Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLÚN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91J27022-FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91 )27079 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.- Vafasamur sparnaður Ríkisstjórnin undir forystu heilbrigöisráðherra hefur kynnt nýjustu sparnaðartillögur sinar. Þær fela það í sér að skerða á ellilífeyri og örorkubætur. Ráðherrann gerir ráð fyrir að þar sparist 200 milljónir króna. Vegna þessara tillagna hafa spunnist fróðlegar deilur um þenn- an þátt velferðarkerfisins, einkum þar sem Sighvatur Björgvinsson er sakaður um að skera niður lífeyri til þeirra sem minnst mega sín. Það er ekki talið sæmandi jafnaðarmanni að krukka þannig í grundvallarbaráttu- mál jafnaðarmanna sem einmitt hafa hrósað sér af því að vera höfundar og fylgismenn almannatryggingakerf- isins. Skerðingin á örorkubótunum er ekki umdeild að ráði þar sem peningar, sem þar sparast, verða notaðir til að bæta öðrum örorkuþegum upp þær bætur sem þeir hafa nú. Athyglin hefur hins vegar beinst að ellibótun- um en tillaga ráðherra gengur út á það að ellilífeyrisþeg- ar, sem hafa haft umtalsverðar atvinnutekjur, fá hlut- fallslega minni bætur eftir því sem tekjur þeirra eru hærri. Mörkin eru sett við 66 þúsund króna mánaðar- tekjur og er talið að skerðingin taki til um þrjú þúsund manns og þar af missi um tólf til íjórtán hundruð þeirra alveg af ellilífeyrisbótum. Deilan snýst um það hvort skerða megi réttindi sem allir ellilífeyrisþegar eiga að njóta vegna þess að fólk hefur greitt allan sinn starfsaldur inn í kerfið og hefur þar af leiðandi lögmætan og áunninn rétt til bóta án tillits til efnahags. Þetta er deila sem ekki er ný af náhnni. Menn hefur greint á um það hvort velferðarkerfið eigi að ná ein- göngu til þeirra sem á opinberri aðstoð þurfa að halda eða hvort eitt eigi yfir alla að ganga. Siðarnefnda leiðin hefur verið ráðandi í almannatryggingakerfmu íslenska að því er varðar almennar bótagreiðslur og sama hefur gilt um barnabætur og örorkustyrki. Sighvatur Björg- vinsson er þar af leiðandi að leggja grunninn að nýrri stefnu þar sem kerfið á að gera mannamun eftir því hver fjárhagur bótaþega er. Galhnn er bara sá að ekki er tekið tillit til tekna af fjármagnseign eða fasteignum heldur eingöngu miðað við atvinnutekjur. Reglan, sem ráðherrann miðar við, er því hálfkák og óréttlát í sjálfu sér ef hann vill á ann- að borð gera upp á milli einstaklinga út frá fjárráðum þeirra. Það er til að mynda ekki skertur bótaréttur og ellilífeyrir þeirra einstaklinga sem hafa háar tekjur úr lífeyrissjóðum. Breytingin hefur það eitt í fór með sér að ellilífeyrisþegar eru lattir til að stunda atvinnu eftir að þeir eiga rétt á ehhífeyri úr tryggingunum og kann sú þróun að orka tvímælis. Sighvatur Björgvinsson verður ekki sakaður um að ganga á skjön við jafnaðarstefnu þegar hann gerist tals- maður ofangreindra breytinga. Hins vegar hlýtur hann sem jafnaðarmaður að vera gagnrýndur fyrir að vilja draga úr því fjármagni sem fer til almannatrygginga. Eöeyrir, sem nemur tólf th fjórtán þúsund krónum, er ekki til skiptanna og í rauninni smánarlega lágur. Að því leyti