Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1992, Síða 29
40 LAUGARDAGUR 27. JÚNl Meiming Fom bókmenntafræði Þessi bók er sögulegt yfirlit kenninga um bókmenntir, hvemig þær séu, og þó ekki síö- ur hvemig þær eigi að vera. Ritið rekur menningararf Vesturlanda á þessu sviði, allt frá elstu varðveittum ritum grískra spek- inga, til endaloka miðalda. Þetta er afskap- lega þarft rit, einkum til samanburðar við kennslu um íslenskan skáldskap foman. Þá er jafnan vitnað til orða Ara fróða og Snorra Sturlusonar um skáldskap. Hér fá þau um- mæli eðlilegan bakgrunn, þá sést á hvaða arfleifð þessir menn byggðu. Auk þess rek- ast menn oft á ýmsan fróðleik og gamaigróin hugtök sem hér era felld í samræmda heild. Til dæmis kemur glöggt fram hversu gamlar þær kenningar eru, annars vegar að skáld- verk sé heild þar sem einstakir þættir verði aðeins metnir út frá hlutverki sínu í heildar- myndinni, en hiná vegar að skáldverk séu siöspillandi ef þau sýna eitthvað annað en það sem telst gott og fagurt samkvæmt ríkj- andi hugmyndaheimi. Og alþekkt hatur Plat- ons á skáldskap virðist byggjast einfaldlega á þessari þröngsýni. Að hann hefur verið móttækilegur fyrir skáldskap eins og margt annað fólk (og skáldmæltur sjálfur) breytir engu um það. Ágætt er það sem hér segir um forngrísk leikrit en gjarnan hefði mátt bæta við kenn- ingum um uppruna þeirra. Þau voru bundin við einn stað, samfelldan tíma og eina at- burðarás. Þaö skýra menn með því að þau séu runnin upp úr daglegum aðstæðum íbúa grískra borgríkja, lýðræði minnihlutans, þar sem frjálsir fullorðnir karlmenn hittust á torginu og tókust á um mál með rökræðum. Ærandi hungurvaka er þaö aö segja að Cic- ero greini „sex tegundir orðbundinnar fyndni en tuttugu hinnar efnisbundnu", og að Quintilianus hafi síðar tekið upp þann þráð (bls. 80). Hér hefði endilega þurft að gefa nokkurt yfirlit. Gagnmerkileg skýring á myndskreyting- um handrita kemur fram (bls. 73) að þær áttu að auðvelda lesendum aö muna textann á hverjum stað. Sjálf er þessi bók skemmti- lega myndskreytt og gagnlega. Aðgengilegt Ritið er miðað við almenning og nemendur sem ekki hafa fyrir neina þekkingu á efninu. En það veitir þeim mikla þekkingu í ljósu og einföldu máli og í skýrri efnisskipan. AUt er þetta sett fram sögulega, nokkurn veginn Bókmenntir Örn Ólafsson í þeirri tímaröð sem það kom fram. Sérlega gott er að hverjum aðalkafla lýkur á stuttri upprifjum meginatriða. En að auki eru stór- góðar skrár í bókarlok þar sem helstu hugtök eru talin upp og skýrð með dæmum, auk þess sem vísað er inn í bókina þar sem fjall- að er um þau. Hugtökin eru hér bæði á grísku, latínu, ensku og íslensku, svo allt ætti að vera auðfundið. Sérstakan skurk hefði reyndar þurft aö gera tíf aö útrýma óþörfum endurtekningum (t.d. bls. 184). Fyr- ir kemur að vísað er til óskýrgreindra hug- taka og hefði þurft að láta stutta skilgrein- ingu fylgja, t.d. (bls. 135): „Verulegur hluti af skrifum Ágústínusar hefur þann tilgang að hrekja ýmiss konar trúvillukenningar, þar á meðal manikeismann sem hann hafði sjálfur aðhyllst áður.