Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1992. 33 Merming Steinn Steinarr Þessi nýja útgáfa af ljóðum Steins Steinars er, eins og auglýst hefur verið, fyllri en fyrri útgáfur. Hins kunna margir að sakna, að hér er ekki laust mál Steins sem fylgt hefur ljóð- unum síðan Kvæðasafn og greinar kom út 1964. En ég fékk þær upplýsingar hjá útgef- anda að lausamálsrit Steins og viðtöl við hann kæmi í sérstakri bók næsta haust og að einnig þaö yrði stærra safn en verið hef- ur. Það er gleðilegt, því ýmislegt merkilegt á því sviði er aðeins til í handriti. Þessi útgáfa er smekklega sett upp, ljóðabækurnar í ald- ursröð og sérstakt fagnaðarefni að fá nú skrá kvæðanna í stafrófsröð eftir titlum og upp- hafi. Gott er líka að halda hér inngangi Kristjáns Karlssonar frá Kvæðasafni og greinum. Þetta er sérlega gott yfirlit um ljóð Steins og það umhverfi sem þau spruttu úr. Áður óbirt Ijóð Það ér oft áhorfsmál hvað birta skal af verkum sem skáld hafa ekki gefið út sjálf en hggja eftir þau látin. Stundum getur verið um drög að ræða eða tilraunir sem skáldiö heíði ahs ekki viljað birta. En það gegnir aht öðru máh um ljóð sem til eru í handriti frá fyrstu tíð og skáldið hefur aldrei kosið að birta, hvorki í blöðum né bókum, og svo hins vegar ljóð frá síðustu árum fullþroska hstamanns. Það er nógu illt að missa skáld eins og Stein á miðjum aldri þótt menn fari nú ekki þar á ofan að neita sér um að lesa ágæt verk hans sem e.t.v. voru bara af tilvilj- un óprentuð þegar hann lést. Sem betur fer hefur meira og meira hirst af slíkum ljóðum undanfarna áratugi. Kvæðasafn og greinar Steins birtist sex árum eftir dauða hans og þá bættist 21 ljóð viö það ljóðasafn sem hann sjálfur hafði gengið frá 1956. í þessu nýja safni bætast enn 30 ljóð við safnið en 20 þeirra höfðu birst i tímaritum og bók sl. tutt- ugu ár. Því var sjálfsagt að taka þau með í ljóðasafnið. Meðal þeirra eru prýðisljóð og sérstaklega var forvitnilegt að fá hér ýmis tilbrigði við þau ljóð sem voru í frægasta ljóðabálki íslenskum, Tímanum og vatninu. Þá er hitt ekki lítils virði að sum þessara Ijóða sýna a.n.l. nýjar hliðar á Steini. Þar má nefna hið ágæta kvæði „Skáldsögu" sem dæmi, einnig „Mjólkurbú Flóamanna“ og ýmis ljóð sem minna á þýska skáldið Heine í skyndi- legum háðhvörfum í lok ljóðs. Sveinn Skorri Höskuldsson birti þrettán Ijóðanna í Skírni 1973 og sagði þá að um sextíu óbirt ljóð lægju í handritum Steins á Landsbókasafni. Hér er þá helmingurinn prentaður. Ég hef skoðað þau sem enn hggja óbirt og ég verð að segja að mér finnst að þau hefði flest eða öll átt að prenta hér. í fyrsta lagi er forvitnilegt fyrir almenning að sjá sem mest af verkum svo vinsæls skálds. Þau ljóð sem nú bættust við taka ekki nema 18 síður, hin tækju varla meira en 20. Nú tel ég líklegt að útgefendur hafi verið hræddir við að taka of mikið því það gæti lækkað staðalinn á ljóðasafninu ef þar væru hálfkláruð verk. En það er af og frá að þessi ljóð yrðu skáldinu til skammar. Sum líkjast vissulega ýmsum prentuðum ljóðum, svo sem eðlilegt er, en á heildina ht- ið gefa þessi óbirtu ljóð fjölskrúðugri mynd af Steini. Þarna er óvenjudjarft myndmál, leikandi kímni og t.d. tvö prósaljóð en