Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992: Fréttir Ótrúleg harka hlaupin 1 matvörumarkaðinn: Kaupmenn henda hver öðrum út úr verslunum Samkeppnin á matvörumarkaön- um hefur tekiö óvænta stefnu upp á síðkastið. Kaupmenn eru farnir að henda hver öðrum út úr versl- unum ef verið er að gera verðkann- íuiir. Upphaíið að þessu öllu saman má rekja til þriöjudagsins í síðustu viku þegar Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi, vísaði tveim- ur Miklagarðsmönnum á dyr með nokkrum þjósti. Miklagarðsmenn hafa síðan svaraö fyrir sig í sömu mynt. Upplýsingar um verð grundvöllur samkeppni Þessi nýja stefna er athyglisverð vegna þess aö samkvæmt öllum hagfræðikenningum byggist frjáls samkeppni á sem mestu upplýs- ingastreymi til neytenda og kaup- manna um verð, magn og gæði hverrar vöru. Þess vegna eru fjölmiðlar svo mikilvægir tii að fijáls samkeppni fái notið sín í praxís. Útskutlara-aðferðin á matvöru- markaðnum er engu að síður stað- reynd. Bjöm Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Miklagarðs, segir að þeir hafi aldrei amast viö þvi þó að geröar væru verökannanir í versluninni. Hins vegar væri sam- komulag á milli Bónuss og Mikla- garðs um þessi mál sem rekja megi til þess að á þriðjudaginri í síðustu viku hefðu tveir starfsmenn hans farið í Bónus til að taka verðkönn- un. Jóhannes yggldi sig og rak Miklagarðsmenn út Hann segir aö þeim hafi fljótlega verið vísað á dyr en hafi þráast við Fréttaljós Jón G. Hauksson þar sem um greinilega ný vinnu- brögð væri að ræða. En þegar Jó- hannes Jónsson, aðaleigandi Bón- uss, kom til skjalanna og sýndi al- vöru málsins hafi mennimir yfir- gefið verslunina. Tveimur dögum síðar barst bréf frá Bónusi til bæði Miklagarðs og Hagkaups um að Bónus óskaði eftir þeim reglum að framvegis gerðu þessi fyrirtæki verðkannanir í Bónusi á mánudögum og þriðju- dögum en ekki öðrum dögum og að aðeins einn starfsmaöur kæmi til að gera könnunina. Forráðamenn Miklagarðs svör- uðu þessu með því að samþykkja hinar nýju reglur en bættu við að þeir væntu þess að sömu reglur giltu um verðkannanir Bónuss í Miklagarði. Hagkaup gerir ekkert með beiðni Bónuss Hagkaupsmenn höfnuðu hins vegar hinum nýju reglum Bónuss og svömðu ekki beiðninni. Að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar, eins framkvæmdastjóra Hagkaups, eru rök þeirra þau að hver sem er geti farið í hvaða verslun sem er, hvenær sem er og gert verðkönn- un. Þegar Mikligarður opnaði hinn nýja markað sinn síðastliðinn mið- vikudag var mönnum frá bæði Hagkaupi og Bónusi vísað á dyr af öryggisvörðum. Björn Ingimars- son, framkvæmdastjóri Mikla- garðs, hringdi síðan í Hagkaups- menn og bað þá afsökunar. „Hann sagði aö þetta hefði verið misskiln- ingur og bað okkur afsökunar. Við höfum ekki tekið þetta neitt ilia upp,“ segir Ragnar Atli. Björn hringdi hins vegar ekki í Bónus-menn á þeim forsendum að Miklagarðsmenn segja að ballið hafi byrjað þegar Jóhannes Jóns- son í Bónusi vísaði tveimur þeirra í hasti út út búðinni. samkomulag Bónuss og Mikla- garðs væri í gildi. Bónus: Kannanir truflandi fyrlr þá sem eru að kaupa Jón Ásgeir Jóhannesson, versl- unarstjóri í Bónusi, sonur Jóhann- esar, aðaleiganda Bónuss, segir að þeir hafi sett reglur um takmark- anir á verðkönnun samkeppnisað- ila vegna þrengsla í Bónus-búðun- um. Það væri truflandi fyrir þá sem væru að kaupa að hafa marga sam- keppnisaðila á miklum annatímum að gera verðkannanir. Dæmi væri um aö þrír til fjórir frá Hagkaupi væru í versluninni á sama tíma að gera verðkannanir. Verðlagsstjóri Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði við DV að engar reglur væru til í samkeppnislögunum um verðkannanir samkeppnisaöila þótt réttur eigenda yfir sinni búð væri auövitað mikill. Verðlags- stofnun hefði samkvæmt lögum heimild til að afla allra þeirra upp- lýsinga sem hún vill um verð í verslunum. Georg sagði augljóst að hagur neytenda í frjálsri samkeppni væri að hafa sem mest af upplýsingum um verð vara í