Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Útlönd_________________ Brundtlandfékk heilahristing og brákaði rófubein Gro Harlem Brundtland, for- sætisráöherra Noregs, fékk heila- hristing og brákaöi rófubeiniö þegar hún féll illa i skíöaferö í nágrenni Óslóar um jólin. Al- menningur vissi ekki um þetta óhapp fyrr en nú í vikunni. Brundtland neyddist þá til að svara spumíngum um hvers vegna hún hefði haft hægt um sig þegar margir landar hennar urðu fyrir stórtjóni i óveðri um ára- mótin. Hún var löglega afsökuð enda rúmfóst vegna skíöabylt- unnar. Brundtland er nú komin til vinnu á ný og er aö hressast Hún segist ekki hafa sagt frá slysinu fyrr til aö forðast óþarfa umtai um einkamál sin. Færeyjar: Frumvarp um atvinnuleysis- tryggingar mæt- irandstöðu Flestir verkalýðsleiötogar í Færeyjum hafa lýst sig andvíga frumvarpi landsstjómarinnar um atvinnuleysistryggingar. Frumvarpið var kynnt fyrir jól en verður lagt fram í Lögþinginu i næstu viku. Andstaöan byggist á því að tryggingamar komi aðeins þeim lægst launuöu og daglaunafólki til góða því greiðslur frá þeim miðist viö 70% af launum ófag- lærðs fólks. Engar atvinnuleysis- tryggingar eru nú 1 Færeyjum en Atli Dam lögmaður gerði þaö að úrslitaatriði við sfjórnarmynd- unina í byrjun síðasta árs að koma slikum trygingum á. Fangarverðaað kostafangavist- inasjálfir Rikisstjóm Malasiu hefur í hyggju að láta refsifanga sjálfa greiöa kostnaöinn við uppihald þeirra í fangelsum landsins. Fangelsismál eru þar í miklum ólestri og ekki pláss fyrir alla þá sem dæmdir em. Dómsmálaráðherrann segir það ekki sanngjarnt að skatt- greiðendur séu látnir gjalda þeg- ar menn brjóta af sér og dæmast til vistar bak við lás og slá. Rétt- látast sé að þeir borgiþjónustuna sem njóta hennar. Dómsmálaráðherrann segir að margjr liti á fangavist sem hvert annað frí og taki ekki nærri sér að sitja inni um tíraa. Þetta hfjóti að breytast ef afbrotamennirnir verði sjálfir að greiða fyrir dvöl i fangelsi og refisdómur geti í raun orðið dýrkeyptur. Sjúklingamirí lífshættuvegna orkusparnaðar Læknar á sjúkrahúsum í Rúss- landi segja að sjúklingar séu stundum í lífshættu vegtia orku- spamaöar hins opinbera. Þess séu dæmi að fólk sé á skurðar- borðinu þegar rafmagnið er tekíð af. Þvi megi litlu muna að sjúkl- ingarnir hætti aö sjá ljós þessa heims um leið og læknamir hætta að sjá glóru. Reglur kveða á um aö ekki megi taka rafmagnið af nema áætlun um rafmagnsskömmtun- ina hafi áður verið send sjúkra- húsunum þannig að þau geti hag- að lækningum í samræmi við það. A þessu hefur orðið mis- brestur. Enn hefur þó enginn lát- ist af þessum orsökum. NTB, Kitzau og Heuter Vaxandi spenna í Júgóslavíu: Serbar í Bosníu stof na lýðveldi - haf ðlínumaður skipaður í embætti vamarmálaráðherra Serbar í júgóslavneska lýðveldinu Bosníu-Hersegóvínu lýstu yfir stofn- un eigin lýöveldis í gær og þykir það bera vott um vaxandi spennu á sama tíma og miklar vonir eru bundnar við varanlegt vopnahlé í Króatíu. Ahja Izetbegovic, forseti Bosníu, hét því að leyfa Serbum ekki að kljúfa sig út úr lýðveldinu. „Viö munum ekki