er hér tekið undir þá gagnrýni framsóknar- manna að því fé, sem ráðherrann nær af tekjuháum líf- eyrisþegum, væri betur varið til að hækka greiðslurnar th þeirra sem á þeim þurfa að halda í stað þess að ríkis- sjóður sæki sér sparnað á kostnað tryggingabótaþega. Halla ríkissjóðs á að leysa öðruvísi en með því að sehast í pyngju bamafólks og aldraðra. Ellert B. Schram Fyrir tæpu ári, í mars 1991, voru vinsældir George Bush, forseta Bandaríkjanna, í hámarki. Hann náði þá meiri vinsældum en nokk- ur forseti fyrr eöa síðar, yfir 94 prósent bandarískra kjósenda voru ánægð með hann. Það var að sjálf- sögðu eftir ökuferðina miklu í gegnum Kúveit og þær loftárásir sem á undan gengu sem leiddu til dauða um 150 þúsund íraka en 145 Bandaríkj amanna. Bush var hylltur sem einn mesti leiðtogi sögunnar, þjóðarstolt Bandaríkjamanna rauk upp úr öllu valdi, við tókumargar vikur af sjálfsumgleði, þjóðrembu og sig- urmarséringum hermanna í ótal borgum Bandaríkjanna. Það var þá almennt álit að Bush væri svo vinsæll að kjör hans í forsetakosn- ingunum í nóvember í haust væri sama sem tryggt. Efnahagskreppa En nú er Eyðimerkurstormurinn gleymdur, sigurvíman er runnin af almenningi, Saddam Hussein sit- ur enn og styrkir stöðugt stöðu sína og áframhaldandi stjórn hans George Bush, forseti Bandarikjanna. -,,... lætur betur að bregðast við vandamálum og áskorunum en taka frumkvæði og móta sjáifstæða stefnu," segir Gunnar m.a. i greininni. Simamynd Reuter George Bush í kreppu varpar miklum skugga á innantó- man sigur í stríðinu. Bandaríkja- menn eru að mestu hættir að hugsa um þennan fræga sigur. Það eru önnur og nærtækari mál sem liggja þeim á hjarta, sem sé að Bandarík- in eru í alvarlegri efnahagslegri lægð sem dýpkar stöðugt eftir skamma uppsveiflu í kjölfar bjart- sýninnar sem fylgdi Eyðimerkur- storminum. Atvinnuleysi fer vaxandi, örygg- isleysi miöstéttarinnar grefur um sig, almenn óánægja með versn- andi lífskjör breiðist út. Bilið milh ríkra og fátækra breikkar. Hinir fátækari dragast stöðugt aftur úr og samkvæmt skoðanakönnunum eru tveir þriðju almennings þeirrar skoðunar að afkoma þeirra sé lak- ari nú en árið 1989. Þetta eru alvar- leg tíðindi fyrir Bush og afstaða almennings til hans endurspeglast í vinsældakönnunum. Nú síðast kom í ljós að aðeins 47 af hundraði voru ánægðir með Bush í desember og það er í fyrsta sinn sem vinsældir hans fara niður fyrir 50 prósent. Eitt ár er langur timi í póhtík og vinsældir eru hverfular eins og hrun Bush sann- ar. Japan Bush hefur reynt að svara þessu með því að leggja ofuráherslu á ný atvinnutækifæri en í leiðinni kenn- ir hann erlendri samkeppni að miklu leyti um samdráttinn. Hann hefur nú verið í Japan og reynt að afla sér vinsælda heima fyrir með því að kenna japanskri samkeppni um samdráttinn í bandarískum iðnaði og saka Japana um ósann- gjama viðskiptahætti meö því að takmarka innflutning til Japans. Þetta gengur í almenning. Japan er óvinsælt einmitt vegna þess hve japanskar vörur eru orönar fyrir- ferðarmiklar á Bandaríkjamarkaði en um leið víkur Bush sér undan að taka sjálfur ábyrgð á efnahags- stjóminni. Sú lægð sem nú gengur yfir er almennt talin eftirköst eftir það