verslunum. Þannig virkaði samkeppnin best. Að sögn Georgs er ný löggjöf á leiðinni sem gengur út á að efla gagnsæi markaðarins og að bæði neytendur og samkeppnisaðilar viti nákvæmlega hvað sé að gerast á markaðnum. Saklaust fórnarlambið steindautt viö vegkantinn. DV-myndir ÞÁ W Skepnum beint að veg- kanti með raf girðingu ÞórhaSur Asnumdsson, DV, NorðurLvestra; Blönduósbúar og Skagstrendingar eru ákaflega óhressir með lausa- göngu hrossa við Skagastrandarveg enda umferðaróhöpp tíð af þeirra sökum. Það síðasta varð fyrir rúmri viku. Sérstaklega eru það hrossin hans Ævars í Enni sem vegfarendur hafa kvartað undan. Siguröur Kr. Jónsson á Blönduósi segist beinlínis hafa orðiö þess var að bóndi á svipuð- um slóðum hafi beint skepnum í veg- kantinn með rafgirðingu. Síðasta slysið varð þegar bíll var kominn fast að Bakkakoti og hross voru að snöfla í veginum. Allt í einu birtist eitt þeirra á veginum og árekstvu- varö ekki umflúinn. Drepa varð hrossið og tjónið á bílnum er varla undir 200 þús. krónum. Fólk slapp við meiösli og ekki fór eins illa og fyrir tveimur árum þegar ungrn- Siglfirðingur ók á hross á svipuðum og verður það sjálfsagt það sem eftir slóðum. Ungi maðurinn er í hjólastól er ævinnar. Svona leit bílllnn út eftir að hafa lent á hrossinu. Sölukostnaður spariskírteina: Akvarðanir um kostnað teknar í ráðuneytinu „Ákvarðanir um auglýsinga- og sölukostnaö ríkisskuldabréfa eru teknar í fjármálaráðuneytinu. Það hafa vissulega farið miklir peningar í þetta á undanfómum árum en miö- að við veltu em þetta þó litlir pening- ar. Hvort dregur úr þessum kostnaði á næstunni ræðst af samkeppninni á markaðinum og lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs. Til að halda sinni hlut- deild geri ég ráð fyrir að ríkissjóður þurfl áfram að kosta svipuðu til,“ segir Pétur Kristinsson, forstöðu- maöur þjónustumiðstöðvar ríkis- verðbréfa. Á undanförnum fimm árum hefur ríkissjóður greitt um 850 milljónir króna í auglýsingar, sölu og mark- aðssetningu ríkisskuldabréfa. Þessir fjármunir fóm í að afla ríkissjóði 26,6 milljarða króna innlend lán. Hlutfall auglýsinga- og sölukostn- aðar af lánsfjáröflun hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1988, eða úr ríflega tveimur prósentum í tæp fjög- ur prósent. Á síðasta ári nam þessi kostnaður 232,9 milljónum, þar af fóm 70 milljónir í auglýsingar og 90 milljónir í sölulaun. A sama tíma nam lánsfjáröflunin 5,9 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess aö á árinu 1987 var auglýsinga- og og sölu- kostnaður spariskírteinanna 47 milljónir. Þá var innlend lánsfjáröfl- un 2,2 milljarðar króna. Árið 1988 var kostnaðurinn 110,9 milljónir en lánsfjáröflunin 4,9 milljarðar. Árið 1989 var kostnaðurinn 137,2 milljónir en lánsfjáröflunin 5,1 milljarður. Og árið 1990 var var kostnaðurinn 321,6 milljónir en lánsfjáröflunin 8,5 millj- arðar. Að sögn Péturs fá söluaðilar ríkis- skuldabréfa nú 1,5 prósent af and- virði seldra bréfa í sölulaun. Hlutfall- ið segir hann á undanfórnum árum hafa sveiflast á milli 1 og 2 prósenta. En hver er skýringin á því að auglýs- inga- og sölukostnaðurinn hefur nánast tvöfaldast á undanfómum fimm ámm? „Skýringin er aukin samkeppni á lánsfjármarkaðinum. Þó þetta sé mikill kostnaður þá má ekki gleyma því að umfang útistandandi ríkis- skuldabréfa er nú um 60 milljarðar sem ætla má að sé um tæplega helm- ingurinn af innlánum bankakerfis- ins,“segirPétur. -kaa Ferðatösku með verðmæt- umístolið Ferðatösku með talsvert miklum verðmætum var stolið við aðalút- ganginn í Leifsstöð aðfaranótt síö- astliðins mánudags. Eigandi tösk- unnar, Kristín Amþórsdóttir, kveðst hafa orðiö fyrir verulegu tjóni. Hún var að koma með flugvél frá London. í Leifsstöð í töskunni, sem er svört á litinn, var meðal annars fermingargjöf og aðrir persónulegir munir. Vitni eða aðrir sem geta gefið upplýsingar um hvarf töskunnar em beðnir um aö snúa sér til Rannsóknarlögreglu rík- isinsísíma 44000. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.