Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Fréttir____________________________________________________________________________dv Kj arasamningaviðræður hefjast að likindum fyrir alvöru í næstu viku: Föst krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun - er það sem aðilar vinnumarkaðarins ræða nú um Talið er víst að alvöru kjarasamningaviðræður hefjist í næstu viku. Menn eru sammála um að náist ekki kjarasamn- ingar á tveimur til þremur vikum muni mikil harka hlaupa í samningana og að þeir geti dregist fram á sumar eða jafnvel til haustsins. Á yfirborðinu virðist sem ekkert sé að gerast í viðræðum verkalýðs- hreyfingarinnar og vinnuveitenda. Það er gömul reynsla af því að þegar hvað minnst virðist um að vera í kjarasamningum, eftir að þeir eru á annað borð hafnir, er unnið á fullu bak við tjöldin. Þannig er það líka nú. Útkoman er sú að tahð er víst að alvöru kjarasamningar hefjist í næstu viku. Beðið eftir efna- hagsaðgerðum Verkalýðshreyfingin setti það sem skilyrði í haust að gengið yrði frá sérkjarasamningum áður en aðal- kjarasamningur yrði gerður. At- vinnurekendur hafa neitað að gera nýja sérkjarasamninga, það gerðu þeir í samningaviðræðum fyrir jól. Nú mun hafa orðið að samkomulagi að báðir aðilar gefi eftir í þessum efnum og aö sérkjarasamningar og aðalkjarasamningar verði ræddir samhiiða. Aðilar vinnumarkaðarins benda á að það sé óraunhæft og raunar von- laust að hefja aðalkjarasamningavið- ræður fyrr en ljóst er hveming efna- hagstillögurnar hta út endanlega. Nú er útht fyrir að efnahagstihögurnar verði afgreiddar frá Alþingi í næstu viku og að þá fari kjarasamningavið- ræðumar í gang fyrir aivöru. Kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar Þeir aðilar vinnumarkaðarins sem DV hefur rætt við segja að ef einhver árangur á að nást í komandi viðræð- um verði báðir aðilar að gefa eftir frá því sem verið hefur síðustu vikum- ar. Verkalýðshreyfingin að gefa eftir varðandi sérkröfur og vinnuveitend- ur að taka einhveijar af kröfunum til greina. Samhhða sérkjaraviðræöunum fari aðalkjarasamningar í gang. Þar verður verkalýðshreyfmgin uppi með nokkrar forgangskröfur. Þar ber hæst kröfuna um að lægstu laun hækki. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að und- an því yrði ekki vikist að hækka laun á bilinu 50 til 70 þúsund krónur á mánuði. Menn telja að ófært sé að hækka þau um einhverja prósentu- tölu sem síðan gangi upp alla launa- stiga í þjóðfélaginu. Því er nú rætt um að laun hækki um einhverjafasta krónutölu, líkt og gert var í desemb- er 1986. Þessi krónutalaf komi síðan ofan á aðra og hærri launataxta þeirra félaga sem eru með lausa samninga. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að það sé ekkert slag- orð hjá vinnuveitendum að um kaup- hækkanir verði ekki að ræða. Þar skipti ekki máh hvort menn séu að tala um fasta krónutöluhækkun eða prósentuhækkun. Staðan í þjóðfélag- inu sé einfaldlega þannig að ekkert svigrúm sé til launahækkana. Þáttur ríkisstjórnarinnar Varðandi sérkröfur segja verka- lýðsforingjar aö ekki verði komist hjá að tryggja betur en nú er atvinnu- öryggi fiskvinnslufólks. Þá er einnig ljóst að gerð veröur krafa um að rík- isstjómin komi inn í kjarasamninga- viðræðumar. Verkalýðshreyfingin mun gera flórar meginkröfur á hendur ríkis- stjórninni. í fyrsta lagi að hún sjái til þess að nafnvextir verði lækkaðir í 10 til 11 prósent og raunvextir í 6 til 7 prósent. I öðru lagi að skattleysismörkin verði hækkuð. í þriðja lagi að fyrirhuguð skerðing á elh- og örorkuiífeyri, sem boðuð er, verði milduð frá því sem fyrirhugað er. Og í fjórða lagi að ríkisstjórnin beiti Fréttaljós: Sigurdór Sigurdórsson sér fyrir því að staða fiskvinnslunnar verði bætt frá því sem nú er. Víst má telja að þaö verði þungt fyrir fæti hjá aðilum vinnumarkað- arins að fá ríkisstjómina til aö koma inn í kjarasamningana að þessu sinni eins og ríkisstjómir hafa oft gert á undanfórnum árum. Miðað við þann samdrátt og niöurskurð sem hún beitir sér fyrir um þessar mundir telur hún sig án efa ekki ailögufæra í kjarasamningum. Ótti um gengisfellingu Guðmundur J. Guðmundsson segir að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu þrýsti á um að gengið verði fellt. Talað sé um að raungengi krónunnar sé of hátt. Hann segir marga óttast að nýir kjarasamningar verði notaðir til að réttlæta 4 til 5 prósent gengisfelhngu. Þórarinn V. Þórarinsson segir að þeir séu margir í þjóöfélaginu sem telji þá VSÍ-menn galna að tala um að gengið verði óbreytt á meðan þjóð- artekjurnar falli um 6 prósent. „Við emm nú samt þeirrar skoðun- ar að það sé hægt og ætlum okkur að veija gengið. Við teljum það bestu lausnina, bæöi fyrir fyrirtæki og al- menning. Við