“ Nokkrir vankantar Söguleg framsetning fer nokkuð úr bönd- um. Fyrst leiðir Árni rök að því að fylgja þeirri almennu venju að telja miðaldir ná yfir tímabihð 500-1500 e. Kr. Hann byrjar svo miðaldahlutann á almennu yfirliti um það tímaskeið, þar koma m.a. fyrir höfundar frá 7. öld. En síðan kemur kafli um Ágústínus (354-A30) og um nýplatónista sem einnig eru Árni Sigurjónsson. frá þvi fyrir 500_e. Kr. Þetta er stutt þeim (ónýtu) rökum að þessir höfundar hafi verið áhrifamiklir á miðöldum. Það var þá nóg að segja það, án þess að rugla efnissldpan. Hér er mjög frólegur listi um ýmiss konar stílbrögð (bls. 140—152), tekinn eftir riti Bedu prests frá því um 700. Þó er þar sagt að þetta sé „ekki ýkjafrumlegt rit, og er Dónat höfuð- heimild höfundar“. Hvers vegna er þetta þá ekki sýnt í þeirri upphaflegu gerð? Það mátti þá vísa til þess þegar kom að Bedu og nefna í stuttu máli hverju hann breytti og bætti við. Nokkuð villandi er sagt frá Málskrúðsfræði Ólafs Þórðarsonar frá 13. öld (bls. 173): „Með- al atriða í stíl sem Ólafur gerir að umtalsefni eru barbarismar (erlend áhrif) sem ljótir eru í daglegu máli en sttmdum leyfðir í skáld- skap.“ Hér var reyndar ekki um erlend áhrif að ræða, heldur að orð eru höfð í röngu falli eða í rangri tölu til að fullnægja bragkröfum, þ.e. skáldaleyfi. Annars hefði þurft að segja að eftir upphafskafla um málfræði sé ritið að mestu leyti óðfræði dróttkvæða. Síðan hefði gjaman mátt rekja það htla sem um- fram það er; um myndhvörf, ýkjur og fleiri stílbrögð. Ágæt umfjöllun er hér um Eddu Snorra Sturlusonar, einkum um kenningar. En hins sakna ég, að þar skuh ekki fjallað um heiti í stuttu máh, og allar þær nafnaþulur sem þeirri umfjöllun fylgdu. Hvaða þýðingu hafði það efni fyrir skáldskapinn? Líklegast svipað og kenningar, lyfti orðalaginu upp yfir hvers- daginn og kallaði fram tiltekin hugrenninga- tengsl með þeim stilblæ sem vahnn var. Árni nefnir þar eina skýringu á heiti bókarinnar en vísar með aftanmálsgrein til Faulkes og Stefáns Karlssonar. Sá síðarnefndi er ekki í heimildaskrá og hvemig á þá aö finna kenn- ingar hans? Hér átti að nefna helstu kenning- ar, svo sem að þessir tveir telja báðir að edda sé myndað af latneska orðinu „edo“ = ég yrki, rétt eins og orðiö kredda er til orðið úr „credo" = ég trúi. Kaflinn um textafræði (bls. 62-63) hefði þurft aö vera ítarlegri, þar hefðu þurft aö koma fram helstu forn sjónarmið, og hvað nú er öðruvísi. Villandi er að jafnan er talað um „útgáfu" texta í fornöld og á miðöldum, löngu áður en bókaprentun hófs. í bók fyrir ósérfróða hefði a.m.k. þurft að segja frá því sem næst komst þessu í fornöld, „skrifstof- ur“ þar sem einn las upp, en margir skrifuðu eftir honum. í bókinni er fróðleg umfjöllun um stílfræði, en hana hefði þurft að reyna að tengja útbreiddum stílsérkennum mið- alda sem cursus, skrúðstíl og lærdómsstíl. Um þau má annars fræðast í handbókinni Hugtök og heiti, sem er kjörin m.a. th upp- fylhngar þessu yfirhti. Það er vonandi að Árni fái sem fyrst tæki- færi til að skrifa framhald þessarar bókar, um bókmenntakenningar síðari alda. Árni Sigurjónsson: Bókmenntakenningar fyrri