Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 20
20 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Kvikmyndir Þá er Woody Allen búinn að senda frá sér enn eina myndina og ber hún heitið Shadows and Fog. Hún var frumsýnd í París í byrjun ársins en Frakkar hafa ætíð haldið mikið upp á Woody Ailen. Svo virð- ist sem Evrópubúar séu hrifnari af sumum myndum Woody Allen en sjálfir Bandaríkjamenn. Eftir frumsýninguna í Frakklandi var Shadows and Fog síðan sýnd utan keppni á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar. Það er nokkuð síðan Woody AJIen lauk við gerð myndarinnar en frumsýning hennar tafðist vegna þess að Orion kvikmyndaverið, sem framleiddi myndina, fór í greiðslustöðvun. Það var því ekk- ert fé handbært til að auglýsa upp myndina og búa tii öll sýningarein- tökin ásamt nauðsynlegu kynning- arefni. En sem betur fór rættist úr öllu saman í lokin og því geta aðdá- endur Woody Allen fengið að njóta þessa nýja sköpunarverks meistar-. ans. Þýsk áhrif En það er líklegt að margir aðdá- endur Woody Allen verði fyrir von- brigöum með Shadows and Fog. Myndin er nokkurs konar óður tíl expressjónismans sem einkenndi þýska kvikmyndagerð á gullald- arárum hennar. Það má segja að þetta hafi verið góö tilraun sem hafi ekki heppnast tíl fulls. Eins og svo oft áður leikur eigin- kona Woody Allen, Mia Farrow, eitt aðalhlutverkið. Woody Allen leikur einnig í myndinni en í sum- um myndum sínum hefur hann aðeins verið leikstjóri og í mesta lagi komið fram í smáhlutverki, svona til aö vera í stíl við gamla meistarann Hitchcock, sem alltaf mátti sjá bregða fyrir augnabhk í myndum sínum. Irmy (Mia Farrow) og Clown (John Malkovich) starfa saman í fjölleikahúsi. Það er búið að koma fyrir sýningartjaldinu í nágrenni við ónafngreinda evrópska borg og verið er að undirbúa fyrstu sýning- una. En það er mikið um að vera því það gengur morðingi laus í borginni og íjöldi árvökulla borg- ara leitar hans. Það er á þessu stigi sem Kleinman (Woody Allen) er vakinn af værum blundi og sagt að taka þátt í „áætluninni" þótt það komi aldrei skýrt fram um hvað þessi áætlun snerist. Margtum aðvera Þegar Irmy kemst að því að Clown á í ástarævintýri við konu kraftajötuns fjölleikahússins tekur hún því illa og labbar út í þokuna. Þar hittir hún vændiskonu (leikin af Lily Tonúin) sem býðst til aö hjálpa henni. Það er ýmislegt sem drífur á daga þessara þriggja aðal- persóna myndarinnar þótt undir- tónninn sé hinn sígildi Woody Al- len tónn með heimspekilegum vangaveltum um hið góða og Ula ásamt hæfilegu magnf af bröndur- um. Shadows and Fog minnir aö mörgu leyti á gamlar myndir Fritz Lang eins og M og svo 1931 útgáfu G.W. Pabst á verki Bertolts Brecht, The Threepenny Opera. TónUstin í myndinni er eftir Kurt Weill, sem er hin sama og var notuð 1 The Threepenny Opera á sínum tíma. Myndin er tekin í svarthvítu sem er að verða ákveðinn stimpill fyrir myndir Woody AUen. Að þessu sinni gefur þetta yfirbragð Woody AUen gulUö tækifæri til að leika sér með skugga og form Ukt og meist- arar þýsku expressjónisma mynd- anna. Woody dregur meira að segja fram í dagsljósið Donald Pleasence í hlutverki vísindamanns sem rek- ur krufningarstofu þar sem hann framkvæmir tilraunir sem verða vægast sagt að teljast vafasamar frá vísindalegu sjónarmiöi. Þekktnöfn Það er mikUl fjöldi þekktra leik- ara sem kemur fram í Shadows and Fog. Meðal þeirra má Uka finna Madonnu sem leikur eiginkonu kraftakarlsins. Þetta er Utið hlut- verk og verða áhorfendur að hafa sig aUa við ef þeir eiga ekki að fara á mis viö þann atburð þegar Ma- donna birtíst á skerminum. Flestir leUcaramir fá þó Utíö aö njóta sín Umsjón Baldur Hjaltason því hlutverk þeirra eru lítil og enda því uppi sem fræg nöfn á Ustanum yfir þá sem léku í myndinni. Þar má