slíkt var áður óþekkt í ljóðum Steins. Þessi þrjá- tíu ljóð, sem eftir liggja, kæmu í bálkinum „Ýmis kvæði“ og lesendur hljóta að líta þann Bókmenntir Örn Ólafsson bálk öðrum augum en t.d. Tímann og vatnið. Enn er á það að hta að þegar Steinn gerði ljóðasafn sitt tveimur árum áður en hann dó virðist hann sáralítið hafa tekið af ljóðum sem yngri eru en frá 1948. En hann liföi í átta ár eftir það. Eigum við að trúa því að hann hafi ekkert ort ahan þann tíma eða er ekki hitt trúlegra að það sé m.a. afrakstur þeirra ára sem fyllir óprentuð ljóðahandrit hans? Kristján Karlsson talar í inngangi sín- um um hættuna á því að þetta mikla upp- reisnarskáld aðlagist, verði lesendum svo kunnuglegt að það verði litlaust. Það er helst hægt að vinna gegn þvi með því að leyfa honum að koma öhum fram. En þegar fólk velur úr eftirlátnum verkum er ahtaf hætt við því að það velji það úr verkum skáldsins sem fellur best að fyrirfram mótuðum hug- myndum þess um hverrtig skáldið sé. Shkar hugmyndir eru alltaf einfoldun. Aðalástæð- an fyrir því að birta hefði átt öh ljóð Steins er þó ótahn en hún er einfaldlega sú að þau enn óbirtu eru flest ámóta góð og mörg bestu ljóðin í Ljóðasafninu. Hér er eitt sýnishorn af þeim: lát andlit þitt skína úr eldgulu rökkri hins ástleitna dags ég sé hlaupandi fætur á hlæjandi öldum hins hljóða dags ég sé mjúkar hendur slá mjallhvitum eldi í myrkursins fax Textinn Það er ekki vandalaust að gefa út eftir handritum skálds. Iðulega eru ljóð Steins til í 2-3 uppskriftum, með nokkuð mismunandi orðalagi. Engar tímasetningar eru á handrit- um og hvemig á þá að vita hvaða gerð skáld- ið helst hefði kosið að birta? Stundum eru ljóðin þar að auki til í vélriti og þá mætti nú giska á að ljóðið hefði verið vélritað vegna þess að skáldið hefði ætlað að láta prenta það og að hér væri þá komin endanleg gerð, sem bæri að fara eftir. Ekki eru þó öll vélrituð ljóð Steins birt í þessu nýja Ljóðasafni, ekki einu sinni öll sem prentuð hafa verið í tíma- ritum. Og stundum er ljóð betra í handriti en vélriti. Þetta er auðvitað mitt mat en lítum á dæmi. Meðal þeirra ljóða sem Sveinn Skorri birti í Skírni er ljóðið „Hugmynd" en fyrsta erindi þess er svona: Ég er hættur aö mæðast þótt brekkan sé brött. Þetta ljóð er einnig í Ljóðasafninu, síðast þar. Sem betur fer gerir Sveinn grein fyrir textamun handrita og í einu handriti er titill sem í stað þess að hafa ljóðið bara í hug manns staðsetur það í miðri Reykjavík. Það gerir annað erindi þess mun fáránlegra og upphafserindið er miklu sérkennilegra í öll- um handritum. í prentaðri gerð er lokaiína 3. erindis: „og segir“ en í handritum er orða- lag sem sýnir orð gamla mannsins sem mein- ingarlaust tuldur. Þar er ljóðið þá svona: Á Lækjartorgi Sál mín er eins og spuming sem svaraö er út í hött. Allsnakin kona kemur gangandi með gráan kött. Gamall maöur í gulum frakka situr á trébekk Vlð torgið og tautar í sífellu: Faðir vor þú sem ert á himnum Heiminum er borgið. Hvernig á nú að leysa svona útgáfuvanda? Sjálfsagt var að prenta eftir vélritinu en mér finnst réttast að birta textamun, þó við þau kvæði ein sem höfundur gaf ekki út sjálfur í bók. Því þar er ekki ótvírætt hvað sé endan- leg