Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 41
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992.
53
Stutt öfganna á milli í fermingargjöfum:
Vélsleðar og tölvur
í stað gullúrsins
- margir leita aðstoðar safnaðanna svo halda megi fermingarveislur
Það þarf ekki að fara langt aftur í timann til að finna stórfelldan mun á fermingargjöfum þá og þeim sem
eru gefnar í dag. Fyrir um 15 árum voru gullúr aðalfermingargjafirnar og aðeins lengra síðan fermingarbörn-
um þótti mikill fengur í áletruðum pennum, að ekki sé minnst á handknúnar skólaritvélar.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Viö höfum þegar selt tvo vél-
sleða sem átti að gefa í fermingar-
gjafir," sagöi sölumaöur eins vél-
sleðaumboðsins við blaðamann nú
í vikunni. Blaðamaður hváði en
slík tæki kosta á bilinu 300-900
þúsund. Hver skyldi gefa svona
fermingargjafir? spurðu alhr sem
heyrðu þetta og hristu höfuðið í
forundran.
Víst er að mikið er að gerast á
heimilum 'fermingarbarnanna
þessa dagana. Sem fyrr eru það
fermingarveislurnar og fermingar-
gjafirnar sem eru einna fyrirferð-
armestar í heimilislífinu vikurnar
fyrir fermingar og hætta á aö ferm-
ingarathöfnin sjálf og það sem hún
táknar verði hálfgert aukaatriði,
eitthvað sem gerist öðru hvoru
megin við hádegi á fermingardag-
inn.
Gullúr og
áletraðir pennar
Fullorðið fólk, sem verður vitni
aö fermingarveislum og gjafaflóði,
segir gjarnan með glettnisblik í
augum að það sé nú eiginlega uppi
á vitlausum tíma, í géunla daga
, hafi fermingarbörn gert sig ánægð
með...
Þessa þulu þekkja flestir en það
þarf þó ekki að fara langt aftur í
tímann til að finna stórfelldan mun
á fermingargjöfum þá og þeim sem
eru gefnar í dag. Það er ekki lengra
en 15-20 ár síðan gullúr voru aðal-
fermingargjafimar og aðeins
lengra síðan fermingarbömum
þótti mikili fengur í áletmðum
pennum að ekki sé minnst á
handknúnar skólaritvélar. Nú
skrifa menn varla orðið stafkrók
nema á greiðslukortanótur og ávís-
anir, skrifi menn er hneppt með
hjálp lyklaborða. Fermingargjaf-
irnar taka mið af því.
Tölvurog
5 þúsund kallar
Tölvur eru mjög vinsæl ferming-
argjöf um þessar mundir. Auk
þeirra em hljómtækjasamstæður á
50-120 þúsund krónur, mynd-
bandstökuvélar á 60-90 þúsund,
sjónvörp, skíði með öllum búnaði
og myndbandstæki nánast orðnir
sjálfsagðir hlutir í gjafabunka
fermingarbarnsins. Þá þykir varla
gefandi minna en 5000 kall eigi aö
gefa peninga. 100 þúsund krónur
em því ekki ólíklegur afrakstur
eftir stóra fermingarveislu.
Fyrir utan allt þetta, sem þótti
hinn mesti munaður fyrir tveimur
áratugum, eru gefnar bækur,
pennar, myndaalbúm og fleira og
fleira.
Fúll með mynd-
bandstökuvélina
Snúum okkur aftur að vélsleöun-
um. DV frétti af einu fermingar-
bami sem fékk fullkominn keppn-
isvélsleða fyrir um 800 þúsund
krónur í fermingargjöf á dögunum.
Menn tóku þeim fregnum með fyr-
irvara, vitandi að alls kyns tröÚa-
sögur um gjafir og íburðarmiklar
fermingarveislur grassera um það
leyti sem fermingar eiga sér stað.
Yfirlýsing fyrmefnds sölumanns
og staðfesting á að eitt tiltekið
fermingarbam á höfuðborgar-
svæðinu hefði fengið vélsleða í
fermingargjöf lækkaði í efasemdar-
röddunum. Hins vegar varð áleitn-
ari spurningin: Hvaö er fólk eigin-
lega aö hugsa?
I nýlegri könnun um afstöðu
fólks til þess hvemig það minntist
þessara tímamóta í lífi bama sinna
■ kom eindregið fram sú skoðun að
það væri einkamál hvers og eins
hvemig þessum hlutum væri hátt-
að. Vissulega er það einkamál
hvers og eins en það þýðir ekki um
leið að enginn umræða um þetta
skuli fara fram.
En höldum áfram með dæmin:
Annað fermingarbarn en það sem
fékk sleðann gat ekki beinlínis
kvartað eftir sína fermingarveislu.
í gjafabunkanum voru tvær ferðir
til Bandaríkjanna, önnur reyndar
í sumarbúðir. Þá er ósögð sagan
af fermingarbarninu sem fékk full-
komna myndbandstökuvél en varð
óskaplega fúlt yfir henni. Vegna
snarræðis ættingja var vélinni
forðað frá því að mélast í gólf-
inu.