alda. Heimskringla/Mál og menning 1991, 240 bls. Popp_________________ Pletnev og „glasn- ost" hljómsveitin Einhvem tímann sagði við núg drýldinn Rússi að það væri aðeins á færi Rússa, já eða slavneskra þjóða, að túlka tónlist Tsjækofskís svo að vel færi. Þar sem ég hafði þá nýveriö hlustað á japanska stúlku flytja fiðlukonsert Tsjækofskís óaðfinnanlega, að mér fannst, gaf ég ekki mikið fyrir þessa fuhyrðingu. Nú er ég hins vegar kominn á þá skoðun að það kunni að vera eitthvað th í því sem Rússinn sagði. Ástæðan er einfóld: Mikhah Pletnev. Pletnev þessi er ungur snihingur frá Arkangelsk, fæddur 1957. Hann er frábær píanóleikari; upptökur hans á frægustu só- nötum Beethovens (Virgin VC7 90737-2) eru kappsfuh- ar, brýnar, og þaö sem erfiðast er þegar um þekkt verk er að ræða; nýskapandi. Hann tekur þekktar tón- hendingar th endurmats, hnikar til áherslum htihega og skapar eftirvæntingu með andartaks hléum á óvæntum stöðum. Mér þótti sérstaklega mikið th um sphamennsku Pletnevs í Waldstein sónöttmni. SIó í gegn En Pletnev virðist vera'einn af þessum Rússum sem aht geta. Hann hefur samið nokkur tónverk og árið 1990 stofnaði hann rússnesku Þjóðarhljómsveitina, fyrstu „frjálsu" eða „Glasnost" sinfóníuhljómsveit hins nýja samveldis. í þessari hljómsveit eru úrvals tónhstarmenn úr öllum helstu sinfóníuhljómsveitum gömlu Sovétríkjanna, margir þeirra raunar þekktir einleikarar. Markmið Pletnevs, svo og Alexei Bruni, konsertmeistara hljómsveitarinnar, sem sjálfur hefur uppskorið alþjóðleg verðlaun fyrir fiðluleik, var að búa th hljómsveit sem jafnaðist á við bestu hljómsveitir á Vesturlöndum. Sveitin sló í gegn strax með fyrstu tónleikum sínum í Moskvu þann 16. nóvember 1990 og fékk strax tilboð um tónleika og upptökur á Vesturlöndum. Virgin Classics útgáfan er nú með samning við Pletnev og hljómsveit hans. Nýirstraumar Um nokkurt skeið hef ég veriö með undir höndum geisladiskaupptöku þessa gengis á gamalh „lummu", það er Paþetísku sinfóníunni eftir Tsjækofskí, þeirri sömu sem dansflokkur Jorma Uotinens dansaði undir hér um daginn (Virgin Classics VC 7 91487-2). Þar var notuð upptaka Karajans sem mér hefur alltaf þótt vera fremur köld og yfirveguð. Pletnev og rússneska Þjóðarhljómsveitin hleypa nýj- um straumum inn í þessa sinfóníu. Hið hæga upphafs- Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson adagio er þrungið thhlýðhegri angurværð en einnig kröftugri óþreyju, þannig að maður fer ósjálfrátt að bíða eftir upptakti og útrás tilfinninga í næsta þætti. Hið líflega ahegró þriðja þáttar er síðan skólabókar- dæmi um þaö hvemig á að leika Tsjækofskí; dýpt tón- hstarinnar er geysimikh, tilfinningaflæðið sömuleiðis en Pletnev hefur jámaga á sínum mönnum, beinir tónaflóðinu í hárréttan farveg, mitt á mhh sársauka og unaðar. Síðan hafa menn gjaman smurt tilfinningasemi á fjórða þáttinn, enda er hann kahaður „lamentoso". Pletnev og hljómsveit hans sneiða hjá öhu slíku, kafa í staðinn dýpra í strúktúr og tilfinningaleg blæbrigöi og uppskera nýja sýn á sinfóníuna. Einhvem pata hafði ég af því að Listahátíð hefði reynt að ná í Pletnev en ekki tekist. Vonandi