gerð. Ég fullyrði að það hefði tekið lítið rúm að gera grein fyrir helsta textamun handrita. Og lesendur fengju jafnframt inn- sýn í smiðju Steins. Skrár hefði ég viljað fá fleiri en hér eru. Það er í fyrsta lagi að nefna að Steinn útbjó sjálfur heildarljóðasafn sitt tveimur árum áður en hann dó. Þar sleppti hann allmörgum ljóðum Steinn Steinarr. Fagnaðarefni að fá heildar- útgáfu Ijóða hans. úr fyrri bókum, einkum þeirri fyrstu, auk þess sem hann breytti röð þeirra ljóða sem hann hélt. Því flnnst mér sjálfsagt að birta hér efnisyfirlit þess safns, m.a. til þess aö lesendur fái að vita hvaða ljóð skáldið vildi ekki telja með. í eftirmála hér kemur einung- is fram hvaða ljóð Steinn tók sjálfur með í bálkinn „Ýmis ljóð“ og höfðu þá ekki birst áður í bók. Einnig hefði verið mjög æskilegt að fá skrá yfir fyrri prentanir kvæða í tímaröð. Þetta hefði tekið mjög lítið rúm og kostað sáralitla vinnu, bara að skrifa upp úr skrám Lands- bókasafns og Bókmenntastofnunar Háskól- ans. Sjálfsagt eru þær skrár ekki tæmandi en fyrr má nú gagn gera og það mikið. í fyrsta lagi sést af shkri skrá hvernig skáldinu gekk að koma út verkum sínum á hveijum tíma og á hvernig vettvangi. í öðru lagi gefur shk skrá miklar upplýsingar um vinnubrögð skáldsins. Ég nefni sem dæmi aö 1948 kom Tíminn og vatnið út í fyrri gerð, 13 ljóð. Seinni gerð birtist svo 1956,21 ljóð. Nú mætti ætla að Steinn hafi ort viðbót við bálkinn á þessum átta árum. Nei, af skrá um fyrri prentanir má sjá að þegar fyrri gerð kom út höfðu nær öll ljóðin í seinni gerð birst í tíma- ritum og ýmis ljóð af sama tagi sem heldur ekki voru tekin með í seinni gerð. Þama er í bæði skiptin, 1948 og 1956, um mismunandi úrval að ræða eins og Sveinn Skorri sýndi fram á í grein í Afmælisriti Steingríms Þor- steinssonar 1971. Vissulega hafa skrár eins og þær sem ég hér óska eftir lítt tíðkast í íslenskum ljóða- söfnum, ég er því ekki að deila sérstaklega á þetta ljóðasafn. En það er þá tími til kom- inn að ritsöfn verði greinarbetri. Ég skora á útgefendur að bæta úr þessu þegar seinna bindi ritsafnsins kemur út í haust. Þannig yrði útgáfan mun varanlegri en nú horflr. En hvað sem þessum aöfmnslum mínum líður er sannarlegt fagnaðarefni að fá þessa útgáfu. Steinn Steinarr: Ljóðasafn. Valgerður Benediktsdóttir bjó til prentunar. Vaka-Helgafell 1991, 296 bls. Laugarásbíó - Barton Fink: ★★ Eldur, gakk með mér John Turturro og John Goodman í hlutverkum sínum í Barton Fink. Barton Fink er fjórða kvikmynd bræðr- anna Joel og Ethan Coen en sú fyrsta sem veldur mér vonbrigðum. Fyrri myndir þeirra, Blood Simple, Raising Arizona, Mill- er’s Crossing, voru allar meistaralega vel úr garði gerðar, hver á sína vísu og Barton Fink er ekki hátfdrættingur á við þær. Barton Fink er leikritaskáld í New York á fjórða áratugnum (lauslega byggður á Clif- ford Odets). Hann skrifar um venjulegt fólk fyrir venjulegt fólk og dreymir um að þróa nýja tegund leikhúss, byggt á sannleika dag- legs lifs. Hann vill skrifa eitthvað sem skipt- ir máli og hefur áhrif en umboðsmaður hans telur hann á að fara til Hohywood og græða peninga. Þar vilja menn að hann skrifi fang- bragðamynd fyrir B-myndarisann WaUace Berry. Barton