Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Fólkífréttum Guðmundur Benediktsson Guðmundur Benediktsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri forsætisráðuneyt- isins og ríkisráðsritari, til heimiiis að Reynisstað við Skildinganes, lét af störfum um áramót. Þá var hann á nýársdag sæmdur stjömu stór- riddara fálkaorðunnar fyrir störf í þágu hins opinbera. Starfsferill Guðmundur fæddist á Húsavík 13.8.1924. Hannlauk stúdentsprófi frá MA1945, embættisprófi í lögum frá HÍ1951 og er héraðsdómslög- maðurfrál952. Guðmundur var fulltrúi á mála- flutningsskrifstofu Eggerts Claess- en og Gústafs A. Sveinssonar 1951-58, framkvæmdastjóri Meist- arasambands byggingamanna 1959 pg 1960, fulltrúi hjá Verslunarráði íslands 1961, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ársbyijun 1962, deildarstjóri í forsætisráðu- neytinu 1964 og ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og ríkisráös- ritarifrál970. Guðmundur var formaður Stúd- entafélags HÍ1948-49, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1954-55, endurskoðandi Verslunar- sparisjóðsins frá stofnun 1956-60 og Verslunarbanka íslands 1960-62, sat í nefnd til að annast undirbúning vígslu Skálholtskirkju 1963, átti sæti í Nordiska organisationskommittén frá stofnun 1967 og þar til hún lauk störfum, sat í Nordiska Minist- errádets stallfóretráderkommitté frá stofnun 1971-85, ritari stjórnar- skrámefndar 1972-78 og nýrrar stjómarskrámefndar frá 1978. Hann situr í stjómamefnd Lista- safns Einars Jónssonar, sat í nefnd til að endurskoða reglur varðandi íslenska fánann og nefnd til að gera tillögur um ráðstöfun skrifstofu- húsa og gestahúsa ríkisstjómarinn- ar. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 16.8.1950 Kristínu Önnu Eggertsdóttur Claes- sen, f. 1.10.1926, húsmóður og hjúkr- unarritara. Hún er dóttir Jean Eg- gerts Claessen hrl., bankastjóra, framkvæmdastjóra VSÍ og stjómar- formanns Eimskipcifélagsins, og konu hans, Soffiu Jónsdóttur Claes- sen, hússtjómarkennara og hús- móður. Böm Guðmundar og Kristínar eru Ragnheiður Margrét Guðmunds- dóttir, f. 17.10.1953, BA í íslenskum fræðum, kennari og húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Ragnari Ragn- arssyni, tannlækni og lektor, og eiga þau tvær dætur; Soffia Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 21.3.1955, skrif- stofumaður og húsmóðir í Reykja- vík, gift Þorsteini Einarssyni, lög- fræðingi og starfsmannastjóra hjá Kópavogshæ, og eiga þau fjögur böm; Solveig Lára Guðmundsdóttir, f. 13.11.1956, sóknarprestur á Sel- tjarnamesi, gift Hermanni Svein- bjömssyni, líffræðingi og doktor í hagfræði, og eiga þau þrjú börn; Eggert Benedikt Guðmundsson, f. 30.11.1963, rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík, og á hann einn son en sambýhskona Eggerts Benedikts er Jónína LýðSdóttir hjúkrunarfræði- nemi. Systkini Guðmundar: Ragnheiöur Hrefna, f. 10.11.1907, d. 26.11.1941, kennari; Sólveig Kristbjörg, f. 24.12. 1912, fyrrv. forstöðukona Kvenna- skólans á Blönduósi; Ásbjörn, f. 28.7. 1914, d. 6.1.1935; Jóhann Gunnar, f. 9.1.1916, tannlæknir á Akureyri; Ólafur, f. 31.7.1917, fyrrv. forstjóri á Akureyri; Sigurður, f. 15.10.1919, nú látinn, forstjóri Osta- og smjör- sölunnar. Foreldrar Guðmundar: Benedikt Bjömsson, f. 8.2.1879, d. 28.7.1941, skólastjóri á Húsavík, og kona hans, MargrétÁsmundsdóttir, f. 15.3.1881, d. 3.10.1969, húsmóðir. Ætt Benedikt var sonur Bjöms, b. á Bangastöðum í Kelduhverfi, bróður Sveins Víkings, föður Benedikts al- þingisforseta, föður Péturs alþingis- manns og Bjama forsætisráðherra, föður Bjöms alþingismanns. Björn var sonur Magnúsar, b. á Víkinga- vatni, bróður Guðmundar, afa Jóns Trausta. Magnús var sonur Gott- skálks, b. á Fjöllum og ættföður