verður hægt að bóka hann fyrir næstu hátíð. Mikhail Pletnev - Beethoven Sonatas (Virgin Classics) Plús aukadiskur: The Concerto. Umboð: Skifan. Russian National Orchestra & Mikhall Pletnev - Tchaikovsky, Symphony No. 6 & Marche Slave (Virgin Classics) Umboð: Skffan. Gamlir og góðir Fyrstu Iron Maiden-plöturnar vom góðar - ferskar og kraftmiklar en sveitin hefur staðnað nokkuð á seinna hluta ferils síns. Nýjasta platan, Fear of the Dark, kemur því þæghega á óvart með því að vera alveg ágæt- is gripur. Hljómsveitin þóttí standa sig mjög vel á tónleikunum hér á Fróni um daginn, svo það gæti jafnvel verið að hún væri á leið með að komast í sitt gamla form. Þeir félagar hafa lítið breytt tón- listarstefnu sinni. Þeir spila ennþá sama þungarokkið og þeir hafa allt- af gert. Eina breytingin frá fyrstu plötum þeirra er sú að tónlistin er orðin vandaðri og þá í staðinn ekki eins hrá og fersk. Krafturinn er þó enn th staðar, engu minni en áður, eins og þeir gefa th kynna strax í fyrsta lagi plötunnar, Be Quick or Be Dead, sem er mjög hratt og kraftmikið. Bestu lög plötunnar em þau sem em í þyngri kantinum, sérstaklega Fear Is the Key, Judas Be My Guide og Fear of the Dark, sem er einnig lengsta lag plötunn- ar. Söngvari hljómsveitarinnar, Bmce Dickinson, og bassaleikari hennar, Steve Harris, sjá að mestu um lagasmíð. Báðir standa þeir sig vel, fyrir utan að rólegu lögin virðast ekki eiga við Steve Harris. Dickin- son er betri textasmiður en Harris, en lög, sem hann semur, em t.d. The Iron Maiden. Hljómplötur Pétur Jónasson Fugitive og Weekend Warrior og segja nöfnin ýmislegt um hvernig textar hans em. Iron Maiden er ahs ekki besta þungarokkssveit heimsins, en hún er ahs ekki léleg heldur. Hún flytur dæmigert þungarokk á vandaðan máta og gerir það vel. LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992. 41 dv______________Helgarpopp U2 mótmæli írska rokksveitin U2 hefur verið í heimsfréttunum síðustu daga og vik- ur. Það er ekki tónhst hljómsveitar- innar sem beinir kastljósi fjölmiðla að henni heldur andstaðan gegn kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sehafield á Englandi. Úrgangur frá stöðinni er tahnn valda miklum umhverfisskaða og mæUst geisla- virkni í nágrenni stöðvarinnar meiri en við nokkurt kjamorkuver á Eng- landi. Þannig hafa rannsóknir sýnt að til- fehi hvítblæðis hjá bömum við ír- landshaf em tíu sinnum algengari en annars staðar á Bretlandseyjum. Af þessari ástæðu hafa fjórmenn- Umsjón: Snorri Már Skúlason ingamir í U2 nú gengið í Uð með Greenpeace í baráttu gegn starfsemi stöðvarinnar. Eins og kunnugt er kemur hljóm- sveitin U2 frá DubUn á írlandi en borgin er skammt frá Sehafield. Óhapp í Sellafield gæti þvi svipt fólk lífsbjörg úr sjó og af landi auk þess sem óbyggilegt yrði á stóm svaeði í kringum verksmiðjuna. Meðlimir U2 segjast vhja koma í veg fyrir að slíkt hendi og því hafi þeir lagt þessari baráttu Uð. NýttChemobyl? Yfirvöld kjarnorkumála í Bretlandi virðast ekki á því að hætta starfsemi í Sellafield eins og umhverfisvemd- arsinnar vhja því seinna á þessu ári á að taka í notkun aðra verksmiðju