Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 13 Meiming Bók ársins Þaö eru mikil tíðindi að þessi bók birtist á íslensku. Federico García Lorca er eitt helsta skáld Spánar á þessari öld. Hann lifði þó ein- ungis fyrsta þriðjung hennar, var aðeins 38 ára þegar hann var myrtur af Francoliðum í upphafi spænsku borgarastyijaldarinnar. Það morð verður vart skýrt með ritum hans, a.m.k. yrði þar torfundinn póhtískur boð- skapur að því er ég best veit. García Lorca er íslendingum að góðu kunnur, ekki síst eftír leiksýningar á Húsi Bernörðu Alba, Blóðbrullaupi og Yerma. En hann vaktí ekki síður athygli sem ljóðskáld en leikskáld. Af 2000 bls. ritsafni hans er fjórðungur lagður undir ljóð, en tæplega helmingur leikrit. Þetta eru ótrúlega mikil afköst þegar þess er gætt, hve góð verk þetta eru. Þó nokkuð hefur verið þýtt á íslensku af ljóðum García Lorca, a.m.k. af Baldri Ósk- arssyni, Guðbergi Bergssyni, Málfríði Ein- arsdóttur og Sigríði, systur hennar. En sér- staklega verður að nefna það að í fyrra birt- ust Tataraþulur hans í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Það er syrpa 19 ljóða. Svið þeirra er mjög áþekkt og í Blóðbrullaupi, ástír, afbrýði og morð, að viðbættum óhugn- anlegum ofsóknum gegn þessari flökkuþjóð. Ramminn er fom danskvæði eins og kunn eru á íslandi í safnritunum Fornir dansar og Kvæði og dansleikir. Þetta eru einfold frá- sagnakvæði um harmsögulegar ástir, þjóð- sagnakennd og ljóðræn. Sum minna á þulur, þá eru í ljóðunum stuttar ljóðhnur með reglubundinni hrynjandi, og endurtekningar með tilbrigðum. Inni á milh eru dramatísk- ari kaflar. En innan þessa þjóðkvæðaramma bregður García Lorca upp módernum, mót- sagnakenndum myndum, svo lesandinn stöðvast við draumkennda fegurð þeirra. Súrrealisti í New York Þessari bók fylgja þarfar skýringar og eink- um er góður fengur að erindi sem höfundur hélt víða um dvöl sína í New York og kveikj- ur einstakra ljóða. Erindið er hinn ákjósan- legasti inngangur að Ijóðabálkinum, þyki einhverjum ljóðin óárennileg. í þeim ríkir súrreahsminn, svo ljóðin eru eins og sýni- dæmi um stefnuna. Hér rekast stöðugt á ó- sættanlegar andstæður í ljóðmyndum, svo engin leið er að botna í ljóðunum með rök- hugsun. En ljóðin eru þeim mun áhrifameiri sem skynjun, yfirþyrmandi í kvöl, losta og öðrum tilfinningum. Bókin er svo fjölbreytt að erfitt er að velja dæmi en lítum á fáeinar andstæðuþrungnar myndir í eftirfarandi ljóði. Dögunin er persónugerð og stynur af einhverri vanlíðan en jafnframt er hún eitt- hvað sem menn vilja ekki leggja sér tíl munns. Liljur eru kenndar við angist (eigin- lega málaðar af henni í frumtexta), en smá- peningar haga sér eins og þeir væru ránfugl- ar. Reikningsdæmi eru eins og for, en blóð er haf, þar sem menn bíða skipbrot. Byrjun- in er í hátígnarlegu umhverfi, með ijórum súlum og miklum tröppum, en einkunnar- orðin mynda soralega andstæðu, og ljóðinu lýkur í eins konar glundroða. Of langt mál yrði hér að ræða hvaða áhrif þetta óskiljan- lega tal hefur, en m.a. skapa þessar mótsagn- ir mynd af sundruðum umheimi, sem er óskiljanlegur og ógnandi. Sú mynd er miklu máttugri en ef okkur væri bara sagt að þann- ig sé New York. Dögun í New York kemur dögunin meö Qórar forarsúlur og hvirfilvind af svörtum dúfum buslandi í fúlu vatni. í New York stynur dögunin í gríðarstórum stigum og leitar milli brúnanna aö liljum lýsandi angistar. Dögunin kemur og enginn leggur hana í munn sér því morgunninn og vonin eru hvergi nærri. Stundum koma mergðir af smápeningum svíf- andi og rífa í sig yfirgefm böm