Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Side 20
20
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992.
Kvikmyndir
Hér er Vinny (Joe Pesci) ásamt unnustu sinni, Lisu (Marisa Tomei) sem
kemur mikiö við sögu þegar líða fer á málflutninginn.
Joe Pesci
og
Vinny frændi
Joe Pesci hefur verið eftírminni-
legur í mörgum kvikmyndum.
Hlutverkin hafa ekki aUtaf veriö
stór en oftast hefur honum tekist
að skapa persónur sem skilja mikið
eftír sig, sérstaklega ef persónurn-
ar eru sérlega ógeðfelldar, eins og
j til aö mynda mafíósinn í GoodFell-
| as.
Vegur Pescis hefur farið ört vax-
\ andi eftír að hann fékk óskarsverð-
launin í fyrra sem besti leikari í
aukahlutverki fyrir leik sinn í
GoodFellas og er hann nú nánast
eingöngu fariim að fást við aðal-
hlutverk. Nýjasta kvikmynd hans,
My Cousin Vinny, hefur notið tölu-
verðra vinsælda vestanhafs að
undanfómu og það sem kemur
kannski mest á óvart er að Joe
Pesci hefur aldrei leikið jafn geð-
þekkan náunga og lögfræðinginn
Vincent Gambino.
í mörgum kvikmyndum, þar sem
réttarhöld eru þungamiðjan, er lög-
fræðingurinn annaðhvort upphaf-
inn eða niðurlægður. Þessar lýs-
ingar eiga ekki við Vincent Gamb-
ino eða Vinny eins og hann er kall-
aður. í fyrstu mætti halda að lög-
fræðingurinn Vinny eigi margt
sameiginlegt með lögfræðingum
sem hafa verið gerðir ódauðlegir í
sjónvarpi og kvikmyndum. Hann
tekur aö sér að veija tvo saklausa
unglinga sem eru ákærðir fyrir
morð í lítilli borg í Suðurríkjunum
en í raun er þetta eina málið sem
honum býðst. Vinny er alinn upp
í öngstrætum stórborgar og á erfitt
með að skilja hugsunarhátt smá-
bæjarbúa í Suðurríkjunum og er
þessi staðreynd honum ekki beint
í haginn.
Það er þó annað sem sakboming-
amir hafa meiri áhyggjur af. Vinny
hefur aldrei verið veijandi í morö-
máli fyrr og það sem verra er, hann
hefur aldrei verið verjandi í dómsal
áöur. Skýringin er einfaldlega sú
að það em aðeins sex vikur síðan
hann tók próf sem lögfræðingur.
En þegar efast er um hæfni hans í
réttarsalnum svarar Vinny kot-
roskinn að hann hafi heldur aldrei
tapað máli. En það endar nú samt
með að annar sakbomingurinn fær
sér annan lögfræðing en hinn sem
þekkt hefur Vinny ákveður að
treysta honum.
„Vinny er gáfaður og heiðarlegur
maður og fyndinn þar að auki,“
segir Joe Pesci, „en hann tekur at-
vinnu sína mjög alvarlega. Því mið-
ur gefa léleg próf og ööruvísi fram-
koma fólki ástæðu til að efast um
getu hans.“
Auk Joes Pesci leika í My Cousin
Vinny Marisa Tomei sem leikur
unnustu Vinnys, Fred Gwynne
leikur dómarann og sakboming-
amir eru leiknir af Ralph Macchio
og Mitchell Whitfield.
Joe Pesci
í fyrra hlaut Joe Pesci óskarsverð-
launin fyrir leik sinn í GoodFellas
eins og áður sagði en sú mynd var
leikstýrð af Martin Scorsese. Pesci
hefur einu sinni áður verið tíl-
nefndur til óskarsverðlauna, var
það árið 1981 fyrir hlutverk sitt í
Raging Bull sem einnig var leik-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
stýrð af Scorsese og lék Pesci þar
á mótí Robert De Niro eins og í
GoodFelIas.
Joe Pesci fæddist og ólst upp í
New Jersey og kom fyrst fram í
sjónvarpi aðeins fjögurra ára gam-
all í þáttaröð sem hét Star Time
Kids. Eftir að skólanámi lauk hóf
hann að koma fram sem skemmti-
kraftur, bæði í New Jersey og New
York, en auk þess að vera góður
grínisti á sviði er hann vel liðtækur
tónlistarmaður.
Þegar hann hafði verið tílnefndur
til óskarsverðlauna 1981 bauðst
honum eiginlega ekkert annað en
að leika harðsnúna töffara sem
voru yfirleitt vitlausum megin við
lögin. Það var ekki fyrr en hann lék
í Lethal Weapon 2 að kvikmynda-
húsgestír fengu að sjá hversu góður
gamanleikari hann er, en hlutverk
hans þar hjálpaði ekki svo lítið upp
á vinsældir þeirrar myndar. Lék
hann Leo Getz, endurskoðanda
sem lögreglan hélt verndarhendi
yfir, og hefur hann verið fenginn
tíl að endurtaka hlutverkið í Lethal
Weapon 3. Einnig má nefna lítið en
eftirminnilegt gamanhlutverk sem
hann lék í Home Alone og að sjálf-
sögðu hefur hann verið fenginn tíl
að leika í Home Alone 2: Lost in
New York sem væntanlega verður
framsýnd í kringum næstu jól.
Eftír frammistöðu hans í tveimur
fyrrnefndu myndum var engin
furða þótt framleiðandi My Cousin
Vinny segði að hann hefði ekki
getað hugsað sér annan leikara í
hlutverk Vinnys en Joe Pesci.
Joe Pesci hefur leikið í kvik-
myndum í tíu ár og verið afkasta-
mikill. Meðal mynda, sem hann
hefur leikið í, má nefna Once Upon
a Time in America, Easy Money,
Betsy’s Wedding, I’m Dancing as
Fast as I Can, Moonwalker, JFK
og The Super.
Jonathan Lynn
Leikstjóri My Cousin Vinny er Jo-
nathan Lynn sem er breskur og
hefur getið sér gott orð bæði sem
leikari, handritshöfundur og leik-
sfjóri. Hann sá um að skemmta ís-
lenskum sjónvarpsáhorfendum í
mörg ár, en hann er hugmynda-
smiðurinn og handritshöfundur
þáttaraðirnar vinsælu, Yes Minist-
er og Yes Prime Minister. Hlaut
hann mörg verðlaun fyrir þessa
einstöku sjónvarpsseríu. Lynn
skrifaöi tvær bækur um persón-
umar í þessum þáttum sem báðar
komust á metsölulista, The Com-
plete Yes Minister og Yes Prime
Minister.
Lynn hefur leikstýrt og skrifað
handrit að tveimur kvikmyndum,
Clue, 1985, og Nuns on a Run sem
varð nokkuð vinsæl í fyrra og vann
viöa til verðlauna á kvikmyndahá-
tíðum. Lynn hefur einnig verið
virkur í leikhúsum í London. Three
Men on a Horse, sem hann leik-
stýröi 1987, var valið besta gaman-
leikrið í London það árið og
Songbook, sem hann leikstýrði
einnig, var valin besti söngleikur-
inn ári seinna. Jonathan Lynn er
þessa dagana að leikstýra Eddie
Murphy í nýjustu mynd hans, Dis-
tinguished Gentleman.
-HK
Jonathan Lynn, leikstjóri My Cousin Vinny, gefur Joe Pesci góð ráð.