Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 25 Iþróttir íþróttir Sport- stúfar Leeds United, efsta liö- I ÍO I ið í 1. deild ensku l/?tl knattspyrnunnar, '.....* sækir nágranna sína úr Sheffield Wednesday heim á laugardaginn. Leeds leikur án miövallaleikmannsins Davíd Batty sem tekur út annan leikinn af tveggja leikja banni sem hann var dæmdur í. Sheffield, sem er í 3. sæti, veður án framherjans snjalla David Hirst og varnar- mannisns Paul Warhurst. Durie á ný með Tottenham Gordon Duire, fyrrum leikmaður Chelsea, verður að öllum likind- um klár i slaginn með Tottenham þegar liðin leiða saman hesta sína á Stamford Bridge. Durie hefur verið meíddur í undanfórnum leikíum. Þessi leikur verður sýndur í beinni útsendingu sjón- varpsins. Mikil forföii í liðACMilan Brasiliumennirnir Careca og Al- emao sem leika með Napoli taka út leikbann þegar Jiðiö mætir Fi- orentina í ítölsku 1. deildinni á sunnudaginn. Toppliðið, AC Milan, getur ekki stillt upp sínu sterkasta liöi þegar liðið leikur á útivelli gegn Verona. Ruud Gul- litt er með flensu og þeir Tas- sotti, Costacurda og Albertini eru allir i leikbanni. Matthðus framlengir samning sinn Þýski knattspymusnillingurinn Lothar Mattháus mun nú á næstu dögura framlengja samning sinn við Inter Milan til ársins 1994. Mikið hefur verið rætt á ítaliu aö kappinn sé á fórum eftir ágreining hans við forráöarnenn Inter. Mattháus kom of seint til Ítalíu eftir jólahátíðina og voru forráðmenn félagsins ekki par ánægðir með það. Það tókst þó að sjatla raálin en vangaveltur voru uppi hvort hann fengi að Ieika um síðustu helgi vegna þessa atviks. Stórsigur hjá Real Madrid Úrslit leikja í 3. umferð spænsku bikarkeppninnar í knattspymu, fyrri leikir: Oviedo-Atletico Madrid 1-0, Murcia-Sevilla 1-1, Benidorm-Gijon 1-1, Betis- Bilbao 1-1, Real Madrid-Real Burgos 4-0, Osasuna-Coruna 3-2, Castellon-Logrones 2-0. Fimleikamenn dæmdir fyrir drykkjuskap Fjórir franskir fim- leikamenn hafa verið dæmdir í keppnisbann af franska fimieika- sambandinu. Fimleikamennirnir voru staðnir að sumbli á bar ein- um í lndianapolis í Bandaríkjun- um aðeins 36 klukkustundum fyrir heimsmeistaramótið sem ífam fór í fyrra. Þrír þessara íim- leikamanna fá eins árs keppnis- bann en sá íjóröí í 6 mánuði. Þeir missa þar af leiðandi af heims- meistaramótinu sem fram fer í Paris í apríl á þessu ári. Lærlingar efstir íslandsmótið í keilu stendur nú sem hæst og i vikunrd fór fram 10. umferð á mótinu. Úrslit uröu sem hér segir: MSF-Læriingar.............2-6 PLS-JPKast...............6-0 Þröstur-Keiluvinir.......8-0 Hitt-liðiö-Kakkalakkar...8-0 Keílulandssveitín-KR.....2-6 Lærlingar eru í efsta sæti með 64 punkta, PLS er í öðru sæti með 54 pimkta og KR er í þriðja sæti með 52 punkta. í 3. deild er Sveit- in í efsta sæti með 70 punkta, Sveigur er með 67 punkta og Stormsveitin er þriðja með 64 punkta. Joe Hurst, Bandaríkjamaðurinn í liði Grindvíkinga, sækir að körfu