Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1992, Síða 17
MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1992. 17 Fréttir Golfáhugamenn vilja 18 hola völl á vestanverðu Seltjamamesi: Tryggir framtíð svæðisins „Meö 18 holu golfvelli á vestan- verðu Seltjamamesi væri hægt að tryggja framtíð svæðisins um ókomna framtíð. Slíkur völlur heíði í för með sér minni röskun fyrir lífrí- kið heldur en vegalagning og stækk- un byggðar. Svæðinu yröi vel haldiö við og fuglarnir myndu fljótlega að- laga sig að athöfnum golfaranna. Framtíö þeirra á svæðinu yrði því tryggð. Golfvöllurinn myndi koma í veg fyrir að pólitíkusar framtíðar- innar leggi svæðið undir byggð. Taki menn spildu af vellinum eyðileggst hann allur,“ segir Jóhann Reynisson, golfáhugamaður á Seltjarnarnesi. Jóhann hefur teiknað tillögu að skipulagi á vestanverðu Seltjarnar- nesi þar sem hann gerir ráð fyrir 18 hola golfvelli. Svipaða hugmynd * - segir Jóhann Reynisson um skipulagsteikningu sína bám forráðamenn Golíklúbbs Ness fyrir fulltrúa bæjarstjómar síðastlið- ið vor en henni vísuðu bæjarfulltrú- arnir á bug, þar á meðal fulltrúar minnihlutans sem vilja friða svæðið. Meirihlutinn vill hins vegar byggja á hluta svæðisins og leggja um það akveg. Að sögn Jóhanns byggðist höfnun bæjarfulltrúanna fyrst og fremst á þekkingarleysi á golf-íþróttinni. í raun myndi golfvöllur þýða friðun svæðisins, auk þess sem það yrði að góðu útivistarsvæði. Eins og svæðið sé núna sjáist þar varla hræða á ferli, nema þá rétt á vorin og haustin þegar fólk gengur um fjörurnar. Auk golfvallar gerir Jóhann ráð fyrir mini-golfvelli, púttvelli og skipulögðu útivistarsvæði til hliðar Se7//arnarrtai. asar o$ li/ivts/arsváóurn /oms/urKto-og t/tró/h Jóhann hefur teiknað tillögu að skipulagi á vestanverðu Seltjarnarnesi þar sem hann gerir ráð fyrir 18 hola golfvelli. við völlinn. Þar segir hann að eldri borgarar og yngri meðborgarar þeirra geti sameinast í leik og úti- vera. „Meirihluti bæjarstjórnar telur sig þurfa meiri peninga inn í bæjarfélag- iö en það er tóm vitleysa. Fari svo að svæðið verði byggt myndu Sel- tirningar ekki eiga sér neitt útivist- arsvæði. Þá myndu þeir betur stæðu, sem borga vel til bæjarfélagsins, flytja á brott, til staða þar sem stutt er í útivistarsvæði. Eftir sæti miðl- ungsfólkið og inn í bæjarfélagið myndi láglaunafólk flytja, sem lítið borgar í útsvar. Svo gæti því farið að aukist byggðin þá tapi sveitarfé- lagið tekjum. Aö hafna golfvelli er því tóm vitleysa.“ -kaa Hljómskálagarðurinn: Sótt um leyfi fyrir enskt ferðatívolí Jörundur Guðmundsson hefur sott um leyfi til borgarráðs tO að setja upp tívolí í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í sumar. „Þetta er ferðatívolí frá Englandi sem ég hyggst setja upp þarna, ef leyfi fæst,“ sagði Jörandur við DV. „Það yrði hérna frá byijun júlí til 21. sama mánaðar. Við erum að tala um 16 tæki. Um er að ræöa hringekjur með flugvélum og bátum og fleira sem tíðkast á slíkum skemmtisvæð- um. Þetta myndi verða á túninu sunnan við Hljómskálann. Þessum tækjum fylgir sérstakur útbúnaður sem sett- ur er undir þau til þess að hlífa gras- sverðinum. Ummerkin eftir tívolíið myndu hverfa á fáeinum vikum þar sem gróðurinn er mjög fljótur að ná sér á þessum tíma árs.“ Erindi Jörundar hefur verið vísað til umsagnar garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. -JSS 30 daga, 8 stöðva upptökuminni, þráðlaus fjarstýring, 21 pinna „Euro Scart“ samtengi, sjálf- virkur stöðvaleitari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sértilboð 26.950,- stgr. Vönduð verslun E2 Aíborgunarskilmálar IJLHÍJtCÞ FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 SYMfN-G UM HELG1IVA. OPfe LAUGARDAG KL. 11-16 OG SUINfN'UDAG KL. 1 Peugeot 106 ber höfundum sínum fagurt vitni, listasmiðunum sem lögðu alla hæfileika sína, metnað og hugvit í að gera þennan glæsilega bíl sem fullkomnastan. Hnitmiðuð hönnun gerir Peugeot- 106 lipran, lifandi og rúmgóðan borgarbíl. íslendingar gera þá kröfu til bíla að þeir standist erfiða prófraun á misjöfnum vegum. Meistara- smiðir Peugeot höfðu að leiðarljósi að finna sem næst fullkomið samræmi milli stærðar hans og þyngdar og þess hversu kraftmikill bíllinn er. Niðurstaðan er sú að Peugeot 106 hefur reynst afbragðs vel úti á vegum og með eindæmum sparneytinn. Peugeot 106 er ekki stór bíll, en hann hefur marga stóra kosti. Verð frá 672.500 kr. JÖFUR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.