Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 31 dv Sími 27022 Erum meö tískufatnaö fyrir veröandi mæöur frá stæróinni 34. Tískuverslunin Stelpur HverfísKötu 105, Reykjavik (Jf 16688 Útsala, útsala. Mikið úrval af tækifær- isfatnaði frá stærðunum 34. Tísku- verslunin Stórar stelpur, Hverfisgötu 105, Rvík, sími 91-16688. Gjöfin sem kemur þægilega á óvart. Stórkostlegt úrval af stökum titrurum, settum, kremum, olíum o.m.fl. f/dömur og herra. Einnig nærfatn. á dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Opið frá 10-18, mán- föstud., 10-14 laugard. Erum á Grundarstíg 2 (Spítalastígs- megin), sími 91-14448. Elasta glófarnir. Burstun og nudd gerir húðina fallega. Heildsala, smá- sala. Sendum í póstkröfu. Heilsuvöru- verslunin Græna línan, Laugavegi 46, sími 91-622820. ■ Bílai til sölu Toyota double cab., árg. '91, til sölu, upphækkaður, 33" dekk, 10" álfelgur, ekinn 16 þús. km. Upplýsingar í síma 91-73913 eftir kl. 18. Rútur til sölu. Benz ’85 D, ekinn 198 þús., 14 sæta, Ford Econoline ’91 D, ekinn 23 þús., 14 sæta, Benz ’87 D, ekinn 210 þús., 21 sæta. Allt góðir bíl- ar. Uppl. í síma 95-36660. ■ Sport Ódýrir skíðapakkar, vönduð skíði, skór, bindingar og stafir. Verð frá: • svig barna kr. 12.719, staðgr. 12.080.- • Svig ungl. kr. 17.230, staðgr. 16.390.- • Svig full. kr. 18.916, stgr. 17.970.- • Gangaungl. kr. 12.100, stgr. 11.820.- • Ganga full. kr. 12.660, stgr. 12.040.- Alhliða skíðaþjónusta, gerum við, slípum, skerpum og berum á skíði. Verslunin Markið, Armúla 40, símar 35320, 688860. RAUTT UÓS fecfitn, RAUTT UÓS! yUMFERCW, ffijómplötur Hilmar Karlsson TIL ALLRA BRÚÐHJÓNA SEM GANGA í ÞAÐ HEILAGA FRÁ 12.10 TIL 31.12 1991 K.K.-Lucky One: Góður blús- maður Eftir að Kristján Kristjánsson kom heim eftir langa dvöl í útlöndum hefur hann verið duglegur að troða upp á ölkrám bæjarins með gítarinn sinn, sungið og leikið blús af slíkri innlifun að ætla mætti að honum væri blúsinn meðfæddur. Oftast hefur verið með honum hinn skemmti- legi bassaleikari Þorleifur Guðjónsson og hafa þeir félagar vakið mikla athygli fyrir lifandi og skemmtilegan flutning hvar sem þeir birtast. . Aðalsmerki Kristjáns hingaö til hefur verið flutningur á hrárri blústónl- ist og birtast þar einkenni þess manns sem hefur þurft að hafa fyrir því að koma tónhst sinni á framfæri, meðal annars með því aö spila á götu- hornum og vera farandsöngvari. Á Lucky One kemur Kristján fram sem mun fjölhæfari tónhstarmaður og koma þá berlega kostir í ljós sem maöur hafði fyrirfram ekki búist við hjá honum. Sjálfsagt er Lucky One sú plata af öllum þeim sem komu út fyrir jólin sem mest kom á óvart. Blús- og djassplötur hafa ekki átt upp á pallborö- ið hjá hinum almenna plötukaupanda hér á landi, en nú brá svo við að Lucky One var meðal mest seldu platna og diska. Staðreynd sem kemur enn meira á óvart þegar haft er í huga að öll lögin eru sungin á ensku. Ástæðan er einfaldlega sú að tónlistin er góð. Lucky One er samt alls ekki hreinræktuð blúsplata, heldur koma fram áhrif frá hillbilly og rokki eins og það var leikið á sjötta áratugnum. Kristján hefur samið öll lögin á Lucky One fyrir utan gamla slagarann I Got The Woman sem hann lætur fylgja með. Lög Kristjáns eru misgóð, en allur flutningur er aftur á móti mjög góður og sá góði flutningur ger- ir einstaka miðlungslög betri en ella. Eyþór Gunnarsson er sá sem stjórnaði upptöku plötunnar og er öll hans vinna til fyrirmyndar. Þrjú lög eru tekin upp í Svíþjóð, tvö þeirra, Waiting For My Woman og Rainbow, skera sig nokkuð frá heildinni, meðal annars vegna þess að notuð eru banjó í þeim. Ekki er ég alveg sáttur við þessi tvö lög, en sjálfsagt ræður tónlistarsmekkur hvers og eins hvort honum Uka lögin í því formi sem þau eru. Önnur frumsamin lög skapa mun meiri heild og er erfitt að gera upp á mUU þeirra en ef eitt lag skai taka fram yfir annað þá tel ég Crying eitt faUegasta og best flutta lag sem kom út hér á landi á síðasta ári. Kristján og systir hans, Ellen Kristjánsdóttir, flytja þennan hugljúfa óð af mikilh snUld og innlifun. Kristján er mun betri söngvari en ég hafði gert mér í hugarlund. Rödd hans getur verið hrá eða blíð eftir því hvaö við á og kannski er þaö ein- mitt þessi einstaka rödd hans sem gerir lögin á Lucy One eins Ufandi og raun ber vitni. Kristján Kristjánsson (K.K.), blúsmaður með meiru. 3 MÁNAÐA ÓKEYPIS ÁSKRIFT DV BRÚÐAR • •• r* gjofin ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.