Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1992, Page 55
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992. 67 Afmæli Gisli Helgason GísH Helgason tónlistarmaður, Reynimel 22, Reykjavík, verður fer- tugurámorgun. Starfsferill Gísli fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Blindraskólann í Reykjavik, Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk stúdentsprófi frá MR1972. Gísli stundaði nám við lagadeild HÍ í tvo vetur og nám í tungumálum og sögu við heimspekideild. Hann sótti nám- skeið í Surrey University í Bretlandi í hljóðupptökum og hljóðstjóm 1982. Þá stundaði hann nám í blokk- flautuleik hjá Oddgeiri Kristjáns- syni 1962 og nam klarinettuleik við Tónhstarskóla Vestmannaeyja 1964-68. Með námi starfaði Gísli á sumrin hjá Samvinnutryggingum og SÍS 1969-76. Hann sá um þáttinn Eyja- pistil í Ríkisútvarpinu með Amþóri bróður sínum 1973 og hafði síðan með höndum dagskrárgerð um fé- lagsmálefni ásamt Andreu Þórðar- dóttur. Hann hóf að vinna að gerð hljóöbóka fyrir Blindrafélagið og Borgarbókasafn Reykjavíkur 1971, varð starfsmaður Hijóðbókagerðar Bhndrafélagsins 1977, þegar þessir tveir aðilar hófu samstarf um gerð og dreifingu hljóðbóka, og var síðar deildarstjóri tæknideildar Blindra- bókasafns íslands 1983-88. Þá varð hann forstöðumaður Hljóðbóka- gerðar Bhndrafélagsins þar sem hannstarfarenn. Gísh átti þátt í stofnun Vísnavina 1976 og var formaður félagsins um skeiö. Hann hefur starfað aö félags- málum Bhndrafélagsins frá 1969, setið í stjórn félagsins frá 1988, sat í nefnd er samdi lög Bhndrabóka- safnsins, var varamaður í Svæðis- stjórn um málefni fatlaðra í Reykja- vík frá 1984 og aðalmaður frá 1988, var formaður Svæðisstjórnar 1989- 1992, á sæti í stjórn Sjónstöðvar ís- lands frá 1990 og er einn forsvars- manna samtakanna Almánnaheill, samtaka um réttlæti. Gísh lék um árabil með dönsku visnasöngkonunni Hanne Juul, að- allega í Svíþjóð, starfaði með hljóm- sveitinni Hálft í hvoru og vann að hljómplötuútgáfu hljómsveitarinn- ar og er nú í hljómsveitinni Is- landica sem haldið hefur fjölda tón- leika erlendis. Sú hljómsveit gaf út plötuna Rammíslensk. Hann gaf út plötuna í bróðemi með Gísla bróður sínum. Þá hefur hann gefiö út plöt- urnar Ástarjátning, 1985, og Heimur handa þér, 1991, auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum á plötum annarra hljómlistarmanna en Gísh hefur rekið eigið útgáfufyrirtæki, Fimmund, um nokkurra ára skeið. Fjölskylda Gísli er kvæntur Herdísi Hall- varðsdóttur tónlistarmanni. Hún er dóttir Hallvarðs Valgeirssonar við- skiptafræðings, sem lést á síðasta ári, og Rannveigar Tryggadóttur þýðanda. Dóttir Herdísar og kjördóttir Gísla er Bryndís Sveinbjörnsdóttir. Systkini Gísla eru Sigtryggur, for- stjóri Brimborgar í Reykjavík; Stef- án, ökukennari í Vestmannaeyjum; Páh, ferðamálafrömuöur í Vest- mannaeyjum; Guðrún, ræstinga- stjóri á Hótel Sögu; Amþór, formað- ur Öryrkjabandalagsins. Foreldrar Gísla: Helgi Benedikts- son, f. 3.12.1899, d. 8.4.1971, útgerð- armaður og kaupmaður í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Guð- rún Stefánsdóttir, f. 30.6.1908, hús- móðir. Gísli Helgason. Ætt Helgi var sonur Benedikts, odd- vita á Þverá, bróöur Jónasar lækn- is, afa Jónasar Kristjánssonar, rit- stjóra DV. Benedikt var sonur Kristjáns, b. á Snæringsstöðum, Kristjánssonar, b. í Stóradal, Jóns- sonar, b. á Snæringsstöðum, Jóns- sonar, b. á Heijólfsstöðum, Jónsson- ar, b. á Mörk, Jónssonar, ættfóður Harðabóndaættarinnar. Móðir Helga var Jóhanna Jónsdóttir, b. á Höskuldsstöðum, Kristjánssonar. Móðir Jóns var Jóhanna Jónsdóttir, b. í Kasthvammi, Ásmundssonar, bróður Helga á Skútustöðum, ætt- foður Skútustaðaættarinnar. Guðrún er dóttir Stefáns, útgerð- armanns í Skuld í Vestmannaeyj- um, Björnssonar, b. á Bryggjum í Landeyjum, Tyrfingssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Guð- jóns, fóður Guömundar söngvara. Margrét var dóttir Jóns í Búð í Þykkvabæ, Ólafssonar. Móðir Margrétar var Guðfinna Eggerts- dóttir, b. í Hákoti í Þykkvabæ, bróð- ur Gísla, langafa Eggerts G. Þor- steinssonar, forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins. Amþór Helgason Arnþór Helgason, formaður Or- yrkjabandalags íslands, Tjarnarbóli 14, Seltjamarnesi, verður fertugur á morgun. Starfsferill Arnþór fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann fæddist mjög sjóndapur og missti smám saman þá sjón sem hann hafði uns hann varð alblindur um fermingu. Hann stundaði nám við Bhndra- skólann í Reykjavík, lauk skyldu- námi og