Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992.
Fréttir
ísaflörður:
Meirihluti þriggja f lokka
í bæjarstjórn að springa
Gísli Hjartaison, DV, ísafiröi:
Allar líkur eru á því aö meirihluti
Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags
og Framsóknarflokks í bæjarstjórn
ísafjaröar sé að springa. Hart hefur
verið deilt síðustu daga um vinnu-
brögð við mannaráðningar á skrif-
stofur bæjarins.
Fyrir skömmu var auglýst staða
aðalbókara ísafjarðarkaupstaöar og
bárust 11 umsóknir. Deilur komu
strax upp meðal bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um ráðningu í starf-
iö. Formaöur bæjarráðs, Georg Bær-
ingsson, hafði lofað ákveönum aðila,
Birgi Valdimarssyni, stuöningi en
bæjarstjórinn, Smári Haraldsson,
vildi annan umsækjanda, Guðbjörgu
Konráðsdóttur.
Samkomulag var svo gert á meiri-
hlutafundi að ráða Guðbjörgu og að
bæjarstjóri réði svo tvo aðra um-
sækjendur í önnur störf á bæjar-
stjórnarskrifstofunum, annan í
afleysingar en hinn til tímabundinna
verkefna. Þessi hrossakaup voru
gerð til þess að þóknast öllum bæjar-
fulltrúum Sjálfstæöisflokksins.
Smári bæjarstjóri staðfesti í viðtali
við DV að þetta væri rétt og myndi
hann ráða þessa- tvo umsækjendur
til starfa á næstunni.
Á bæjarstjórnarfundi á fimmtu-
dagskvöld var svo gengið frá ráðn-
ingu í aðalbókarastörfin eftir miklar
deilur meirihluta við minnihluta um
form atkvæðagreiðslunnar. Guð-
björg var svo ráðin með 5 atkvæðum
meirihlutans. Einn seöill var auður
og Bára Einarsdóttir fékk 3 atkvæði.
Einar Garðar Hjaltason, forseti
bæjarstjórnar, sagði í viðtali við DV
að hann sætti sig ekki við þessi
vinnubrögð þar sem stefnan væri að
fækka á bæjarstjómarskrifstofunum
með tilkomu nýs tölvukerfis. Sagði
hann að ísafjarðarkaupstaður væri
meö mesta yfirbyggingu allra kaup-
staða á landinu.
Ennfremur eru harðar deilur milli
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
um vinnubrögö meirihluta bæjar-
stjórnar. í meirihluta eru þrír full-
trúar Sjálfstæðisflokks, einn fram-
sóknarmaður og einn alþýðubanda-
lagsmaður. í minnihluta sitja 2 full-
trúar í-lista, sem er klofningsfram-
boð sjálfstæðismanna, og 2 alþýðu-
flokksmenn. Bæjarstjórinn er kjör-
inn varafulltrúi Alþýðubandalagsins
en gegnir ekki bæjarfulltrúastörfum
meðan hann er bæjarstjóri.
„Ég mun að sjálfsögðu taka sæti
mitt sem varamaður í bæjarstjórn
ef meirihlutinn springur," sagði
Smári Haraldsson.
Þeir eru nokkuð vígalegir, peyjarnir á lóð Vesturbæjarskóla, að minnsta kosti þegar þeir eru komnir upp á Tví-
höfða. Tvíhöfði er eitt þriggja listaverka á skólalóðinni eftir Magnús Tómasson. DV-mynd GVA
Neysluvatn ísfirðinga
ekki hæft til böðunar
Gísli Hjartaraon, DV, Isafirði;
Neysluvatn ísflrðinga er yfirborðs-
vatn og hefur kólígerlamengun af
sauruppruna í vatninu verið mikið
vandamál undanfama áratugi. Heil-
brigöisnefnd kaupstaðarins auglýsti
sl. haust í blöðum og óskaði eftir því
að neytendur á ísafirði og í Hnífsdal
syðu drykkjarvatn sitt. Rækjuverk-
smiðjur og frystihús klórblanda
vatnið sem notað er til matvælaiðn-
aðarins.
„Fólk á að sjóða drykkjarvatnið á
ísafirði, Hnífsdal og í Súðavík því það
er ónothæft til drykkjar ósoðið.
Vatnsprufur hér á ísafirði hafa farið
yfir mörkin sem gefin eru fyrir vatn
til böðunar. Vatn eins og það sem
bannað er að baða sig upp úr í Naut-
hólsvík hefur verið notað til drykkjar
á ísafirði," sagði Anton Helgason hjá
Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í viðtali
við DV þegar hann var spurður um
vatnsmálin.
Sagt er að ísfirðingar sem fari í
sólarlandaferðir fái aldrei matareitr-
anir vegna þess að þeir séu búnir að
öðlast ónæmi gegn flestum bakter-
íum með drykkju mengaðs vatns allt
sitt líf.
Sjúkrahús Vestmannaeyja:
Skurðdeildinni lokað í sex vikur í sumar
- ákvörðun sem vekur óánægju, segir framkvæmdastjórinn
Stjóm Sjúkrahúss Vestmannaeyja
hefur tekiö ákvörðun um að loka
skurðdeild sjúkrahússins um sex
vikna skeið í sumar. Er þetta gert til
að ná niður rekstrarkostnaði, er
samkvæmt tilmælum stjómvalda
skal sjúkrahúsiö skila spamaöi upp
á um 5-5,5 miltjónir á árinu.