Haukanna en til varnar er Tryggvi Jónsson. Hurst hefur verið drjúgur með Grindavik síðan hann leysti Dan Krebbs af hólmi en það dugði ekki í gærkvöldi. DV-mynd GS Haukarnir eygja vonina - eftir sigur á Grindavík, 88-83 Haukar eygja á ný mögxtíeika á sæti í úrslitakeppni íslandsmótsins í körfu- knattleik eftir miktívægan sigur á Grind- víkingum í gærkvöldi, 88-83. Segja má að þeir hafi fengið 4 stig í baráttunni í gær því auk sigm'sins var úrskurðað að þeir myndu sptía leikinn við Þór, sem var dæmdur þeim tapaður fyrir jól, eins og fram kemur aimars staðar á síðunni. Leikurinn í gærkvöldi var mjög spenn- andi og baráttan í fyrirrúmi, enda mikið í húfi. Haukar höfðu frumkvæðið nær all- an tímann en leikurinn var samt í jámum. Haukar voru með níu stiga forystu um miðjan síðari háffieik og virtust þá með leikinn í höndvmum en eins og svo oft áður í vetur kom þá slæmur kafli hjá þeim og Grindvíkingar komust yfir skömmu síðar. Lokakaflinn var mjög spennandi. Þegar 14 sekúndur voru eftir minnkaði Pálmar Sigurðsson muninn fyrir Grindavík í 85-83. Haukamenn fengu vítaskot hinum megin en Jón Amar Ingvarsson nýtti að- eins annað, 86-83. Grindvíkingum mis- tókst þriggja stiga skot og á síðustu sek- úndunum skoraði ívar Ásgrímsson fyrir Hauka úr tveimur vítaskotum. Jón Arnar var besti maður Hauka ásamt John Rhods sem var frábær í vörninni. Rhods tók 16 fráköst í leiknum. Haukam- ir áttu góðan dag í hetídina og náðu nú að klára dæmið en það hefur oft vantað í vetur. Þeir Guðmundur Bragason og Joe Hurst voru yfirburðamenn í liði Grindavíkur. Liðið baröist vel og stemmningin var góð en heppnin var ekki með því í lokin. -RR/VS Mikilvægur Haukasigur - á ÍR, 36-30, í 1. deild kvenna í körfuknattleik Stig ÍR: Linda 7, Hildigunnur 6, Hrönn Haukar unnu mikílvægan sigur á IR, 36-30, í miklum baráttuleik í 1. deild kvenna í körfuknattieik sem fram fór í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar með virðast Haukar vera eina liðíð sem getur veitt Keflavík keppni um íslandsmeistaratittí- iim. Staöan í hálfleik var 14-17, ÍR í hag. Stig Hauka: Hafdís 12, Hanna 6, Eva 6, Ásta 6, Sólveig 4, Guðbjörg 2. 6, Vala 6, Guörún 3, Dagbjört 2. Staðan í 1. detíd er þannig: Keflavík.............8 7 1 522-392 Haukar...............7 5 2 344-289 ÍR...................8 4 4 374-358 ÍS...................8 3 5 347^02 Grindavík............8 2 6 365^23 KR...................7 2 5 282-370 14 10 8 6 4 4 -VS Haukar Grindavík (44) 88 (40) 83 10-6, 19-14, 29-26, 32-34, (44^0), 58-52, 62-62, 71-62, 75-76, 78-76, 78-79, 85-81, 85-83, 88-83. Stig Hauka: Jón Amar Ingvars- son 26, John Rhods 21, ívar Ás- grímsson 19, Tryggvi Jónsson 8, Jón Öm Guðmundsson 7, Pétur Ingvarsson 5, Bragi Magnússon 2. Stig Grindavíkur: Guðmundur Bragason 24, Joe Hurst 24, Hjálmar Hallgrímsson 8, Pálmar Sigurðs- son 8, Rúnar Amason 7, Bergur Hinriksson 5, Marel Guðlaugsson 5, Pétur Guðmundsson 2. 