Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. 15 Kjara- og samningamál sjómanna: Um þau semst ekki í baksölum Alþingis Sjómenn búa nú við mjög hefta sókn til hafsins, af þeim sökum hafa þeir mátt þola tekjuskerðingu. Meirihluti var á Alþingi til að veijast aðfor ríkisstjórnarinnar að umsömdum réttindum sjómanna ef þeir þingmenn sem Árni John- sen kallar „sjómannahðið“ (sex stuðningsmenn ríkisstjómarinnar) hefðu haft kjark til að greiða at- kvæði gegn áformum ríkisstjómcU•- innar um skerðingu á sjómannaaf- slættinum. Þá hefði þetta mál fallið við atkvæðagreiðslu á Alþingi. Ef fimm stjórnarliðar hefðu greitt atkvæði með stjórnarandstöðunni hefði sjómannaafslátturinn verið varinn Á þann hátt einan átti að svara því sem Ami Johnsen kallar í bréfi sínu til sjómanna „valdbeitingu af verstu gráðu ef stjórnvöld ætluðu sér að skerða þannig kjör einnar stéttar umfram annarra". Af grein Áma Johnsen má skilja, að hann hafl staðið í brúnni og stýrt samningum við ráðherra síns eigin flokks um þessi mál og sett til hhð- ar þá félaga sína sem þekktu far- sæhi sighngaleiðir og gátu betur lesið af tækjum og kortum í brúnni. Ógæfa þingmannsins í þessari skipstöku var að hann hafði ekki réttu kortin til að sigla eftir. Vit- lausa kortið var gefið út í Valhöll, því steytti svo fljótt á skerjum í þessari örlagaferö þeirra félaga. Þrátt fyrir svo rýran afla úr þess- ari ferð félaganna sex telur Ámi að sjómenn geti vel unað fengnum hlut. Frá sjómönnum og samtökum þeirra kveður hins vegar við annan KjáUarinn Stefán Guðmundsson alþingismaður tón þar sem þeir telja freklega á sér brotiö með því að skerða umsamin réttindi. Þeir sem við eiga að búa átta sig á því, þótt Ámi Johnsen geri það ekki, að hér var unnið mikið óhappaverk. Þeir sem um þessi mál hugsa sjá að hér er ríkisstjórnin að leggja til atlögu við þessi um- sömdu réttindi sjómanna. Ríkis- stjórnin sættir sig nú um stund við áfangasigur í þessu máh, hins veg- ar er ætlan hennar ljós, að leggja sjómannaafsláttinn af með öhu. Hugmyndir eru uppi um að skerða eða afnema sjó- mannaafsláttinn að fullu í grein Árna Johnsen í Morgun- blaðinu 17. desember sl. segir að frá því sl. vor hafi komið fram hug- myndir um að skeröa, eða jafnvel afnema, sjómannaafsláttinn að fuhu. Hér þarf ekki fleiri orð, hér mæhr sá er ætti að vera kunnugur innviðum og áformum núverandi ríkisstjómar. Þetta ætti ekki að koma þeim á óvart sem fylgjast með gerðum ríkisstjórnarinnar. Friðrik Sophusson hefur talað á þann hátt að ómögulegt er að skilja orð hans á annan veg en þann, að hér sé um kjaramál að ræða, ríkis- sjóður eigi aö hætta afskiptum af þessum málum, það sé sjómanna og útvegsmanna að semja um þessi mál. Milljarður í nýjum sköttum á útgerðina. Milljarðar í aug- sýn til viðbótar Á sama tíma og þessar hugmynd- ir eru að veltast á borði ríkisstjóm- arinnar hafa verið teknar ákvarð- anir um að leggja nýja skatta á út- gerðina sem nema tæplega einum mhljarði. Þessu til viðbótar er tekjutap sjávarútvegsins vegna þeirrar aflaskerðingar sem ákveö- in var nálægt sex mihjörðum króna. Ríkisstjómin virðist gjörsamlega óseðjandi hvað varðar skattlagn- ingu á atvinnulifið, m.a. eru uppi ýmis áform um enn frekari skatt- lagningu á sjávarútveginn sem nemur mihjörðum króna. Menn