síðan landsprófi frá Gagn- fræöaskóla Vestmannaeyja 1968 og lauk stúdentspróf frá MR1972. Hann stundaöi síðan nám í íslensk- um fræðum við HÍ og lauk þaðan BA-prófl 1978, fyrstur blindra ís- lendinga. Þá lauk hann prófum í uppeldis- ogkennslufræðum 1980. Við námið nutu hann og bróðir hans, Gísh, ómetanlegrar aðstoðar móður sinnar, systur og mágs, auk fleiri einstakhnga. Á sumrin var Amþór sölumaður hjá Heildverslun Ásbjöms Ólafs- sonar um nokkurra ára skeið, auk þess sem hann vann við hljóðritanir á vegum Bhndrafélagsins og Borg- arbókasafns Reykjavíkur. Á dögum Vestmannaeyjagossins sá Arnþór um þáttinn Eyjapistil í Ríkisútvarpinu ásamt Gísla, bróður sínum, og hefur hann fengist við dagskrárgerð fyrir útvarp öðm hvom síðan. Hann hefur tekið virk- an þátt í starfi herstöðvaandstæð- inga og er framsóknarmaður frá 1980. Hann hefur setið í stjóm Kín- versk-íslenska menningarfélagsins frá 1974 og var formaður þess 1977-88. A þeim vettvangi hefur hann kynnt kínverska tónlist hér á landi og stuðlað að flutningi ís- lenskrar tónhstar í Kína. Hann hef- ur setið í Félagsmálaráði Seltjamar- ness um tíu ára skeið. Arnþór hefur frá unga aldri starf- að á vegum Blindrafélagsins. Hann var varaformaður þess 1972-77, annaðist útgáfu fréttabréfs félagsins um fjögurra ára skeið. Hann var skipaður deildarstjóri námsbóka- deildar Blindrabókasafns íslands 1983 og hefur haft forgöngu um tölvuvæðingu bhndraletursútgáfu hér á landi. Hann hefur verið ráð- gjafi Bhndrafélagsins og annarra um tölvustýrð hjálpartæki fyrir blinda en nú er tölvueign blindra einstaklinga mun almennari hér á landi en þekkist annars staðar. Arn- þór hefur setið sem fulltrúi Bhndra- félagsins í stjórn Öryrkjabandalags íslands frá 1982 og verið formaður þess síðan 1986. Fjölskylda Amþór kvæntist 1989 Elínu Árna- dóttur kennara. Hún er dóttir Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra og nú formanns Gigtarfélags Islands, og konu hans, Sólveigar Eggerz Pét- Arnþór Helgason. ursdóttur listmálara. Systkini Arnþórs: Sigtryggur, for- stjóri Brimborgar í Reykjavík; Stef- án, ökukennari í Vestmannaeyjum; Páll, ferðamálafrömuður í Vest- mannaeyjum; Guðrún, ræstinga- stjóri á Hótel Sögu; Gísli, tónhstar- maður. Foreldrar Amþórs: Helgi Bene- diktsson, f. 3.12.1899, d. 8.4.1971, útgerðarmaður og kaupmaður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir, f. 30.6.1908, húsmóöir. Um ættir Arnþórs má lesa í grein um Gísla bróður hans í blaðinu í dag. Vitaö er að Arnþór og Ehn efna til kaffisamsætis í thefni morgun- dagsins. Verður það haldið í sal Bhndrafélagsins að Hamrahlíð 17 milli klukkan 15 og 18 í dag, laugar- daginn4.4. Tívolí Opnum um helgina Opið allar helgar, alla páskana og sumardaginn fyrsta í apríl Hjá okkur er alltaf gott veður. Góð fjölskylduskemmtun. Til okkar er styttra en þú heldur. Tívolí, Hveragerði VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN ORLOFSHÚS SUMARIÐ 1992 Mánudaginn 6. apríl verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum hafa for- gang til umsókna vikuna 6.-10. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félags- ins að Skipholti 50A frá kl. 9-17 alla daga. Ath. að ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 8.000. Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flókalundi, 2 á Húsafelli, 1 í Svignaskarði og íbúð á Akureyri, einn- ig 3 vikur á lllugastöðum. Stjórnin símanúmer Mánudaginn 6. apríl 1992 verður tekin í notkun ný símstöð hjá borgarverkfræðingnum í Reykjavík og öðrum borgarskrifstofum í Skúlatúni 2 og breytast þá símanúmer þeirra. Helstu númer verða þessi: Aðalskiptiborð.............................63 23 00 Beint innval: Skrifstofa borgarverkfræðings 63 23 10 Borgarskjalasafn 63 23 70 Bílastæðasjóður 63 23 80 Byggingadeild 63 23 90 Garðyrkjustjóri 63 24 60 Gatnamálastjóri 63 24 80 Húsatryggingar 63 25 20 Manntalsskrifstofa 63 25 50 Trésmiðja 63 26 00 Vélamiðstöð 63 26 32 Eftirtalin símanúmer verða óbreytt til 14. apríl: Til 14. apríl Eftir 14. apríl Byggingafulltrúi 62 33 60 63 24 30 Borgarskipulag 2 61 02 63 23 40 Ráðningarskrifstofa 62 33 40 63 25 80 f Geymið auglýsinguna. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík ALDREI ODYRARA TIL NOREGS! Sigling til Noregs méb bíl og helgardvöl í Færeyjum *Verö fró lcr. 14.540.- meö gistingu á farfuglaheimili (3 nætur) í Færeyjum. *Verð frá kr. 22.885.- meö hótelgistingu (3 nætur) í Færeyjum. miSað viS 4 í bíl ,gengi 31/3 ;na FERÐASKRIFSTOFAN Sími 91 - 6263Ó2 og 97 21111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.