3ja stiga körfur: Haukar 4, Grindavík 5. Sóknarfráköst: Haukar 17, Grindavík 10. Vamarfráköst: Haukar 20, Grindavík 15. Bolta tapað: Haukar 13, Grinda- vík 6. Villur: Haukar 19, Grindavík 24. Dómarar: Helgi Bragason og Kristján Möller, dæmdu þokka- lega erfiðan leik. Áhorfendur: 300. Staðan A-riðill: Njarðvík...15 12 3 1423-1204 24 KR.........14 11 3 1293-1150 22 Tindastóli... 15 7 8 1368-1395 14 Snæfell....13 3 10 1043-1235 6 Skallagr...14 2 12 1112-1388 4 Brriðill: Keflavík...13 12 1 1314-1089 24 Valur......14 8 6 1292-1241 16 Grindavík... 15 7 8 1286-1215 14 Haukar.....14 6 8 1247-1331 12 Þór........13 2 11 1090-1270 4 Stigahæstir: Franc Booker, Val............453 Rondey Robinson, Njarðvík...367 Guðmundur Bragason, Grind.. 345 Jonathan Bow, Keflavík......342 Valur Ingimundarson, Tind....333 Útkoman úr b-prufu lyflaprófs Hjalta Ámasonar kraftlyftingamanns enn ekki ljós: Fær Hjalti milljónatugi í bætur eins og Trina? neitar því ekki að íslenskir kraftlyftingamenn noti ólögleg lyf. Guðni Sigurjónsson stóðst lyfjaprófið „ . Hjalti Ursus Amason DHHU kraftlyftingamaður bíður f\ enn og vonar að hann sé “—J ekki fallinn á lyfiaprófi sem tekið var eftir að hann varð heimsmeistari í kraftlyftingum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Tvö próf voru tekin, svokallaðar a- og b-prufur. Útkoman úr a-prufunni var Hjalta óhagstæð en ekki hefur enn borist niðurstaða úr b-prufunni. Fróðir menn telja nær 100% ömggt að útkoman úr b-prufunni verði sú sama og úr a-prufunni og þá er Hjalti fallinn á lyfiaprófinu, Fyrr ekki. Guðni Sigurjónsson varð heims- meistari á sama móti í Svíþjóð og hann stóðst lyfiaprófiö en það hefur ekki komið fram fyrr en nú. „Þetta eru óskaplega flókin mál og menn greinir mjög á um gildi þessara lyfiaprófa. Þar ég ekki við það þegar ólögleg lyf finnast í mönnum heldur þegar of mikið magn af karlhormón- um finnst hjá íþróttamönnum eins og í mínu tilfelli. Það er leyfilegt að vera með ákveðið hlutfall, upp í 6, af karlhormónum í líkamanum og ég mældist með 9. Var aðeins 3 yfir leyfilegum mörkum. Ég veit um mik- U karlmenni sem hafa mælst með hlutfallið 50 í líkamanum. Færustu vísindamenn heims standa ráðþrota frammi fyrir þessu máli,“ sagði Hjalti í samtali við DV í gær. Sama málið og hjá TrinuSolberg Frægt varð fyrir nokkru, og öll norska þjóðin varð agndofa, er norski spjótkastarinn Trina Solberg féll á lyfiaprófi. Of mikið magn kven- hormóna mældist í líkama hennar og hún, eins og Hjalti, neitaði stað- fastlega að hafa tekið inn ólögleg lyf. Trina fór í skaðabótamál sem tók langan tíma að fá niðurstöðu úr. Að lokum voru hennar dæmdir millj- ónatugir í skaðabætur og æra henn- ar hreinsuð. Verður Hjaiti að lokum milljónamæringur? Má þá eiga von á því að Hjalti komi út úr þessu öllu saman ríkari en áður og jafnvel sem milljónamæringur? „Ég veit það ekki og það er enn of snemmt að segja til um það,“ segir vöðvafiallið og hlær. „Það er hins vegar ljóst að ef útkoman úr b-pruf- unni verður á sama veg og úr a- prufunni þá mun ég leita lagalegs réttar míns. Málið er þegar komið í vinnslu. Ég hef talað við kanadískan sérfræðing í þessum málum og hann hefur öll gögn málsins undir hönd- um.