þekkja ekki lengur þennan Sjálfstæðisflokk Það rekstraramhverfi sem sjáv- arútvegurinn býr nú við er með öhu óviðunandi og vekur spurn- ingu um hvers vegna svo vasklega er gengið fram í auknum álögum á þessa atvinnugrein. Menn þekkja ekki lengur þennan Sjálfstæðis- flokk. Ef svo heldur fram aö sjávar- útveginum verði ekki búin viðun- andi rekstrarskilyrði m.a. til að geta greitt hærra fiskverð og hærri laun th þeirra er í atvinnugreinirmi starfa mun skammt í það að við verðum aðeins veiðiþjóð í þessu landi og látum öðrum þjóðum það eftir að njóta margfeldisáhrifa fisk- vinnslunnar. Stjórnarflokkarnir virðast sþtnir úr öllu sambandi við sjávarútveg- inn og það fólk er þar starfar. Það er sjómannanna sjálfra að semja um sín kjör Við afgreiðslu á skerðingu sjó- mannaafsláttarins á Alþingi gerðu þingmenn Framsóknarflokksins grein fyrir andstöðu sinni með þessum orðum: Sjómenn búa nú við mjög hefta sókn th hafsins, af þeim sökum hafa þeir mátt þola tekjuskerðingu. Hér er lagt til að skerða umsamin réttindi sjómannastéttarinnar umf ram það sem af aflaskerðingu hlýst. Það er með öhu óþolandi hvernig að þessum málum hefur verið staðið af ríkisstjórn og stuön- ingsmönnum hennar. Um kjara- og samningamál sjó- manna á ekki að semja í bakher- bergjum á Alþingi. Það er sjó- manna sjálfra að semja um sín kjör í frjálsum samningum, án óeðh- legra afskipta ráðherra og ákveð- inna þingmanna. Sjómannaafslátt- urinn er hluti af samningsbundn- um kjörum sjómanna. Þingmenn Framsóknarflokksins greiða ahir atkvæði gegn þessari skerðingu og mótmæla óeðlilegum afskiptum ríkisstjómarinnar af kjöram sjómanna og þeirri ákvörð- un að skerða sjómannaafsláttinn um 10-11%. Stefán Guðmundsson „Ríkisstjórnin sættir sig nú um stund við áfangasigur í þessu máli, hins vegar er ætlan hennar ljós, að leggja sjó- mannaafsláttinn af með öllu.“ Við ystu nef skör Eftir að niðurstöður í nýgerðri skoðanakönnun um búvörur lágu fyrir er ég ekki í nokkrum vafa um að íslenska þjóðin í heild sinni er forheimsk, Þversagnirnar og for- dómamir æpa svo á mann að ætla mætti að á íslandi byggju eingöngu fábjánar. Það er ekki laust við að maður skammist sín. Byggðastefnuna burt Fólk flykkist í verslunarferðir th útlanda vegna þess að aht er svo dýrt á íslandi en svo segir það já og amen við búvörasamningi sem brennir upp tíu mhljarða króna árlega (og er það varlega áætlað). Það era þúsund tíu mhljón króna íbúðir, á ári. Aht er þetta í nafni einhverrar byggðastefnu, eins og þorri þjóðarinnar sé eitthvað bætt- ari þótt sveitir landsins séu í byggð. Ef við spörkum þessari byggða- stefnu út í hafsauga og leyfum mannlífinu að þróast á eðlhegan hátt er ég sannfærður um að þjóð- inni myndi vegna miklu betur en í dag. í þaö minnsta myndi hún ekki dragast aftur úr nágrannaþjóðun- um. Fjóshaugshugsunarháttur Þrátt fyrir að hver fræðimaður- inn á fætur öðram bendi á hversu mikih spamaður sé fólginn í jafn- ræði framleiðslugreina og frelsi í innflutningi þráast þjóðin enn við. Og aö segja að hollusta þeirrar ís- lensku sé meiri en þeirrar erlendu! Ætlar einhver að halda því fram að þetta spikfeita kjöt sé í hærri gæðaflokki hvað varðar hehbrigði en annað? Nei, þá vh ég frekar „óhoht“ kjöt að utan, Þessar fuhyrðingar era auðvitað hreinir