leyfa þetta>t‘ hafði útvarpið í Króatíu eftir honum. Vopnahléið í Króatíu, sem gekk í gildi fyrir einni viku, er það árang- ursríkasta til þessa í sex mánaða átökunum þar og hafa vonir manna um varanlegan frið vaxið til muna. Spennan í Bosníu og skipun serb- nesks harðlínumanns í embætti varnarmálaráðherra vörpuðu þó skugga á bjartsýni manna. Blagoje Adzic hershöfðingi tók í gær við embætti varnarmálaráð- herra af Veljko Kadijevic sem sagði af sér á miðvikudag eftir að flugher- inn hafði skotið niður eftirlitsþyrlu Evrópubandalagsins. Fimm menn um borð í þyrlunni létu lífið. Leiðtogar júgóslavnesku lýðveld- anna sex hittust í Brussel í gær til að ræða frið í landinu viö Carrington lávarð, sáttasemjara EB. Slobodan Milosevic Serbíuforseti sakaði EB um að fara út fyrir valdsvið sitt með því að íhuga viðurkenningu á sjálf- stæði einstakra lýðvelda. Að sögn fulltrúa Portúgala, sem fara með forsæti EB, er ekki líklegt að ríkisstjómir EB landanna muni komast að sameiginlegri niðurstöðu um að viðurkenna Króatíu, Bosníu og tvö önnur lýðveldi þegar taka á ákvörðunina þann 15. janúar. Utanríkisráðherrar EB funda í dag í Brussel og verða málefni Júgóslav- íuþarefstálista. Reuter Úr því vopnin hafa þagnaö aö mestu i Króatíu er ekki annað aö gera en að gefa hænunum að borða, eins og þessi Króati. Simamynd Reuter Rússar vilja ólmir fá meira nautakjöt - sendinefnd Breta farin til Moskvu aö ræða kjötflutningana Rússar segjast vera miður sín vegna þess aö borgarstjórn Moskvu hafnaði stórri sendingu af bresku nautakjöti sem átti að vera á borðum borgarbúa um jólin. Hluti kjötsins var sendur til Múr- mansk en nú vill borgarstjómin í Moskvu taka upp viðræður viö Breta um aö fá afganginn af kjötinu, um 2000 tonn, og helst meira. Sendinefnd er þegar farin frá Lundúnum til Moskvu aö ræða málið. Kjötinu var upphaflega hafnaö af ótta við aö í því leyndist smit. Var í því sambandi talað um kúafár sem er algengt í Bretlandi en óþekkt í Rússlandi. Nú hafa Rússar komist aö þeirri niöurstöðu aö þessi ótti sé ástæðulaus, enda kjötið heilbrigðis- vottað í Bretlandi. Bretar ætla einnig aö aðstoða Rússa við að auka framleiðslu í land- búnaöi meö uppeldi á kynbótagrip- um og viö dreifingu á landbúnaöar- vörum. Stjóm Rússlands hefur látiö frá sér fara sérstaka yfirlýsingu þar sem Bretum er þökkuö hugulsemin við kjötsendinguna og fullyrt að forms- atriði hafi oröið til að tefja dreifingu ákjötinutilalmennings. Reuter Taka eggjastokkana til að lækna brjóstakrabba Breskir læknar segja aö raunhæf- ur möguleiki sé á aö lækna brjósta- krabba meö því að fjarlægja eggja- stokka. Þetta kemur fram í grein í læknablaðinu The Lancet í dag. Þar er vitað til rannsóknar sem sýndi að konur eiga meiri möguleika en ella á aö lifa af krabbamein í brjóstum ef eggjastokkamir eru teknir. Nú um stundir er sömu ráöum beitt gegn krabbameini í bijóstum og öör- um afbrigöum krabbameins. Æxhö er fjarlægt með skuröagerð og í kjölf- arið fylgir geisla- og lyfjameðferð. Margir læknar eru þó ósáttir við ár- angurinn af þessum aögeröum og vilja að gömiú hugmynd um brott- nám