„Þetta er ákvöröun sem vekur
óánægju og menn taka ekki með
glöðu geði, nema síður sé,“ sagði
Eyjólfur Pálsson, framkvæmdastjóri
sjúkrahússins. „Reynslan ein mun
skera úr um hvort þetta getur haft
alvarlegar afleiöingar. En við treyst-
um á sjúkraflugvél sem er hér á
staðnum og getur farið í loftiö nánast
hvenær sem er á þessum árstima."
Skurðdefldinni verður lokaö í byrj-
un júni. Þar vinna 20-30 manns og
mun það starfsfólk verða í sumar-
afleysingum meðan lokunin varir.
Ákvörðunin um að loka skurðdeUd-
inni var tekin í síðustu viku.
Eyjólfur sagði að vonir stæðu til
þess að hægt væri að ná tilskUdum
sparnaði að mestu meö þessari að-
gerð.
-JSS
Kristján næsti f or-
maður íslandsbanka?
Mjög líklegt er að ákveðið verði
um helgina hver veröur næsti stjórn-
arformaður íslandsbanka. Svo kann
að fara að Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ, verði næsti
stjórnarformaður.
Við stofnun bankans ákváðu eign-
arhaldsfélögin þijú, sem eiga bank-
ann að mestu, að skiptast á að hafa
stjórnarformanninn. Nú verður tek-
in ákvörðun um það hvort því fyrir-
komulagi eigi að halda áfram.
Miðað viö regluna til þessa ætti
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og
stjórnarformaður í Eignarhaldsfé-
lagi Alþýðubankans, að taka við
stjómarformennsku í íslandsbanka.
Hann var fyrsti stjórnarformaður
bankans. í miðjum kjarasamningum
er hins vegar erfitt fyrir hann að
vera báðum megin viö borðið, hvað
þá þegar vaxtamál eru í brennidepli.
Verði ákveðiö að skiptast á með
stjórnarformanninn áfram vaknar
sú spurning hvort Kristján Ragnars-
son, fulltrúi Fiskveiðasjóðs í banka-
ráði fái ekki formennskuna. Fisk-
veiðasjóður á hluta í bankanum með
eignarhaldsfélögunum enda þótt þau
séu í miklum meirihluta..
Fiskveiðasjóður er hins vegar opin-
ber sjóður, í eigu ríkisins. Fái Krist-
ján stóhnn gegnir fulltrúi ríkisins
þar með stjórnarformennsku í eina
einkabankanum.
Þetta getur orðið svolítið strembin
ákvörðun.
-JGH
Skíðamótíslands:
Kristinn vann
í stórsviginu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Kristinn Bjömsson frá Ólafsflrði
og Örnólfur Valdimarsson úr
Reykjavík háðu mikiö einvígi um
íslandsmeistaratitihnn í stórsvigi á
Skíðalandsmótinu í Hlíöarfjalh við
Akureyri í gærmorgun.
Eftir fyrri ferðina hafði Örnólfur
nauma fomstu en Kristinn náði mjög
góðri síðari ferð og tryggði sér sigur.
Samanlagður tími hans var 1.32,04
mín. en Órnólfur fékk tímann 1.32,67
mín. í þriðja sæti varð Haukur Arn-
órsson, Reykjavík, á 1.33,50 mín.
í stórsvigi kvenna sigraði Ásta
Hahdórsdóttir, ísafirði, sem fékk
tímann 1.35,61 mín. Önnur varð Eva
Jónasdóttir, Akureyri, á 1.38,35 mín.
og í þriðja sæti Hildur Þorsteindóttir
Akureyri á 1.44,81 mín.
Ölf usárbrú lokuð í mánuð
Kristján Einarason, DV, Selfossi:
Ölfusárbrú við Selfoss verður lok-
uð umferð stórra bifreiða frá 6. apríl
til 25. maí og frá 21. apríl til 20. maí
verður hún lokuð allri umferö. Vega-
gerð ríkísins hefur nú hafið langþráð
verk sem er endurgerð göngubraut-
arinnar á brúnni og nýlagningar á
aðalgólfið.
Nú er verið að saga gamla gólfið í
einingar sem hífðar verða af og nýjar
einingar settar í staöinn. Þær eru
forsteyptar og eru þegar tilbúnar.
Á meðan á lokuninni stendur er
um tvær leiðir að ræða til að komast
til Selfoss, þaö er um Óseyrarbrú við
Eyrarbakka og yfir Sogsbrú og Iðu-
brú- og niður Skeið til Selfoss. Fram-
kvæmdum viö brúna lýkur 26. júní.
Ungur maður stunginn með hnífi
25 ára gamall maður var stimginn
með hnífi í heimahúsi í Hafnarfirði
í fyrrinótt. Maðurinn hafði hitt tvo
menn á skemmtistað og fóru þeir
þrír saman í heimahús. Lögreglu var
tilkynnt um hnífstunguna og fann
hún unga manninn hggjandi í blóði
...uíuiannd iannn ur íbuðinm
nann handtekinn skömmu :
Ungi maðurinn, sem fékk hnífs
una, var fluttur á Borgarspít,
með averka á bijósti og gekks
undiraögerö.