Gottskálksættarinnar, Pálssonar. Móðir Björns var Ólöf, systir Þórar- ins á Víkingavatni, afa Björns Kristjánssonar kaupfélagsstjóra og Þórarins Björnssonar skólameist- ara. Ólöf var dóttir Björns, b. á Vík- ingavatni, bróður Þórarins, afa Jóns Sveinssonar (Nonna) og langafa Áma Óla, sagnfræðings og blaða- manns. Björn var sonur Þórarins, b. á Víkingavatni, Pálssonar, bróður Guöbrands, langafa Helgu, ömmu Thors Vilhjálmssonar. Móöir Benedikts skólastjóra var Solveig Sigurðardóttir, b. á Krauna- stöðum, Jónssonar. Guðmundur Benediktsson. Systir Margrétar var Bjarnína, móðir Árna Björnssonar tónskálds. Margrét var dóttir Ásmundar Jóns- sonar, b. á Auðbjargarstööum í Kelduhverfi, bróður Sigurðar í Sigluvík, langafa Geirs Haarde þingflokksformanns. Móðir Ás- mundar var Ása Jónsdóttir, b. í Ytri-Tungu á Tjörnesi, Semingsson- ar, bróður Marsibilar, móður Bólu- Hjálmars. Móðir Margrétar var Kristbjörg Arngrímsdóttir, b. í Fellsseli í Kinn, Bjarnasonar, bróður Kristínar, móður Magnúsar Kristjánssonar ráðherra. Arngrímur var einnig bróðir Margrétar, móður Tómasar Johnsen, ráðherra í Kanada, og bróðir Einars, langafa Valtýs Pét- urssonar listmálara. Afmæli Erlendur Guðlaugur Eysteinsson Erlendur Guðlaugur Eysteinsson, bóndi að Stóm-Giljá í Torfulækjar- hreppi, A-Húnavatnssýslu, er sex- tugurídag. Starfsferill Erlendur fæddist að Beinakeldu í Torfulækjarhreppi. Hann gekk í bamaskóla fióra vetur og var einn vetur í yngri deild Hólaskóla. Erlendur vann á búi foreldra sinna á Beinakeldu, var vinnumað- ur hjá föðurbræðmm sínum, Sig- urði og Jóhannesi á Stóru-Giljá, 1955-57 en flutti þá aftur að Beina- keldu þar sem hann hóf búskap á hálfri jörðinni. Erlendur og Helga, kona hans, bjuggu þar til 1972 er þau keyptu jörðina Stóru-Giljá en þar hafa þau búið síðan. Erlendur er oddviti Torfulækjar- hrepps, situr í sóknarnefnd Þing- eyrasóknar og stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár. Hann hefur verið Li- onsmaður frá 1980 og gegnt starfi svæðis- og umdæmisstjóra en er nú fi ölumdæmisstj óri. Fjölskylda Eriendur kvæntist 1.8.1958 Helgu Búadóttur, f. 16.5.1938, húsmóður og kennara við Húnavallaskóla. Foreldrar hennar: Búi Guðmunds- son, bóndi á Myrkárbakka í Hörg- árdal í Eyjaíjarðarsýslu, og Árdís Ármannsdóttir. Börn Erlends og Helgu: Árdís Guðríður, f. 23.3.1958, skrifstofu- maður í Reykjavík, hún á þrjár dætur; Ástríður, f. 26.10.1959, bóndi í Hvammi í Vatnsdal í A-Hún., maki Hólmgeir Pálsson bóndi, þau eiga eitt bam en Ástríður átti tvö börn áður; Eysteinn Búi, f. 23.6.1962, sjó- maður á Þingeyri, hann á þrjú börn; Sigurður, f. 6.1.1966, bóndi Stóru- Giljá, maki Þóra Sverrisdóttir, þau eigaeinadóttur. Systir Erlends er Ingibjörg, f. 18.7. 1927, b. og saumakona að Beina- keldu, maki Jóhann Eiríkur Jóns- son fijótæknir, þau eiga þrjá syni. Foreldrar Erlends voru Eystéinn Erlendsson bóndi og Guðríður Guð- laugsdóttir húsmóðir en þau bj uggu að Beinakeldu í Torfulækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu. Ágúst Einarsson Agúst Einarsson prófessor, Barða- strönd29, Seltjamamesi, verður fertugurámorgun. Starfsferill Ágúst fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1970, prófi í hagfræði frá háskólanum í Hámborg 1975, stund- aði framhaldsnám í Hamborg og Kiel og lauk doktorsprófi í hagfræði frá Hamborgarháskóla 1978. Ágúst var framkvæmdastj óri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hf. og tengdra fyrirtækja 1977-89. Hann var skipaður prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ í árs- byijunl990. Ágúst var alþingismaður Suður- lands fyrir Alþýðuflokkinn 1978-79 og 1980, í flokksstjóm ogfram- kvæmdastjóm Alþýðufiokksins 1978-32. Ágúst hefur verið í stjórn Síldar- og fiskiinjölsverksmiðjunnar hf. frá 