Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 11 Sviðsljós Tom Cruise í Hólminum? Kristján Sigurðssan, DV, Stykkishólini: Einn þekktasti tvífari leikarans Tom Cruise dvaldist hér í Hólmin- um yfir jólin og áramótin. Sá heitir Antony Stowell og er 23 ára gamall en hann er giftur ís- lenskri stúiku, Jónu Lovísu Jóns- dóttur, sem á móður og stjúpföður í Stykkishólmi. Antony sagði það hafa verið til- viljun að hann hafi dottið inn í starf tvífarans en áður starfaði hann m.a. á Spáni þar sem þau Jóna kynntust þegar fjölskylda hennar var þar á ferð fyrir sjö árum. Antony, sem aðallega leikur í auglýsingum, er t.d. að fara tii Sviss í upptöku þann 5. janúar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur til íslands, en reyndar í fyrsta sinn sem hann er hér yfir jól og áramót. Hann sagðist vera mjög ánægður með dvölina og var hrifinn af jólahaidi hér á landi. Hann tiltók sérstaklega íslenska matinn í því sambandi, s.s. eins og hangikjöt sem hann er mjög hrifinn af. Þó var hann ekki hrifinn af sköt- unni og sagði að nóg heföi verið fyrir sig að finna lykt af henni til þess að forða sér. Antony Stowell var í góðu yfirlæti í Stykkishólmi yfir jólin. F.v., Sólrún Inga Ólafsdóttir, hálfsystir Jónu, Giss- ur Tryggvason, stjúpi, Kristín Björnsdóttir, móðir, Jóna og Antony. DV-mynd Kristján Fullt var út úr dyrum í messu hjá séra Tómasi Guðmundssyni, presti í Hveragerði, á aðfangadagskvöld. Myndin tekin í upphafi messunnar og stöðugt bættust fleiri við í anddyrinu. DV-myndir Sigrún Þær báru fram gómsæta rétti í veislu Gísla Sigurbjornssonar. Hveragerði: Hátíð ljóss og friðar -———:—“T7T:--- aldraðra á Hótel Örk og Gísli Sigur- og á hann og hans fólk miklar þakk- agiun Lovisa, pv, Hverager :_ björnsson, fyrrum forstjóri Grundar ir skildar fyrir það. Hann býður einn- Það var mikið um hátíðahöld og og Áss, bauð fólki víðs vegar aö af ig ýmsum til vikudvalar á sumrin. fögnuði í Hveragerði um jól og nýjár landinu í vikudvöl um jól og áramót Kirkjusókn var mjög góð um hátíð- - sannarlega hátíð ljóss og friðar. sér til hvíldar og hressingar. Það arnar, troðfullt út úr dyrum þegar Kvenfélagið stóð fyrir jólafagnaði hefur Gísli gert mörg undanfarin ár messur voru. Meðal gesta hjá Gisla Sigurbjörnssyni voru Einar Gíslason, fyrrum forstöðumaður Hvitasunnusafnaðarins, og kona hans, Sigurlína Jóhannesdóttir. RENAULT 19 GTS - DV bíll janúarmánaðar Verður til sýnis og reynsluaksturs um helgina: , Föstudaginn 10. janúar kl. 09.00 - 18.00 BllfllinibOðÍO hf Laugardaginn 11. janúar kl. 13.00- 17 .00 Krókhálsi 1,110 Reykjavík, Sími 686633 Gull fyrir textagerð Kristján Hreinsson tónlistarmaður fékk nýlega afhenta gullplötu fyrir texta sína á hljómplötunum Minn- ingar og Bamajól. Kristján átti langflesta textana á plötunum en þær hafa nú báðar selst í 4-5 þúsund eintökum. Það var Pétur Kristjánsson hjá Steinum hf. sem afhenti Kristjáni gullplötuna í beinni útsendingu í Níu fjögur á Rás 2. Þess má til gamans geta að þeir Pétur og Kristján komust að því við afhendinguna að þeir eiga afmæli sama dag, þann 7. janúar, og þann dag var sonur Kristjáns skírður Pét- ur og er hann því alnafni Péturs Kristjánssonar. Pétur Kristjánsson (t.v.) frá Steinum hf. afhenti Kristjáni Hreinssyni gull- plötu fyrir textagerð í beinni útsend- ingu á Rás 2 í vikunni. DV-mynd S RENAULT 19 GTS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.