Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 22
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. Sérstæð sakamál Örlagarík aíbrýðisemi Þegar Rowena Walsh og Keith Cullen giftu sig voru þau mjög ást- fangin og hamingjusöm. Þau komu sér upp heimili í Wortley í Leeds á Englandi. Þá var hún átján ára en hann nítján. Keith hafði gott starf hjá sölufyr- irtæki og Rowena var líka í góðu starfi en hún var aðstoðarstúlka tannlæknis. Fjölskyldur þeirra og vinir höfðu gefið þeim góðar brúð- kaupsgjafir svo að ekkert vantaði á heimilið. Þótti ljóst að þau ætti ekki margt að skorta næstu árin. Ungu hjónin voru, eins og margt fólk á þeirra aldri, gefin fyrir að skemmta sér og meðal vina þeirra var sagt í gamni að þeir sem vildu hitta þau ættu að leita þeirra á krám eða í diskótekum. Henni leiddist Dag einn var komið að máli við Keith á vinnustað og honum tjáð að færi hann ekki í skóla og bætti við kunnáttu sína ætti hann litlar sem engar hkur á því að hljóta nokkum frama hjá fyrirtækinu. Framalöngun hans var talsverð og hún varð þyngri á metunum en skemmtanalöngunin svo að hann lét skrá sig í kvöldskóla. Námið tæki þijú ár, var honum sagt. Hann gæti hins vegar aukiö tekjur sínar verulega á þennan hátt. í fyrstu hélt hann að námið leyfði honum talsvert skemmíanalíf því hann þurfti aðeins að sækja tíma tvö kvöld í viku. En eftir tvo mán- uði var hann orðinn svo mikið á eftir í námi að kennarar tjáðu hon- um að annað hvort yrði hann að taka sig á eða hætta náminu. Keith ákvað að halda áfram í skólanum en nú var honum ljóst að hann gæti aðeins farið út tvö eöa þijú kvöld í viku. Og í samræmi við það jók hann heimasetur sínar á kvöldin. Rowena dáði hann fyrir dugnað hans en henni fór brátt að leiðast að sitja ein fyrir framan sjónvarpið meðan hann las. Áeiginvegum Kvöld eitt spurði Rowena Keith hvort hann hefði nokkuð á móti því að hún færi út með tveim vinkon- um sínum. Hann sagði það ekki vera. Honum var sumpart ljóst aö konunni hans leiddist að sitja ein frammi í stofu á kvöldin meðan hann var að lesa undir tíma og sumpart fannst honum gott að geta haft næði heima fyrir meðan hann las. Þá truflaöi hann hvorki hávaði í sjónvarpi né hljómflutningstækj- um. Þannig gekk þetta til um hríð og var venjan sú þegar Rowena fór út á kvöldin að vinkona hennar, Jill Fraser, sækti hana. Fóru þær þá ýmist heim til hennar og fengu sér kaffisopa eða á diskótek. En dag einn fór Keith að velta því fyrir sér hvað kona hans væri eiginlega aö gera á kvöldin þegar hún færi út. Smám saman jókst afbrýðisemi hans. Og þar kom að hann varð alveg sannfærður um að Rowena væri farin að vera með öðrum manni. Þá hafði Rowena farið út nokkur kvöld án þess að Jill kæmi að sækja hana. Hefnd Kvöld eitt lá illa á Keith og þegar Rowena sagði honum frá því, skömmu eftir kvöldverðinn, aö hún ætlaði aö hitta Jill stóð hann þegjandi upp. Jill áttaði sig ekki á því aö þetta var í raun aðvörun til hennar. Rétt á eftir gekk hún fram í baðherbergi og lét renna í baðker- iö. Keith fór upp á efri hæðina þegar kona hans fór í baðið. Hann fór inn í svefnherbergi þeirra hjóna og þar fór hann að leita í tösku Rowenu. í henni fann hann lítinn pakka og þegar hann reif hann upp sá hann að í honum var nokkuð sver gull- keðja af þeirri gerð sem karlmenn ganga gjaman með. Hjá lá kvittun sem sýndi að Rowena hafði keypt hana sama dag. Þama var sönnunin komin. Þetta var gjöf til mannsins sem hún ætl- aði að hitta um kvöldið. Og skyndi- lega var eins og Keith gæti ekki hugsaö rökrétt lengur. Hann hljóp niður á neðri hæðina, inn í baðher- bergiö, greip um höfuð Rowenu og rak það niöur í vatniö. Þar hélt hann þvi þar til hún hætti að hreyfa sig. Um áttaleytið var dyrabjöllunni hringt. Það var Jill Fraser og hún spurði hvers vegna Rowena hefði ekki komið til hennar eins og um hafði verið talað. Keith varð hræddur þegar hann sá hana því að hann taldi að koma hennar gæti oröið til þess að upp kæmist um morðið. Hann var Jill hins vegar reiður því hann leit svo á að hún hefði vitað um ótryggð Rowenu og ekki bara það, heldur hefði hún hvað eftir annað sagst vera með henni þegar hún hefði í raun verið með manninum sem hún heföi haldið við. Meiri hefnd Keith virti Jill fyrir sér í augna- blik en bauð henni svo inni fyrir. Svo sagði hann henni aö Rowena heföi þurft að