Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 5 Fréttir Framkvæmdastjóri Verslunarráðs vill kanna niðurfærsluleið - telur heildarsamnlnga dragast til hausts „EkM er ólíklegt aö þróunin á vinnumarkaönum á árinu verði sú aö heildarsamningar frestist að minnsta kosti fram á haust,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands, í „minnisblaði um efnahagsmál", sem hann hefur tekið saman. Vilhjálmur segir að af einstökum hópum launþega megi helst búast við því að kennarar taki sig til og fari í verkfall rétt fyrir þann ’tíma sem próf eigi að heíjast í vor. Aðstæður séu þannig að hæpið sé að nokkrir raunhæfir kjarasamningar fengjust samþykktir á fundum í verkalýðsfé- lögunum. Erfitt sé að ímynda sér að félagsmenn fjölmenni á fundi til að samþykkja samninga um engar al- mennar launahækkanir. Þá hljóti frá sjónarhóli verkalýðsfélaganna að vera eins gott að reyna að geyma heOdarsamningana þangað til eitt- hvað sé að hafa. Vilhjálmur minnir á reynslu Finna frá síðasta ári þar sem ætlunin var að fara niðurfærsluleið, lækkun kaupgjalds og verðlags. Haustið 1988 var mikið fjallað um niðurfærsluleið hér á landi. Grundvöllur fyrir henni reyndist ekki vera þá en staðan gæti verið orðin önnur á yfirstandandi ári, að sögn hans. Samdráttur fram- leiðslunnar í landinu er nú til dæmis áætlaður 4,1 prósent en varð 0,8 pró- sent 1988. Þá voru eftirspumarað- stæður og væntingar á vinnumark* aði aðrar en nú. Ef atvinnuleysi stefnir í óþolandi stærðir samhliða háum raunvöxtum og engu verður frekar um þokað í lækkun á útgjöld- um og eftirspum opinberra aðila eft- ir lánsfé, þá verði ekki nema um tvennt að ræða: Annars vegar að leyfa verði á erlendum gjaldmiðlum að hækka, sem sé gengisfellingu krónunnar, eða þá að fara niður- færsluleið að sögn Vilhjálms EgOs- sonar. Hvort tveggja mundi vinna gegn atvinnuleysi og leiða til lægri raunvaxta. Aðilar vinnumarkaðar- ins ættu nú þegar að taka möguleik- ann á niðurfærsluleið inn í þær við- ræður, sem hafa staðið um nýja kjarasamninga, að sögn fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs. -HH Fjölmargir bændur mótmæltu samningsdrögunum á fundinum á Hvammstanga. DV-mynd Magnús Ólafsson Bændafundurinn á Hvammstanga: Viðurkenna þarf sérstöðu íslands Magnús Ólalsson, DV, Húnaþingi: Á fiölmennum bændafundi á mið- vikudagskvöld á Hvammstanga var einróma samþykkt ályktun þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin hafn- aði fyrirliggjandi drögum að Gatt- samkomulagi. Þá var þeirri áskorun beint til land- búnaðarráðherra og alþingismanna Norðurlandskjördæmis vestra og Vestfiarða að vinna ötuOega að því að sérstaða íslensks landbúnaðar komi skýrt fram í áframhaldandi Gatt-viðræðum og fáist viðurkennd með skýrum sérákvæðum við endan- lega samningsgerð. Gunnar Sæmundsson, formaður Búnaðarsambands V-Húnavatns- sýslu, sagði að menn óttuðust að ut- anríkisráðherra gæfi þær yfirlýsing- ar erlendis að erfitt verði að snúa til- baka. íslendingar munu áfram verða aðilar að Gatt og hafa af því hagnað á mörgum sviðum, en við vOjum hins vegar að sérstaða íslands í landbún- aðarmálum verði tryggð og viður- kennd af öUum aöilum innan Gatt. Málið snýst um þaö hvort ætlurún sé að framleiða matvörur fyrir ís- lendinga með innlendu eða erlendu vinnuafli. Stefán Á. Jónsson, bóndi á Kagaö- arhóli, gagnrýndi marga þætti í fyrir- liggjandi drögum og lýsti miklum vonbrigöum meö ummæli utanríkis- og viðskiptaráðherra varðandi samningsdrögin. „Þjóðin vill ekki innflutning á landbúnaðarvörum og það er hart ef þingmenn ætla að neyða innflutning inn á þjóðina," sagði Stefán. Fjölmargir bændur tóku tfi máls og gagnrýndu samningsdrögin. Það gerðu einnig allir þeir þingmenn sem á fundinn mættu. Einar Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfiörðum, sagði að íslendingar ættu að taka þátt í viðræðum um Gatt-samninga með fuUri reisn því þeir væru okkur mikilvægur á mörg- um sviðum. Um landbúnaðarkaflann sagði hann að þar yrði ríkisstjórnin að leggja áherslu á okkar sérstöðu og tilgreindi síðan nokkur skOyrði sem hann vildi setja fyrir samkomu- laginu. „Hljóta að íhuga úrsögn úr Neytendasamtökunum" - segir formaður Verkalýðsfélags A-Húnvetninga Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi: „Félagar í verkalýðshreyfingunni hljóta að íhuga úrsögn úr Neytenda- samtökunum vegna ummæla for- manns þeirra samtaka í fiölmiðlum um landbúnaöarkafla Gatt-samn- ingsins," sagði Valdimar Guðmanns- son, formaður Verkalýðsfélags Aust- ur-Húnvetninga, á fiölmennum fundi á Hvammstanga á miövikudags- kvöld. „Það er andstætt hagsmunum verkafólks að landbúnaðarvörur verði fluttar til landsins,“ sagði hann ennfremur og las upp úr mörgum ályktunum verkalýðsfélaga þar sem hugmyndum um innflutning land- búnaðarvara er mótmælt. Bjarni Þór Einarsson, sveitarsfióri á Hvammstanga, benti í sínu máli á að um 40% af störfum í Vestur- Húnavatnssýslu væru við landbún- að. Samdráttur í þeirri atvinnugrein hefði því afgerandi áhrif á búsetu i því héraði þar sem meginhluti þjón- ustunnar væri á einn eða annan hátt tengdur landbúnaði. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Nýjar reglur um um- búðamerkingar geta valdið erf iðleikum „Nýjar reglur um umbúðamerk- ingar í Þýskalandi geta valdið Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna ákveönum erfiðleikum á meöan breytingarnar ganga yfir því við þurfum að breyta nokkrum tegund- um af öskjum sem við höfum notað en við erum bjartsýn á að við leysum það mál og raunar er nú þegar er unnið að því,“ segir Alda Möller, matvælafræðingur í markaðsdeOd Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Þjóðverjar eru mjög meðvitaðir um umhverfismál. Eitt af því sem veldur þeim áhyggjum er hvað þeir eiga erfitt með að losa sig við sorp. Það verður sífellt meira áhyggjuefni. Um helmingur aOs úrgangs sem fell- ur til er ýmiss konar umbúðir. Því var það að umhverfisráðherra Þýskalands gaf út tilskipun um að ákveðið hlutfall umbúða ætti að end- umota eða vera endurnýtanlegt. Þetta sætti gagnrýni í Þýskalandi uns iðnaðurinn þar í landi ákvað að taka máUð upp á sína arma og bjó til kerfi sem kallað er Das Duale System sem má þýða lauslega á ís- lensku sem tvínýtingarkerfi. Jafnframt var ákveðið að setja ákveðna merkingu á umbúðir sem fara í endumýtingu, svokaUaðan grænan punkt. Hann táknar að það sé búið að borga undir móttöku og endurvinnslu þessara ákveðnu um- búða. Á sama tíma er rekinn mikiU áróð- ur í Þýskalandi fyrir því að neytend- ur kaupi frekar vömr með þessu merki til að örva endurnýtingu á umbúðum. Þetta er ekki komið í al- menna notkun enn, það mun þó ekki líða á löngu uns svo verður. Við erum þegar byijuð á að nota umbúðir merktar með grænum punkti á neytendapakkningum sem við seljum undir merkjum kaupenda til Þýskanlands en ekki á vörum sem við seljum undir merkjum SH. Nú er unnið að því skoöa hver viöbrögð okkar við þessum reglum verða. Við búumst ekki við að þetta verði okkur til neinna vandræða. Sérstaklega ekki þar sem við erum mjög tíman- lega í þessu. Við höfum gott samband við þýska kaupendur og komum þvi fljótiega auga á að þetta var eitthvað sem þeir ætiuðu sér að gera fljótlega. Evrópubandalagið er að reyna að samræma reglur fyrir aðildarlönd sín og þar verða örugglega einhverj- ar málamiðlanir en niðurstaðan verður líklega sú að það verða um- hverfismerkingar á mörgum vörum, jafnframt því sem reynt verður að nota minna af umbúðum en nú er gert. Það hefur verið nokkuð um það að vörum okkar hafi verið endur- pakkað erlendis í smærri einingar en þarna opnast möguleiki fyrir okk- ur að vinna meira í neytendaumbúð- ir. Því það verður til mikils óhagræð- is að þurfa að tvípakka sömu vöru- tegundinni. Það hefur því verið ákveðið að líta ekki á þetta sem hindrun heldur að aðlaga okkur breyttum aðstæðum og sjá þarna ný tækifæri." -J.Mar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Útlutningur dregst saman - verðmætin aukast HeOdarverðmæti útflutnings Sölu- miðstöðvar hraöfrystihúsanna árið 1991 á sjávarafurðum námu tæplega 19,8 mOljörðum króna miðað við CIF-verðmæti. AUs flutti SH út 85 þúsund tonn af sjávarafurðum til þriggja heimsálfa á móti 94 þúsund tonnum áriö áöur. Árið 1990 seldu samtökin sjávarafurðir fyrir tæplega 19 milljarða króna sem er 4 prósent verðmætaaukning á milli ára. Hins vegar dróst heildarútflutningur sam- an um 10 prósent í magni, sem meðal annars endurspeglar aflasamdrátt útgerðarinnar. Evrópumarkaður er stærsti mark- aður Sölumiðstöðvarinnar, þangað fóru 52 prósent af heOdarsölunni á síðasta ári. Bandaríkin eru stærsta einstaka viðskiptalandið en þanagö fóru 22 prósent af framleiðslunni. TO Bretiands voru seldar sjávaraf- urðir fyrir 2,8 mOljarða króna, til Frakklands fyrir fyrir 3,7 mOljarða króna og til Þýskalands fyrir tæpa 3 mOljarða króna. TO Bandaríkjanna voru seldar sjávarafurðir fyrir um 5,5 mOljarða króna og til Asíu fyrir um 2,8 millj- arða króna. Á nýliðnu ári hóf Sölumiðstöðin útflutning á hrossakjöti tO Japans. Um er að ræöa fitusprengt kjöt, sem er aö mestu úrbeinað fyrir flutning, meðal annars til að draga úr flutn- ingskostnaði. Alls voru flutt út 55 tonn að andvirði 30 miOjónir króna. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.