Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Side 9
' MIDVIKUDÁGÍJR ‘ÍO. MÁl léÓ2.
Ötlönd
Drap konu sína og
fimm aðra ættingja
Sextíu og sex ára gamall afi á
Nýja-Sjálandi gekk berserksgang á
býli sínu í morgun og drap sex manns
úr fjölskyldu sinni, þar á meðal eigin-
konu sína og bam. Að sögn lögreglu
var rifrildi orsök ódæðisverksins.
Lögreglan sagði að maðurinn,
Brian Schlaepfer, hefði síðan svipt
sig lífi. Fjölskylda hans hafði yrkt
jörðina í þrjá ættiiði.
Níu ára stúlka, bamabam bónd-
ans, hringdi í lögregluna úr herbergi
á efri hæð hússins þar sem hún hafði
lokað sig inni. Hún sagði lögreglunni
að afi hennar hefði drepið móður
hennar og bróöur eftir mikið rifrildi.
Sextíu lögregluþjónar, þar á meöal
tuttugu skyttur, voru sendir á stað-
inn til að fást við byssumanninn.
Ekki hafa verið borin kennsl á öll
fómarlömbin þó svo að meðal þeirra
sé eiginkona bóndans, dóttir hans og
tengdasonur og ellefu ára drengur.
Hinir tveir látnu voru fullorðnir.
Þrjár fjölskyldur bjuggu á býhnu.
Líkin fundust í tveimur húsum á
landareigninni og á heimreiöinni.
Lögreglan sagði að fundist hefðu
bæði riffill og haglabyssa.
„Ástæðan fyrir þessu var einhvers
konar heimiliserjur. Við erum að
reyna að komast að því hvað það var
nákvæmlega,'1 sagði Graham Bell,
varðstjóri í lögreglunni.
Hann sagði að eiginkona Schlaepf-
ers hefði áður skýrt nágrönnum sín-
um frá að bóndi sinn þjáöist af þung-
lyndi.
Reuter
Stuðningurvið
líknarmorð
Samkvæmt upplýsingum, sem
birtust í Bandaríkjunum í gær,
fjölgar þeim nú stöðugt þar í landi
sem em hlynntir líknarmorðum.
Þessi þróun mun mjög líklega
hafa í för með sér að meiri
áhersla veröur lögð á að hknar-
morð verði gerð lögleg.
Árið 1950 var það aðeins um
þriðjungur Bandaríkjamanna
sem fannst að læknar ættu að
hafa leyfi th þess að binda enda
á líf þeirra sem þjáðust af ólækn-
andi sjúkdómum, ef sjúkhngarn-
ir sjálfir og aðstandendur þeirra
fóra fram á það. Rúmlega 40
árum síðar eru þaö um 63 prósent
bandarísku þjóðarinnar sem eru
sama sinnis.
Der Spiegel
bannaðílran
írönsk stjómvöld hafa bannað
ákveðið tölublað af þýska tíma-
ritinu Der Spiegel. Ástæðan er sú
að þar birtíst teiknimynd af fyrr-
um leiðtoga írana, Ayatohah Ru-
hohah Khomeini, þar sem hann
beinir skotvopni að bók. í sama
tölublaði er viðtal við breska rit-
höfundinn Salman Rushdie, en
fyrir þremur árum gaf Khomeini
út þá yfirlýsingu að Rushdie væri
réttdræpur þar sem bók hans,
The Satanic Verses, væri móðgun
við Múhammeð spámann. Frá
þeim tíma hefur Rushdie lifað í
felum.
23tonnaf
froskalöppum
Tohverðir í Bangladesh hafa
fundið 23 tonn af froskalöppum,
sem smygla átti úr landi. Var
löppunum pakkað í 1.150 kassa
og hefðu fengist um 15 mihjónir
ef tekist hefði að selja þær. Viður-
lögerusjöárafangelsi. Reuter
Bill Clinton sigraði í forkosningum
demókrata í tveimur fylkjum Banda-
rfkjanna í gær. Teiknlng Lurie
Forstöðumenn demantaupplýsingamiðstöðvarinnar i Tokyo í Japan eru
þeirrar trúar að það þurfi nú meira en kreppu til að halda japönsku kven-
fólki frá demöntum. Þeir hafa því sett á markaðinn farsima, allan alsettan
demöntum. Eru hvorki fleiri né færri en 1300 demantar á gripnum, settir i
18 karata gull. Framleiðandi simans segist gjarnan myndu selja hann hverj-
um sem væri, svo framarlega sem viðkomandi ætti rúmlega 46 milljónir.