nefna nöfn eins og Jodie Fost- er, Kathy Bates, John Cusack, Kate NeUigan og JuUe Kavener. Gagn- rýnendur hafa gert góðlátlegt grín að Woody AUen fyrir aö nota öll þessi frægu nöfn og sagt að það sem sé mest spennandi við myndina er að bíða eftir hvaða frægi leikari eða leikkona birtist næst á tjaldinu. Fjölhæfur listamaður Það er erfitt að staðsetja Shadows and Fog meðal mynda Woody Al- len. Einna helst mætti líkja henni við A Midsummer Nights Sex Comedy sem hann geröi 1982 og ekki getur talist ein af betri mynd- um hans. Síðasta mynd Woody Al- len, AUce, hlaut ekkert sérstakar viötökur almennings og sama má segja um Crimes and Misdemea- nors sem að mörgu leyti var mjög góð mynd. Það viröist sem Woody AUen eigi erfitt með að endurskapa steminguna sem hann náði í mynd- um eins og Annie Hall, Manhattan og svo Hannah and Her Sisters. Woody Allen er meinfyndinn maður og þegar honum tekst vel upp fara fáir i fótspor hans. Hann á einstaklega auövelt með að flétta saman á frábæran hátt góða skemmtun, heimspekUegar vanga- veltur og svo atburði úr daglega lífinu sem flestir ganga í gegnum einhvern tíma á lífsleiðinni. En umfram allt eru myndir Woody AUen mannlegar og oft finnst áhorfandanum hann vera að horfa á og upplifa hluta af sínu eigin lífi. Á annan tug Myndir Woody AUen er nú farnar að nálgast annan tuginn. FerUl hans sem leikstjóri er mjög við- burðaríkur og svo virðist sem hann hafi eflst við hverja raun. Hver hefði trúað þvi fyrir 22 árum að maðurinn sem leikstýrði sjálfum sér og skrifaði handritið að Take the Money and Run (1969) hefði átt eftír að gera mynd eins og Shadows and Fog. Á þessu tímabili lék og leikstýrði Woody Allen hálfgerðum aulamyndum þar sem hann var sífellt í vandræðum og ruddi út úr sér heilmiklum pælingum um heiminn og tilveruna ásamt fimm aura bröndurum inni á milU. Þetta voru myndir eins og Bananas (1971), Everything You always Wanted to Know about Sex (1972), Play It again Sam (1972), Sleeper (1973) og svo Love and Death (1976). Það var svo 1977 sem Woody Al- len hlaut óskarsvcrölauni '. fyrir bestu myndina með Annie HaU. Þá hófst annar kafli á ferli hans. í fyrstu tók sinn tíma að fínsUpa þennan nýja stíl eins og þegar hann gerði Interiors (1978) þar sem hann leikstýrði verki sem minnti meira á Ingmar Bergman en Woody Al- len. Engin tilviljun Manhattan staðfesti að Annie Hall var ekki veriö nein tílviljun. Þangað til kom að Broadway Danny Rose árið 1984 gerði Woody Allen þrjár myndir sem margir segja að uppfylli ekki þær kröfur sem eru gerðar í dag til hans. Eru þaö myndimar Stardust Memories (1980), A Midsummer Nights Sex Comedy (1982) og svo Zelig (1983) sem var að mörgu leyti skemmtUeg mynd. Síðan kom The Purple Rose (1985) sem var nokkurs konar upp- hitun fyrir Hannah and Her Sist- ers, sem er Hklega ein besta mynd Woody AUen fyrr og síðar. Sumir hafa vUjað líkja ferli Woody AUen við feril Steve Martín. Það er nokkuð tíl í því. Þeir hófu báðir feril sinn með annars flokks gamanmyndum en hafa náð að byggja upp nýjan persónulegan stíl sem sést best á nýjustu myndum þeirra félaga. Woody AUen er farinn að und- irbúa aöra mynd enda nýbúinn aö skrifa undir samning við eitt kvik- myndaveranna í HoUywood. Það er hins vegar spuming hvort myndir eins og þær sem Woody AUen gerir höfði lengur til kvik- myndahúsakynslóðarinnar. Tímamir breytast og mennimir með. Þaö er þó nokkuö víst aö ef Woody AUen tekst að ná sér á strik aftur verður hann ekki lengi að endurheima aUa gömlu góðu aðdá- enduna. Það er vöntun á mönnum eins og Woody AUen. Þeir gefa krydd í tUveruna og kvikmynda- húsgestum tækifæri tíl að skemmta sér vel samtímis því að stunda dá- litla naflaskoðun. Helstu heimildir: Variety, Entertainment weekly

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.