eggjastokanna veröi vakin til lífsins á ný. Á árunum eftir 1950 var þessari aöferö beitt enda sýndu rannsóknir aö framleiðsla hkamans á estrogeni átti þátt í myndum krabbameins í brjóstum. Síðar var horfið frá þessu ráöi enda þótti ekki sannað að hún gæfi betri raun en hefðbundin með- ferö. Nú hefur máhð veriö tekiö upp að nýju og er fullyrt í The Lancet aö gamla aöferðin gefi betri raun en menn hafa talið til skamms tíma. Reuter Mælameð frjálslyndari áfengislöggjöf í Færeyjum Áfengisnetndin í Færeyjum leggur tíl að áfengislöggjöf lands- ins verði færð i meiri frjálslyndis- átt en nú er. Nefndin er þeirrar skoðunar að löggjöfin sé ekki i takt við tímann og að hún hafi skapað slæma drykkjusiði, svo- kallað „kassahugarfar". Þar er vísað til þess að Færeyingar panta sér áfengi í kassavís frá Ðanmörku. Nefndin vill að komið verði á einkasölu áfengis, eins og á ís- landi og í Noregi, og að útsölu- búðir verði settar upp vítt og breitt um eyjarnar. Þá er lagt til aö nokkrir veitingastaðir fái vín- veitingaleyfi. Tillaga nefndarinnar gengur að ýmsu leyti lengra en frumvarp um nýja áfengislöggjöf sem nú er til umfjöllunar í færeyska lands- þinginu Leyniskýrsla SASsegirfráís íþotuhreyflum Leyniskýrsla frá SAS flugfélag- inu sýnir aö farþegar hafa greint frá því að snjór og ís haíi losnað af skrokknum og sogast inn í hreyilana á MD-80 flugvélum. Sænska flugslysanefndin telur að það geti verið skýringin á flug- slysinu á Arlandaflugvelli við Stokkhólm þann 27. desember síðastliðiim. I skýrslurmi er einn- ig sagt frá sjö atvikum þar sem einn eða báðir hreyflar hafa misst allt aíl. Skýrslan var skrifuö í maí í fyrra og öll óhöppin sem þar er sagt frá gerðust að vetrarlagi. Þar er bent á að hreyflar á MD-80 þotum séu gjarnari á að fá í sig aöskotahluti en aðrir hreyflar. Ástæðan er sú að flugvélar- skrokkurmn og hreyflarnir eru svo stórir. Svíargerast ætortryggnari ígarðEB Eftir því sem Svíar afla sér meiri þekkingar um Evrópu- bandalagið þeim mun meiri efa- semdir láta þeir í ljós og nær þriðjungur aðspurðra í skoðana- könnun telur aö lýðræðið biöi hnekki af EB aöild. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem viöskiptatímaritið Veckans Affarer birtir. Rúmlega eitt þúsund manna úrtak var spurt áhts árið 1990 og aftur á liðnu hausti Þar kemur fram að fleiri efast nú um möguleika Sví- þjóöar á að halda sjálfsákvörðun- arrétti sínum til streitu. Tveir af hverjum þremur Svíum telja að möguleikar til ákvarðanatöku, t.d. um lagasetningu, muni minnka. Allarþýskar borgir heiðri Gorbatsjov Samgönguráðherra Þýskalands hefur hvatt tfl þess aö allar borg- ir og bæir í landinu skíri götu eöa torg í höfuðiö á Gorbatsjov, fyrr- um Sovétforseta, til aö þakka honum fyrir veitta aðstoð viö sameiningu þýsku ríkjanna. Ráðherrann, Gunther Krause, skrifaði grein í tímaritið Super Illu sem gefið er út í Berlín þar sem hann sagði að þetta væri virðing sem hæföi perestrojku og glasnoststefnu Gorbatsjovs sem höfðu í fór með sér hrun komm- únismans i Austur-Evrópu. Ritzau, NTB, TT og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.