í SeUafield. Bono, söngvari U2, segir að ástand- ið hafi verið slæmt en með nýju verk- smiðjunni verði það enn verra. Með henni aukist líkur á geislavirkni í umhverfinu um þúsund prósent mið- að við það sem er þegar ein verk- smiðja er starfrækt í Sellafield. Hætt- Hljómsveitin U2 við Sellafield. an á að mengunarslys í likingu við Chemobyl verði á Englandi hefur því aukist th muna, að sögn söngvarans. U2 hélt tónleika í Manchester um miöjan júní sem vom theinkaðir bar- áttunni gegn endurvinnslustöðinni og þar komu einnig fram hljómsveit- imar Kraftwerk, PubUc Enemy og BAD II. Á laugardaginn fyrir viku var mótmælastaða fyrir utan SeUa- field kjamorkuendurvinnslustöðina þar sem fjórmenningamir í U2 vora mættir þrátt fyrir aö yfirvöld hefðu bannað mannsöfnuð á svæðinu. Þrátt fyrir bann yfirvalda mættu tíu þúsund manns og fóra mótmæUn friösamlega fram. Meðlimir U2 skhdu hljóðfærin efdr heima en vöktu athygU fyrir að klæðast fyrir- ferðarmiklum mengunarvarnabún- ingum. Og undirstrikuðu þar með að aUur er varinn eóður. Veggfóður á disk Kvikmyndir og tónlist virðast eiga meiri samleiö á þessu ári en oft áð- ur. Þann 16. júní mættu milU fjögur og fimm þúsund manns á Bíórokk í Höhinni þar sem verið var að taka kvikmyndina Stuttur Frakki og nú er geisladiskur með tónUst úr mynd- inni Veggfóður - erótísk ástarsaga nýlega komin á markað. Þá er ekki ólíklegt aö einhverjir tónar fylgi Sód- ómu Reykjavíkur þegar þeirri mynd verður kastað á hvíta tjaldiö. Kvikmyndin Veggfóöur verður frumsýnd í Reykjavík innan tíðar en borgin í landnámi Ingólfs er einmitt sögusvið myndarinnar. Veggfóður gerist að miklum hluta á skemmti- stað sem kaUast „Dansinn“ og eins og nafnið bendir tíl dunar þar tónUst flestum stundum. Unga fólkið sem sækir staðinn lifir hratt og hátt og er yrkisefnið í myndinni erótík, of- beldi og dóp. TónUstin leikur aukin- heldur stórt hlutverk og koma nokkrar af helstu rokksveitum landsins við þá sögu. Tónlist úr kvikmynd Geisladiskur með lögum úr kvik- myndinni hefur þegar veriö útgefinn og inniheldur hann 18 lög með tíu flytjendum. Hljómsveitin Pís of keik er þar fyrirferðarmest og á helming laganna. Hljómsveitina skipa Máni Svavarsson sem hefur verið að í rúman áratug, m.a. með Danshljóm- sveit Reykjavíkur og nágrennis og Cosa Nostra, JúUus Kemp, leikstjóri og handritshöfundur Veggfóðurs, og Ingibjörg Stefánsdóttir, aðaUeikkona myndarinnar. Þríeykið er því tengt myndinni innan frá því Máni sá um kvikmyndatónUstina í Veggfóðri. Kannski hafa þessi tengsl verið of náin því fyrir þann sem ekki hefur séð myndina virkar tónUst Pís of keik flöt og Utt spennandi. Hún stendur ekki ein. Þó kann aö vera að þegar maður kynnist rammanum utan um lögin, þ.e. eftir að hafa séð bíómyndina, að þau öðUst líf. Hljóð- færaskipanin, sem einskorðast að manni viröist við hljóðgervla, er ekki th þess falUn að gefa tónUstinni Ut. Pís of keik á þó sína góðu spretti og þaö er helst í rólegu lögunum Fiðrildi og ljón og Dulbúin orð sem sveitin nær flugi. Þar nýtur Ingibjörg Stefánsdóttir sín best og greinhegt að þar fer efnheg söngkona. Stóru nöfnin svikja Síðan