samninga- borðiö gegnt fjármagnseigendum og ríkisstjóminni ef til sameigin- legra hagsmuna er litið. Ekki er samt að heyra að svo verði, alla Skrifað undir samninga. „Hvaða hagsmuna eiga þessir menn að gæta?“ spyr greinarhöfundur. vega ekki á tali verkalýðsleiðtog- anna og umbjóðenda atvinnurek- enda, enda spyr maður oft; hvaða hagsmuna eiga þessir menn að gæta? Vaxtastefnan er að sliga atvinnu- vegina jafnt sem launþega í land- inu. Það er akkúrat þar sem hund- urinn liggur grafinn. Magnús Sigurðsson SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA Frá því haustið 1986 hafa þúsundir einstaklinga ávaxtað sparifé sitt með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. Með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfcisjóðnum hf. nýta einstaklingar þá leið til skattalækkunfu- sem fylgt getur kaupum hlutabréfa. Á árinu 1991 verður frádráttur vegna hlutabréfakaupa allt að kr. 94.000 hjá einstaklingi en allt að kr. 188.000 hjá hjónum. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú á þriðja þúsund og verðmæti hreinnar eignar félagsins er 645 milljónir króna. Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur áhættudreifingu að leiðarljósi. Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Verðmæti hlutabréfaeignar er nú 480 milljónir og skiptist þannig á einstök félög: Eimskip 86,0 mkr. Olís 10,8 mkr Faxamarkaður 4,1 - Olíufélagið 24,5 - Flugleiðir 90,3 - SH verktakar 7,0 - Grandi 56,3 - Sjóvá/Almennar 7,4 - Hampiðjan 25,8 - Skagstrendingur 19,8 - Haraldur Böðvarsson 13,3 - Skeljungur 48,2 - íslandsbanki 2,1 - Sæplast 8,7 - Ehf. Alþýðubankans 5,0 - T ollvörugeymslan 14,1 - Ehf. Iðnaðarbankans 14,3 - ÚA 13,4 - Ehf. Verslunarbankans 10,9 - Þormóður rammi 17,6 - Hlutabréfasjóðurinn hf. er fyrsti hlutabréfasjóðurinn sem stofnaður var hér á landi. Hann er stærsti hlutabréfasjóður landsins. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru seld hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum. ÁHÆTTUDREIFING Á EINUM STAÐ HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Skólavörðustíg 12 - Sími: 21677 - 101 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.