Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1992. Andlát Sigurpáll Jónsson, fyrrum aöalbók- ari, Rauðalæk 8, Reykjavík, lést í Landakotsspítala hinn 8. janúar. Guðrún Sæmundsdóttir Norðfjörð, Aflagranda 40, áður Víðimel 65, lést í Landspítalanum 8. janúar. Jardarfarir Sigurbjörn Lárusson lést þann 3. þ.m. af slysförum. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Kristín Kristjánsdóttir, áður til heimilis á Sólvallagötu 52, lést í Hafn- arbúðum 28. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Stefánsdóttir, Stóru-Hildis- ey, A-Landeyjum, verður jarðsungin frá Voðmúlastaöakapellu laugardag- inn 11. janúar kl. 14. Guðný Þórarinsdóttir, Krossdal, Kelduhverfi, sem lést 2. janúar í sjúkrahúsinu á Húsavík, verður jarðsungin frá Garðskirkju laugar- daginn 11. janúar kl. 14. Sverrir Guðmundsson, Lómatjörn, lést 6. janúar í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Útförin fer fram frá Laufásk'rkju laugardaginn 11. jan- úar kl. 14. Þórunn Kristinsdóttir, Ljósheimum 20, lést í Landakotsspítala 26. des- ember sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús Helgason, Grýtubakka 8, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 13. janúar kl. 15. Steinunn Sigurðardóttir, Bólstaðar- hlíð 64, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 14. janúar kl. 13.30. Útför Björgvins Kristins Grímssonar, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Páll Sigurðsson, Hólagötu 37, Njarð- vík, verður jarðsunginn frá Innri- Njarðvíkurkirkju í dag, föstudaginn 10. janúar, kl. 14. Grímur Magnússon læknir, lést 31. desember. Hann fæddist 1. mars 1907 í Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyj- um 1. mars 1907. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjamason og Þóra Þorsteinsdóttir. Grímur lauk lækna- prófi frá Vínarháskólanum árið 1936 og var viðurkenndur sérfræðingur í tauga- og geðlækningum 1948. Grím- ur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Nanna Jónsdóttir. Síðari kona hans er Hrönn Jónsdóttir og eignuð- ust þau hjónin tvö böm. Útför Gríms verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15. Tilkyimingar Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með kaffisölu í safnaðarheimilinu sunnudaginn 12. janúar nk. effir messu sem hefst kl. 14. Allir velkomnir. Húnvetningafélagið Félagsvist spiluð kl. 14 á laugardag í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Barðstrendingafélagið heldur nýársgleði í Hreyfilshúsinu laug- ardaginn 11. janúar. Mætið sem flest í grimubúningi, furðufótum eða jólafótum. Húsið opnað kl. 21. Kvikmyndasýningarfyrir börn og unglinga í Norræna húsinu Sunnudaginn 12. janúar kl. 14 verður sænska bama- og unglingamyndin „Másterdetektiven Blomkvist“ sýnd í fundarsal Norræna hússins. Myndin er gerð eftir sögu Astrid Lindgren og hefur bókin komið út á íslensku. Sýningar- tíminn er ein og hálf klukkustund. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill aö- gangur. Myndin er með sænsku tali og ótextuð. Vegfarandi með endurskinsmerki sést allt að því fimm sinnum fyrr en sá ómerkti. ÚTSALA Á HANDAVINNU MIKILL AFSLÁTTUR HANNYRÐAVERSLUNIN STRAMMI ÓÐINSGÖTU 1 - SÍMI 91-13130 BLAÐ BUROARFÓLK Sogaveg ÍOO - út Túngötu Öldugötu 1-40 \ t A í p t t AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 t t . t SÍMI 27022 Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Einn hattur, nýttfélag Stofnað hefur verið félag á íslandi sem ber nafnið Einn hattur. Gróft skilgreint er markmið félagsins að skapa ungum, íslenskum listamönnum starfsgrundvöll erlendis með samstarfi við sambærileg félög víða um heim. Samstarf þetta felur í sér umfangsmikil skipti á listamönnum af öllum stærðum og gerðum. Fyrsta verkefni félagsins er tónleikaferð frönsku hljómsveitarinnar Dimitri til fs- lands í janúar. Það eru frönsk systrasam- tök Eins hatts, Couleur Tatou að nafni sem standa að komu Dimitri hingað til lands. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi Eins hatts er bent á að hafa. samband í gegnum Box 3373,123 Reykja- vík. Tapað fimdið Kettlingur tapaðist úr Hlíðunum Svört og hvít, 5 mánaða læða týndist úr Hlíðunum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 10732. Hundartöpuðust úr Hvalfirði í byrjun desember töpuðust tveir border coUie hundar frá bænum Þyrli í Hval- ftrði. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hringi í s. 93-38899 eftir kl. 18. Námskeið Námskeið í hárgreiðslu Námskeið með hinum þekkta hár- greiðslumeistara DAR verður haldið á Akureyri laugardaginn 11. janúar og í Reykjavík sunnudaginn 12. og mánudag- inn 13. janúar. í fylgd með DAR verður forðunarfræðingurinn S. Mohindra og mun námskeiðið verða byggt upp á þeirra samstarfi, þ.e. förðun og khppingum. Þátttökutilkynningar og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Heildinni sf. sími 91-656050. Hekl- og prjónanámskeið hefjast strax eftir helgi. Hvert námskeið stendur í sex vikur. Skráning er hafm. Leibeinendur verða Amdís Bjömsdóttir og Inga Þórðardóttir. AUar nánari upp- ‘lýsingar í síma 11616. Ættfræðinámskeið fyrir almenning Ættfræðiþjónustan er að byija með ný námskeið fyrir almenning og standa þau frá miðjum janúar til febrúarloka. Á þessum námskeiðum em menn fræddir um íslenska ættfræði, heimildimar, rannsóknaraöferðir og úrvinnslu upplýs- inga i ættarskrám af ýmsu tagi, m.a. með tölvuvinnslu á ættartölum og niðjatölum. Fyrir byijendur em haldin sjö vikna grunnnámskeið (20 klst.), en 5-6 vikna framhaldsnámskeið fyrir lengra komna. Einnig em í undirbúningi helgamám- skeið á Akureyri, ísafirði, í Borgamesi, Keflavik og fleiri stöðum á landsbyggð- inni. Á öllum þessum námskeiðum fá þátttakendur aðstöðu til að rekja eigin ættir og frændgarð og afnot af miklu gagnasafni, m.a. kirkjubókum, mann- tölum, ættartöluhandritum og útgefnum bókum. Leiðbeinandi er Jón Valur Jens- son. Innritun er hafin hjá Ættfræðiþjón- ustunni í símum 27101 og 27100. Myndgáta i>v 11:11 -eining í samskiptum Nýaldarsamtökin hafa tekið að sér skipu- lagningu hér á landi á alþjóðlegu átaki sem nefnist 11:11 og fer fram þann 11. janúar 1992 kl. 11:11 að morgni sam- kvæmt staðartíma og má síöan endur- taka aftur ki. 23:11 að kvöldi sama dags. Átakið beinist að því aö hópar fólks um allan heim safnist saman og myndi með samstöðu sinni huglægan farveg fyrir orkuflæði einingar og kærleika í sam- skiptum. Nýaldarsamtökin munu vera með opið hús í húsnæði sínu á 3. hæð, Laugavegi 66, þann 11. jan. og verður húsið opnað kl. 10. Leikhús ÞJÓÐLEMÚSIÐ Sími 11200 RÓMEÓ OGJÚLÍA eftir William Shakespeare Sunnud. 12. jan. kl. 20.00. Föstud.17.jan.kl. 20.00. Fimmtud. 23. jan. kl. 20.00. Sunnud. 26.jan. kl. 20.00. eftir Paul Osborn Laugard. 11. jan. kl. 20.00. Fimmtud. 16. jan. kl. 20.00. Sunnud. 19. jan. kl. 20.00. Laugard. 25. jan. kl. 20.00. M.BUTTERFLY eftir David Henry Hwang íkvöld kl. 20.00. Föstud. 10. jan. kl. 20. Laugard. 18. jan. kl. 20.00. Föstud. 24. |an.kl. 20.00. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju íkvöld kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 11. jan. kl. 20.30. Uppselt. Miðvikud. 15. jan. kl. 20.30. Uppselt. Flmmtud. 16. jan. kl. 20.30. 50. sýning. Uppselt. Laugard. 18. jan. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 19. jan. kl. 20.30. Uppselt. Miðvikud. 22. jan. kl. 20.30. Föstud. 24. jan. kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 25. jan. kl. 20.30. Þriðjud. 28. jan.kl. 20.30. Fimmtud. 30. jan. kl. 20.30. Föstud. 31. jan. kl. 20.30. Sunnud. 2. febr. kl. 20.30. Þriðjud. 4. febr. kl. 20.30. Uppselt. Fimmtud. 6. febr. kl. 20.30. Föstud. 7. febr. kl. 20.30. Sunnud. 9. febr. kl. 20.30. ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. BÚKOLLA bamaleikrit effir Svein Einarsson Laugard. 11. jan. kl. 14.00. Sunnud. 12. jan. kl. 14.00. AUKASÝNING Sunnud. 19. jan. kl. 14.00 Allra siðasta sýning. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram aö sýningum sýningar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10 alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjaliarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiöi og þriréttuð máltiö öll sýningar- kvöld á stóra sviöinu. Boröpantanir i miðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.