Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Side 18
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. Veiðivon vatni á Skaga Fyrsti silungur sumarsins Hún Jenný Rut Arnþórsdóttir var kát meö fyrsta silung sumarsins sem hún veiddi í Hörgsá í Vestur-Skafta- fellssýslu fyrir fáum dögum. „Mig langar að reyna að veiða meira, kannski fæ ég annan,“ sagði Jenný Rut um leið og hún sleppti silungnum aftur. Kannski veiðir hún þennan sama aftur næsta sumar. Hún vonaði það að minnsta kosti. -G.Bender Þeir eru vígalegir, Hafþór Magnússon og Magnus Jónsson, innan um mok- veiðina í ölversvatni á Skaga. DV-mynd Simmi Veiddu 300 íiska í Ölvers- Jenný Rut Arnþórsdóttir meö fyrsta fisk sumarsins á maðkinn. DV-mynd G.Bender Ölversvatn á Skaga hefur hin seinni árin sótt verulega á sem veiði- vatn og fyrir fáum dögum veiddu þeir Magnús, Simmi og Hafþór 300 fiska eina helgi. Þetta var bleikja og urriði sem þeir félagar veiddu í þessari ferð í Ölvers- vatnið. -G.Bender Grettir Gunnlaugsson: Kosinn formaður Nor- disk Sportfiskerunion „Stariið leggst vel í mig en ég var kosinn formaður til þriggja ára,“ sagði Grettir Gunnlaugsson, form- aður Landssambands stangaveiði- félaga, en hann var kosinn formað- ur Nordisk Sportfiskerunion til þriggja ára fyrir skömmu. En þetta eru Norrænu sportveiðisamtökin á Norðurlöndum. Fyrrverandi formaður var Sappo Sarlund frá Finnlandi en hann hef- ur verið formaður síðustu þrjú ár- ín. Fyrsti íslenski formaðurinn var Hákon Jóhannsson en hann var frá 1977 til 1980. „Það verður lögð áhersla á aukin réttindi almennings til veiða við strendur og í sjó. Þó eru auðvitað laxveiöar í sjó við ísland undan- þegnar þessu,“ sagði Grettir, hinn nýkjörni formaður, í vikunni. -G.Bender Þjoðar- spaug DV Hamingjusemin Þegar hálffertug kona á Akra- nesi var loksins búin að koma öllum börnum sínum sex í hátt- inn á Þorláksmessu kom hún að máli við eiginmann sinn og and- varpaöi: „Mikiö held ég að þaö séu ham- ingjusamir foreldrar sem eiga engin börn.“ Lúffumar Sjómaður í Eyjum keypti eitt sinn mjúkar og fallegar skínnlúffur handa unnustu sinni í afmælisgjöf. Hann bað af- greiðslustúlkuna að senda lúff- umar heim til hennar á afinælis- daginn ásamt stuttu bréfi, sem hann ætlaði aö hripa niður í flýti, því hann var á fórum á sjóinn. Af misgáningi sendi afgreiöslu- stúlkan unnustunni nærbuxur, auk bréfsins, á sjálfan afmælis- dagixm. Bréfið var svona: „Elskan min. Ég sendi þér jþessa gjöf til þess aö þú sjáir að ég mundi eftir af- mælisdeginumþínum þó að ég sé langt í burtu. Eg vona aö „þær“ komi sér vel fyrir þig, enda Wýjar í kuldanum og auövelt að fara í þærogúr. Ég var í vandræðum raeð að velja hentugan lit en afgreiðslu- stúlkan sýndi mér einar sem hún ar búin aö nota í þrjár vikur og þaö sá varla á þeim. Þvi valdi ég sama lit. Ég vissi heldur ekki hvaða númer þú notaðir og því fékk ég afgreiðlustúlkuna, sem er á stærö við þig, til að máta þær. Þær smellpössuðu henni. Og svona rétt í lokin langar mig til að geta þess að afgreiðslustúlk- an sagði aö þú skyldir blása inn í þær eftir hverja notkun, því þeim hætti til að verða rakar, einkum ef veriö er í þeim lengi í einu. Þinn eiskandi, Guttormur Áokkartímum „Hafði hinn látni nokkrar fjár- hagsáhyggjur?" spurði prestur- inn hina syrgjandi ekkju. „Nei, það held ég ekki,“ svaraöi ekkjan. „Hann var nýlega orðinn gjaldþrota.“ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Falin markmið, 58 mínútur, Október 1994, Rauði drekinn og Víg- höfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 160 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fimmtugustu og áttundu get- raun reyndust vera: I.Svava Árnadóttir Svarthömrum 54,112 Reykja- vík. 2. Stefán Steinar Ólafsson . Jóruseli 22,109 Reykjavík. Vinningarnir veröa sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.