Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Viðskipti DV Einar Sigurðsson, blaðafuUtrúi Flugleiða: Ut í hött að Flugleiðir haf i komið Veröld í þrot - við breytum ekki mjög ströngum vinnureglum Bank Settlement Plan í Stokkhólmi Þessi farþegi Veraldar var í sólskinsskapi i gaermorgun á leið út til Kanari- eyja. Skreytt húfan á sínum stað og farseðlar i hendi. DV-mynd GVA Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að það sé alrangt hjá Svavari Egilssyni að Flugleiöir hafi gert kröfu um að Veröld yrði gerð gjaldþrota ef Flugleiðir hlypu undir bagga og tryggðu að Veraldarfarþeg- ar, sem búnir væru að greiða Veröld fyrirhugaða Kanaríeyjaferð sína, kæmust út til Kanaríeyja og fengju ferð sína uppfyllta. „Þegar Flugleiöir ákváðu að hlaupa undir bagga var það vegna þess að Veröld var þegar búin að ákveða að leita eftir gjaldþrotaskipt- um. Flugleiðir komu inn í dæmið þegar ljóst var að þama vora farþeg- ar að lenda í vandræðum. Okkar sjónarmið var að firra farþegana vandræðum, ekki ferðaskrifstofuna Veröld." Tap farþega Veraldar hefði bitnað á allri ferðaþjónustu Einar segir að það hefði komið sér afar illa fyrir íslenska ferðaþjónustu í heild ef farþegar, sem búnir væru að greiða fyrir ferðir og hótel, yrðu fyrir fjárhagslegu tjóni og fengju ferðir sínar ekki uppfylltar. „Það er hagur Flugleiða, til lengri tíma htið, að ferðamarkaðurinn sé rekinn af öryggi og fólk þurfi ekki aö óttast vandræði vegna ferðaskrif- stofa Sem lenda í erfiðleikum. Það réð mestu um að Flugleiðir komu inn í dæmi Veraldar á Kanaríeyjum. Flug- leiðir eru þaö stór aðili á markaðn- um. Fyrirtækið metur það svo að skaðist markaðurinn í heild sinni skaðist það. Það er hins vegar aug- ljóst reikningsdæmi að við tökum á okkur skaða, til skamms tíma htið, með því að koma þarna inn.“ Einar gagnrýnir harðlega orð Svavars Eghssonar varðandi við- skipti Veraldar og fyrirtækisins Bank Settlement Plan í Stokkhólmi og að Flugleiðir hafi sett stóhnn fyrir dymar og séð til þess að Veröld fengi ekki lengur að hafa farmiðasölu út á krít. BSP er mjög ströng alþjóðleg greiðslumiðlun „Bank Settlement Plan er alþjóðleg greiðslumiðlun flugfélaga og ferða- skrifstofa, ekki bara Flugleiða. Ver- öld hafði á sínum tíma heimild til að selja í gegnum þetta kerfi farmiða með tíu flugfélögum. Um mánaða- mótin nóvember-desember gat Ver- öld ekki staðið í skilum við BSP á réttum tíma í fyrra skiptið. Þá tók hluti af þessum flugfélögum þessa heimild af Veröld strax. Eftir voru Flugleiðir og örfá önnur félög.“ BSP veitir rautt spjald klikki menn í annað sinn Að sögn Einars hefur BSP þá fóstu vinnureglu að geti ferðaskrifstofa ekki staðið í skilum tvisvar sinnum er hún sett í fjárhagslega endurskoð- un og getur á meðan ekki selt far- miða út í reikning. Hins vegar getur viðkomandi ferðaskrifstofa selt farmiða áfram en gegn staðgreiðslu. Hann segir ennfremur að þegar Ver- 'öld stóð ekki í skilum í fyrra skiptið hafi hún fengið bréf frá BSP um að í næsta skipti færi Veröld sjálfkrafa út úr greiðslumiðluninni, samkvæmt reglum félagsins. Það væri einfalt mál. „í dæmi Veraldar var það því BSP sem tók ákvörðunina eftir að Veröld hafði greitt of seint. BSP hefur mjög strangar vinnureglur. Þetta eru þeirra vinnureglur en ekki Flugleiða. Flugleiðir geta þess vegna ekki breytt þeirra reglum. Enda krefja flugfélög- in BSP um greiðslur en ekki viðkom- andi ferðaskrifstofur. Ef Flugleiðir væru að róa að því að einstök félög fengju greiðslufrest væri kerfi BSP hruniö um sjálft sig. Þetta er greiðslumiölunarkerfi sem byggist á föstum gjalddögum og að það sé staðið við þá.