Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1992.
13
Sviðsljós
Mercedes Benz 260E, árg. 1988
5 ættliðir
íslendingar veröa allra manna og
kvenna elstir þó að Japanir vilji
halda öðru fram. Því gerist það æ
algengara að börn fá tækifæri til að
kynnast langaiangömmum sínum
eða langalangöfum. Væri óskandi að
fleiri böm fengju að njóta þeirrar
gæfu að heyra þannig af munni for-
feðra sinna hvernig lífið var hérna á
ámm áður, fyrir daga sjónvarps og
Nintendo-leikja.
Sviðsljós frétti af fjölskyldu sem -
komin er fram í fimmta ætthð. Búa
fjórir ætthðir á Patreksfirði en ætt-
móðirin býr á Tálknafirði. Ættmóð-
irin er Hákonia Jóhanna Pálsdóttir,
84 ára, dóttir hennar er Arnbjörg
Guðlaugsdóttir, 62 ára, dóttir hennar
er Ingibjörg Haraldsdóttir, 40 ára,
dóttir hennar er Arnbjörg Péturs-
dóttir, 18 ára, og sonur hennar er
Pétur Ingi Haraidsson, níu mánaða.
Fimm ættliðir saman. í efri röð eru Ingibjörg Haraldsdóttir og Arnbjörg
Pétursdóttir, en sitjandi eru Arnbjörg Guðlaugsdóttir og Hákonía Jóhanna
Pálsdóttir með Pétur Inga Haraldsson á milli sín.
. . hreint ómótstceðilegt!
. .fjrir
allar
konur
Óðinsgötu
2, s. 91-13J77
Þessi stórgiæsilega og vel búna bifreið er til sölu:
sjálfsk., vökvast., rafdr. þaklúga, litað gler, metallic, imperial
brúnn, rafdr. rúður framan, álfelgur, 4 höfuðpúðar, hraðajafn-
ari, útvarp m/geislasp. o.fl.
Bíllinn er til sýnis í Bílabankanum, sími 673232, opið til kl. 10.
Rúmlega 150 manns voru boðnir til veislu á Vatnajökli. Gestirnir komu hingað til lands með flugi frá Þýskalandi
og lentu þeir á Keflavíkurflugvelli, síðan var flogið með þá til Hafnar í Hornafirði þar sem rútur biðu þeirra og
keyrðu þá upp að Skálafellsjökli, einum af skriðjöklunum sem ganga út úr Vatnajökli. Þeir voru síðan ferjaðir upp
á jökulinn á vélsleðum og i snjóbiium. Uppi á jöklinum beið þeirra vínsmökkun og girnilegt hlaðborð. Barinn uppi
á jöklinum vakti óskipta athygli gestanna en hann hafði verðið höggvinn inn í jökulinn. DV-myndir BG
Þjóðverjar í veislu ^
áVatnajökli
Þýska fyrirtækið Remy Deutc-
hsland gekkst fyrir mikilli veislu á
Vatnajökli fyrir síðustu helgi. Rúm-
lega 160 manns var boðiö hingað til
lands frá Þýskalandi til vínsmökkun-
ar. Það var ferðaskrifstofan Úrval-
Útsýn sem skipulagði veisluna á jökl-
inum í samvinnu við Jöklaferðir hf.
á Höfn í Hornafirði.
Gríðarlegur viðbúnaður var á jökl-
inum og mikil vinna lögð í að gera
veisluna sem sérstæðasta. Stærðar-
innar bar var höggvinn inn í jökul-
inn, ofan við hann var komið fyrir
líkani af áfengisflösku og menn
höfðu lagt í það þrekvirki að ná í
1200 ára gamalan ís í Jökulsárlónið
og úr honum var höggvið vínglas
sem var um metri á hæð og vó það
1,5 tonn.
Hingað til lands komu og þýskir
hljómlistarmenn og léku fyrir gesti
á meðan þeir smökkuðu á guðaveig-
unum. Matreiðslumeistarar frá Hót-
el Höfn' útbjuggu flsk- og kjötrétta-
hlaðborð og var ekki annað aö sjá
en gestum líkaði það prýðilega. Flug-
eldasýning var á jöklinum og vél-
sleðarall.
Akureyrarblað
Hið árlega Akureyrarblað DV mun fylgja blaðinu
27. mai nk. ogverðurefni blaðsins fjölbreyttað
vanda. Aðalviðtal blaðsins verður við hinn lands-
kunna aflamann, Þorstein Vilhelmsson, skipstjóra
á Akureyrinni.
Aföðru efni blaðsins má nefna að rætt verður við
tvo kornunga veitingamenn sem hafa náð góðum
árangri með fyrirtæki sitt, rættyeröur við formann
Gilfélagsins um uppbyggingu listamiðstöðvarinnar
á Akureyri, farið verður i heimsókn i fýrirtæki i
bænum, rætt við unga Akureyringa og sérstaklega
fjallaö um Akureyri sem ferðamannabæ. Þá verður
rætt við fólká förnum vegi og félagastarfsemi skoð-
uð.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í
jjessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við
Sonju Magnusdóttur, auglýsingadeild DV, hið fýrsta
i sima 63 27 22.
Vinsamlegast athugið að siðasti skiladagur auglýs-
ingaerfimmtudagurinn21. mai.
ATH.! Bréfasími okkarer63 27 27.
BARBARA
PARISV^
~w • a- r* r tt* r a
Sumarið er komið frá París!
Ingvar Karlsson, framkvæmdastjóri heildverslunarinn-
ar Karls K. Karlssonar, og Bjarni Brandsson, starfs-
maður sama fyrirtækis, ásamt þýskum umboðsaðila
skála á Vatnajökli.
Þýsku hljómlistarmennirnir urðu að leika sér til hita.
L0 KAÚTSALA ALLTÁ KR 500
aseuas? PRÚTTIÐ MARKAÐSHÚSÍÐ
SNORRABRAUT56
OPIÐ12—18, LAUG. 10-14