“ Mikið áfall og að líkindum 2ja ára bann - Það hlýtur að vera mikið áfall fyrir þig ef niðurstaðan úr b-prufunni verður eins og við er búist. Er ekki 100% öruggt að hún verður í sam- ræmi viö niðurstöðuna úr a-pruf- unni? „Ég held enn í vonina og niðurstaða úr b-prufum er yfirleitt lægri en úr a-prufum. En auðvitað er þetta mikið áfall. Almenningsálitið er á móti mér þessa dagana og ég mun reyna að vinna það á mitt band aftur. Ég segi ekki að það séu 100% líkur á að út- koman úr b-prufunni verði sam- hljóðá a-prufunni en á því eru yfir- gnæfandi líkur." - Og þín bíður þá væntanlega langt keppnisbann? „Líklega mun ég verða dæmdur í 18 mánaða keppnisbann en annars hef ég heyrt að það sé búið að lengja banntímann. Þeir geta tekið titilinn af mér en ég held árangrinum á heimsmeistaramótinu. Gullið fá þeir aldrei. Ég sleppi því aldrei frá mér.“ Nota kraftlyftingamenn óiögleg lyf hérlendis? Kraftlyftingamenn hafa einhverra hluta vegna haft almenningsálitið á móti sér undanfarin ár, líklega frá þeim tíma er Jón Páll neitaði að gangast undir lyfiapróf og kraftlyft- ingamenn gengu úr ÍSÍ. En eru ís- lenskir kraftlyftingamenn á lyfium? Nota íslenskir kraftlyftingamenn ólögleg lyf? Hjalti neitar því ekki: „Ég svara fyrir sjálfan mig fyrst. Ég hef aldrei tekið ólögleg lyf og hef keppt á lyfiaprófuðum mótum frá 1984. Ég hef aldrei fallið á lyfiaprófi. Eflaust eru einhverjir íslenskir kraftlyftingamenn á þessum ólög- legu lyfium. Þeir skaða þá engan nema sjálfan sig,“ sagði Hjalti Úrsus Árnason. -SK Kraftlyftingamenn ekki á leið i'ÍSÍ Kraftlyftingasambands íslands er ekki aðtíi að íþróttasambandi ís- lands. Kraftlyftingamenn eru því óháöir lögum og reglum ÍSÍ og eru ekki skuldbundnir til að gangast undir lyfiapróf á stærstu mótum og þeir kraftlyftingamenn sem setja ís- landsmet gangast ekki undir lyfia- próf. Lengi vel leit út fyrir að Kraftlyft- ingasamband íslands væri á leið í ÍSÍ en nú er komið bakslag í máhð. „Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál á meðal kraftlyftingamanna í dag. Eftir aðalfund sambandsins í fyrra voru menn jákvæðir. Ég fór síðan að vinna í málinu og undirbúa inngöngu en fékk þá engar móttökur og fann að áhuginn var ekki lengur fyrir hendi. Ég er mjög fylgjandi inn- göngu í ÍSÍ og hefði viljað ýta þessu máli áfram. Það er ljóst að Kraftlyft- ingasambandið mun einhvem tím- ann ganga í ÍSÍ en það verður ömgg- lega ekki á þessu ári,“ sagði Geir Þórólfsson, formaður Kraftlyftinga- sambandsins, í samtali við DV í gær. Það er staðreynd að almenningsá- htið í dag er kraftlyftingamönnum í óhag. Og síðustu fréttir af Hjalta Ámasyni hafa ekki bætt úr skák. Margir eru þeirrar skoðimar að ástæðan fyrir því að kraftlyftinga- menn vtíji ekki ganga 1ÍSÍ sé ein- göngu sú að þá verði kraftlyftinga- menn að gangast undir lyfiapróf á vegum lyfianefndar ÍSÍ og slíkt vilji kraftlyftingamennirnir ekki. En hvað segir Hjalti Ámason um inn- göngu í ÍSÍ? „Eg er mjög fylgjandi því að Kraft- lyftingasambandið gangi í ÍSÍ.