Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992. Lestu einhver erlend tímarit? Árni Sigurðsson nemi: Nei, engin. Þórdis Þórisdóttir kennari: Nei, ekki að staðaldri en stundum fagtímarit. Eggert Matthiasson flugumfstj.: Já, ég les Time í vinnunni. Bryndís Böðvarsdóttir nemi: Nei, engin. Ragna Kristjánsdóttir nemi: Yfirleitt ekki. Sigfús Sigfússon verkstj.: Nei. Lesendur Opið bréf til Happdrættis Háskóla Islands: Það kemur ekkifram... Óli örn Andreassen skrifar: Árlega, í lok jólahátíðar, og næstu daga þar á eftir hefst kapphlaup stóru happdrættanna, SÍBS ogHapp- drættis Háskóla íslands, um við- skiptavinina. Þá eru ekki spöruð stóru orðin í auglýsingunum um möguleika miðakaupenda til vinn- ings og ýmislegt gefið í skyn. Þar sem ég hef átt viðskipti við Happdrætti Háskólans þá kýs ég að fjalla um vinnubrögð þess en tek þó jafnframt fram að vinnubrögð Happdrættis SÍBS eru aö mörgu leyti svipuð. Fullyrt er í auglýsingum HHÍ að happdrættið veiti 70% af veltunni til vinningshafa. Þetta er villandi þar sem það kemur ekki fram í auglýs- ingunni aö happdrættið dragi úr öll- um útgefnum miðum og þar á meðal miðum sem það hefur ekki selt og á sjálft. Þar af leiðandi er HHÍ oft vinn- ingshafi hjá sjáifu sér. Það kemur ekki fram í auglýsing- unni að verði viðskiptavinur happ- drættisins svo „lánsamur“ aö fá vinning á miða sinn þá skikkar HHÍ hann til þess að endurgreiða hluta af vinningsfénu! Það er gert með því að halda eftir upphæð sem nemur endumýjunarverði miðans út happ- drættisáriö. Ég hef sjálfur lent í þeirri aðstööu hjá HHI aö þurfa að endurgreiða því ‘A hluta vinningsins sem ég fékk á miðann minn. - Þetta er svipaö og að vinna smávinning í Lottóinu og vera síðan skikkaður til þess að kaupa svona 10-20 raöir í viku í Lottóinu út árið! Máhð er ósköp einfalt: Fái ég vinning þá vil ég sjálfur ráða þvi hvort ég held áfram að spila í happdrættinu eða ekki því oft er gott „að hætta leik þá hæst hann stendur." Það kemur ekki fram í auglýsing- unni að ef einhveijum dytti nú í hug þarf sa hinn sami að greiða end- umýjunarverð miðans sl. 6 mánuði án þess að eiga nokkum möguieika á vinningi þar sem dráttur hefur löngu farið fram. Þama er verið að selja fólki algjörlega verðlausan pappír. Þetta væri ósköp svipað og ef einhver hygðist endurnýja áskrift sína hvort heldur er að Stöð 2 eða dagblöðunum á miðju ári og yrði krafinn greiðslu aftur í tímann um hálft ár! Mig hryllir við þeirri til- hugsun ef einhveijum dytti í hug aö kaupa sér trompmiða í 12. flokki hjá HHI í desember. Að mínu mati stundar HHÍ hér óheiðarlega viðskiptahætti. Þaö stríðir gegn réttlætisvitund minni að krefjast greiðslu fyrir vöru eða þjón- ustu sem aldrei verður reidd fram. Það stríðir einnig gegn þessari sömu vitund að fá ekki að velja sjáifur hvenær ég hætti viðskiptum mínum við happdrættið. Ég spyr því stjóm- endur HHI hvort þeim finnist það vera eðlilegt fyrirkomulag á happ- drætti að draga úr óseldum miðum? Er það eðlilegt að þeirra mati að krefjast endumýjunar á vinnings- miða út happdrættisárið? - Hver gef- ur happdrættinu þann rétt? Væri ekki eðlilegra að reka happdrætti eins og Happó-happdrættið hjá HHÍ er rekið? Þar tel ég heiðarlega að málum staðið af hálfu happdrættis- ins því þar er einungis dregið úr seld- um miðum og hver og einn getur keypt sér miða á nafnverði og jafn- framt hætt þátttöku þegar honum sýnist - án fjárútláta. Ef þu ætlar að spila í happdrætti til vinnings... skaltu fmnna vinningsfilutfallið ' t o-fiokkrij hopprinrrK: .