“ Þess vegna er kerfi BSP mjög strangt Einar segir að kerfi BSP sé strangt Yfirlýsing Jóns G. Zoéga lögmanns vegna gjaldþrots Veraldar: Rangt hjá Svavari Jón G. Zoöga, lögmaður Veraldar í viðræðunum við Flugleiðir í fyrra- dag og Bank Settlement Plan um síð- ustu helgi, segir að orð Svavars Eg- hssonar, eiganda Veraldar, í DV í gær séu röng. „Flugleiöir vhdu ekki koma nálægt þessu dæmi í upphafi en vegna þrá- kelkni og beiðni minnar og endur- skoðanda Veraldar, Sveins Jónsson- ar, urðu Flugleiðir við því að aðstoða Veraldarfarþega á Kanaríeyjum án nokkurrar skyldu. Það er því fárán- legt að segja að Flugleiðir hafi sett Veröld í gjaldþrot. Félagið var sjálft orðið gjaldþrota." Jón G. Zoöga var einnig í viðræðum fyrir Veröld gagnvart greiðslumiðl- uninni Bank Settlement Plan í Stokk- hólmi. „Það var munnlegt samkomu- lag við BSP um að farmiðasalan yrði hugsanlega ekki afturkölluð ef við- skiptabanki Veraldar kæmi með yfir- lýsingu. Það fékkst hins vegcir ekki af hálfu viðskiptabankans og kemur Flugleiðum ekkert við. Þetta greiðslumiðlunarfyrirtæki er með gífurlega strangar reglur um greiðslu á réttum tíma.“ -JGH Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasamtakanna: Hótelið hótaði skuldaf angelsi - herðaveröurtryggingarferðaskrifstofa Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að sam- gönguráðuneytið verði að herða tryggingar og reglur um ferðaskrif- stofur í kjölfar Veraldarmálsins. „Þaö hringdi í mig einn farþegi Veraldar frá Kanaríeyjum í gær- morgun og las upp fyrir mig bréf sem fararstjórar Veraldar sendu farþeg- unum sem voru að yfirgefa hótehn á leiö heim. í bréfinu sagði aö Veröld væri orðin gjaldþrota og því miður yrði fólk að greiða hóteldvöl eða skrifa undir skuldaviðurkenningu, eha væri hætta á því að lögreglan á Kanaríeyjum heföi afskipti af mál- inu.“ Jóhannes segist hafa hvatt farþeg- ann, sem hringdi, að koma því áleið- is að farþegar greiddu ekki hótel- kostnað þar sem þeir væru búnir að greiða hann og væru með kvittun þar um frá Veröld. Þar sem hótelin hefðu samþykkt kvittanir í upphafi mætti líta svo á þau væru búin að sam- þykkja gistinguna án bakreikninga. „Þetta mál Veraldar sýnir að hækka þarf tryggingarfé ferðaskrif- stofa en það er aðeins 6 milljónir króna. Jafnframt þarf tryggingarféð að tryggja meira en heimkomu far- þega, hka þann hótelkostnað sem farþegum er gert að tvígreiöa verði ferðaskrifstofa gjaldþrota eins og í þessu tilviki." -JGH vegna þess að flugfélögin framselji í gegnum þetta kerfi rétt ferðaskrif- stofanna til að gefa út farmiða sem flugfélögin heita að standa við, sama hvort þau fá greitt frá ferðaskrifstof- unum eða ekki. Fyrir vikið verði að vera aðhald í kerfinu. „Aðhaldið er þetta. Ferðaskrifstof- ur fá stranga aðvörun í fyrra skiptið greiði þau ekki á gjalddaga. í annað sinn eru þær teknar í staðgreiðslu- viöskipti en geta áfram selt farmiða. Það hefur gerst að ferðaskrifstofur hafa selt farmiða tímabundið gegn staðgreiðslu án þess að vera tengdar BSP. Ef ferðaskrifstofan sannfærir síðan BSP um að aUt sé í lagi fjár- hagslega fer hún aftur inn í greiðslu- miðlunarkerfið," segir Einar. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN överðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 6 mánaða uppsögn Tékkareikningar, almennir Sértékkareikningar 2.25- 3 2.25- 4 3.25- 5 1 2.25- 3 Landsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir Allir Landsbanki ViSrrÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 1 5-24 mánaða Orlofsreikningar Gengisbundnir reikningar í SDR Gengisbundnir reikningar í ECU 3 7-7,75 5,5 6,25-8 9-9,25 Allir Sparisjóðirnir Allir Landsbanki Búnaðarbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. óverðtryggð kjör, hreyfðir 3,25 3,5 5,0-6,5 Búnb., Landsb. islandsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR Vísitölubundnir reikningar Gengisbundir reikningar (innantfmabíls) 2,25-4 ' 2,25-4 Landsb., Islb. Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör óverðtryggð kjör 6.25- 7 7.25- 9 Búnaðarbanki Sparisjóðir INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir Sterlingspund Þýsk mörk Danskar krónur 2.75- 3,25 8.75- 9,3 7.75- 8,3 7,75-8,3 Islandsbanki Sparisjóöirnir Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst otlAn óvehðtryggð Almennir víxlar (forvextir) Viðskiptavíxlar (forvextir)1 Almenn skuldabréf Viðskiptaskuldabréf1 Hlaupareikningar(yfirdráttur) 14,5-1 5,5 kaupgengi 15,25-16,5 kaupgengi 17,75-18,5 Búnaðarbanki Búnaðarbanki Allir Islb., Búnb. útlán verðtryggð Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn Islenskar krónur 14,75-16,5 Búnaðarbanki SDR 8,5-9,25 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,25-7 Landsbanki Sterlingspund 1 2,6-13 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11,5-11,75 Allir nema Islb. Míttnseðlslán y 4,9 Lifavrissióöslán 5-9 Dráttarvextir 25,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf desember Verötryggð lán september VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala janúar Lánskjaravísitala desember Byggingavísitala desember Byggingavísitala desember Framfærsluvísitala desember Húsaleiguvísitala VERÐBRÉFASJÓÐIR 17,9 10,0 31 96 stig 31 98 stig 599stig 187,4 stig 1 59,8 stig 1,1% lækkun 1. janúar HLUTABRÉF Gengl bréfa verðbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,047 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,216 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L Einingabréf 3 3,974 Ármannsfell hf. - 2,40 V Skammtímabréf 2,015 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S Kjarabréf 5,693 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3,055 Hampiðjan 1,50 K 1,84 K,S Tekjubréf 2,115 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,765 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V Sjóðsbréf 1 2,902 Hlutabréfasjóðurinn - 1,73 V Sjóðsbréf 2 1,932 islandsbanki hf. *- 1,73 F Sjóösbréf 3 2,006 Eignfél. Alþýöub. 1,25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 1,724 Eignfél. Iðnaðarb. 1,85 K 2,22 K Sjóðsbréf 5 1,202 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0449 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9167 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,273 Olís 2,10 L 2,18 F Fjóröungsbréf 1,136 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,269 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 Öndvegisbréf 1,252 Sæplast 6,80 K 7,20 K Sýslubréf 1,294 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiðubréf 1,230 Útgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L Launabréf 1,012 Fjárfestingarfélagið 1,18 F 1,35 F Heimsbréf 1,085 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,1 5 F,S Auðlindarbréf 1,04 K1.09 K,S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Sildarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L ’ Við kaup á viðskiptavlxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K = Kaupþing, V = Vl B, L = Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagiö, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast I DVá fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.