erum tilbúnir til að gera kjarasamninga á þeim nótum að veija gengið. En það verður ekki gert ef um launahækkanir verður að ræða. Gömlu viðhorfin eru þau að þegar þjóðartekjur dragast saman beri að feha gengið.og færa fé til út- flutningsgreinanna. Við erum þeirr- ar skoðunar að þetta sé úrelt og að lausnin sé að hafa verðbólgu hér lægri en í viðskiptaiöndum okkar og leysa vandann á þann veg. Gengis- felling myndi kohvarpa öllum mögu- leikum á að halda kostnaði í þjóðfé- laginu niðri. Hins vegar er ljóst að kostnaðarhækkanir innanlands vegna launahækkana myndu koh- varpa möguleikum þess að halda öðrum þáttum niðri. Stöðugt gengi er mikilvægt markmið en það getur aldrei staðið sem eina markmiðið," segir Þórarinn V. Þórarinsson. Löng samningalota framundan Það er alveg ljóst að ströng samn- ingalota er framundan hjá aðilum vinnumarkaðarins. Guðmundur J. Guðmundsson segir að hann vonist til að kjarasamningar liggi fyrir í fe- brúar. „Takist það ekki geta samningar dregist fram á vor og jafnvel allt til næsta hausts. Þá mun líka færast harka í málin,“ sagði Guðmundur í samtali við DV. Hann sagði líka að ef fullur vilji væri fyrir hendi th að ná kjarasamn- ingum væri það hægt fyrir lok febrú- ar, jafnvel þótt samningsstaðan sé þröng og erfið um þessar mundir. Þórarinn V. Þórarinsson tekur undir þetta og segir að ef kjarasamn- ingar takast ekki á tveimur th þrem- ur vikum eftir að þær hefjast fyrir alvöru, geti þær dregist von úr viti, jafnvel allt fram á næsta haust. Verkfallsheimildir Verkamannasamband íslands hef- ur skorað á aðildarfélög sín að afla sér verkfallsheimilda fyrir næstu mánaðamót. Þess vegna er eðlilegt að spurt sé hvort allsheijarverkfall sé inni í myndinni. Mjög ótrúlegt er að svo sé. Atvinnuástandið um aht land er þannig að engin von er th þess að almenningur samþykki að fara í langt verkfall. Aftur á móti munu aðhdarfélög Verkamannasambandsins vera aö huga að skyndiverkfóllum, líkt og Dagsbrún gerði í desember, ef harka færist í samningaviðræðurnar. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, vildi ekk- ert um það segja hvemig aðgerðum yrði hagað, þegar hann var spurður hvers vegna Verkamannasambandið hefði óskað eftir að félögin öfluðu sér verkfallsheimhdar. „Ég vil aðeins segja að það er full alvara á bakvið þá ósk okkar að fé- lögin afli sér verkfallsheimhdar." -S.dór Bergur Hallgrímsson sfldarsaltandi: Ríkisstjórnin á að tryggja okkur markaðinn „Það er ekkert mál að salta í þess- ar 100 þúsund tunnur fyrir Rúss- landsmarkað ef það kemur grænt ljós á að það megi fara að salta. Ég treysti mér vel til að salta 20 þusund tunnur á mánuði," ségir Bergur Hah- grímsson, framkvæmdastjóri Pólar- shdar hf. á Fáskrúðsfirði. „Hins vegar þori ég ekkert um það að segja hvort Rússar em borgunar- menn fyrir þessari shd. En öh okkar viðskipti við Rússa hafa veriö á þann veg að þeir skulda okkur ekki neitt. Á meðan ríkisstjómin er með aht landbúnaðarkerfið í botnlausri vit- leysu þá fmnst mér að það ætti að vera htið mál fyrir þá að tryggja okk- ur Rússlandsmarkað. Þar er kannski verið að tryggja okkur markað fyrir síldarafurðir næstu hundrað árin. En landbúnaðarkerfið er á fahanda fæti og getur aldrei annað en hrunið eins og það er rekið í dag.“ „Það má ekki dragast öhu lengur aö taka af skarið með hvort af samn- ingnum við Rússa verður ef það á að nást að salta umsamið magn af shd. Ég skal hins vegar ekkert um það segja hvort það tekst að salta upp í ahan samninginn en það er alltaf möguleiki," segir Hermann Hansson, kaupsfélagsstjóri Kaupfélags Aust- ur-Skaftfehinga. „Við erum að tala um vömskipti í þessu tilfelli. Það þarf að tryggja þeim lán sem þeir borga svo aftur með vörum sem við kaupum af þeim. Ef við treystum þvi að þeir geti af- greitt vörur th okkar eins og við ætl- um að afgreiða vörur til þeirra, þá er ég ekki sannfærður um að þetta sé mikil áhætta. Shk viðskipti hafa tíðkast í langan tíma við þjóðir sem hafa átt í efnahagslegum erfiðleikum eins og til dæmis Pólveija." „Ég tel ákaflega hæpið að það náist að salta upp í samninginn. Ég held að loðnubátamir séu búnir að veiða það mikið af síld sem hefur farið í bræðslu að það geti reynst erfitt að standa við umsamið magn. Ég held að þetta sé borin von. Mitt mat er að við ættum að salta í svona 50 þús- und tunnur á þessari vertíð og sofa svo á afganginum þangað th í haust," segir Unnar Björgólfsson hjá Frið- þjófi hf. á Eskifirði. „Þó kerfið sé hrunið þarna í Sovét þá er þaö enn sama fólkið sem býr þar. Það eru ýmsar vörur sem við þurfum frá Rússum, svo sem olia, varahlutir og fleira, svo ég held að áhættan af þessum viðskiptum sé ekki mikh fyrir okkur.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.