skein sól, SáUn hans Jóns míns og Todmobhe eiga sitt lagið hver og gera vel. Geiri Sæm er með titillag síðustu plötu sinnar, Jörð, í myndinni og kahar þaö Secondhand emotions enda sung- ið á enghsaxnesku. Bootlegs reyna sig við Pink Floyd lagiö Another Brick in the Wah og er ekki ólíklegt að gamlir Pink FIo- yd aödáendur krossi sig og fari með Mariubænir þegar þeir heyra lagið í meðförum Bootlegs. Aðrir segja sjálfsagt aö þetta sé töff. Undirritaður stendur ein- hvers staðar þama mitt á miUi. Tvær Utt þekktar sveitir vekja athygU. Annars vegar Tennumar hans afa fýrír skemmthegt lag með hnyttnum texta sem heitir Kinky og hins vegar The Orange Empire fyxir melódiskt og vel flutt popplag, My Lovely. Þar fer sveit sem menn ættu að hlusta eftir. TónUstin úr kvikmyndinni Veggfóður getur seint talist heh- steypt enda líklega ekki ætlunin. Th þess em Ustamennimir of margir og ólíkir. Geisladiskurinn virkar engan veginn sero heild en vonandi hjálpar kvikmyndin til þess að gæða tónlistina því lífi sem þarf th þess að hún verði minriisstæö. Er þá einkum átt við framlag Pís of keik. Draumur þeirra sem nenna ad hlusta Ástralinn Nick Cave sendi nýlega frá sér plötuna Henry’s Dream sem er Uklega hans sjöunda undir eigin nafni. Platan sýnir skapara sinn í hörkuformi og er enn ein perlan á stórri festi einstæðra afreka. Sólófer- ih Nick Cave spannar bráðum átta ár og á þeim tíma hefur hann tæpast stigið fehspor í plötuútgáfu. Cave er Listamaður með stóm elU. Hann er tónUstarmaður, rithöfund- ur, hefur leikið í kvikmyndum og gott ef hann er ekki drátthagur líka. Eins og tónUstin sem hann skapar er Nick Cave hörkulegur útUts, svartur og. brúnamikhl. Manninn þekkir undirritaður ekki nema af verkum hans og af þeim að dæma er persónan meira en harkan ein. Það má merkja af þeim fahegu bal- löðum sem skreppa úr höfði manns- ins og settar em í sinfóníska silki- kjóla eins og raunin var á síðustu plötu, The Good Son. Platan þar á undan hét Tender Pray og þar voru átök og reiði yrkisefnið, hrátt rokkiö reif mann á hol og hlustandinn stóð sem svivirtur á eftir. Báöar eru þess- ar plötur stórkostlegar hvor á sinn hátt. Andstæður semvinna saman Nýjasta afurð Nick Cave og hljóm- sveitar hans, The Bad Seeds, er eins og undarlegur koktehl af fyrmefnd- um skífum. Hún sameinar bUöleik- ann af Good Son og það hrjúfa af Tender Pray. TónUst nýju plötunnar er á stundum útsett fyrir strengja- sveit sem er umgjörð sem hentar Nick Cave bregst ekki aðdáendum sínum. rokkaranum einkar vel. Raddanir em einfaldar og gamaldags en mættu á engan hátt vera öðmvísi. Sjálfur er söngvarinn eins Frank Sinatra í leðurjakka, virðulegur en töff. Hann setur efnið fram í myndrænum sög- um eins og þeir Tom Waits og Leon- ard Cohen gera manna best. Sögum- ar em málaðar dökkum Utum en húmorinn er aldrei langt undan. í stutt máU þá er Henry’s Dream plata sem enginn aðdáandi Nick Cave má láta framhjá sér fara. Tveggja ára bið eftir Henry’s Dream er fyrirgefin þegar hlustað er á grip- inn en það er einmitt galdurinn við Nick Cave. Það þarf að HLUSTA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.