fær inni á drungalegu og hrörlegu hóteh en kemur ekki orði á blað. Ritstíflan er algjör og kemur sér fljótlega Ula þar sem mætir menn treysta á að hann töfri upp „Bar- ton Fink fUinginn". Mitt í vandræðunum kynnist hann góðlegum tryggingasölumanni í næsta herbergi (John Goodman), drykk- feUdum rithöfundi (John Mahoney) og vin- konu hans (Judy Davis). En þetta er bara byijunin. Hægt og rólega fer Barton yflrum og myndin verður æ óraunverulegri uns dvöl hans í draumaborginni endar í sann- kaUaðri vítiskvöl. Myndir um HoUywood eða eitthvað tengt kvikmyndaheiminum hafa sjaldan verið vel heppnaðar, það er eitthvað við þær sem mér finnst ekki ganga upp, eins og það sé ódýr lausn að skrifa um bakhliðina á kvikmynda- framleiðslunni. Þó sagan í Barton Fink sé um Hollywood þá er hún einnig líkingarsaga (aUegóría), en hún er torskilin sem slík og Kvikmyndir Gísli Einarsson mikið af vísunum sem eru aUs ekki augljós- ar. Ef slíkt á að gera þarf áhorfandinn að fá áhuga á að ráða í þær eða túlka. Ég skUdi ekki aUtaf hvað þeir voru að fara og hafði Utinn áhuga. Coenbræður hafa ekki hingað til gert mikið að því að predika og ég er ekki viss um það það sé eins mikið til í þessari mynd og margir vUja halda fram. En þótt myndin hafi aðeins rýrt mig trausti á frásagnargetu Coenbræðra stendur eitt eft- ir óhaggaö af fyrri fæmi þeirra: ótrúlegur hæfileiki til að skapa frumlegar persónur og finna leikara sem passa eins og flís viö rass. Aukapersónur eru yfir aUa línuna frábærar og skara þar mest fram úr Michael Lemer, sem full áhugasamur kvikmyndaversstjóri og hin ástralska Judy Davis. Það er líka gam- an aö sjá Tony Shaloub, sem leikur framleið- andann Ben Geisler, fara með skUjanlegan texta en hann vakti fyrst eftirtekt sem leigu- bílstjóri sem talaði óskUjanlegt mál í gaman- myndinni Quick Change (“blaftoumi!"). Nærri því hvert einasta atriöi með þessum persónum er óborganlegt og það er mesti fetil myndarinnar að geta ekki myndað sterka heild úr þeim. Þetta er eins og að sitja í bU sem er verið að starta í gir, rykkir og skrykkir en kemst aldrei í gang. Það eru hótelsenumar með Turturro og stundum Goodman sem valda þessu. Goodman hefur aldrei verið betri en Barton sjálfur er sísta persónusköpunin í myndinni og Turturro, sem er frábær leikari (munið þið eftir honum í Do the Right Thing) getur ekkert að því gert. Þar að auki minna hótelatriðin óþægi- lega á Tvídranga Lynch og þetta er í fyrsta sinn sem eitthvaö eftir Coenbræður virðist klisjukennt. Þeir eru búnir að skipta um tökumann og er Bretinn Roger Deakins kom- inn í staðinn fyrir Barry Sonnenfeld, sem sneri sér að leikstjórn í btii (Addam’s Fam- Uy). Sorglegur missir, sérstaklega þar sem Deakins kemst ekki með tærnar þar sem Sonnenfeld hafði hælana. Sjónarhornin og hreyfingarnar á véhnni eru coenískar en það kemur ekkert nýtt eða spennandi myndrænt séð. Ég er þó sannfærður um að Barton Fink er ekki nema tímabundið feUspor hjá bræðr- unum. Hæfileikar þeirra óumdeilanlegir, þeir þurfa bara að leggja meiri vinnu í sög- una næst. Barton Fink (Band-1991) 116 min. Handrit, leik- stjórn og framleiðsla: Joel Coen og Ethan Coen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.