Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 32
F R ET A S T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað FOSTUDAGUR 10. JANUAR 1992. Nýjasti neyðarbíll Slökkviliðs Reykjavíkur lenti í hörðum árekstri við jeppa á mótum Réttarholtsvegar og Bústaðavegar síödegis í gær. Þrír voru fluttir á slysadeild, þar af tveir úr sjúkrabílnum sem var á leið að Skógargerði þar sem kviknað hafði í. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir. DV-mynd S GATT: Neytendasam- tökin styðja samningsdrögin Neytendasamtökin lýsa.yflr stuön- ingi viö þau samningsdrög sem nú liggja fyrir í GATT-viðraeöunum. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- þykkt var á sameiginlegum stjórnar- fundi Neytendasamtakanna og Neyt- endafélags höfuðborgarsvæöisins í gær. í ályktuninni benda samtökin á að samningsdrögin fjalli ekki eingöngu um landbúnað heldur einnig meðal annars um tollaívilnanir á mikilvæg- um útflutningsvörum okkar. Auk þess benda samtökin á að ef drögin verði að veruleika verði meginhluti innfluttra búvara á sama verði og innlendar vörur vegna tolla. Þegar tollar lækki verði útflutningslöndun- um samtímis gert að lækka útflutn- ingsstyrki. Neytendasamtökin álykta að ef GATT-drögin verði að raunveruleika muni sú samkeppni sem íslensk bú- vöruframleiðsla fær knýja á aukna hagræðinguílandbúnaði. -IBS Strandasýsla: Týndu hestarnir sexfundnir Hestamir sex, sem hurfu úr girð- ingu fyrir ofan bæinn Broddanes í Strandasýslu á nýársnótt, fundust í fyrradag efst í Kleifum suður af Bruna. Að sögn bóndans í Broddanesi, Jóns Stefánssonar, höfðu hestamir þvælst um 20 til 30 kflómetra og voru þeir á norðurleið er menn á vélsleð- um fundu þá. Talið var að hestamir hefðu hræðst flugelda og þess vegna farið úr girðingunni. Þeir voru vel haldnir er þeir fundust og vora óþekkir aö faraheim,aöþvíer Jónsagði. -IBS LOKI Hvaðverðurþá um jólakökuskammtinn? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: " ' l l al varlegar afkomu horf ur Alusuisse annu Sögusagnir era um að eigendur álversins í Straumsvík hafi aövar- að íslensk yfirvöld um aö til lokun- ar, eða mjög mikfls samdráttar, geti komið hjá álverinu í Straums- vík vegna erfíðleika í rekstri. Þeir rekstrarerfiðleikar eru tilkomnir vegna hins lága álverðs á heims- markaði. Álverð á heimsmarkaði mun aldrei, frá því Iframleiðsla hófst, hafa verið lægra en um þess- ar mundir og hefur haldiö áfram að lækka undanfarna daga. Vitaö er að Alusuisse hefur verið að loka álverksmiðjum úti í heimi og rætt um lokun fleiri verksraiöja, „Þaö er ekki rétt að mér hafi ver- ið tilkynnt með beinum hætti um aö lokun álversins í Straumsvík sé yíirvofandi. Mér hefur aftur á móti veriö tilkynnt um að horfur um afkomu álframleiðsiunnar hjá Alusuisse séu mjög alvarlegar og afkoman erfið. Afkoma ísals er einnig mjög erfið enda þótt álverið í Straumsvík sé skást sett af álver- unum í eigu Alusiússe," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra í sam- tali við DV. Jón sagði að nú væru afar erfiðir tímar hjá álframleiðendum á Vest- urlöndum vegna hins ódýra áls sem streymir á markaðinn frá A- Evrópulöndunum. Hann sagði menn binda vonir við að þetta fari að breytast á næstu misserum en enginn vaíi væri á að tíminn fram- undan yrði afar eríiður fyrir ál- framleiðendur. „En ég