“ -SK Markvarsla - í 1. deild karla Alexander Revine, Gróttu Sigmar Þ. Óskarsson, ÍBV [18577 14,2 Guömundur Hrafnkelss., Val [138/12 1 161/10 12,3 | 1161/8 12,3 [ 1138/12 12,5 J C-..;:’ ' íí®7 *l ' ,1M 9,6 I J IfSI ____l_____ iviwana Revine ver langmest Alexander Revine úr Gróttu er sá að jafnaði í leik. Á töflunni hér að markvörður sem varið hefur flest ofanmásjáþámarkverðisemiðnast- skot á íslandsmótinu í handknattleik ir hafa verið að veija í vetur og með- í vetur og hann ver einnig flest skot altal þeirra í leik. -GH Þórsarar áf rýja úr- skurði mótanef ndar - sem ákvað að Þór og Haukar skyldu spila Mótanefnd Körfuknattleikssam- bands íslands ttíkynnti í gær að leik- ur Þórs og Hauka í úrvalsdetídinni, sem flautaður var af 20. desember þar sem Haukar vom ekki mættir nógu snemma til leiks á Akureyri, verði leikinn eins fljótt og auöið er. í greinargerð mótanefndar segir: „Á grundvelli 18. greinar reglugerðar um körfuknattleiksmót er móta- nefnd gert að meta aðstæður í ttífell- um sem þessum. Mótanefnd KKÍ hefur fiallað um greinargerð vegna kæra á leik Þórs og Hauka í Japisdetídinni 20.12.1991 í íþróttahöllinni á Akureyri og stað- festingu Flugleiða á seinkun á flugi FI-066. Jafnframt hefur mótanefnd haft til hliðsjónar greinargerð Krist- ins Albertssonar, annars dómara leiksins. Niöurstaða mótanefndar er eftir- farandi: Á grundvelli gagna frá Flug- leiðum um seinkun á flugi telur mótanefnd að fullnægjandi skýring- ar hafi fengist á fiarveru keppnisliðs Hauka. Af þeim ástæðum skal leik- urinn fara fram á Akureyri eins fljótt og auðið er eins og um hinn uppruna- lega leik væri að ræða.“ „Við sættum okkur ekki við þenn- an úrskurð mótanefndar og áfrýjum honum ttí dómstóls ÍBA, sem tekur það væntanlega fyrir innan skamms," sagði Birgir Torfason, formaður körfuknattleiksdetídar Þprs, í samtali viö DV í gærkvöldi. „Við töpuðum um 200 þúsund krónum á þessu. Haukamir komu norður með áætlunarflugi ttí aö geta eytt helginni á Akureyri og við urð- um að greiða 70 þúsimd krónur ttí að fá dómarana með leiguflugi. Þegar leikurinn var síðan flautaður af- klukkan 21.22 vom fiórir leikmenn Hauka mættir og áhorfendur farnir að streyma á brott og heimta endur- greiðslu," sagði Birgir. -VS Erlendur markvörður í 1. deildina? Taisverðar Jíkur era á því að er- lendur markvörður veiji mark 1. detídar liðs Breiöabliks í knatt- spymu næsta sumar. Kópavogsfé- lagiö hefur verið aö leita fyrir' sér erlendis og boriö rtíður í Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu. Einn þeirra sem til greina koma V er Hajrudin Cardaklfia, 26 ára markvörður frá 1. detídar iiði Sarajevo, í lýðveldinu