bregða sér dálítiö frá og hefði henni seinkað. Þá bauð hann Jill inn í stofu. Meðan hún sat og beið gekk Keith frá og sótti hamar. Síðan gekk hann hljóðlega að Jill og nokkrum augnablikum síðar var hún öll. Keith sat fram eftir kvöldi meö lík konu sinnar og Jill í húsinu. Fyrst þegar kominn var háttatimi og farið að draga úr umferð klæddi hann lík Rowenu í fót. Síðan dró hann lík hennar út í bíl sinn og rétt á eftir hk Jill. Þá ók hann út fyrir Leeds og eftir nokkra stund kom hann að bátaskurði og í hann kastaði hann báðum líkunum. Daginn eftir hafði Keith samband við lögregluna og tilkynnti henni að hann saknaði konu sinnar. Og nokkru síðar hafði faðir Jill sam- band við lögregluna og skýrði frá því að dóttir hans hefði ekki komi heim þá um nóttina en slíkt væri ekki venja hennar. Þar eð bæði Rowena og Jill höfðu búið í sama hverfinu hringdu Keith og faðir Jill báðir á sömu lögreglustöðina. Þar þótti langt frá því eðlilegt að tvær konur hyrfu þannig og hófst nú mikil leit. Slóðin rakin Rannsóknarlögreglumönnum tókst brátt að komast að því að Jill hafði kvöldið áður komið í krána Earl Grey en þar hafði hún setið hjá þremur öörum stúlkum um hríð. Þær gátu svo sagt frá því, þegar þær voru yfirheyrðar, að Jill hefði sagst þurfa að fara heim til Rowenu til að athuga hvað tefði hana. Næst var rætt viö nágranna Keiths og Rowenu og gátu einhveij- ir þeirra staðfest að kvöldið áöur hefðu þeir séö Jill Fraser koma að húsi þeirra hjóna. Hefði Keith opn- að og hleypt henni inn. Enginn nágrannana reyndist hins vegar hafa séö Jill fara úr húsinu. Líkin af stúlkunum tveimur fundust í skurðinum og þegar rétt- arlæknar höfðu gert athuganir sín- ar gátu þeir staðfest að Jill hefði látist eftir að hafa fengið mörg högg í hnakkann. Væri ljóst að hamri hefði verið beitt. Rowena hefði hins vegar drukknaö en ljóst væri að það hefði ekki gerst í skurðinum. Vatn sem fundist hefði í'lungunum sýndi að hún hefði drukknað í bað- keri. Húsleitin Rannsóknarlögreglan fékk nú heimild til að leita á heimili Keiths Cullen. í fyrstu var ekki mikið þar að sjá sem benti gæti til þess að tvö morö hefðu verið framin í húsinu sama kvöldið. Hins vegar fundu tæknimenn við nákvæmari leit blóðbletti. Var þá ljóst að Jill hafði verið myrt á heimilinu og sömu- leiðis tókst að sjá hvaöa leið líkin höfðu verið dregið þegar farið hafði verið með þau úr húsinu. Loks fundust fingerðar trefjar úr fótum beggja stúlknanna á þröskuldi eld- húsdyranna. Nákvæm skoðun á fötum Keiths leiddi einnig í ljós blóðdropa. Var það í sama flokki og blóð Jill Fraser. Þegar Keith var skýrt frá því hvað rannsóknin hefði leitt í ljós féll hann saman og gerði játningu sína. Skýrði hann fyrir rannsókn- arlögreglumönnunum hvers vegna hann hefði myrt bæði Rowenu og Jill. Var nú aftur rætt við stúlkurnar þrjár sem þær Rowena og Jill höfðu ætlað að hitta í Earl Grey-kránni kvöldið sem morðin voru framin. Staðfestu þær að þær fimm hefðu margoft verið saman á kvöldin. Reyndar kom í ljós að að minnsta kosti tvær af þeim höfðu verið með Rowenu í öll þau skipti sem hún hafði farið út á kvöldin. Gjöfinvartil hans Einni stúlknanna, Emmu Page, varö afarmikið brugðið þegar rannsóknarlögreglumaöur fór að spyrja hvað þær þrjár vissu um gullkeðju sem verið hefði í tösku Rowenu, keðju sem greinilega hefði verið ætluð karlmanni. „Ég var með Rowenu þegar hún keypti hana,“ sagði Emma. „Hún átti að vera afmælisgjöf handa Keith því skammt var í afmælið hans. Rowena var svo stolt af hon- um því hann var svo duglegur að læra og hafði svo mikinn áhuga á auka þekkingu sína.“ Á afmælisdaginn sat Keith í fang- elsi og beið þess að dómur yrði kveðinn upp í máli hans en þá hafði hann þegar verið ákærður fyrir bæöi morðin. Réttur kom saman nokkrum mánuöum síðar. Verjandinn reyndi hvað hann gat til að sýna fram á að afbrýðisemi hefði valdið því að Keith hefði ráðiö konu sinni bana. En erfiðara var að halda því fram að hræðsla við að Jill uppgöt- vaði morðið og segði til hans væri skýring sem kviðdómendur og dómari gætu tekið til greina. Þeir gerðu það heldur ekki og fundu hinum seka fátt ef nokkuð til máls- bóta. Þau verða væntanlega allmörg árin sem Keith Cullen hefur til að íhuga afleiðingar afbrýðisemi sinn- ar sem átti ekki við nein rök að styðjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.