Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. LífsstíU Skertframlög ríkis til Neytendasamtakanna: Kemur ekki fram í minnkaðri þj ónustu - segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna „Þaö liggur fyrir að framlag ríkis til Neytendasamtakanna og þar meö til neytendastarfs er skoriö niður úr 5 milljónum niður í 2,5 milljónir króna. Aö öllu óbreyttu myndi þetta aö sjálfsögðu koma fram í starfsemi Neytendasamtakanna. Samtökin hafa ávallt fylgt þeirri reglu við ákvörðun árgjaids að fara mjög nákvæmlega eftir því hve mikið framfærsluvísitala hefur hækkað í 12 mánuði þar á undan. Hækkanir á árgjöldum eru í samræmi við það,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, í sam- tali við DV. „í fyrsta skipti frá því að ég byriaði að hafa afskipti af neytendamálum breyta Neytendasamtökin út af þess- ari reglu. Árgjaldið í fyrra var 1.500 krónur og ef við hefðum hækkað samkvæmt hækkun framfærsluvísi- tölu hefði árgjaldið átt að fara í 1.612 krónur og 50 aura. Stjómin sam- þykkti hins vegar samhljóða vegna skýrra skilaboða frá ríkisstjórninni að Neytendasamtökunum bæri að afla sér viðbótartekna hjá félags- mönnum. Við töldum ófært að draga úr starf- semi Neytendasamtakanna með til- liti tU þess að samtökin eru að taka upp mjög mikilvæga þjónustu við almenning varðandi fjárhagsráðgjöf heimilanna. Því var einróma ákvörð- un stjómarinnar að hækka árgjaldið úr 1.500 í 1.700 krónur sem er 13,3% hækkun í stað 7,5% sem framfærslu- vísitalan gaf tilefni til. Þetta bætir okkur ekki að fullu þá skerðingu sem varð á styrkveitingu ríkisvaldsins en þaö er ljóst að þessi hækkun mun duga til þess aö halda starfsemi Neytendasamtakanna óbreyttri. Það þarf ekki að draga úr henni.“ Framlög vegna fámennis „Félagsmenn era rétt rúmlega 23.000. Það er um það bil þriðjungur heimilanna á landinu sem er aðili og það er hæsta hlutfall í heiminum. Neytendasamtökin hafa verið ört vaxandi en félagsmenn vom 5.000 fyrir aðeins 4 árum. Það sýnir þaö að neytendur í landinu telja nauð- synlegt að hafa sem öflugastan mál- svara fyrir sig. Það er hins vegar erfitt að fjölga félagsmönnum enn frekar. Það er vegna þessa fámennis á ís- landi sem við teljum nauðsynlegt að ríkisvaldið styðji við bakið á starf- seminni ef reka á öflugt neytenda- starf. Annars staðar á Norðurlönd- unum er það talið sjálfsagt vegna fámennisins til að reka neytenda- starf með myndugleik. Þegar ríkis- valdið sýnir neytendastarfi þessa lít- ilsvirðingu verðum við að leita til félagsmanna. Mér þykir það sérkennilegt að á sama tíma og ríkisvaldið beitir aö- haldsaðgerðum á Neytendasamtökin eykur það framlag sitt til hagfræði- þjónustu landbúnaðarins. Kostnaöur við rekstur forsætisráðuneytisins hækkar um 50% í mannahaldi, pappímm og öðru slíku og launa- útgjöld í viðskiptaráðuneytinu um 35% á milli ára. Hvaö er nauðsynleg aöhaldsaðgerð þegar svona er staðið að málum? Ég spyr því mér sýnist eins og Neytendasamtökin séu tekin út úr og skert sérstaklega. Við Jón Sigurðsson erum hins veg- ar sammála um að ekki eigi að byggja upp of mikið ríkisapparat í kringum starf Neytendasamtakanna. Við urð- um sérstaklega fyrir vonbrigðum með að Jón Sigurðsson skyldi hafa staðið að skerðingunni. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann hing- aö til. Jón Sigurðsson hefur verið sá viðskiptaráðherra sem sýnt hefur neytendamálum mestan skilning. Þess vegna vona ég að þessi skerðing hafi einungis átt við þetta ár en sé ekki varanleg," sagði Jóhannes. -ÍS Þjónusta Neytendasamtakanna mun ekki skerðast á árinu þó að framlög rikisins hafi minnkað um helming. DV-mynd EJ Skíðavörur hafa ekki hækkað frá fyrra ári „Verðiö á skíðavörum í ár er nán- ast það sama og í fyrra og hefur lækkað ef eitthvað er. Skíði fyrir full- orðna kosta á bilinu 10-30 þúsund krónur. Algengustu stærðimar eru skíði á svona 10-15 þúsund krónur. Skór em frá 9-23 þúsund krónur en við seljum mest af skíðaskóm á verð- bilinu 9-13 þúsund krónur. Skíðasamfestingar kosta hjá okkur 10-30 þúsund en flestir halda sig við 10-20 þúsund krónur. Við erum einn- ig með pakkaverð, 24.900 krónur, og það em allþokkalegar skíðagræjur, ekki þær ódýrustu. í pakkanum eru skíði, skór, stafir, bindingar og ásetn- ing. Viö emm með dýrari pakka- stærðir, til dæmis á 35 þúsund og allt upp í 40 þúsund og þaö er ágætur útbúnaður,“ sagði Guðmundur Kjartansson, verslunarstjóri hjá Sportvali í Kringlunni, í samtali við I BRÚÐAR gjöfin^ NAFN BRÚÐHJÓNA: Þessar upplýsingar veróa birtar í DV á fimmtudegi fyrir brúökaupið og þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudegi. KENNITALA: HUN I I I I I I I I HANN HEIMILISFANG / SÍMI_ VÍGSLUSTAÐUR_ DAGUR/TÍMI___ BORGARALEG VÍGSLA/PRESTUR. NÖFN FORELDRA______________ X SENDIST TIL ÞVERHOLTI 11, 105 REYKJAVÍK. DV. „Salan á skíðavörum hefur verið mjög góð að undanfórnu, sérstaklega eftir að opnað var í Bláfjöllum. Þaö er betri sala en á sama tíma í fyrra. Verðið á skíðavörum í ár er nánast það sama og í fyrra, það er engin hækkun milli ára,“ sagöi Gísh Ósk- arsson, eigandi Hummel-búðarinnar í Ármúla. „Veröiö á skiðum hjá okkur fyrir fullorðna er frá 10-25 þúsund krónur og skór eru á bilinu 9 til rúmlega 24 þúsund krónur. Skíðasamfestingar kosta frá 13 og upp í 29 þúsund. Við emm með pakkatilboð á 21.800 krón- ur. Við erum með sömu skíðavörur á sama verði og Vesturröst á Lauga- vegi,“ sagði Gísh. „Skíðavörur era nokkum veginn á sama verði og í fyrra, í einstaka til- fellum lækkun og í öðram hækkun, en þó óveraleg. Um 90% af skíðavör- unum nú eru á sama verði og í fyrra," sagði Hahdór Hreinsson, verslunarstjóri í Skátabúðinni, í við- tah við DV. „Söluvertíðin hjá okkur fór mjög vel af stað í ár, byijaði mjög vel. Hluti hennar er ahtaf fyrir jól, í formi jóla- gjafa og þá sérstaklega handa böm- um og unglingum. Jólaverslunin var svipuð og í fyrra, ef til vih aðeins minni. Salan þessa dagana er hins vegar mjög góð og töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Það helst í hend- ur við snjóinn í skíðalöndunum og það er gott úthtið með snjó í ár. Við eram með skíði fyrir fuhorðna á verðbilinu 10-25 þúsund krónur, skíðaskór frá tæplega 9 þúsundum upp í 24.500 og skíðasamfestingar á 10-30 þúsund. Viö bjóðum pakka fyr- ir fuhorðna á 22.900 krónur. Verðið fyrir yngra fólkið er náttúrlega lægra,“ sagði Hahdór. -IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.