ú yeitxnm: ttíntíö bfii'.t Uí vínnín$5dwf3 aivc.g öháð því hversij nianUf mi&»r hih* seist VinningsvonSn er því . . ...r ...,....n..f-..f.in.-ri.1.m_D. „....-„.ii.i.nn hvergt jufnmikif og hjá ilöppdtieUi Háttkánúhs. „HHÍ er oft vinningshafi hjá sjálfu sér,“ segir m.a. í bréfinu. aö kaupa miða í HHÍ, t.d. í júní, þá Úrtöluof næmi og svartýnispest Búi Árdal skrifar: Það sem hér er sett á blað er ör- stutt væl úr manni sem hefur trúlega gert þau mistök aö hlýða um of á orðaflaum landsfeðranna. - Það er staðreynd að það getur reynst hættu- legt andlegri heilsu að hlusta of grannt og mikið á þennan orðaflaum. í fyrradag gerði ég þau aivarlegu mistök að á einum og sama deginum hlustaði ég á tvo ráðherra (annar er meira að segja forsætisráðherra), einn almennan þingmann og ofan í þetta allt saman las ég svo viötal við formann Vinnuveitendasambands- ins. Þetta varð til þess að ég fékk mjög strangt og langt svartsýniskast sem endaöi í allt að því sjúklegri depurð. - Ég finn að með því að hlýða á fjölmiðla sem yfirfylla sig af frétt- um frá pólitíkusum hrakar mjög andlegu ástandi mínu. Kæri umsjónarmaður lesendasíöu, ég er svona rétt „typical" almúga- maður, hvorki eitt né neitt. Því grun- ar mig að fleiri almúgamenn (og kon- ur) hafi fengið snert af úrtöluofnæmi og svarstýnispest. Ég á því ekkert sérstaklega von á að þetta verði birt. Það skiptir mig þó raunar engu máh. Það sem skiptir mig máh er að hafa í örvæntingu minni og eymd yfir að vera íslendingur með allt niður um sig haft þor til að láta aðra vita að þessi svartsýnispest er að drepa mig. - Eða eins og þeir segja hjá Samtök- um hernámsandstæðinga, „að koma út úr skápnum." Hugrekki okkar almúgamanna er þó ekki meira en svo aö menn (og konur líka) þora eki að skrifa svona línur undir fuhu nafni. Þetta hug- leysi er eitthvað sem við almúga- menn höfum unnið okkur rétt á enda birtist það í ótal myndum í þjóðfélag- inu á degi hveijum. - Það að þora ekki að skrifa undir nafni er þó engu meiri heigulsháttur en að mæta stöð- ugt á kosningastaði og kjósa þessa sömu gömlu og og góðu allraflokka hryggleysingja sem geta ekkert fært okkur annað en boð um lepja dauð- ann úr skel. - Hvað um þaö, ég biðst margfaldrar afsökunar á að tefja þig lesandi góður með sneph frá hug- stola manni með úrtöluveiki. Til hvers þá úrsögn úr Hvalveiðráðinu? Einar Árnason skrifar: Nú erum við íslendingar búnir að segja okkur úr Alþjóðahvalveiðiráö- inu eða svo gott sem. Ekki er þó end- anlega búið að ganga frá þeirri úr- sögn og vona ég aö svo verði ekki í bráð. Ég tel nú ekki vera neina efnis- lega ástæðu til að við segjum okkur úr þessu ráði ef ekki á að taka til við hvalveiðar að nýju. Eða til hvers er- um við þá að segja okkur úr ráðinu ef það er ekki gert til þess að hafa fijálsar hendur um að hefja hval- veiðar strax og úrsögnin tekur gildi? Það virðast einfaldlega vera ein- hveijar vöflur á okkur um hvað tek- ur viö þegar úrsögnin tekur gildi. Og hvaða stefnu við tökum að henni afstaðinni. Ég hélt að við hefðum ætlað að standa saman að því að fara eigin leiðir í hvalveiöimálum. Meiri- hluti landsmanna virtist hafa tekið þá afstöðu. Þess vegna var úrsögnin réttlætanleg. Ef við erum