á götum úti. Fyrstu vegfarendumir skynja innað beini að þeirra bíður ekki paradís eða ástameisti heldur forarvilpa tölustafa og reglna, innantómir leikir og tilgangslaus sviti. Dagsbirtan er grafin í skarkala og hlekki af ófyrirleitnum vísindum með slitnar rætur. Um götur úthverfanna reika ömiagna vemr, likt og nýstignar á land eftir skipbrot í blóði. Þýðingin viröist í stórum dráttum vel gerð, a.m.k. við fyrstu sýn. Einnig á íslensku er þetta til- komumikill skáldskapur, hrynjandi kvæð- anna og yfirbragð er líkt og í frumtexta. Bókmeimtir Örn Ólafsson Undirritaður verður aö láta þeim eftír að dæma um nákvæmnina sem betri eru í spænsku. Þó sat ég yfir þýðingunni með frumtexta og orðabók og bar saman hér og þar. Sums staðar virtíst mér verulega vel takast til, t.d. í „Vals milli greina“, þar sem rímskipanin helst í leikandi léttri danshrynj- andi ljóðsins. En skrítíð var að sjá þar: „Und- ir mui greinanna" fyrir: „numen“, því það orð þýðir: goð, innblástur, hæfileikar. Víðar fannst mér vera óþörf ónákvæmni, því ekk- ert réttlætti hana, hvorki rím, hrynjandi né myndmál í fríljóðum svo sem „1910“. En þar segir m.a.: „eða hátíð öskunnar í huga þess sem grætur um nætur" - síöustu tvö orðin eru þýðing á: „por la madrugada" sem merk- ir: í dagrenning. Enn verra blasti þó við á Federico Garcia Lorca. Var myrtur af Franc- oliðum, aðeins 38 ára að aldri. næstu bls.: „Ég bauð þér ástar venju, axlir Appolós". Síðustu tvö orðin eru þýðing á: „hombre de Apolo", sem merkir: „maður Appolós". Þýðandi hefur mislesið hombre sem hombros, en það merkir axlir. í sama ljóði stendur: Hugsun andartaksins, birta gærdags, teikn og vísbendingar örlaganna. Síðusta orðið er þýöing á: „acaso“ sem merkir: af tilviljun. Neðar í sama ljóði stend- ur: „blái hestur bijálsemi og firru“, en ætti að vera: „brjálsemi minnar". Allt var þetta á bls. 10-11, og mér féll nánast allur ketíO í eld í 3. ljóði. Alla hendir skyssur, en í eftír- mála þakkar þýðandi fleiri en tveimur „yfir- lesurum mörg góð ráð og ábendingar." Varla hafa þau þó borið þýðingu saman við írum- texta eða hvað? Ég vona að úr svona hnökr- um verði bætt við endurútgáfu, sem verður að koma fyrr eða síðar því það eru þvílík stórtíðindi að fá þetta verk á íslensku að ekki mun önnur merkari hafa út komið á síðasta ári. Bókin er óvenjusmekkleg að ytri gerð, með teikningum höfundar, m.a. á kápu. Federico García Lorca: Skáld i New York. ský 1991, 158 bls. ’ KOSTABOÐ VIÐ HLEMM LAUGAVEGI 116 Hér er stærsta tækifærið tilaðviima í störhappdrætti UMBOÐSMENN SÍBS í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI : AÐALUMBOÐ Suðurgötu 10, sími 23130 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími Í3665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 677757 SJÓBÚÐIN Grandagaröi 7, sími 16814 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, simi 689780 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES SÍBS-DEILDIN, REYKJALUNDI SÍmi 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 666620 BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Hafnarfirði, Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, Garðabæ, sími 656020 SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BORGARBÚÐIN Hófgeröi 30, Kópavogi, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, Kópavogi, sími 46777 SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Vesturbergi 76, sími 72800 Engihjalla 8, sími 44155 MIÐINN KOSTAR AÐEINS 500 KR. - MEÐ MESTU VINNINGSLÍKURNAR Drögum á þríðjudagínn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.