Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 9 Utlönd Bandarisku forsetahjónin, þau George og Barbara Bush, veifa til mannfjöldans áður en þau héldu heim á leið frá Tokyo eftir tólf daga ferð um Asíu. ' Símamynd Reuter Bush ánægður með loforð Japana: Tvöf alda kaup á bflavarahlutum - kaupsýslumenn ekki jafn vissir um árangurinn George Bush Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum, sem ferðast með honum heim eftir tólf daga ferð um Asíulönd, að samþykki Japana fyrir því að tvöfalda innflutning sinn á bandarískum bílavarahlutum mundi skapa 200 þúsund störf í Bandaríkjunum en það væri aðeins fyrsta skreflð. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að við höfum náð miklum árangri," sagði hann við fréttamenn skömmu áður en flugvél hans lenti á Andrews herstöðinni skammt frá Washington. „Það mun taka fólk nokkum tíma að átta sig á því sem mun gerast. En ég lít á þetta sem byijun. Okkur varð vel ágengt og við fundum fylgja þessu eftir,“ sagði hann. Áður en hann fór frá Tokyo í gær sagði Bush að í viðræðunum við Miazawa, forsætisráðherra Japans, hefðu þeir komist að samkomulagi um ákveðnar aðgerðir til að leiðrétta viðskiptamáta Japana sem hefur lengi farið fyrir brjóstið á Banda- ríkjamönnum. Nokkrir bandarískir kaupsýslu- menn sem voru í fylgd með forsetan- um virtust ekki eins ánægðir með árangur tilrauna hans til að blása nýju lífi bandarískt efnahagslíf. Japanskir bílaframleiðendur gáfu mest eftir þegar þeir féllust á að auka kaup sín á bandarískum bílavara- hlutum úr 9 milljörðum dollara í fyrra í 19 milljarða árið 1994. Þá ætla Japanir að auðvelda bandarískum framleiðendum tölvubúnaðar, glers og pappírsvöru að selja framleiðslu sína á Japansmarkaði. Bílaframleiðendur eru ekki sam- mála Bush um árangur ferðarinnar og margir sérfræðingar í Washing- ton telja för hans hafa verið mis- heppnaða og áfall fyrir tilraunir manna til að koma á umbótum í heimsviðskiptum. Heima fyrir ríkir mikil óánægja með framgöngu Bush í efnahagsmál- um þjóðarinnar og hafa vinsældir hans aldrei verið minni en einmitt nú. Samkvæmt nýrri skoöanakönn- un eru aðeins 48 prósent kjósenda ánægð með störf forsetans. Reuter Óvissa 1 Alsír vegna kosninganna í næstu viku Alskingar í Frakklandi sýna mikinn áhuga Um fimmtíu þúsund Alsíringar, sem búa í Frakklandi, munu greiða atkvæði í annarri umferð kosning- anna í heimalandi sínu í næstu viku eða fimm sinnum fleiri en tóku þátt í fyrri umferðinni að sögn alsírskra stjómarérindreka. Leiðtogar stjómarandstöðunnar í París sögðu að mikil eftirspurn væri eftir untankjörfundarseðlum í 15 ræðismannsskrifstofum Alsírs í Frakklandi. Aðeins tíu þúsund af 800 þúsund Alsíringum í Frakklandi tóku þátt í fyrri umferðinni í desemb- er vegna flókinna kosningareglna sem varð til þess að flokkur íslams- trúarmanna vann yfirburðasigur. Talið er ólíklegt að meiri þátttaka Alsíringa erlendis muni nægja til að koma í veg fyrir sigur íslamstrúar- manna. Mikil óvissa ríkir nú í Alsír og uppi em miklar vangaveltur um að herinn æth að koma í veg fyrir að íslamstrúarmenn nái meirihluta á þingi landsins eftir kosningarnar 16. janúar. í fyrri umferðinni fengu þeir 188 sæti af 226 sem kosið var um. Leiðtogar hersins hafa aldrei farið leynt með andúð sína á strangtrúar- mönnunum sem hafa heitið því að gera Alsír að íslömsku ríki innan eins ár. Herforingjamir hafa svarið þess eið að verja lýðræöið og stjóm- arskrá landsins og þeir óttast að flokkur íslamstrúarmanna muni eyðileggja kerfið sem kemur þeim til valda. Vestrænir heimildarmenn segjast hins vegar ekki hafa séð nein merki þess að herinn ætli að skerast í leik- inn, eins og íslamstrúarmenn héldu fram á miðvikudag. Reuter Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1992. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 13. janúar 1992. Kjörstjórnin REYKJAVÍK Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli fatlaðra. Um er að ræða tvær íbúðir í einbýlishúsi, samtals um 300 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteigna- mat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyr- ir 18. janúar 1992. Fjármálaráðuneytið, 8. janúar 1992. Auglýsing um viðtalstíma iðnaðar- og viðskiptaráð- herra í Hafnarfirði 15. janúar 1992 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verð- ur með viðtalstíma miðvikudaginn 15. þ.m. á bæjar- skrifstofunum í Hafnarfirði frá kl. 10.00-12.00. Þeir sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráð- herrann geta látið skrá sig á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði í síma 53444. Iðnaðarráðuneytið Viðskiptaráðuneytið 8. janúar 1992 Innifalið: Allt stál í bygginguna, grind, klæðn- ing, festingar og ítarlegar leiöbeiningar um uppsetningu. Verö mjög hagstætt. Kafið samband strax í síma 91-26984. um tilboð og upplýsingar. MARKAÐSÞJÓNUSTAN SKiPHOLTI 19 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91-26984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.