Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 39 Fréttir Grunnskólamir á noröanverðu Snæfellsnesi: Samstarfs- dagur í stað íþróttakeppni Kristján Sigurössan, DV, Stylddshólnii: Grunnskólarnir hér á norðanverðu Snæfellsnesinu, það er í Stykkis- hólmi, Ólafsvík, Grundarfirði og á Helhssandi, hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að í stað hinnar árlegu íþróttakeppni, sem fram fór áður á milli skólanna, eru komnir svokall- aðir samstarfsdagar. Þeir felast í því að tveir árgangar nemenda úr öllum skólunum hittast, 9. og 10. bekkur í nóvember, 7. og 8. bekkur í febrúar og 5. og 6. bekkur í apríl. í stað harðrar íþróttakeppni er öll- um nemendunum skipt í hópa og dagurinn fer í að leysa ýmsar þraut- ir. í hveijum hóp eru nemendur frá öllum stöðunum. í nóvember hittust nemendur í 9. og 10. bekk og dagurinn fór þannig fram að byrjað var á að fara í ratleik um bæinn og þurfti þar að leysa ýmsar þrautir í leiðinni. Áfram var síðan haldið í þrautunum eftir há- degi en nú voru þær bæði úti og inni, Keflavík: Ægir Már Karasan, DV, Suðumesjum: Bæjarráði Keflavikur bárust tvö leigutilboð í veitingahúsið Vestur- braut 17 í Keflavík. Þau-voru frá Sverri Þ. Halldórssyni og Annel B. Þorsteinssyni, sem buðu 354.800 krónur á mánuði að frádregnum tveimur fyrstu mánuðum leigu- tímans sem færu í að endurbæta húsnæðið, og frá Matarlyst hf. Þeirra tiiboð var 100 þúsund krónur á mán- uði og jafnframt mun tilboðsgjafi sjá um endurbætur innandyra á hús- næðinu. Bæjarráð samþykkti að taka tilboði þeirrá Sverris og Annels. Einnig samþykkti bæjarráð afhot af húsinu tvö kvöld í viku samkvæmt sam- komulagi með svipuðu sniði og verið hefur. Nýju leigjendumir taka við húsinu í byijun janúar 1992. SjáKsali í ,jólaskapi“ Bensínsjálfsah hjá Olís við Hamra- borg í Kópavogi tók upp á því eftir lokun kvöld eitt rétt fyrir jólin að dæla bensíni án þess að peningar væru settir í hann. Ökumenn gátu því afgreitt sjálfa sig án þess að greiða fyrir „sopann". Höfðu vegfar- endur á orði að sjálfsalinn væri í jóla- skapi. -ÓTT Bros - útvarp á Suðumesjum Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Útvarp Bros hefur hafið útsending- ar á Suðumesjum og verða útsend- ingar allan sólarhringinn. „Við höfum alltaf sent út í viku í senn á þessum árstíma. Núna mun- um við senda út til áramóta. Suður- nesjamenn hafa sýnt mikinn áhuga á þessari stöð og ætti fólk að stilla á FM 96,5,“ sagði Kristján Jóhannsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Bros, í samtali við DV. svo sem reiðhjólaþrautir, boltaþraut- ir, stærðfræðiþrautir, myndmennta- þrautir og íslenskuþrautir. Þegar þessu var lokið fóm krakk- arnir í hópa sem þau höfðu vahð sjálf þar sem meðal annars var boðið upp á myndmennt, skák, félagsvist, körfuknattieik, mínígolf og svo fram- vegis. Að loknum kvöldmat var síðan dansað í félagsmiðstöðinni X-inu hér í Hólminum fram eftir kvöldi. Dagurinn tókst gríðarlega vel og allir voru mjög ánægðir, bæði krakk- amir og kennaramir sem sáu um skipulagningu dagsins og em krakk- amir þegar famir að hlakka til næsta samstarfsdags. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS (1.FL.B.1985 Hinn 10. janúar 1992 er fjórtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 14 verðurfrá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini 10.000,-kr. 100.000,-kr. " = kr. 524,00 = kr. 1.048,00 = kr.10.484,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1991 til 10. janúar 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3196 hinn 1. janúar 1992. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 14 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1992. Reykjavík, 31. désember 1991. SEÐLABANKI ISLANDS * Gleðilegt nýtt ár Þökkum það sem er að líða TRVGGMGAMIBS10DIN P

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.