hálfvolgir og vitum ekkert hvað gera skal hefði því verið miklu betra að vera kyrr innan Hvalveiðiráðsins og beijast þar fyrir að geta veitt hvah, a.m.k. í vísindalegum tilgangi. Eftir aö við höfum sagt okkur úr ráðinu er auðvitaö ekkert því til fyr- irstöðu aö hefja hvalveiðar að nýju og láta skeika aö sköpuðu með af- stöðu annarra ríkja. Til þess hlýtur að hafa verið litið með úrsögninni. Ekkert er verra en hringl í svona málum. Úrsögnin ein og sér er því ekkert annað en frumhlaup, að því er séð verður, á þessu stigi málsins. Þorpsbúi skrifar: Ég var aö hlusta á þáttinn Þjóð- arsálina sl. þriðjudag, 7. janúar. Þar hringdi inn forkunnarskýr og ákveðinn maður frá Neskaup- stað. Hann var eilítið æstur og ákafur en hafði sannarlega lög að mæla. Hann taldi kúgunina í sínum heimabæ gegndarlausa og þar réði póhtíkin öhu og öhum. Þar á bæ eru Alþýðubandalags- menn sterkastir eins og þekkt er. En það þarf ekki Neskaupstað til og allabahana þar. Þetta er alþekkt iyrirbæri á landsbyggð- inni. í hæjunum og þorpunum ræður ákveðin kixka. Ráðs- mennska hennar stuðlar ööru fremur að brottflutningi íbúanna. - Enda stendur hugur mjög margra ekki til annars í þessum htlu samfélögum. Þess vegna er svo komið fyrir landsbyggðinni sem raun ber vitni. ekki séð aö nokkur kreppueinkenni séu ríkjandi um þessar mundir. Ég hef verið nokkuð á ferðinni eftir áramótin. Maður hefur varla komist leiðar sinnar fyrir bílaumferö og fari maður inn í verslun, nokkuð sama hvaða verslun er, veröur þar ekki þverfótað fyrir fólki á hlaupum, í innkaupum. Það er sama hvort um er að ræða tölvuverslanir eða mat- vörumarkaði, ahs staðar er aht á fuhu og fólkiö fer sko ekki tóm- hent út. - Ég segi hreinlega: Ég sé ekki að fólk þurfi neitt að kvarta þótt eitthvað htihega sé hert að. Við vælum ahtaf hvort sem hlt er í ári eða gósentíð. Heiðurslaun listamanna Lúðvig Eggertsson skrifar: Það er vandasamt verk og við- kvæmt að úthluta heiöurslaun- um. Þar er um að ræða verulegar fjárhæðir skattborgaranna. Fylgst er meö að þeim sé vel var- iö. Margir eru kahaðir, en fáir útvaldir. Sigríður Hagahn er hóg- vær hstakona, sem lætur sér sjaldan mistakast Hún hefur fet- að sig upp til vegs og virðingar jafnt og þétt, og er vel að því kom- in að hJjóta nú heiðurslaun. Thor Vilhálmsson er andstæða hennar. Hann hóf göngu sína með látalátum, stældi Laxness, svo að gekk skopi næst. í röðum hsta- manna er varla svo mót haldið, að hann hreyki sér ekki þar. En viti menn, loks kom frá honum mergjuö morðsaga eftir heimild- um með talsverðu klámi að ívafi. Hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda. Og nú heiðurslaun listamanna í heimalandinu. - Eigum við ekki að klappa fýrir kappanum? AulafyndiiláStöð2 Þórarinn hringdi: Mér fannst Stöð 2 setja mjög niður við að ofgera skop um nú- verandi útvarpsstjóra í Happó- þættinum sl. þriðjudagskvöld. Svona nokkuð hrín ekki á um- ræddri persónu en sýnir lélega aulafyndni Stöövar 2. Sjónvarpsins Haraldur Jónsson og bamabörn skrifa: Bestu kveðjur og þakkir th Sjónvarpsins fyrir Jólastundina. Hún var firábser. Meira af slíku góðu og hohu bamaefni. Það er aht of mikiö af lélegu og óhohu bamaefiú á stöðvunum báöum. Gætum vel aö því hvað við bjóö- um bömunum okkar upp á. Stundin okkar er tíl fyrirmyndar. Mættum við fá fleiri slíka þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.