Bosníu- Herzegóvinú. Cardakfija hefiir ieikið í l. deildinni með Sarqjevo síöustu tvö árin og spilaði 16 af 36 leikjum liðsins á síðasta keppnis- timabifi, 1990-1991. Þá er möguleiki á að tékkneskur markvörður komi til Breiðabliks en Pavol Kretovic, leikmaður með Kópavogsliðinu, hefur fitið íkring- c um sig í heimalandi sínu að und- anfómu. Kretovic er væntanlegur til landsins fljótlega en hann hyggst setjast hér að meðfiöiskyldu sína. Engar ákvarðanir hafa verlð teknar en Breiðabliksmenn hafe hug á aö fá markvörð hingaö ttí reynslu í næsta mánuöi. Hvort það veröur Cardáklija eða einhver ann- ar liggur enn ekki fyrir. Eiríkur Þorvarðarson, mark- vörður Breiðabliks, fótbrotnaði í fyrrasumar og hefur ekki náð sér enn af þeim meiðslum. Þorvaidur Jónsson. sem tók við af honura, er farinn aftur til Leifturs á Ólafs- firði. Hins vegai* hefur Ragnar Bogi Petersen, markvöröur ÍK, ákveðið að ganga til fiðs við Breiöablik. Arnar í Breiðablik Arnar Bjarnason hefur ákveðið að leika með Breiðabfiki næsta sum- ar. Hann var í íslandsmeistarafiöi KA 1989 og spilaði 34 leiki með KA í 1. detíd en lék með Grindavik í 2. deild síðasta sumar. Þá hefur Úlfar Óttarsson, varnarmaöur úr ÍK, ákveöiö aö leika með Breiða- blikiisumar. -VS Leiftur með tvoSerba Leiftursmenn frá Ólafsfirði tefla fram 2 júgóslavneskum knattspynu- mönnum í fiði sínu í 2. detídinni í knattspymu í sumar. Þetta em Zor- an Coguric, sem lék með Stjörnunni á síöasta sumri, og Goran Barjat- anovic, sem leikið hefur með 2. deild- arfiði í Júgóslaviu. Þeir em báðir Serbar og koma til landsins í lok jan- úar. Zoran Coguric gekk til liðs við Leiftur í haust og fóru forráðamenn Ólafsfiarðarliðsins þess á leit við hann að finna leikmann í heimalandi sínu þegar hann hélt út eftir tímabil- ið í fyrra. Barjatanovic þessi er 26 ára gamall og þykir mjög sterkur framlínumaður. Leiftur, sem sigraði í 3. deildinni í fyrra, teflir fram nokkuð breyttu fiði í sumar. Auk Serbanna tveggja hafa þeir fengið Þorvald Jónsson mark- vörð, Pétur Marteinsson frá Fram og Pétur Jónsson frá ÍR en Aðal- steinn Aðalsteinsson sem þjálfaði og lék með liðinu er genginn í sitt gamla félag, Víking. -GH Þau bestu í Svíþjóð Heimsbikarmótið í handknattleik hefst í Svíþjóð í næstu viku. í öðrum riðfinum leika: Sovétmenn, Júgó- slavar, Ungveijar og Tékkar og 1 hin- um: Svíar, Spánverjar, Rúmenar og Danir. Sænska liðið teffir fram 9 af heims- meisturunum frá 1990. Tveir snjallir verða þó fiarri góðu gamni. Það em Staffan „Faxi“ Olsson og Magnus Andersson. Andersson fingurbrotn- aði á dögunum og Olsson hefur verið frá keppni í nokkrar vikur vegna veikinda. Júgóslavar verða eingöngu með Serba í liði sínu en ekki er enn vitaö hvaða fiði Sovétmenn tefla fram. Skipuleggjendur mótsins vita því ekki hvaða fána þeir eiga að nota fyrir Sovétmennina og hvaða þjóð- söng þeir eiga að spila þegar mótið verður sett. -GH stúfar Islandsmótið í innan- hussknattspyrnu hefst um helgina með