Hjálp frá
kvenfélaginu
Það halda sjálfsagt flestir „eðh-
legar“ fermingarveislur og gefa
„eðlilegar" gjafir þó boginn sé
óneitanlega spenntur vel í mörgu
heimilisbókhaldinu. En svo em
það öfgarnar. Meðan sumir foreldr-
ar kunna sér ekki læti í innkaupum
og veisluhöldum eru aðrir sem geta
engan vegin klofið íjármáladæmi
sem heitir ferming. Þaö fólk sér
ekki aðra lausn á vandamálinu en
að snúa sér til safnaðarins í sinni
sókn til aö fá niðurfellingu ferm-
ingarfræðslugjalda, um 5000 krón-
ur, fá inni í safnaóarheimilinu á
fermingardaginn og aðstoð kvenfé-
lagsins til að halda veisluna. Önnur
leið er ekki fær.
„Ég hef sent bömin heim með
þau skilaboð aö ef einhveijir erfiö-
leikar séu því tengdir að greiða
fermingarfræðslugjaldið geti for-
eldrarnir skrifað mér bréf eða
komið og gert grein fyrir vanda sín-
um. í þeim tilfellum hafa þessi gjöld
verið lögð niður. Það eru þó nokkr-
ir aðilar sem hafa snúið sér til okk-
ar í vandræðum sínum og fengiö
þetta gjald fellt niður. Svo eru einn-
ig nokkrir aöilar sem hafa fengið
afnot af safnaðarheimilinu endur-
gjaldslaust og fengið aðstoð kvenfé-
lags sóknarinnar við að halda veisl-
una. Það em engar 150 þúsund
króna veislur en við gerum okkar
besta til að minnast megi ferming-
arinnar með „hefðbundnum“
hætti," sagði sóknarprestur í stórri
sókn í Reykjavík þar sem mikið er
af bamafólki.
Hann sagði sögu af foreldrum
sem voru að hugsa um að fresta
fermingu sonar síns vegna fjár-
hagserfiðleika. Hann réð þeim frá
því þar sem sonurinn væri nú einu
sinni í hópi skólafélaga sinna og
hópsefjunin mjög sterk. í samtali
við móðurina benti hann á að ferm-
ingin þyrfti ekki að kosta svo mik-
ið. Ef fjölskyldan kæmi saman
heima í stofu ásamt nánustu vinum
væri hægt að eiga ánægjulega
stund sem stæði ekki síður eftir í
minningu fermingarbarnsins en
stór veisla. Móðirin fór að tillögum
prestsins og mun ekki hafa séð eft-
ir þvi.
Hugurinn
skiptir mestu
„Það er erfitt að koma þaki yfir
höfuðið en mér finnst börnin vera
ábyrgari og meiri þátttakendur í
að styðja foreldrana í því en marg-
ur heldur. Maður finnur að það er
erfiðara hjá sumum en það er svo
merkilegt að þeir sem mest þurfa
á aðstoð að halda standa fyrstir
skil á öllum hlutum og eru síðastir
til að biðja aðstoðar. Það er eins
og þeirra þol sé meira en hinna
enda úr hærri söðli að detta hjá
mörgum öðrum," sagöi annar
prestur. Sá er í stórri en rótgrónari
sókn en þar sem fyrrnefndur
starfsbróðir hans þjónar.
„Ég hef talað við bömin og ekki
fundið að þau séu með þá heimtuf-
rekju sem virðist bera á einhvers
staðar. Þau ræða miklu meira um
einlægni gjafarinnar sem þau fá en
ekki umfang hennar eða verðmæti.
Mér fmnst krakkamir vera miklu
opnari fyrir því að það er hugurinn
sem skiptir mestu máli. Það era auð-
vitað alltaf einhverjir innan um sem
segja að þeir vilji þetta og ætli að
gera hitt en vita samt innst inni að
það er ekki hægt aö verða við óskum
þeirra," sagði síðarnefndi presturinn.
Hann sagði ekki algengt að fólk
bæði um aðstoð við að halda upp á
fermingu barnsins síns en það'
kæmi þó fyrir.
„Þaö er ljóst aö það er harðara í
ári og fólk á erfiðara með að ná
endum saman. Krafa barnanna um
einhverjar gjafir er hins vegar ekki
alltaf frá þeim komin heldur miklu
frekar auglýsing einhverra ann-
arra. Foreldrarnir tala ekki mikið
saman. Neysluþjóðfélagið hleypur
og stekkur eftir því sem sagt er og
gert. Menn halda alltaf að náung-
inn sé aö gera meira en þeir sjálfir
sem er meira og minna öfugsnún-
ingur. Annars er það virðingarverð
niðurstaða að hvað foreldrar gera
til að minnast fermingar barnsins
síns sé einkamál hvers og eins.“
Ákvörðun á
traustum grunni
Þessi prestur sagöi að í umræð-
unni um fermingargjafir léti fólk,
sem ekki ætti hlut aö máli hverju
sinni, mest að sér kveða. Þetta fólk
væri að ímynda sér allt mögulegt.
„Mér finnst oft lítið gert úr ferm-
ingarbömunum varðandi þessa
ákvörðun þeirra að fermast. Af
samtölum við fermingarbörnin má
ráða aö ákvörðun þeirra stendur á
mun traustari grunni en foreldr-
arnir gera sér oft grein fyrir. Þau
þora hins vegar ekki aö tala al-
mennilega um trú sína og segjast
ekki vita hvað pabbi og mamma
hugsa í trúmálum. Það er eins og
þaö þurfi opnari umræðu á heimil-
inu og að foreldramir sýni meira í
verki að þeir styðji bömin sín í því
skrefi sem þau eru að stíga,“ sagði
presturinn. -hlh