óhóf og takmarkalausu skulda- söfnun sen einkenndi stjóm Ron- alds Reagan. Og Bush var kjörinn út á það að hann ætlaði ekki að breyta neinu og ekki hækka skatta, enda hefur hann ekkert raunhæft gert til úrbóta. Bush lætur betur að bregðast við vandamálum og áskorunum en taka fmmkvæði og móta sjálfstæða Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður stefnu. Utanríkismál em hans sér- grein og þar nýtur hann sín. Bandarískum almenningi finnst að yfirgnæfandi meirihluta að hann eyði allt of miklum tíma í utanrík- ismál. En á sama tíma hefur Bush verið hikandi og ráðvilltur gagn- vart endalokum kalda stríðsins og hruni Sovétríkjanna. Þar hefur hann ekki tekið neina afgerandi forystu eða mótað stefnu heldur aðeins látið berast með straumn- um. Pat Buchanan og David Duke Kosningabaráttan fyrir kosning- arnar í haust hófst strax í fyrra og byrjar fyrir alvöru nú í næsta mán- uði með forkosningum í New Hampshire. Þar mun Bush fá mót- frambjóðanda sem gæti orðiö hon- um skeinuhættur. Pat Buchanan er rammur íhaldsmaður af þeim skóla sem vill nýja einangrunar- stefnu, það er að Bandaríkin þurfi ekki lengur að hafa afskipti af umheiminum eftir lok kalda stríðs- ins. Þau eigi að draga sig út úr tengslum við umheiminn og ein- beita sér að eigin vandamálum. Þetta guðspjall hljómar vel í eyr- um hægrimanna í báðum flokkum, ekki síður demókrata en repúblik- ana. Buchanan, sem er þekktur fréttaskýrandi og fyrrum aðstoðar- maður og ræðuskrifari fyrir Nixon og Reagan, getur neytt Bush til að taka sér stöðu utar á hægri vængn- um en hann er þegar. Hægrimenn í Repúblikanaflokknum hafa aldrei veriö fyUilega sáttir við hann en Buchanan er þeirra maður. Því er spáð að Buchanan fái mikið fylgi í New Hampshire, jafnvel yfir 40 prósent, og fari svo verður hann talinn sigurvegari þar. Framboð Buchanans sýnir Uka hversu mjög Bush hefur vanrækt stjórn innanlandsmála þannig að þar stefnir í mikiö óefni. Öfga- sinninn David Duke í Louisiana, fyrrum Ku Klux Klan-maður og nýnasisti, hefur sýnt fram á með miklu fylgi meðal hvítra lágstéttar- manna hve móttækUegur almenn- ingur getur verið fyrir boðskap öfgasinna og lýðskrumara þegar verulega harðnar í ári. Fylgi Dukes er sjúkdómseinkenni og vitnis- burður um mikla niðurbælda reiði út af versnandi lífskjörum. Demókratar Demókratar hafa enn engan sannfærandi frambjóðanda þótt sex þeirra séu komnir fram á sjón- arsviðið. Annar hvor þeirra CHnt- ons, ríkisstjóra í Arkansas, eða Harkins, öldungadeUdarmanns frá Iowa, er talinn sigurstranglegasti frambjóðandinn en Bush er eftir sem áður í sterkri stöðu til að ná endurkjöri. Það er þó ekki gefið mál. Ef hann heldur áfram að láta reka á reiðanum heima fyrir gæti óánægja hægri manna, ný einangr- unarstefna og versnandi lífskjör almennings sameiginlega haft þau áhrif að dreifa fylgi hans meðal hægri armsins og sameina and- stæðinga hans um frambjóðanda demókrata, hver sem hann verður. Gunnar Eyþórsson „ Japan er óvinsælt einmitt vegna þess hve japanskar vörur eru orðnar fyrir- ferðarmiklar á Bandaríkjamarkaði en um leið víkur Bush sér undan að taka sjálfur ábyrgð á efnahagsstjórninni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.