keppni í 3. og 4. deild. Leikiö er í íþróttahúsi Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og hefst 4. deildin klukkan 18 í kvöld og lýk- ur um klukkan 20 á laugardags- kvöld. Keppni í 3. detíd fer síðan fram á sunnudaginn, frá klukkan 9 ttí 19. Tvær breytingar hafa orð- iö á þátttöku í 4. deild síðan hún var birt í DV á mánudaginn, ÍME frá Egilsstöðum og Fram frá Skagaströnd hafa dregið sig út úr mótinu en í staðinn koma Austri frá Eskifirði og Grundar- fiörður, sem voru á biölista. Lyn keypti norskan landsliðsmann Norska liöið Lyn, félag bræðr- anna Teits og Olafs Þórðarsona, hefur fest kaup á norska lands- liðsmanninum Ronnie Johnson frá Eik. Johnson er 22 ára gamall miðvatíar- og sóknarmaður og er talinn raeö betri knattspyrnu- möimunum í Noregi í dag. Bay- em Munchen haíði augastað á leikmanninum en Johnson ákvað að taka tilboði frá Lyn. Teitur hefur veriö með íslenskan leik- mann í sigtinu og í samtali við DV sagði hann: „Það breyttist nokkuð effir að við fengum John- son ttí okkar og í dag er ég svo til kominn meö fullmannað lið. Þaö er þó aldrei hægt að útiloka að ég hafi samhand við þennan ieikmann frá íslandi sem ég vil ekki nafhgreina." Konum fjölgar hjá KSÍ Þrjár konur hafa tekið sæti í nefndum á vegum Knattspyrnu- sambands íslands fyrir þetta ár og er það tnikil aukning því aldr- ei áður hefur verið fleirí en ein kona i nefnd hjá sarabandinu í einu. Elísabet Tómasdóttir er í kvennanefhd, Margrét Sigurðar- dóttir í milliþinganefnd um leik- reglur og Kristín Briem í móta- nefnd. Kona hefur aldrei áður átt sæti í annarrí nefnd en kvenna- nefnd. Sanchez aftur með Mexíkanski knattspymumaður- inn og heljarstökkvarinn Hugo Sanchez er byijaöur að leika með spænska stóriiöinu Real Madrid eftir 10 mánaða fiarveru vegna meiðsla á hné. Sanchez, sem hef- ur verið markahæstur í detídar- keppnini á Spáni mörg midanfar- in ár, lék með Real Madrid gegn Real Burgos í bikarkeppninní í fyrrakvöld og lék allan leikinn án þess að kenna sér meins. Real vann, 4-0, og Sanchez gat leyft sér að brenna af vítaspyrnu. Barnes neitar gylliboði Liverpool Enski landsfiðsmaðurinn í knatt- spymú, John Bames, heftir haíh- að gylliboði frá Liverpool um aö leika áfram meö félaginu næsta vetur. Hann átti að fá litlar 2 mtíljónir íslenskra króna á viku og gmnnlaun hans áttu að nema í kringum 100 milljónum á ári. ítölsk félöghafa lýst yíir miklum áhuga á að klófesta Barnes, þar em mestu peningarnir í boltan- um, svo ekki er ósennilegt að hann leiki á þeim slóöum á næsta keppnistímabilL Stórsigur Rúmena Rúinenar unnu í gær . stórsigur á Frökkum, ‘ 30-21, á alþjóðlega handknattleiksliðinu sem nú stendur yfir í Noregi. Norðmenn unnu ísrael létt, 25-16, og þar skoraði Rune Eriand 8 mörk fyrir Noreg og Roger Kjcndalen 7. Austumki vann „Noreg 93“ með 27-18. Eftir þijár umferöir eru Noregur og Rúmen- ia meö 5 stig og Austurríki 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.