fordómar, skólabókardæmi um fjóshaugshugsunarhátt ís- Kjallarinn Sigurgeir Orri Sigurgeirsson námsmaður í HÍ lensku þjóðarinnar. Nema kannski að þeir heimaslátri lika á megin- landinu, hver veit? Að auki má benda á að við borðum meira af útlendri landbúnaðarvöru en inn- lendri. Þannig að þeir sem ein- göngu ætla að borða innlent, th að vera alveg vissir um heilsu sína, færa fljótlega að láta á sjá sökum næringarskorts. Við ættum kannski að segja: Það sem ekki er hægt að framleiða á íslandi er í lagi, annað er mann- skemmandi hormónasukk. Is- lenskir örhagsmunaaðilar misnota sér heilbrigðisreglugerðir til þess að hindra innflutning á erlendri matvöru, eins og nýlega hefur verið bent á. í hverra þágu skyldi það vera? íslenskra neytenda? Nei, því fer fiarri. Og veitir það þeim sem framleiða næghegt aðhald? Nei. Aht saman á vogarskálar heimsk- unnar. Forystumenn verkalýðsins Er ég handviss um að ef sam- keppni ríkti 1 matvöruframleiðslu á öhum sviðum þá væru matvörur mun ódýrari. Því uppskrúfað súr- realískt verð á kjöti og mjólkurvör- um hefur áhrif á verðlagningu ann- arra matvara. Það eru því miklu meiri hagsmunir í húfi en ætla má í fyrstu. Að ekki sé talað um að- stöðumuninn á mhli ríkisrekins fyrirtækis og einkarekins. Nægir þar að nefna Mjólkursamsöluna sem stendur í samkeppni við Baulu, kostaða af Baulu, sem og öðrum landsmönnum. - Annað dæmi er Ríkisútvarpið versus frjálsu stöðvarnar. Það sem kemur íslenskum neyt- endum best, eins og menn hafa bent á, er að gefa innflutning á búvörum frjálsan og færa bændur af launaskrá ríkisins. Forystu- menn verkalýðssamtakanna, ef þeir hafa raunveralegan áhuga á kjörum hinna lægst launuðu, ættu að beijast fyrir afnámi búvöru- samningsins. Það væri þá eitt það gáfulegasta sem frá þeim hefur komið frá upphafi. Skammsýnir sérhagsmunir Hvað með það þótt sveitir leggist í eyði? Breytist eitthvað? Mun fólk ekki eftir sem áður njóta fegurðar sveitanna? Og era íslenskir bænd- ur nú aht í einu eftir aldarlanga baráttu upp á eigin spýtur við óbhð náttúruöflin, svo skyni skroppnir að þeir geta ekki bjargað sér sjálf- ir? Ég hugsa að fáir myndu skrifa upp á það í fljótu bragði. En vissu- lega munu þeir ekkert flosna upp. Sjálfsbjargarviðleitni þeirra flestra myndi vakna af löngum dvala og í kjölfarið kæmi hagræð- ing í rekstri fyrirtækja þeirra, með augljósum kostum fyrir báða aðila, neytendur og þá sjálfa. Hinir sem neyddust th að flytja á möhna eru einfaldlega ekki hæfir th þess að reka fyrirtæki. Þannig er mannlíf- ið, þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða, sama hversu margir skammsýnir sér- hagsmunapotarar reyna að tefia þróunina; í raun, sér og öðrum til armæðu þegar fram í sækir. Það er alltaf sama sagan með íslend- inga. Þeir era svo ruglaðir í ríminu aö þeir gera sér enga grein fyrir hvað er þeim fyrir bestu. Heims- myndin nær vart lengra en út á nefskörina. í dag þetta, skitt með morgundaginn. Þjóö sem hugsar svona er dæmd til að dragast aftur úr og tortíma sjálfri sér. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson „Forystumennverkalýðssamtakanna, ef þeir hafa raunverulegan áhuga á kjörum hinna lægst launuðu, ættuað berjast fyrir afnámi búvörusamnings- * „ 0 u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.