1977 sem heitir nú Faxamjöl hf. Hann hefur verið stjómarformaður Faxamarkaðarins í Reykjavík frá 1987 og í stjóm Granda hf. frá 1990. Fjölskylda Ágúst kvæntist 11.1.1972 Kol- brúnu Sigurbjörgu Ingólfsdóttur, f. 10.31943, meinatækni. Foreldrar hennar em Ingólfur Ólafsson, versl- unarmaður í Reykjavík, og kona hans, Hulda Guðlaugsdóttir. Böm Ágústs og Kolbrúnar em | Einar, f. 11.11.1972; Ingólfur, f. 16.3. I 1974; Ágúst Ólafur, f. 10.3.1977. Systkini Ágústs em Guðríður hjúkrunarfræðingur, gift Guðfinni Sigurfinnssyni lækni; Elísabet meinatæknir, gift Þorsteini Helga- syni prófessor; Sigurður, lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja, kvæntur Guðbjörgu Matthíasdóttur kennara; Svava kennari, gift Jóni Skaptasyni, kennara og þýðanda; Ólöf lífefnafræðingur; Helga meina- tæknir, giftDavíö Egilsonjarðverk- fræðingi; Sólveigmálvísindamaður, gift Haraldi Hrafnssyni húsasmíða- meistara; Auður íslenskufræðing- ur, sambýhsmaður Árni Erlingsson verslunarmaður; EUn nemi, gift Þóri Hrafnssyni félagsvísinda- manni. Foreldrar Ágústs vom Einar Sig- urðsson, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Svava Ágústsdóttir. Ætt Einar var sonur Sigurðar, for- manns á Heiði í Vestmannaeyjum, Sigurfinnssonar, b. í Ystabæli undir EyjafjöUum, Runólfssonar, skálds á Skaganesi í Mýrdal, Sigurðssonar, prests á ÓlafsvöUum, bróður Sæ- mundar, föður Tómasar Fjölnis- manns. Sigurður var sonur Ög- mundar, prests á Krossi, Högnason- ar prestaföður Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Einars var Guðríður Jónsdóttir, b. í Káragerði í Landeyjum, Einars- sonar, b. í Káragerði, Jónssonar. Móðir Einars var Guðrún, systir Sveins, langafa Ólafs, föður Georgs verðlagsstjóra. Guðrún var dóttir ísleifs, b. í Ytri-Skógum, Jónssonar, Ágúst Einarsson. lögréttumanns í Selkoti, ísleifsson- ar, ættföður Selkotsættarinnar. Svava er dóttir Ágústs, verka- manns í Reykjavík, Guðmundsson- ar, fuUtrúa bæjarfógeta og kaup- manns í Reykjavik, Guðmundsson- ar, b. að Gröf í Ytri-Hrepp, Guð- mundssonar, b. í Efstadal, Guð- mundssonar „prestlausa“, prests í Reykjadal, Guðmundssonar, afa Jóns Guðmundssonar ritstjóra. Móðir Ágústs var Ástríður Sigurð- ardóttir, vaktara í Rvík, Sigurðsson- ar og konu hans, Kristínar Guð- mundsdóttur, b. á Kalastöðum, Teitssonar, vefara í Reykjavík, Sveinssonar, langafa Þorvalds, afa Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Móðir Kristínar var Ástríður Ólafs- dóttir, systir Þorvarðar, langafa Sig- ríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Ágúst tekur á móti gestum á af- mæUsdaginn í félagsheimiUnu á Seltjamarnesi klukkan 17.00-19.00. Sigurrós Jónsdóttir, Meðalholti 2, Reykjavík. Grimur Gíslason, Garðabyggð 8, Blönduósi. Hanneraöheiman. Sigurbjörn Sigurbjartsson, Dalhúsum 97, Reykjavík. Stein Ingólf Henriksen, Dverghamri 39, Vestmannaeyjum. Garðar Pálsson, Hríseyjargötu 5, AkureyrL EUn María Hansdóttir, Norðurvegi 17, Hrísey. SigurðurBjörgvinsson, Stóru-Borg, A-EyjaíjaUahreppi. Grétar Sigurður Arnason, Bláhömrum 2, Reykjavík. Dagrún Jónsdóttir, Strönd 1, Vafiahreppi. Guðmundur Hjartarson, Garðaflöt5, Garðabæ. Ármann Þorgrímsson, Grænumýri 20, Akureyri. Tryggvi Bjarnason, Lambastöðum, Hraungerðis- Jón Kristinssön, Fífuhvammi 15, Kópavogi. Guðmundur Ámundasön, Akurgeröi 16, Reykjavík. Jón Vignir Sigurmundsson, Gyðufelli 4, Reykjavík. Antonía Sveinsdóttir, Skólagarði 4, Húsavík. HjörturKristjánsson, Greniteigi 41, Keflavík. Iðunn Baldursdóttir, Skarðshlíö 15f, Alíureyri. Helgi Hjálmarsson, Búhamri 60, Vestmannaeyjum. Elías Rúnar Sveinsson, Þórufelii 16, Reykjavík. Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Bergvík, KjalarneshreppL Hrafnakletti 2, Borgarnesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.