Helmingur japanskra kvenna á þrítugsaldri á demanta og fannst framleið-
anda símans því ekki annað hægt en að framleiða eitthvað hentugt úr
demöntum. Símamynd Reuter
Forkosningar í Oregon og Washington:
Yf irburðasigur hjá
Bush og Clinton
George Bush Bandaríkjaforseti og
Bill Clinton, fylkisstjóri í Arkansas
og væntanlegur forsetaframbjóðandi
demókrata, sigraðu í forkosningum
í Oregon í gær og þeim var einnig
spáð sigri í nágrannafylkinu Wash-
ington.
Búist hafði verið við því fyrirfram
að Bush og Clinton færu með sigur
af hólmi í fylkjunum tveimur.
Fyrstu tölur í Oregon bentu tíl þess
að Bush fengi 76 prósent atkvæða hjá
repúblikönum og keppinautur hans,
Pat Buchanan, fengi 21 prósent. I
Washington hafði Bush fengið 83
prósent en Buchanan aðeins 14 pró-
sent.
Clinton hafði fengið 63 prósent at-
kvæöa í Washington en Jerry Brown
18 prósent þégar tvö prósent atkvæða
höfðu verið talin. Paul Tsongas sem
hefur hætt kosningabaráttunni hafði
fengið 15 prósent.
Þótt bæði Bush og Clinton hafi sigr-
að í þessum forkosningum benda
skoðanakannanir tíl þess að þeir eigi
undir högg að sækja í baráttunni við
milljarðamæringinn Ross Perot. í
síðustu viku benti könnun til þess
að Ross Perot mundi sigra þá báða,
þar á meðakl í lykilfylkjum eins og
Texas og Kalifomíu.
Reuter
Skrifstofuhúsnæði
til leigu í miðbænum
Skrifstofuhúsnæði til leigu á fjórðu hæð (efstu) í
lyftuhúsi við Hafnarstræti. Húsnæðið er í nýlegu
húsi, ca 270 fm og mjög smekklega innréttað. Laust
fljótlega.
Upplýsingar veittar í síma 25101 á skrifstofutíma og
í síma 689818 á kvöldin og um helgar.
SPURNINGHSEÐILL
y
y
n
FRNTR 0G BYLGJUNNRR
11.- 22. maí
Leikurinn byggist á því að flutt er brot úr alþekktu dægurlagi
sem allir eiga að þekkja. Lagið sem leikið er fjallar á einhvern
hátt um ákveðinn hlut, atvik, persónu eða aðgerð sem hægt er að
þekkja á þelm myndum sem blrtast hér að neðan. Myndirnar eru
merktar A, B og C og merkja þátttakendur við þann bókstal er
þeir telja að standi fyrir rótt lag. Fylla veröur ót svörin á
svarseðlinum sem birtur var í upphafi leiksins, þann 9. maí.
Þegar öllum spurningunum hefur verið svarað þá þarf að koma
þeim svarseðli til Bytgjunnar, tryggilega merktum þátttakanda.
■*— ■ i
HíTSI GS: 20.5. |
MerkiO réttan bnkstaf Inn á svarseðílinn
Ekki senda þennan seðll, heldur svarseðilinn
sem birtist í DV þann 9. maí.
Bíðið með að senda inn svarseðilinn
þar til öll lögin hafa verið flutt.
Dreglð verður úr réttum svörum þann
1., 2., S. og 4. júní á Bylgjunní.
í hvert skipti verður dreglð um
15 BAUER LÍNUSKAUTA.
ranfci
-gott appelsín
989
GOTTUTVARP