endurtek það að mér hefúr ekki borist nein bein ábending um að Alusuisse hyggist loka verk- smiðjunni í Straumsvík," sagði Jón Sigurðsson. Hann tók hins vegar fram að hin- ar tíðu deflur mflii starfsmanna og stjómendna í Straumsvík væra ekki til að hæta ástandið eins og nú árar í álframleiðslunni. -S.dór Veörið á morgun: Frostlaust við ströndina Á morgun verður fremur hæg, austlæg átt. Dálítil rigning eða súld með köflum við suður- og suðausturströndina, snjóél verða á annesjum norðaustanlands en annars úrkomulaust að káfla. Hiti verður 0-3 stig um sunnan- vert landið og sums staðar við ströndina norðanlands en vægt frost inn til landsins norðan fjalla. Hollustuvemd ríkisins: 72 farþegar Veraldar, sem verið höfðu úti á Kanaríeyjum um jólin, komu fagnandi heim með Flugleiðum í gær- kvöldi frá Kanaríeyjum ásamt farþegum Flugleiða. Veraldarfarþegarnir fengu að vita það í gærmorgun að Veröld væri orðin gjaldþrota. í gær var gengið frá hótelmálum þeirra 120 farþega Veraldar sem fóru út 2. janúar án viðbótarkostnaðar farþeganna. - Sjá nánar á bls. 6 DV-mynd Ægir Már Hafnarekki i fiskinýöls- verksmiðju Mengunarvarnadeild Hollustu- verndar ríkisins hefur sent umhverf- isráðuneytinu umsögn vegna um- sóknar Faxamjöls um að starfrækja fiskimjölsverksmiðju í Örfirisey. Samkvæmt heimfldum DV hafnar Hollustuvernd ekki verksmiðjunni en setur aftur á móti ströng skilyrði fyrir starfseminni. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra sagði í samtali við DV í gær að hann og starfsmenn hans í ráðu- neytinu væru nú að setja sig inn í skýrslu Hollustuverndar. Enn hefði því engin ákvörðun verið tekin um starfsleyfi. Að sögn Magnúsar Jó- hannessonar, aðstoðarmanns um- hvérfisráðherra, mun afgreiðslu málsins verða hraðað í ráðuneytinu. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls, segist bjartsýnn á að starfsemin verði heimiluð. Hann segir að í verksmiðj unni verði mengunarvarnabúnaður sem uppfyllt geti ströngustu kröfur. Einar Örn Stefánsson, formaður íbúasamtaka Vesturbæjar, segir um- hverfisráðherra hljóta að taka tillit til undirskrifta um þrjú þúsund íbúa þar sem verksmiðjunni er mótmælt. Alls eru um 4.700 einstaklingar, 16 ára og eldri, búsettir í vesturbæ og miðbæ en hætt er við að fiskimjöls- lyktinberistþaryfir. -kaa Loðnan: Hefurveriðkropp „Það hefur verið reytingur en eng- inn krafur. Þetta hefur verið hálfgert kropp enda veðrið verið hálfleiðin- legt að undaníornu,“ segir Ómar Ól- afsson, stýrimaður á Albert GK, en hann landaði 600 tonnum af loðnu á Reyðarfirði í nótt. „Veðrið hefur verið hálfleiðinlegt og mikill straumur en það er þó- nokkuð að sjá af loðnu.“ Flestir loðnubátanna voru í landi í nótt en í morgun voru 10 bátar komn- ir á miðin eða á leið þangað en þau eru nú 50 til 60 mílur út af Austfjörð- um. -J.Mar Jón Baldvin á leið til Litháens Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra heldur í dag til Litháens í boði Landsbergis forseta. Tilefnið eru hátíðarhöld þar sem minnst verður átakadags í sjálfstæðisbar- áttu Litháens fyrir ári þegar vopnað- ir hermenn Kremlverja gerðu tilraun til að ná undir sig sjónvarps- og út- varpssendingum í Vilnu, höfuðborg Litháens. -kaa NSK\i kúlulegur Vtouisen SuAuriandsbraut 10. S. 686499. ÞREFALDUR 1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.